1. desember - 01.12.1936, Blaðsíða 7

1. desember - 01.12.1936, Blaðsíða 7
1. DESEMBER 7 sínum í bili. Nú sást húsbóndinn einn- ig í gættinni hinum megin. Skreið þá drengurinn undan borðinu og tók að bursta rykið af hnjám sér og oln- bogum. Julian Mastakovich flýtti sér að bera klútinn, sem hann hafði ógn- að drengnum með, upp að vitum sér. Húsbóndinn horfði á okkur tor- tryggnislegum augum. En hann var maður sem þekkti heiminn og kunni að notfæra sár hin réttu augnablik, og því greip hann nú þetta tækifæri til þess að hafa gott af hinum tigna gesti sínum. „Þetta er drengurinn, sem ég tal- aði um við yður“, sagði hann og benti á rauðhæða snáðann. „Þess vegna leyfði ég mér að reyna góðsemi yð- ar, að það mætti verða honum að gagni“. „Einmitt það“, svaraði Julian Mastakovich. Hann hafði enn ekki náð valdi yfir tilfnnngum síhum. „Hann er sonur kennslukonunnar okkar“, hélt húsbóndnn áfram í bæn- arróm. „Hún er fátæk ekkja eftir heiðarlegan embættismann. Ef það væri mögulegt fyrir yður —“. „Ómögulegt, ómögulegt“, hreytti Julian Mastakovich út úr sér. „Þér verðið að afsaka, Philip Alexeyevich; ég get það bara ekki. Ég hefi spurzt fyrir, en það er ekkert laust. Auk þess eru einir tíu drengir skrásettir, og þeir ganga auðvitað fyrir. Því miður“. „Ja, það var leitt“, sagði húsbónd- inn. „Hann er hæglátur og prúður drengur". „Mesti óþekktarangi vildi ég held- ur segja“, sagði Julian Mastakovich vonzkulega. „Farðu, strákur. Eftir hverju ertu að bíða hér? Burt með þig til hinna barnanna“. Aftur hafði hann engastjórn á geði sínu, og um leið og hann gaut til mín augunum, gat ég heldur ekki stjórnað mér lengur. Ég hló upp í op- ið geðið á honum. Um leið og hann sneri sér frá mér, spurði hann hús- bóndann svo hátt, að ég heyrði, hver hann væri, þessi skrítni, ungi maður. Þeir hvísluðust eitthvað á og fóru síðan burt, án þess að virða mig við- lits. Ég hló dátt. Svo gekk ég einnig inn í gestasalinn. Þar stóð þessi mæti maður, og hafði hópur gesta þegar umkringt hann. Var hann í óðaönn að tala við frú eina, sem hann hafði verið kynntur. Hún hélt í hönd litlu stúlkunnar ríku. Snerist samtalið um hana, og var öll ræða Julian Masta- kovich hið viðbjóðslegasta smjaður. Hann dáðist takmarkalaust að feg- urð barnsins, gáfum, yndisþokka og ágætu uppeldi. Gerði hann sér ber- sýnilega allt far um að smjaðra fyr- ir móðurinni, sem hlustaði á með gleðitár í augum. En faðirinn lýsti velþóknun sinni með ánægjulegu brosi. Gleðin greip um sig. Allir tóku þátt í henni. Jafnvel börnin hættu leikum sínum, til þess að trufla ekki sam- ræðurnar. Loftið var sem mettað af lotningu. Ég heyrði móður litlu stúlk- unnar spyrja Julian Mastakovich að því með öllum viðeigandi kurteisis- orðum, hvort hann vildi gera þeim þann heiður að heimsækja þau. Ég heyrði hann þakka það boð með hræsnislausri hrifningu. Gestirnir dreifðu sér síðan um salinn, og ég heyrði þá með lotningarfullum svip hefja kaupsýslumanninn, konu hans og dóttur til skýjanna, en sérstak- lega þó Julian Mastakovich. „Er hann kvæntur?“ spurði ég upp hátt kunningja minn, er stóð rétt hjá Julian Mastakovich. Julian Mastakovich leit mig óhýru auga. „Nei“, svaraði kunninginn, stein- hissa á þessari — tilætluðu — ókurt- eisi minni. Fyrir ekki all-löngu átti ég leið fram hjá kirkjunni í —. Þar átti fram að farahjónavígsla, og mig furðaði á, hve mikill mannfjöldi streymdi í kirkjuna. Veður var þungbúið. Srriá- gerðir dropar tóku að falla lir loft- inu. Ég ruddi mér í gegnum mann- fjöldann inn í kirkjuna. Brúðguminn var gildur og lágvaxinn ístrubelgur, skartklæddur. Hann var á þönum fram og aftur og gaf skipanir um, hvernig öllu skyldi til hagað. Loks segir einhver, að brúðurin sé að koma. Ég ýtti mér í gegnum mann- þröngina og sá undurfagra stúlku, sem þó varla var komin af barnsaldri. En hún var föl og dapurleg. Hún var sem í leiðslu. Mér virtust augu henn- ar vera rauð, eins og hún hefði grát- ið nýlega. Hinn strangi alvörublær í hverjum andlitsdrætti stúlkunnar veitti fegurð hennar einkennilega tign og hátíðleik. I gegnum alvöruna og hátíðleikann, í gegnum hryggðina skein sakleysi barnsins. Það var eitt- hvað ósegjanlega barnslegt, óráðið og óþroskað í svip hennar, eitthvað, sem án orða virtist biðja um misk- unn. Menn sögðu, að hún væri aðeins sextán ára. Ég horfði með athygli á brúðgumann. Skyndilega sá ég, að þetta var Julian Mastakovich, sem ég hafði aldrei séð í þessi fimm ár. Síð- an leit ég aftur á brúðina —. Ham- ingjan góða! Ég ruddi mér braut eins fljótt og ég gat iit úr kirkjunni. Ég heyrði hvíslingar mannfjöldans um auðæfi brúðarinnar — um heiman- mund hennar, fimm þúsund rúblur, — svo og svo mikið í vasapeninga. „Þá hafa útreikningar hans reynst réttir“, hugsaði ég, um leið og ég komst út á götuna. Fullveldisdagurinn. Framh. af 4. síðu. sköpun einhuga, sterkrar, heilbrigðr- ar og frjálsrar íslenzkrar þjóðar. Meginhluti þjóðarinnar er vinnandi fólk til sjávar og sveita, faglærðir og ófaglærðir verkamenn hugar og handa, smábændur við sjó og í sveit, allur þessi fjöldi á sameiginleg hagsmunamál, og í rauninni aðeins eina sterka sameig- inlega þrá, sem bindur þennan fjöl- menna hóp ósýnilegum böndum sam- úðar og samvinnu, þrá eftir fullkomnu frelsi. Og í þeim átökum, sem verða á næstunni, undir forystu Alþýðusamb. Islands og F. U. J., við að losa þjóðina undan áhrifum og valdi erlendra um- boðsmanna og annara sérhagsmuna- manna, mun þessi hópur finna til þess afls, er eitt megnar að brjóta niður „rót alls ills“ — ágirndina — og losa þjóðina við sníkjudýr þau in óþörfu, er spilla fyrir mörkuðum landsins og nota málýtni til framdráttar villi- mennskunni í málgögnum sínum, — þess afls, er eitt megnar að fullkomna sjálfstæðisbaráttu alþýðunnar = sam- eiginleg átök allra vinnandi stétta inn- an Alþýðuflokksins fyrir sköpun stétt- lauss þjóðfélags. Guðjón B. Baldvinsson.

x

1. desember

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. desember
https://timarit.is/publication/663

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.