Skemmtiblaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 8
8
SKEMMTIBLAÐIÐ
Samkvæmisleikar heima fyrir.
I. Ljóðlínuleikur er einn af
tilkomumeiri glaðyærðarieikjum í heima-
húsum. Hann er þannig, að Bamkvæmis-
fólkið sezt í tvser andstöðuraðir og yrkir,
þannig að hyer einstakur býr til eina
Ijóðlínu, þá er að honum kemur, og
skeytir við þá næstu á undan. A þenn-
an hátt tekst að fá margar ferskeytlur
um samkvæmisgestina og fleira. Leik-
urinn hefst þannig, að A. (efsti maður
í röð) kastar klút í B. (efsta mann í
andstöðuröð) og segir ljóðlínu um leið.
Síðan hendir B. klútnum í C. (í and-
stöðuröð) og bætir við annarri ljóðlínu
um leið, en C. kastar klútnum í D. og
býr til þriðju Ijóðlínu, og I). kastar í
E. og býr til fjórðu ljóðlínu, og á þá
að vera komin lieilsteypt ferskeytla.
Síðan kastar E., á nýjan leik, í F. og
byrjar upphaf að nýrri vísu — og svona
gengur leikurinn áfram á víxl um rað-
irnar unz allir, eða þeir sem geta, hafa
lagt fram sína ljóðlínuna hver, þannig
að hver ferskeytla er smíðuð af fjór-
um þátttakendum. Eftirfarandi vísur
eru árangur einnar slíkrar skemmtunar
um jólaleytið, og settar hjor til gamsns:
A. Inni hjer er ástarþeyr —:
B. Yngissveinn og svanni meir.
C. Þau ætl’ að unnast alla tíð
D. og eignast frómlynd börn og fríð.
E. s Viltu gefa vænan koss
E.' vini ljúfum hjer með oss.
GF. Hann skal verða sæmdur tveim
H. og sextán, ef hanu kemur heim.
I. Einn jeg veit með ástarþrá
J. inni hjer og bros á brá.
K. Hann er ekki hávær neitt,
L. er sína hittir ástmey greitt.
M. Um hjer gengur gázkafús
N. glettin mey — við alla dús.
O. Eignast vill hún ungan svein —
P. orkuvisBan augastein.
B. Hjerna sje jeg sitja pilt —
S. sjónartillit hans er stillt.
T. Úngan á hann æskueld,
U. er hand eykur lífs um kveld.
V. Fá hann vill sjer festarmey
X. fagra’ — er syngur „gleym mjer ei“.
Y. Armlög hennar auka þor —
Z. örfa krafta — marka spor.
í’. Fyrrum átti jeg fríðan ver,
Æ. frækinn bæði og þekkan mjer.
CE. Nú er hann svifinn svanna frá —
Ö. sólarlöndin fegri að sjá.
Á gamlárskvöld sátu fjórir strákar
saman, i ljóðlínuleik. Þar kenndi að
sjálfsögðu margra grasa. Hjer er eitt
lítið sýnishorn:
A. Ef þú átt ei eyris ráð
B. og enga úrlausn vona —
C. skalt’ ei kvaka’ um kalda náð,
D. en — klæða þig sem kona.
A. Síðan seturðu sjal á þig
B. og sveimar á milli sveina —
C. og kunnirð’ að láta kyssa þig
D. krónu færðu eina.
A. Sveinn ef orðin segir völd:
B. „Svífð’ um hjá mjer heima“. —
C. „Jeg skal koma næsta kvöld —
D. ef krónu borgarð’ eina“.
A. Og svona ferðu flokk úr flokk
B. með vilja f'eimni studdan,
C. og rakar krónum skrokk frá skrokk
D. unz sneisafull er buddan.
Lögregluþjónn (við strákahóp
á götunni): »Svona nú strákar, burt
með ykkur — hjer eruengin slagsmálL
Einn strákanna: »tað er líka
auðsjeð — því væru hjer slagsmál, þá
mundir þú ekki láta sjá þig hjerna, 01i«.
Tannlæknir (við munnstóran
sjúkling): >Þjer þurfið ekki að opna
munninn svona afskaplega, því jeg hef
hugsað mjer að standa fyrir utan
á meðan jeg dreg tönnina út«.
Bóndi/ nokkur átti konu, som reykti
meira en góðu hófi gegndi. Þegar hún
dó lagði hann tábakspípu hennar út-
troðna hjá henni í kistuna og sagði:
»Líttu á, kæra mín — hjerna læt jeg
þípuna þína fulla af tóbaki, en eld færðu
nógan þar sem þú verður eftirleiðis«.
G o t u r i n n: »0-jæja — svo þið
kallið þetta gæsasteik —«.
Hótelþjóninn: > Já — eða finnst
yður nokkuð við hana að athuga?«
Gresturinn : »Ja — það er bara
þetta, að mjer heyrðist steikin g e 11 a,
Maður nokkur, ofurlítið hreyfur, sett-
ist inn á gestgjafahús og segir við þjón-
inn, um leið og hann biður um væna
púnskollu:
»Fari svo, að jeg gerist hávær, er á
líður kvöldið, og yður af þeirri ástæðu
dytti í hug að henda mjer út, þá ætla
jeg að biðja yður að gera það út um
norðurdyrnar, því að öðrum kosti verð
jeg áttavilltur og rata ekki heim«.
Ó 1 i: »Þeir segja að hann stigi ekki
í vitið, þessi þarna með pípuhattinn
og göngustafinn*.
Grvendur: »Því get jeg veltrúað,
því það ert þú og ámóta heimskingjar,
sem hafa það fyrir reglu að troða slíka
náðargjöf undir fótum«.
Ferðamaður nokkur ávarpaði bæjar-
sendil, er hann hitti á Bankastræti, og
spurði hann, hvernig hann gæti náð
fundi lögreglustjórans sem fljótast.
»Þú skalt fara inn í bókabúðina í
hornhúsinu með gyltu stöfunum hjerna
fyrir neðan. Á búðarborðinu eru ótta-
leg ósköp af bókum. Þú rótar í fang
þjer eins miklu af bókunum eins og þú
getur borið og hleypur síðan út í flýti.
— Með þessari aðferð kemst þú lang-
fljótast á fund lögreglustjórans«, svar-
aði strákur og hvarf.
Kaupmaður (við þjón sinn): »Það
var verið að segja mjer, að þið hjónin
hefðuð eignast tvíbura í nótt. Jegóska
til lukku«.
Þjónninn: Þökk fyrir. Það er
varla við því að búast, að nokkur angi
þori einn síns liðs inn í þennan ver-
aldargarm — jafnspilltur og hann er
orðinn. _______
M ó ð i r i n (kemur að fermdum syni
sínum í baðkerinu, sem heldur á lyfja-
glasi í hendinni): »Þetta er í annað
skiftið í dag að þú baðar þig, drengur.
Hvað eiga slíkar kenjar að þýða?«
S o n u rinn : >Veiztu ekki að læknir-
inn sagði mjer að taka inn af meðal-
inu því arna tvisvar á dag í v a t n i!
— og þetta er í annað sinn sem jcg fæ
mjer inntöku samkvæmt forskriftinnw.
Dömari ljet kalla fyrir sig litara, er
staðfesta skyldi iramburð sinn með eiði:
»Gerið svo vel að rjetta upp hend-
ina á meðan«, sagði dómarinn.
Litarinn gerði það, en höndin var
blásvört.
»Af með hanzkann!« sagði dómariun.
»U p p með gleraugunL sagði litarinn.
í barnaskóla var danskur drengur
tekinn upp í kveri. Kennarinn spurði:
»Hver var Páll frá Tarsos?«
Kennarinn, (sem ætlaðist til að dreng-
urinn svaraði með orðinu Apostel =
postuli), sá þegar, að hann mundi ekki
svarið og gerði því tilraun til þess að
leiða drenginn að því og sagði:
»Jeg veit að þú mannst það. Hann
var — a-a-po-o«.
>Já, rjett, nú man jeg það. Hann
var »apotekari««, svaraði drengurinn.
Tveir »athugulir« náungar áttu sam-
Ieið um fagurt hjerað :
»Alltaf finnst mjer það merkilegt, að
Jehova meistari vor skyldi geta Blcapað
alheira allan á einum sex dögum«, sagði
annar.
»Jú — að vísu. En frágangurinn er
líka eftir því«, svaraði hinn og benti á
gamlan vindmillu-ræfil í rústum,
Frammistöðustúlka á kaffiliúsi horfir
með angistarsvip til dyra á eftir gesti
og segir við sjálfa sig um leið :
»Ekki nema það þó — að rjetta að
mjer einn einasta koss í drykkjupen-
inga og annan — í dýrtíðaruppbót!
— Ljelegur gjaldeyrir það!«
Maður nokkur sunnlenzkur var orð-
lagður fyrir ósannindi. — Þegar hann
lagðist banaleguna sagði hann það
ósanniudi, að hann væri veikur. Og
þá er dauðinn nálgaðist, og innt var
að því við hann, að hann mundi eiga
skammt eftir ólifað, sagði hann það
ósatt. — »En ef jeg skyldi sofna svo
fast«, sagði hann, »að jeg verði ekki
vakinn — að viku liðinni eða svo frá
því jeg sofna — þá ráðið þið hvað
þið gerið. Jeg vil hafa minnismerki á
leiðinu mínu og á því fullt nafn og
stöðu — og þar undir skulu þessi orð
standa: »Það er lýgi, að jeg sje dauð-
ur — heldur sef jeg vært og hvílist«.
Trúboði í Sáluhj.hernum lauk ræðu
sinni með þessum orðum: » . . Takið
því Abel til fyrirmyndar og breytið
eins og hann, þvi þóttbróðirhans dræpi
hann, Ijet Abel ógert að drepa hann
á eftir —«.
gC Þetta fyrsta númer blaðs-
ins kostar 50 au. (8 síður).
Prentsmiðja Hallgríms Benediktssonar. Bergstaðastræti 19. Keykjavík.
Yngri og eldri sem selja vilja SKEMMTIBLAÐIÐ, komi í prentsmiðjuna á Bergstaðastræti 19,