Skemmtiblaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 2
2
SKEMMTIBLAÐIÐ
manna til stúlkunnar, >er miljónanna vegna hafði
svikið elskhuga sinn<, var nú orðið litlu skárra.
En fyrir þessarri breytni Láru voru ástæður með
öllu ókunnar. Hún ein og — faðir hannar vissi þær:
Fólkið, sem safnast hafði að húsi Bergers, morg-
uninn eítir fárviðrið, var einmitt tekið að blanda
þessum ástamálum inn í umræður sínar um
skemmdirnar, þegar allt í einu sló þögn á hópinn,
er stafaði af því, að út um garðshliðið, frá stórhýsi
Bergers, kom nú einmitt sá maðurinn, er samtalið
snerist um og menn allra sízt bjuggust við, að
þaðan mundi koma. En það var Hoffmann læknir.
Nokkrir menn í hópnum, sem þekktu hann, slóu
hring um hann og spurðu óhykað, hverju það
sætti, að hann kæmi heiman frá Berger bankaokrara.
Læknirinn varð hálf-hvumsa við þessa miður
geðfelldu framkomu manna, en Ijet þó í tje með
hálfgerðum þvergirðingi, upplýsingar um það, sem
fólkið fýsti að vita. Hann skýrði frá því, að hann
hefði verið sóttur til Hamps gamla garðyrkjumanns
hjá Berger. Og að það hefði verið hreinasta krafta-
verk, að Hamp gamli, svo og kona hans og dóttir,
skyldu komast lífs af, því sínkþaks-báknið, sem
hrunið hefði um nóttina, hefði ekki einungis eyði-
lagt gróðurhúsið og margt, sem inni í því var,
heldur hefði það og lennt á bústað garðyrkjumanns-
ins og grafið hann og fólk hans undir rústunum.
En á meðan mæðgunum hafði tekizt að lorða
sjer undan skráninu, hafði Hamp gamli særst á
hnakkanum hættulegu sári. Og þess vegna hefði
dóttir hans hlaupið til þess læknisins, sem næstur
var. >En það var jeg. Fór jeg því undir eins á
fund hins særða manns, sem til að byrja með hafði
verið fluttur í þann hliðararm byggingarinnar, sem
næstur okkur er, og einnig hefur orðið fyrir
skemmdum. En nú er Hamp gamli orðinn svo hress,
að jeg býst ekki við, að þurfa að stíga fæti inn
i hús Bergers bankaeiganda að sinni<.
Þessi síðustu orð sagði dr. Hoffmann með ein-
kennilegri áherzlu um leið og hann sleit sig frá
fólkinu og hjelt heimleiðis. — En það horfði á
eftir honum auðsæjum hluttekningaraugum.
>Já<, sagði nú einn í hópnum. >Fái Hoffmann
einhverntima færi á okraranum, þá . . . .<
>Nú, og hvað muudi hann þá gera við hann?<
spurði annar.
>Hvað hann mundi gera veit jeg að vísu ekki
með vissu — en blóðugur leikur yrði það. Hann
er örgeðja þessi ungi læknir . . .<
>Já, og sennilega er hjer enginn, sem mundi
biðja okraranum vægðar<, skaust fram úr þeim
þriðja.
>Og blessun vor allra skyldi hann hafa fyrir
slíkt handarvik<, tautuðu ýmsir.
Nokkrum klukkustundum síðar fór fram brúðkaup
þeirra Moritz Bergers og Láru Smith, með öllum
þeim íburði og óhófi, sem auðæfin geta í tje látið
við slíkt tækifæri.
Brúðurin var föl, — sumir sögðu eins og >liíandi
lík< — en þó iö ur eins og gyðja.
Fjarlægðin milli hennar og hins ágjarna brúðguma
virtist öllum auðsæ, þótt þau stæðu samhliða. —
Ýmsir hinna viðstöddu sárkenndu í brjósti um brúð-
uiina. Þeim duldist það ekki, að nú væri hún að
fórnfæra sjálfri sjer — sínum beztu tilfinningum,
með dularfullum hætti ....
