Skemmtiblaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 7

Skemmtiblaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 7
SKE;MMTIBLAÐIÐ 7 þvf að það hefur orðið okkur hjónunum til meira láns og gleði en orð fá lýst. Og geti jeg nú gert eitthvað fyrir þig, þá segðu mjer það strax<. >Miskunnsami herra 1 Gerið mig aítur að heiðar- legum manniL sagði Claude. >E>að skal jeg gera. Jeg skal taka þig í þjónustu mína og veita þjer veiðimannsstöðu, ef þú vilt lofa því að haga þjer vel framvegisc. Claude Remy lofaði því. Og hann efndi orð síu.— Með mikilli viðhöfn var honum >veitt æranc, og böðulsstarfið veitt manni, er gaf sig fram. Veiðiþjófurinn, böðullinn og ódæðismaðurinn, sem áður hafði verið, varð nú skyldurækinn þjónn þeirra hjóna. Og tveim dögum sfðar fór Claude á fund skóar- ans. Hann fjekk betri viðtökur en seinast. Fyrsta barninu þeirra, sem var drengur, hjelt Blancha greifafrú undir skírn í dómkirkjunni. Hún lifði í mörg ár á höfðingjasetrinu í Beaujeu, elskuð og virt af öllum, og í borginni var dagurinn fyrir Porláks- messu haldinn hátíðlegur á hverju ári meðan greifafrúin Iifði — til minningar um hið dásamlega frelsi hennar. (Endir). í fvrri dálki 6. síðu, 25. línu að neðan, stendur: marzmán- aðarnótt, en á að vera Þorláksmessunótt. J'að er ekki víst að staðanöfn sjeu rjett stafsett. þýðingin er gömul, og ritið, sem hún er tekin úr, er tapað. Skemmtun og fröðleikur víðsvegar að. Ekkert barn I lögum. Atvik þau, er hjer segir frá, fara fram fyrir opnum dyrum i einni af þingstofum lögregunnar í Lundúnahorg. — Sökudólgurinn er blaðasöludrengur. Hann hefur verið ákœrður fyrir það, að selja dagblöð á stiætum úti á sunnudegi, en við slíku liggur »bann« í London. — Dómarinu heinir þeirri spurningu til drengsins, hvers vegna hann hafi framið helgidagsbrotiðj en drengurinn tiílærir þá ástæðu í afsök- unar-róm, að sjer hafi fundizt tæki- færið svo æskilegt, þar sem um þann dag var að tefla, er flugmaðurinn Bleríot flaug í fyrsta sinni yfir sundið (Ermarsund) trá Frakklandsströnd til London. — »Vegna mannfjöldans um allar triss- ur var hagnðarvonin svo auðsæ«, sagði drengurinn. — En þessi viðbára hans var að sjálfsögðu ljettvæg fundin og var þegar dæmdur í 10 shillinga sekt. — Drengurinn hljóp til, sótti poka-krýli og rjetti að dómaranum. í því voru 10 shillings í koparpening- um (Farthings) — en dómarinn brást reiður við, og kvaðst hafa annað að starfa en fást við stráka-pör í rjett- arsalnum. »Jeg læt þjer í tje tuttugu og fjögra klukkustunda frest«, sagði dómarinn, »til þess að skifta þessu rusli í heillega mynnt. — Að öðrum kosti verður þú að sitja 24 klukkustundir í fangelsi. Drengurinn bliknaði hvorki nje blánaði. — Hann dró upp úr vasa sínum eitt eintak af gildandi lögum um »Mynt, mál og vog«, og las hátt eina grein þeirra, er hljððaði á þá leið, að hver breskur þegn á Englandi væri skyldugur til að taka á móti endur- gjaldi í koparmynt þeirri, er viðurkend væri. Dómarinn gat varla varizt brosi og sagði: >Nú jæja, — kannske maður taki þá við þessum koparsandi þínum«. En nú lagði drengurinn pokann á gólfið, og dró upp úr vasa sínum úr- klippu úr hegningarlögunun og las hátt og snjallt: >Þegar dómstóll hefur einu sinni neitað að taka við sektarfje, getur hann ekki heimtað það aftur«. Þess » vegna er jeg að lögum laus við þá skyldu, að greiða sektarfje þetta«. Þegar drengurinn hafði þetta mælt, kváðu við fagnaðaróp frá áheyreudun- um í salnum. — Fannst því dómaranum ráðlegast að segja rjettarþinginu slitið. — En drengurinn hjelt á burt hinn hreyknasti og ljet nú hringla óspart í koparpeningunum. Kurteisis-ofstæki. Hvcrgi