1. desember - 01.12.1936, Blaðsíða 6

1. desember - 01.12.1936, Blaðsíða 6
6 1. DESEMBER drengsins; einkum leizt honum vel á lítið leikhús. Svo rík varð löngun hans til að taka þátt í þeim leik, að hann einsetti sér að komast í mjúkinn hjá hinum börnunum. Hann brosti og byrjaði að leika sér við þau. Eina eplið sitt rétti hann smávöxnum ístru- belg, sem hafði vasana fulla af sæl- gæti, og annan tók hann á háhest, einungis til að fá að standa hjá leik- húsinu. En örfáum augnablikum síðar réðst ósvífinn drenghnokki á hann og gaf honum spark. Hann þorði ekki einu sinni að gráta. Kennslukonan kom og sagði houm að láta leik hinna barn- anna afskiftalausan. Hann laumað- ist inn í herbergið, þar sem litla stúlk- an og ég vorum. Hún lét hann setjast hjá sér, og þau tóku nú í óða önn að klæða hina dýru brúðu. Nú leið nærri hálf klukkustund, og ég var farinn að dotta, en heyrði þó hjalið í rauðhærða drengnum og blómarósinni auðugu. Skyndilega kom Julian Mastakovich inn. Hann hafði sloppið út úr gestasalnum, er börnin með hávaða sínum drógu að sér at- hygli fólksins. Það hafði heldur ekki farið fram hjá mér, að hann nokkru áður hafði átt djúpar samræður við föður ríku stúlkunnar, sem hann þá nýlega hafði verið kynntur. Hann stóð kyrr um stund og muldr- aði eitthvað, eins og hann teldi á fingrum sér. „Þrjú hundruð — þrjú hundruð — ellefu — tólf — þrettán — sextán — eftir fimm ár! Segjum fjórir af hundraði — fimm sinnum tólf — sexttíu, og við þessa sextíu — segj- um, að það verði eftir fimm ár — jæja, fjögur hundruð. Hm-hm! En sá gamli bragðarefur gerir sig víst ekki ánægðan með fjóra af hundraði. — Hann fær allt af átta eða kannske tíu. Gerum ráð fyrir fimm hundruð — fimm hundruð þúsund í það minnsta. Það, sem fram yfir verður, nota ég sem vasapeninga — hm. —“ Hann snýtti sér og var í þann veg- inn að fara, er hann kom auga á litlu stúlkuna. Þá nam hann staðar. Mig sá hann ekki fyrir plöntunum. Hann virtist titra af geðshræringu. tJtreikningarnir hans hljóta að hafa komið honum úr jafnvægi. Hann neri saman höndum, dansaði úr einu horni i annað og virtist stöðugt verða örari. Loks sigraði hann geðshræringu sína og staðnæmdist. Han nhorfði ákveðið á brúður sína tilvonandi og bjóst til að ganga til hennar, en leit þó fyrst í kring um sig. Það var eins og hann hefði slæma samvizku, er hann lædd- ist á tánum til barnsins, brosti, beygði sig og kyssti hana á höfuðið. Svo óvænt var þessi koma hans, að hún hljóðaði upp yfir sig. „Hvað ertu að gera hér, barnið gott? hvíslaði hann og kleip hana í kinnina um leið og hann leit í kring um sig. „Við erum að leika okkur“. „Ha — við hann?“ sagði Julian Mastakovich og gaf barni kennslu- konunnar hornauga. „Þú ættir að fara inn í gestastofuna, drengur minn“. Drengurinn þagði og horfði stórum augum á manninn. Julian Mastako- vich leit varlega í kringum sig og laut sí'ðan niður að stúlkunni. „Hvað fekkst þú, brúðu, góða mín?“ „Já, herra“. Hún hnipraði sig dá- lítið saman og hnyklaði brýrnar. „Brúðu? Veiztu, góða, úr hverju brúður eru búnar til?“ „Nei, herra“. sagði hún dræmt og drúpti höfði. „Úr tuskum, góða mín. Þú, strákur, farðu út í gestasalinn til hinna barn- anna“, sagði hann og leit um leið ströngum augum á drenginn. Bæði börnin létu brýrnar síga. Þau tókust í hendur og vildu ekki skilja. „Og veiztu, hvers vegna þér var gefin brúðan?“ spurði Julian Masta- kovich. Hann talaði stöðugt lægra. „Nei“. „Af því að þú varst góð og þæg stúlka alla vikuna“. Um leið og hann sagði þetta, greip hann einhver áköf æsing. Hann leit í kring um sig og sagði lágri röddu, sem lýsti geðofsa og óþreyju. „Ef ég heimsæki foreldra þína ein- hvern tíma, viltu þá elska mig, góða mín?“ Hann reyndi að kyssa hið yndis- lega barn, en rauðhærðri drengurinn sá, að hún ætlaði að fara að gráta. Þá greip hann hönd hennar og tók að snökta af samúð. Þetta gerði manninn hamstola. „Farðu! Farðu! Farðu inn í hitt herbergið til leiksystkina þinna“. „Ég vil ekki, að hann fari. Ég vil það ekki. Farið þér! Látið hann vera! Látið hann vera!“ Hún var rétt farin að gráta. Nú heyrðist fótatak í dyrunum. Julian Mastakovich hrökk við og- rétti úr sinni virðulegu persónu. Þó brá rauðhærða dregnum jafnvel enn meir. Hann sleppti hönd telpunnar, smeygði sér fram með veggnum og slapp í gegnum gestasalinn inn í borðstofuna. -Julian Mastakovich stefndi einnig til borðstofunnar, til þess að draga ekki að sér athygli. Hann var blóð- rauður í framan, og mér virtist koma á hann vandræðasvipur, er hann leit sjálfan sig í spegli. Sennilega hefir honum sjálfum verið skapraun að ó- þolinmæði sinni og frek.ju. Þrátt fyrir alla tign sína og virðuleik lét hann útreikninga sína hlaupa með sig í gönur, og þeir komu honum til að hegða sér eins og bráðlátur strákur, sem vill strax grípa það, er hann girnist, þótt enn sé það tímabært. Tímabæi’t varð það fyrst eftir svo sem fimm ár. Ég gekk á eftir þess- um sæmdarmanni inn í borðstofuna og varð þar snjónarvottur að ein- kennilegum leik. Sótrauður af vonzku og ygldur á svip tók Julian Mastakovich að ógna rauðhærða dregnum.. Barnið hörfaði undan, þar til það komst ekki lengra og var sem innilukt. í hræðslu sinni vissi hann ekki, hvað hann átti af sér að gera. „Snáfaðu út héðan! Hvað ertu að gera hér? Farðu út, segi ég, ræfill- inn þinn! Ertu að stela ávöxtum? Jæja, svo þú ert að stela! Hypjaðu þig út, rauðhausinn þinn!“ í dauðans ofboði skauzt drengur- inn undir borðið, svo sem væri það hans síðasta úrræði. Kvalari hans, sem nú naumast réð sér fyrir reiði, tók upp stóran vasaklút og notaði hann sem svipu á drenginn, til þess að flæma hann úr hæli sínu. Hér má geta þess, að Julian Masta- kovich var maður í sæmilegum hold- um, þungur í vöfum, þrútinn í andliti og vambmikill. Svitinn rann af hon- um og han blés af mæði. Svo mikið var ógeð hans á drengnum (eða var það afbrýði?), að hann hegðaði sér í sannleika sagt sem brjálaður maður. Ég rak upp skellihlátur. Julian Mastakovich sneri sér við. Hann var alveg örvita, og það var augljóst, að hann gleymdi gersamlega virðuleik

x

1. desember

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. desember
https://timarit.is/publication/663

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.