Hún bar sig einkar vel meðan á hjónavígslunni
stóð. Hvorki yfirlið eða tár báru þess vott, að hún
segði skilið við jarðneska hamingju. í kirkjunni
sat húu kuldaleg og þóttafull á svip, og sama var
að segja meðan á brúðkaupsveizlunni stóð. — Hún
fór fram í stórum borðsal í stórhýsi Bergers, sem
ekki hafði orðið fyrir neinum óskunda í óveðrinu
nóttiná áður.
Brúðguminn hafði skipað svo lyrir, að ekkert
skyldi spara til skrauts nje skarts, og matarskráin
sýndi ágætustu rjetti og dýrindis vín, og lagði
hann mikla alúð við það að skýra íyrir veizlugest-
unum ágæti þess og aldur.
Mörg minni voru drukkin, er óskuðu hamingju inn
í hið nývígða ástalíf hjónanna. Fyrst og síðast varð
þó fyrir ræðumönnum að gera mestan róm að hin-
um mikla auði brúðgumans, er gerði honum kleift
að verða við öllum óskum brúðar sinnat. Og þar
sem flestir veizlugestanna voru af sama sauðahúsi
að hugsunarhætti sem brúðguminD, um gildi auð-
æfanna, þá leyndi það sjer ekki, að þeií töldu þau
hina einustu meginstoð undir hjúskaparhamingju
nývígðu hjónanna hjer á jörðunni.
Brúðurin var annarrar skoðunar. Hún var athug-
ulli en svo, að hún yrði ekki vör tómleikans og
grunnhyggninnar í öllu, sem þarna var sagt, og
vöntunar á ýmsu því, sem hún í raun og veru taldi
tryggingu fyrir sannri framtíðarhamingju. Hún hafði
Ijósa vitund um það óhillaspor, sem hún steig méð
þessu hlutskifti sinn. En samt Jjet hún það tæplega
sjást í orði eða andlitsdrætti, hvað efst bjó í sál
hennar og hversu illa henni leið. Hún hafði fórn-
fært sjálfri sjer. Og afleiðingar þess vildi hún bera
sem hetjulegast að hún gæti — því hún vissi, að
slíkt varð ekki altur tekið úr því sem komið var.
Þvert á móti hjet hún því með sjálfri sjer að
reyna að hafa góð áhrif á mann sinn og laga
ýmsar af misfellunum í fari hans, þær er álösunar-
verðastar- voru að áliti manna. . . .
Og nú var brottfarartíminn kominn. Veizlunni
var slitið og nýgiftu hjónin dróu sig í hlje til þess
að hafa fataskifti, því brúðkaupsferðalagið stóð
fyrir dyrnm.
Lára varð guðs lifandi fegin, þá er Berger stóð
upp og tilkynnti ástæður fyrir því, að veizlugleðin
yrði skemmri en venjulegt væri við slík tækifæri,
Hann bauð Láru því næst handlegginn og leiddi
hana til herbergis þess, er ferðaföt hennar voru
geymd, og var það til hliðar við herbergi það, er
Hamp gamli garðyrkjumaður lá í. Þessi armur
byggingarinnar, hafði, auk skaða þess. er þakið
varð fyrir, fengið að kenna á óveðrinu á ýmsan
annan hátt. Margar rúður, er stóðu áveðurs, höfðu
brotnað inn í herbergin, svo að glerbrotin þöktu
gólfin við gluggana. — Berger hafði ekki verið
sagt frá þessu, og þegar hann kom inn í herbergi
það, er kona hans átti að klæða sig í, varð hann
sárgramur þjónum síuum út af því, að hafa ekki
sjeð um, að annað herbergi væri til taks. —
Hann vítti þetta harðlega við ráðskonu sína, ungfrú
Rósu Hamp, að hún, sem tekið hefði að sjer um-
sjón herbergjanna, þangað til hinar nýráðnu þjón-
ustustúlkur kæmu, skyldi ekki hafa gert honum
aðvart um, hvernig herbergi frúarinnar væri til reika.
— Ungfrú Rósa var, eins og áður er sagt, dóttir
garðyrkjumannsins, og það var ekki óeðlilegt að
henni, sakir meiðsla föður slns, hefði gleymst að