1. desember - 01.12.1936, Blaðsíða 4
4
1. DESEMBER
sama skapi erlend áhrif í fjármála- og
atvinnulífi þjóðarinnar. — En er við
hyggjum að, hverjir hafa fyrst og
fremst haft aðstöðu til þessara þjóð-
þrifaverka!!, sem á máli alþýðunnar
heitir landráðastarfsemi, þá kemur í
ljós að það eru stóratvinnurekendur,
stórkaupmenn og stóreignamenn.
Eða m. ö. o. máttarstoðir þess flokks,
sem hefir svívirt frelsisbaráttu ís-
lenzku þjóðarinnar með því að kenna
sig að nafni við sjálfstæði, og bera í
munni sér allskyns glamuryrði um
sjálfstæða þjóð, er ætti að stíga sjálf-
stæð skref 1943 !!
Sjálfkjörnir foringjar þessa vesala
flokks eru Júdasar íslenzku sjálfstæð-
isbaráttunnar. Vegna hvers? Vegna
þess að margir þeirra eru umboðsmenn
erlends auðvalds, og lifa hér á umboðs-
launum frá erlendum húsbændum, er
þeir þiggja fyrir að féfletta fátæka
landa sína (Shell, lánastarfsemi Sturlu
Jónssonar og Eggerts Claessens o. f 1.).
Vegna þess að þeir meta sína hagsmuni
miklu hærra verði en afkomu einstakra
atvinnuvega eða þjóðarinnar í heild,
sbr. Gismondi-samningurinn, Spánar-
múturnar, baktjaldamakkið um sölu
ísl. togara undir spánskan fána, verzl-
unarsamningur við Þýzkaland o. s. frv.
o. s. frv. Vegna þess að þeirra sérhags-
munir eru ávallt í öllum tilfellum meira
metnir, eru menningarlegir eða fjár-
hagslegir hagsmunir íslenzku þjóðar-
innar, eins og sést m. a. á því, hve þess-
ir menn liggja hundflatir fyrir þýzku
morðstefnunni, og láta sér annt um
túlkun hennar á allan hátt, vegna von-
arinnar um þýzkan fjárstyrk til Morg-
blaðsins, sem e. t. v. er nú þegar orð-
in veruleiki. Þessi fjandskapur í garð
íslenzkrar þjóðar og gegix íslenzkri
menningu, sem speglast gerzt í orð-
um og athöfnum Márasveitar íhaldsins
— nazistastrákanna — er hnefahögg
framan í frelsis- og sjálfstæðisþrá ís-
lensku alþýðunnar, sem berst nú af
mætti fyrir fjárhagslegri og menning-
arlegri viðreisn sinni til að fullkorrfnn
sigur náist í okkar aldalöngu þjóðfrels-
isbaráttu.
íslenzk alþýða hefir á nýafstöðnu
þingi Alþýðusambands Islands lagt
megin línurnar fyrir starfi sínu í at-
vinnu- og menningarmálum næstu 2
ár. Grunntónninn í samþykktun.um er
einlægur vilji til fullkomins frelsis og
sjálfstæðis íslenzkrar alþýðu, en án
þess er ómögulegt að ná lokamarkinu:
Framh. á 7. MSu.
Hvort vakir þú æska?
Hvort vakir þú æska á verði sem ber,
Hvort stefnirðu hátt eins og hugurinn fer,
þegar hindrun að sigra er þörf.
Er ei vonin þín sú,
að í verkanna trú,
sé vaxandi máttur og þor.
Hvaða takmark er sett
þeirri hraustbyggðu stétt,
sem að trúir á gróandi vor?
Þú skalt trúlega vaka yfir velferð hvers manns,
og til vopna ef hættan að knýr,
því í taflinu um heill eða tjón þessa lands,
sérhver tapaður leikur er dýr.
Því skal fylkja sér þétt,
fyrir frelsi og rétt.
Hef ja fánan að hún. Sýna dug.
Æskan veit, hvers er þörf,
hún er vonglöð og djörf.
Hún á vilja og starfsfúsan hug.
Láttu merki þitt gnæfa mót himninum hátt,
upp í heiðbláman lyftist þín sál.
Heyrðu sigurljóð hljóma úr sérhverri átt.
Það er söngur þinn, æska, þitt mál.
Þín er framtíðin öll,
Þessi fannklæddu fjöll,
þessar frjósömu grundir og sær.
Þar er feðranna starf,
sem við fáum í arf
og munum. flytja oss sigrunum nær.
En margt er að vinna og mörg er sú raun,
sem að mætir þér, æska, á ferð,
að takmarki liggja mörg torfarin hraun
og tálmun af óvinum gerð.
En það hugsjónin er,
sem þig hálfa leið ber,
þetta heilaga og táknandi mál.
Það er örfun í þraut,
það er blys yfir braut.
Það er boðberi starfandi sál.
Það er hugsjón þín æska, að bæta að böl,
sem nú bugar oss, fátæka þjóð.
Og að brjóta það ok, sem er byrði og kvöl,
því er blóðlituð feðranna slóð?
Ei skal kjúgarans hönd,