Skemmtiblaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 1

Skemmtiblaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 1
SKEMMTIBLAÐIÐ Útgefandi, ábyrgðarmaður og ritstjóri: Hallgrímur Benediktsson. Bergstaðastræti 19. Rvík. 1. BLAÐ. REYKJAVÍK - FEBRÚAR 1921. 3. BLAÐ. Allstaðar t löndum þykja sJcemmtiblöð fagnaðarfengur. Peim er tekið opnum örmum af fóllci á öllum aldri. — Hjer í Reykjavík er ehlcert blað fyrir, er talizt getur skemmtiblað í orðsins rjettu merkingu. Fyrir f)ví hef jeg ákveðið, að leita fyrir mjer um það, hvernig slíkri blaðstofnun yrði tékið. — Blaðið mun alltaf birta ágœtar skemmtisögur, íslenzkar og útlendar. Einnig vísur, skrítlur, leiki, gátur o. m. fi Hvert ein- stakt tölublað (fjórar síðnr) kostar 25 aura. — Vegna örðugleika um pappírsföng o. fi. koma 4 blöð á mán* uði nú fyrst um sinn. Samsvarar það lesmál 4 — 5 arka bók í svipuðu broti og Iðunn, og mundi ekki Jcosta minna en 3 kr. í bókabúðum. Skemmtiblaðið verður því fullum hélmingi ódýrara en bókalesmál. — Peir, sem vilja gerast fastir áskrifendur, með fyrirframgreiðslu fyrir hálft ár í senn, fá blaðið lieimsent jafnóðum. Afgreiðsla þess er í prentsmiðju minni á Bergstaðastrœti 19, og er liún opin allan daginn. Virðingarfyllst. HALLORÍHTJB BENEDIKTSSON. Bergstaðastrœti 19. MYRTUR BRÚÐGUMI. (Glæpamálssaga Aðfaranótt hins 12. ágústs 1870 var einhver hin hræðilegasta, sem íbúar bæjarins S. mundu eftir. Voðalegt fárviðri íór um bæinn og grenndina svo að þaksteinar fuku af húsum eins og fys, girðingar og rúður brotnuðu, reykháfar hrundu allvíða og jafnvel trje rifnuðu frá rótum, og að lokum kom steypihryðja, sem ruddi niður hnotustóru hagli og sundraði ýmsu, er fárviðrið ljet í friði. Mest tjón biðu þau húsin, er stóðu ein sjer. Meðal þeirra var hinn skrautlegi bústaður Bergers víxlara við Nýju járnbrautina. — Oveðrið hafði rifið upp nokkurn hluta sinkþaksins af einum armi byggingarinnar og þeytt honum af heljarafli inn um glervegg gróðurhússins, svo að járnstytturnar, sem settar höfðu verið hjer og þar undir samskeyti glerþaksins, stóðu nú kengbognar undir byrði sinni, en glerþakið lá um alt mjelbrotið milli fegurstu pálmaviða og allskonar skrautjurta, í stað þess að verja gróðurinn fýrir óveðrinu. Snemma um morguninn tók fólk að safnast saman fyrir utan girðinguna hjá Berger, í því skyni að forvitnast um allan þann usla og skaða, sem orðið hafði, og gera allskonar athugásemdir út af tjóninu, er allar báru vott um rótgróna illgirni í eigandans garð. Það var á fólkinu að heyra, að það blátt áfram gleddist hjartanlega yfir því mikla tjóni, er >blóðsugan og brúðarræninginn<, hafði orðið fyrir, — en þessum nöfnum nefndi hinn aðkomni lýður Berger víxlabankaeiganda. >Maður liggur eins og maður hreiðrar sig<, sagði einn. >Gler og gæfa eru brothættir munir<, sagði annar. >Það á sízt við hjer, það sem þar stendur, að drottinn agi þann, sem hann elskar<, sagði sá þriðji háðslega. >Ógeðslegur undanfari sjálfs brúðkaupsdagsins«, sagði sá fjórði. >Bára að hjónabands-ánægjan verði honum staðbetri en þetta skrauthýsi! !<. Öllum þessum athugasemdum var ýmist tekið með lófaklappi eða margrödduðu flissi — því hlutaðeig- andi var talinn einhver hinn óvinsælasti maður í bænum. Og það var tæplega unnt að neita því, að menn hefðu að öllu rángt fyrir sjer. Faðir Bergers hafði prangað með gömul föt og gengið eftir M, BARRACK). fyrir hvers manns dyr með þá vöru, til þess að koma henni sem fljótast í peniuga. Og það var á allra vitorði, að þegar hann byrjaði, var hann bláfátækur, en smámsaman graddist honum svo mikið fje, að Berger sonur hans hlaut stóra fjárhæð við lát hans, er hann svo jók á örskömmum tíma, en þó ekki með sem heiðarlegastri starfsemi. Fólgst hún í því, að hann lánaði ungum, gjálífum mönnum, er áttu efnaða foreldra, stærri og smærri fjárhæðir, gegn háum okurvöxtum og tryggingum, — auk þess sem hann gerðist verzlunarmiðill ýmsra viðsjálla brask-viðskifta. Þetta hafði þau áhrit á Berger, að hann varð æ ónærgætnari og hlífðar- lausari við viðskiftamenn sína því lengur sem leið. Og þegár hjer var komið, var hann talinn einhver hinn viðsjárverðasti og miskunnarlausasti okrari, er menn minntust að hafa kynnst. — Hann fjekkst við kauphallargróðabrall í stórum stýl, tók að sjer framlög til hersins meðan á stríðinu stóð, og þá er þvf lauk, var hann orðinn stórríkur maður. Og nú, þegar brúðkaup hans stóð fyrir dyrum, var hann margra miljóna eigandi. — Enginn maður í bæn- um gat unnt honum gengis nje gæíu. Og þá er að því kom að menn fengu pata af því, að hann væri farinn að draga sig eftir Láru Smith, einhverri hinni allra atgerfismestu fríðleikskonu bæjarins — einkadóttur Smith’s ríkisgjaldkera — gladdist fólk yfir því, að hjá henni mundi hann þó fá ærlegt hryggbrot. Enda fór það svo. Því um sömu mundir trúlofaðist Lára ungum lækni, dr. Róbert HofFmann að nafni, er naut mikillar hylli hjá almenningi. En einmitt þá' er að því var koríiið' að þau skyldu gifta sig, Lára og læknirinn, skeðu þau undur, að Lára breytti stefnu í skyndi og sagði skilið við unnusta sinn, dr. Hoffmann, en trúlofaðist sam- stundis Berger víxlara. Alla bæjarbúa rak í rogastans. — Lækninum var auðsýnd almenn samúð og vorkunnsemi, en hatrið til víxlarans óx að sama skapi, — og varð jafnvel æsingarkennt. Menn gengu að því sem gefnu, að Berger hefði ginnt stúlkuna á dularfullan háttmeð auði sínum til þess að játast sjer og svíkja læknirinn. Það var af þessum ástæðum, að Berger var á síðkastið kallaður >brúðárræninginn<- — Hugarþel Efnilegan dreng (fermdan), til að læra prentverk, vantar prentsmiðjuna á Bergstaðastræti 19.

x

Skemmtiblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skemmtiblaðið
https://timarit.is/publication/1328

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.