1. desember - 01.12.1936, Blaðsíða 5

1. desember - 01.12.1936, Blaðsíða 5
1. DESEMBER 5 Jólatré og brúðkaup. Eftir Feodor Dostojevski. Fyrir nokkrum dögum var ég við- staddur hjónavígslu. . . . Nei! Ég ætla heldur að segja yður frá jólatré. Hjónavígslan var hin veglegasta Mér líkaði hún mæta vel. En hitt atvikib var enn betra. Ég veit ekki, hvers vegna hjónavígsluathöfnin minnti mig á jólatréð. En það, sem gerðist, var þetta. Á gamlaárskvöld'fyrir réttum fimm árum var mér boðið á barnadansleik. Sá, er bauð, var háttsettur á sviði við- skiftanna, — maður, sem hafði víð- tæk sambönd og ótal viðskiftabrellur, og átti stóran hóp kunningja. Það leit líka helzt út fyrir, að barnaskemmt- unin væri ekki annað en yfirvarp, en hinn sanni tilgangur sá, að foreldr- arnir kæmu sáman til að ræða áhuga- mál sín í bróðerni og eins og af til- viljun. Ég var hér hálfgert aðskotadýr, og þar eð ég hafði engra hagsmuna að gæta, gat ég eytt kveldinu frjáls og öðrum óháður. Þá var og annar mað- ur viðstaddur, sem hafði, eins og ég, villzt inn í þessa paradís heimilissæl- unnar. Athygli mín beindist fyrst að honum. Eftir útlitinu að dæma var hann ekki af háum stigum. Hann var hár vexti, frekar grannur, alvarlegur á svip og vel til fara. Ekki virtist hann hafa neina ánægju af þessu há- tíðahaldi fjölskyldunnar. Hann var ekki fyrr kominn út í eitt horn stof- unnar og orðinn einn en brosið dó á vörum hans og þykkar, loðnar brýrn- ar hnykluðust. Húsbóndinn var sá eini, sem hann þekkti, og það mátti greinilega sjá, að honum dauðleidd- ist. Þó lék hann hlutverk sitt sem ánægður gestur með sæmd til hins síðasta. Síðar frétti ég, að hann væri sveitamaður, hefði komið til borgar- innar í mikilsverðum verzlunarerind- um, haft meðferðis meðmælabréf til húsbóndans, sem því hafði tekið hann undir sinn verndarvæng og þó ekki af fúsum vilja. Það var aðeins fyrir siðasakir, að hann bauð honum á barnaskemmtunina. Enginn spilaði við hann, og enginn bauð honum vindil. Menn hafa ef til vill þekkt fuglinn á fjöðrunum. Með því að þessi heiðursmaður hafði nú ekkert við hendur sínar að gera, neyddist hann til að eyða kveldinu í það að strjúka vangaskegg sitt. Vissu- lega hafði hann laglegt vangaskegg, en hann strauk það svo kröftuglega, að maður hlaut að fá það á tilfinn- inguna, að bartarnir væru fyrst til orðríir, en maðurinn síðar til að strjúka þá. Annar gestur var þarna, sem dró að sár athygli mína. En hann var af allt öðru sauðahúsi. Þetta var mjög tiginn maður, Julian Mastakovich að nafni. Það mátti fljótlega sjá, að hann var hér í heiðri hafður og jafn- hátt yfir húsbóndann hafinn og hús- bóndinn yfir manninn með bartana. Framkoma húsráðenda gagnvart honum bar vott um hina dýpstu virð- ingu. Ég sá sá tár glitra i augum hús- bóndans, er Julian Mastakovich hafði orð á því, að hann hefði sjaldan átt jafn-skemmtilegt kveld sem þetta. Einhvern veginn fór mér að líða hálf- óþægilega í nærveru þessa mikla manns. Ég di’ó mig því í hlé, er ég hafði skemmt mér við leik barnanna, og átti húsbóndinn fimm þeirra, til- takanlega holdug börn. Ég gekk inn í litla setustofu, þar sem enginn var, og tók mér sæti í þeim enda hennar, sem var eins konar blómahús. Börnin voru yndisleg. Þau feng- ust alls ekki til að líkjast fullorðna fólkinu þrátt fyi’ir alla viðleitni mæðra sinna og kennslukvenna. Þau rændu jólatréð öllu skrauti og sæt- indum, svo að það stóð bert eftir, og helmingnum af leikföngum sínum hafði þeim tekizt að brjóta, áður en þau vissu, hvað hvert þeirra ætti. Eitt þeirra var einstaklega lagleg- ur snáði, dökkeygður og hrokkin- hærður, sem lengi stóð og miðaði á mig trébyssunni sinni. En það barnið, sem mesta athyglina vakti, var systir hans, ellefu ára gömul, ákaflega ynd- isleg stúlka. Hún var hæglát og at- hugul, með stór, dreymandi augu. Hin börnin höfðu móðgað hana með einhverju, og því leitaði hún inn í herbergið, þar sem ég var fyrir. Hún settist út í horn með brúðuna sína. ,,Faðir hennar var vellauðugur kaupsýslumaður“, sögðu gestirnir hver við annan, fullir lotningar. „Heimanmundur hennar þegar ákveð- inn þrjú hundruð þúsund rúblur“. Er ég sneri mér við til þess að sjá þá, er þetta mæltu, varð mér litið framan í Julian Mastokovich. Hann stóð þar og hlustaði á þetta bragð- daufa mas með skarpri athygli. Hann hélt höndum fyrir aftan bak og hall- aði undir flatt. Mikið dáist ég að þeirri kænsku, sem húsbóndinn sýndi með úthlutun gjafanna. Ungfrúin litla, sem heim- anmundurinn skyldi fylgja, fékk íallegustu brúðuna. Verðmæti gjaf- anna stóð í réttu hlutfalli við stöðu foreldranna í þjóðfélaginu, þannig, að gjafirnar voru því minna virði, sem foreldrar barnanna voru lægra settir. Síðasta barnið, tíu ára gamall drenghnokki, rauðhærður og frekn- óttur, hlaut litla náttúrusögubók, myndalausa og óásjálega. Hann var sonur kennslukonunnar. Hún var fá- tæk ekkja, og litli drengurinn henn- ar, sem var klæddur tötralegri nan- kinsúlpu, var niðurlútur og hræðslu- legur. Hann hélt á bókinni og vapp- aði hægt í kring um leikföng hinna barnanna. Mikið hefði hann viljað til vinna, að fá að leika sér við þau. En hann þorði það ekki. Það var bersýni- legt, að hann þekkti stöðu sína í þess- um hóp. Ég hef gaman að því að veita börn- um athygli. Það er hrífandi að virða fyuir sér einstaklingseðli þeirra í sjálfsbjargarbaráttunni. Það leyndi sá rekki, að leikföng hinna barnanna voru heillandi í augum rauðhærða lengur herja um strönd, skapa hnignun og margskonar neyð, Logi frelsisins glóð. Hljómi friðarins ljóð. Fram nú æska og brjóttu þér leið. E. B.

x

1. desember

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. desember
https://timarit.is/publication/663

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.