í víðri veröld sýna karlmenn konum meiri kurteisi en í Bandaríkjum Ameríku. tar er hverri konu óhætt að fara ferða sinna ein síns liðs nótt sem dag. Allstaðar cr henni sýnd vinsemd og stök groiðvikni. A öllum samkomum fær kvennþjóðin beztu plássin og þess vandlega gætt, að hún verði ekki fyrir átroðningi. — Atvik, sem nýlega átti sjer stað í einu leikhúsanna í New-York, er skýr sönnun um þetta. — Meiri hátt- ar Englendingur hafði keypt sjer sæti í einni af heztu áhorfendastúkunum, og komið sjer makindalega fyrir, er Bandaríkjamann bar þar að, sem var að lcita að sæti handa stúlku, og hað hann Englendinginn áð þoka fyrir henni. En hann færðist undan. Spannst út af þessu nokkurt ys og orðahnypp- ingar, er vakti athygli þeirra, er næst sátu. »Hvað er hjer um að vera?« sögðu nokkrir menn, er nú komu að í skyndi. Ameríkumaðurinn svaraði: »Hjer er Englendingur, sem sýnir þrjózku um það, að láta konu eftir sæti sitt«. •Mennirnir fóru eíðan orðalaust inn í stúkuna, hófu Englendinginn á loft í snarkasti og báru hann út á ganginn; þar rjetti einn honum hattinn hans, annar fjekk honum kíkinn, og sá þriðji afhenti honum peningana, er hann hafði látið fyrir aðgöngumiðann, — og loks var dyrunum lokað við nefið á honum. Það þætti líklega nokljuð ljelegt >rjett- læti« þetta á skemmtistöðum hjer í borg. Viðsjál vildarkjör. Eins og kunnugt er, þá er „áfengis- bann“ á íslandi. En samt langar ýmsa þar að smakka hinn „forboðna drykk11. Við og við skjótast upp sagnir umþað, að vínfáist þar hjá stöku manni gegn háu gjaldi. — Um eitt atvik þeirrar tegundar er þeBsi saga sögð: Vínhneigðum manni austur í bæ harst til eyrna, að maður nokkur vest- ur í bæ ætti 25 flöskur af áfengi. Sá vínhneigði fór því á fund hans og fal- aði af honum flöakurnar. „Jæja — en hvað viltu borga?“ sagði sá, er selja vildi. r Jng skal greiða hæzta verð“, sagði hinn, „og segðu bara til“: „Gott og vel! — Ef þú kaupir allar flöskurnar, 25 að tulu, skaltu fá fyrstu flöskuna fyrir einn eyrir, aðra fyrir tvo aura, þá þriðju fyrir 4 aura, þá fjórðu fyrir 8 aura og svona koll afkplli. Þetta þótti vínkaupanda regluleg vildarkjör. „Þetta er gjöf en ekki sala“, sagði hann, raðaði flöskunum niður í kassa og settist siðau við borðíð og tók að reikna. „Jæja! — Fjórar fyrstu flöskurnar kosta 15 aura, næstu fjórar hljóta þá að kosta 30 aura, næstu fjórar 60 aura, næstu fjórar 1 kr og 20 au, og næstu fjórar 2 kr og 40 au., og síðustu fimm röskar 5 kr., eða eitthvað kringum 10 krónur allar“. „Þetta er bandvitlaust11 sagði soljand- inn. „Verð hverrar flösku'eykst alltaf um helming — miðað við verð næstu flösku á undan. Og reiknaðu betur“. Vill nú ekki lesandinn hjálpa þeim vínhneigða með útreikninginn og sann- prófa sjálfur, hvað flöskurnar kostuðu samtals samkvæmt þessum sölumáta. Eftir útreikningi Skemmtiblaðsins viðskiftin þannig út: 1 eyrir kostar 1. flaska. 2 aura — 2. — 4 — — 3. — 8 — — 4. 16 — — 5. — 32 — — 6. 64 — — 7. 128 — — 8. 256 — — 9. — 512 — — 10. — 1024 — — 11. — 2048 — — 12. 4096 — — 13 8192 — —. 14. 16384 — — 15. 32768 — 16. 65536 — — 17. 131072 — 18. 262144 — 19. __ 524238 — 20. 1048576 — 21. 2097152 — 22. 4194304 .— 23. 8388608 — 24. 16777216 — — 25. — 83564431 aura kosta 26 flöskur, en það verða samtals: i’rjú hundruð þrjátíu og fimm þúsund fimmhundraðfjörutíu og fjórar krónur 31 eyrir.

x

Skemmtiblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skemmtiblaðið
https://timarit.is/publication/1328

Tengja á þetta tölublað: 1. blað (01.02.1921)
https://timarit.is/issue/401519

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. blað (01.02.1921)

Aðgerðir: