1. desember - 01.12.1936, Blaðsíða 3

1. desember - 01.12.1936, Blaðsíða 3
1. DESEMBER 3 Fnllveldlsdagnri: 111 Ilvað bíður okkar í sjálfslæðisbaráifunni ? Undir forystu sinna mörgu glæsilegu legu baráttumanna — Fjölnismanna, Jóns Sigurðssonar, Benedikts Sveins- sonar. Skúla Thoroddsen o. fl. — hafði íslenzka þjóðin losað sig undan oki og áþján erlendrar þjóðar; smám saman höfðu hlekkirnir verið höggnir, og 1. desember 1918 gengu sambandslög- in í gildi, en samkv. þeim er ísland „frjálst og fullvalda“ ríki, þó konungs- samband sé við Danmörku og Danir fari með utanríkismál vor að nokkru leyti. Með sambandslögunum var ákveðið vopnahlé gagnvart Dönum til ársins 1940. Gamla deilumálið um afstöðu og bardagaaðferðir í sjálfstæðismálinu var horfið úr stjórnmálalífinu íslenzka, enda höfðu breytzt allmjög innlendir þjóðhættir á síðustu áratugunum. í skjóli sjálfstæðis- og frelsisbarátt- unnar gegn yfirráðum Dana hafði skapazt íslenzk borgarastétt. Atvinnu- vegir landsins höfðu tekið stakkaskipt- um, en þó sérstaklega sjávarútvegur og verzlun. Launþegastéttin var að vaxa upp í landinu og stórkaupmenn og stærri atvinnurekendur hinsvegar. Stéttamótsetningarnar voru þegar komnar í íslenzku þjóðlífi, enda hafði flftrystulið alþýðunnar, — verkamenn- irnir við sjávarsíðuna, — þá þegar myndað sín samtök og sinn flokk — verklýðsfélög og Alþýðuflokkinn. Allur sá stéttvísi hópur verkalýðs- ins, sem þá var til og myndaði Alþýðu- flokkinn og kjarna verkalýðshreyfing- arinnar, var um leið skeleggasta for- ystuliðið í sjálfstæðisbaráttu þjóðar- inar, enda er það staðreynd, að Al- þýðuflokkurinn er arftaki Sjálfstæðis- flokksins — gamla —, þess eina Sjálf- stæðisflokks, sem það nafn hefir borið með réttu hér á landi. Það skyldi því engan undra, þó að alþýða landsins minntist á sinn hátt þess þýðingarmikla sigurs, sem unninn var og staðfestur með sambandslög- unum 1. des. 1918, enda aldrei meiri ástæða til þess en nú, þar sem alþýða landsins hefir meiri hluta á löggjafar- þingi þjóðarinnar, og fulltrúar hennar skipa ríkisstjórnina á næst síðasta kjörtímabilinu, sem sambandslögin eru í gildi. Er því mjög tilhlýðilegt, að ungir jafnaðarmenn minnist sérstakl. þessa dags, því að innan skamms tekur þeirra kynslóð við stýrinu á íslenzku þjóðar- skútunni. En á hvern hátt viljum við þá minnast þessa merkisviðburðar? Fyrst og fremst lítum við á stað- reyndir sögunnar. Yið vitum og mun- um hverjir voru linastir í okkar þjóð- frelsisbaráttu, úr hvaða hópi voru vald- ir hinir konungkjörnu þingfulltrúar, ei' settir voru í efri deild Alþingis til að hemla, ef geysast ætti ógætUega eftir frelsisbrautinni. Ef þið eruð ekki viss hvernig var valið, þá skuluð þið líta í Alþingismannatal. En þessir „þjóðfull- trúar“ biðu lægra hlut, af því að þeir voru í ósamræmi við vilja þjóðarinn- ar. En eftir 1918? Hverjir hafa síðan haldið uppi merki sjálfstæðisins í verki? Eg spyr. Því að af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá. Til þess að geta dæma um það hlutdrægnislaust verð- um við að gera okkur ljóst, hvers er mest þörf, til að vernda fengið sjálf- stæði og styrkja okkar sjálfstæðisbar- áttu. Um það mun ekki verða deilt, að fyrsta skilyrðið er fjárhagslegt sjálf- stæði gagnvart öðrum þjóðum, og ann- að höfuðskilyrðið er verndun þjóðern- islegra menningarverðmæta ásamt aukinni gagnmenntun alþýðunnar. Undii'staða fjárhagslegs sjálfstæðis er: að atvinnuvegir landsmanna séu reknir á heilbrigðan og arðberandi hátt og að haldið sé fullkomnum greiðslujöfnuði gagnvart útlöndum, svo að forðast megi sívaxandi erlend- ar lántökur. Ef við virðum nú fyrir okkur, hverj- ir hafa reynzt hvikulastir í sjálfstæð- isbaráttunni frá 1918 til þessa dags, þá verður niðurstaðan þessi: Oft hefir verið mist á hættuna af ensku ríkislánunum, og skal ekki hér farið langt inn á það, en landslýð er ljóst, hverjir réttu Bretanum litla fing- urinn fyrir milligöngu Kúlu-Andersens, sem hefir síðan kostað fleiri fingur í lófa Hambro’s. Hafa þeir stjórnmálaflokkar, sem til þessa hafa verið stærstir meðal þjóð- arinnar — íhaldið (sjálfstæðið) og framsókn — keppst um að koma hverjir á aðra sönnum og lognum sak- argiftum í sambandi við lántökur þess- ar, en ef leitað er innstu raka, þá virð- ist meginhluti þessara lána hafa geng- ið til bankanna í landinu, og beinlínis verið tekin til þess að b.jarga þeim frá hruni. Og hlýtur þá orsök þess að liggja í óskynsamlegri og glæfralegri stjórn á lánastarfseminni í landinu, þar sem fé hefir verið veitt í hæpinn atvinnu- rekstur og jafnvel í tilraunir fjár- glæfra, enda kom það í ljós í sambandi við íslandsbanka sáluga, og mun einn- ig eiga eftir að koma í ljós hvað snertir þjóðbankann, að persónulegur geð- þótti, vinátta og flokksaðstaða eru sá mælikvarði, sem meira hefir gætt en þjóðarhagsmuna, þegar lánin hafa ver- ið veitt. Þessara synda hefir þjóðin, þ. e. a. s. vinnandi fólk í landinu, orðið að gjalda grimmilega á margan hátt, meðal ann- ars með því að skuldabyrði ríkissjóðs hefir vaxið, og í annan stað, að vegna þessarar meðferðar á sparifé og láns- fé þjóðarinnar, hefir heilbrigði og fjárhagslegur máttur atvinnuveganna eigi vaxið svo, sem ella mundi. Ofan á þetta hefir svo bætzt óheil- brigð vöruverzlun við útlönd og þar af leiðandi óheillavænleg skuldasöfnun einstaklinga. Hefir of seint verið tekið þar í taumana og enn eigi nægilega fast, til að verndaðir séu til fulls hags- munir þjóðarinnar á sviði utanríkis- verzlunarinnar. Hafa líka ýmsir er- lendir auðhringir reynt að styrkja hér verulega verzlunaraðstöðu sína og enda tekist furðanlega sumum hverj- um fyrir sannaða aðstoð íslenzkra um- boðsmanna sinna, að tryggja sér veru- legan hagnað af árlegum viðskiptum við ísland. Við þetta bætist svo enn innlend sam- tök stórra fyrirtækja, eins og t. d. um fiskverzlun, er hafa tryggt fáum ein- staklingum aðstöðu til stórgróða og jafnframt aðstöðu til fjárflótta úr land- inu, sem grunur leikur á um að einnig hafi verið notuð í eigi litlum mæli. All þtetta, og ótal margt fleira, sem fylgt hefir í kjölfar auðshyggjunnar, og daglega hefir verið framkvæmt af ,,stórlöxum“ íslenzku borgarastéttar- inar, hefir orðið til þess, að veikja við- námsþrótt íslenzku þjóðarinnar gagn- vart erlendu auðmagni, og auka að

x

1. desember

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. desember
https://timarit.is/publication/663

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.