1. desember - 01.12.1936, Blaðsíða 2
2
1. DESEMBER
í bænum á tveimur kvöldum í slagveð-
urs rigningu og illu færi.
Okkur tókst að safna hundruðum af
ungu fólki í Félag ungra jafnaðar-
manna. Við héldum fundi hálfsmán-
aðar- og viku-lega og ræddum allt
milli himins og jarðar. Voru umræð-
urnar oft fjörugar og margir ræðu-
menn. Það sem ég tel fyrst og fremst
hafa valdið því, að við stóðum ekki af
okkur þá storma, sem síðar komu, er
það, að okkur tókst ekki að skapa
öllum félögunum verkefni, sem þeir
voru bundnir við og ákvað þeim hlut-
verk innan hreyfingarinnar. Er þetta
og erfiðasta hlutverk hverrar hreyf-
ingar og því ekki óeðlilegt að það mis-
tækist fyrir okkur, þó að einmitt, þess
vegna hefðum við átt að leggja meiri
áherzlu á að gera þetta en raun varð
á. Aðferðin, sem við beittum, og ég
dreg ekki ábyrgðina af mér, var vit-
laus. Við lögðum fyrst og fremst á-
herzlu á hina ákveðnu pólitísku agita-
sjón, rifsildisfundi við íhaldsmenn og
aðra andstæðinga, en gleymdum alveg
hinu aðkallandi menningarstarfi með-
al æskulýðsins. Ég veit það, að að
minnsta kosti einum félaga frá þess-
um árum, einum þeim bezta, sem við
höfum nokkru sinni eignast, Eggert
heitnum Bjarnasyni, var þetta ljóst,
en óþolinmæðin með að gera okkur
stóra í skyndingu varð þess valdandi,
að gengið var fram hjá aðvörunum
hans.
Hins vegar var F. U. J. veitt mikil
athygli á þessum árum, enda settum
við svip á bæinn, þegar við vorum að
verki. En hinn þrautseiga kjarna, sem
aðeins fæst með dyggu fræðslustarfi
og skyldurækni hvers einasta félaga,
vantaði. Þess vegna, og ekki af neinu
öðru, tókst kommúnistum að sundra
hreyfingu okkar haustið 1930. Okkur
vantaði hinn styrka foryztuhóp, sem
vissi hvað hann vildi og skyldi hvert
æfintýrapólitík kommúnista hlaut að
leiða, sem nú er komið á daginn og
seinkað hefir svo mjög að verkalýð-
urinn í landinu gæti orðið mestu ráð-
andi. Ég dvel ekki við þessa atburði,
þó að ástæða væri til, þar sem þeir eru
hin þarfasta lexía fyrir alla þá ungu
menn, sem nú taka þátt í störfum Fé-
laga ungra jafnaðarmanna bæði hér
og annarsstaðar á landinu.
Ég tel að sú starfsemi, sem F. U. J.
hér í Reykjavík hefir nú tekið upp, sé
hin rétta, og þá fyrst og fremst tal-
kórastarfsemin, sem vakið hefir at-
hygli um land allt. Ég vil að félagarn-
ir í F. U. J. séu sér þess meðvitandi,
að þessa starfsemi ber að auka af öll-
um mætti og að brýn nauðsyn ber til
þess að leshringastarfsemin hefjist
sem allra fyrst. Slík starfsemi skapar
hinn þrautseiga kjarna, sem ekki er
hægt að blekkja, sem ókleift er að fá
til að svíkja hversu mikil sem róg-
burðarstarfsemin er. Og munið það,
að dálítill hópur ungra pilta og
stúlkna, sem veit nákvæmlega hvað
hann vill, sem þekkir hugsjónir AI-
þýðuflokksins og stefnu hans og tak-
mark er miklu meira virði en stór
hópur, sem hrærist í pólitískum æs-
ingum og slagorðum og hægt er að
snúa eins og snarkringlu, ef aðeins er
róið í hann af tunguliprum og slægum
klofningsmönnum.
Félag ungra jafnaðarmanna skap-
aði tímamót 1927 og nú stendur það
á tímamótum. Það er að ala upp góð-
an starfskjarna fyrir alþýðuhreyfing-
una og nú meira en nokkru sinni áður
ríður á því að þessi kjarni starfi og
liggi ekki á liði sínu.
En til þess að það geti tekist sem
fyrst, að Alþýðuflokkurinn ráði mestu
um pólitík ríkisins, verða allir æsku-
lýðsfélagar að leggjast á eitt. Enginn
má svíkjast um í eitt einasta skipti.
Allir verða að mæta þegar þeir eru
kallaðir og hver félagi verður að
vinna látlaust.
Við bjóðum alla unga menn og
konur til starfa í F. U. J., sem vilja
vinna drengilega að framgangi hags-
munamála alþýðustéttanna.
Við segjum við þá, sem hafa fylgt
K. F. í.: Ykkar starfssvið er í Alþýðu-
flokknum og samtökum hans. K. F. í.
hefir lýst því yfir, að hann hafi enga
aðra stefnu en Alþýðuflokkurinn, og
samfylkingin ber mestan árangur
með því að allir verklýðssinnar séu
sem einstaklingar í einum flokki og
starfi þar gegn íhaldi og fasisma.
F. U. J. á að vera samvizka Alþýðu-
flokksins. Það á að hafa nánar gætur
á öllum þeim, sem ekki eru hæfir til
að vera foryztumenn á hvaða sviði
sem er. Það á ekki að leyfa neinum iö
gera gælur við fjandmennina, hvort
sem þeir eru til hægri eða vinstri. —
F. U. J. félagarnir eiga að vera sterk
og einhuga heild, sem allur ótrúnað-
ur fyrir stefnu flokksins og starf verð-
ur að þoka fyrir.
F. U. J. getur skapað meiri aga í
Alþýðuflokknum en nú er, og það er
ekki vanþörf á því.
Vilhj. S. Vilhjálmsson.
íslenzkir íþróttamenn.
í heimsókn í þriðja ríkinu.
Þegar íslenzku knattspyrnumenn-
irnir voru í heimsókn í Þýzkalandi s.l.
sumar, komu þeir m. a. til Dresden.
Var þeim óspart sýnt öll ,,pragtug-
heit“ þriðja ríkisins, svo sem falleg-
ar götur, verksmiðjur og verkamanna-
bústaðir.
,,Hér sjáið þið uppbyggingu þriðja
ríkisins“, sagði leiðsögumaður þeirra,
sem var að sýna þeim glæsilega verka-
mannabústaði.
Já, en það stendur á þeim, að þeir
séu byggðir 1929, segir einn í hópi ísl.
íþróttamanna, sem skyldi þýzku.
Leiðsögumaðurinn pataði þá út
höndunum í ráðaleysi, hristi höfuðið
og hló vandræðalega.
Hitler kom fyrst til valda árið 1933.
Munið árshátíð
F. U. J. í kvöld.