Skemmtiblaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 4

Skemmtiblaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 4
 4 SKEMMTIBLAÐIÐ Veiðiþjðfnrinn Clande Remy og frú Monteval. Árla morguns árið 1451 fór sjaldgæfur atburður fram í Beau-skóginum við Ardíere á Frakklandi. Eigandi skógarins og hjeraðsins þar í grenndinni, Hugo de Monteval greifi, hatði, ásamt fjölmennu tylgdarliði, lagt af stað frá höll sinni í Beaujea, sem enn þann dag í dag sjást rústir af, á hæð einni í franska Rhone-hlutanum, nálægt samneíndum bæ — í þeim tilgangi að sýna vald sitt með hræðilegum hætti. — Það átti að taka veiðiþjóf af lífi á þann veg, að reira hann fastan á bak hirti, er síðan skyldi æsa til örvita-hlaups um hvað sem fyrir væri, þangað til dýrið dytti niður dautt með byrði sína. Á þessum tímum voru relsingar af þessu tæi fremur sjaldgæfar. í rauninni var Ciaude Remy — en svo hjet veiði- þjófurinn — einn hinn alversti allra veiðiþjófa um þessar slóðir — og óbetranleg mannrýja. Hann var sonur fyrverandi grafara og meðhjálpara í Beaujea, og hafði, vegna hins slæma uppeldis, sem hann hafði hlotið, valdið föður sínum mikillar sorgar, og að Iokum lagt hann í gröfina. — Veiðiþjófurinn stóð fjötraður f dálitlu rjóðri í skóginum. Bleika andlitið hans var vaxið dökku slceggi, og augu hans tindruðu eins og glóandi kol. Hann Ieit ótta- sleginn í kring um sig og augu hans Ieituðu hvað eftir annað inn á milli grænu trjánna — eins og hann byggist við hjálp þaðan. I nánd við hann stóðu tveir skógarverðir, sem gættu hans með Argusaraugum og virtust gleðjast yfir refsingu þeirri, sem sakamanninum var búiu. >Ef hjörturinn yrði nú svo heppinn að komast • út úr eltíngarleiknum — hve lengi ætli hann gæti þá hlaupið með byrði sína á bakinu?< spurði annar vörðurinn fjelaga sinn. >í>að yrði drjúgur tími<, svaraði hinn.— >Fyrir hjer um bil fjórum árum, var veiðiþjófur einn i hjéraðinu Isondeau bundinn á bak hirti, er síðan var Iofað að hlaupa að vild sinni. Þremur mán- uðum síðar sáu menn hjörtinn aftur á hlaupum með byrði sína og virtist hann hafa vanist henni<. >Og maðurinn?< spurði hinn. >Hann var auðvitað steindauður<. . >Heyrirðu það, Clande, bannsettur þorparinn þinn. Svona ter nú fyrir þjer<. >Bölvaðir sjeu hinir miskunnarlausu morðingar mínir<, nöldraði veiðiþjóturinn. >Þú ímyndar þjer þó ekki, að þú hafir leyfi til þess að stela óhindraður veiðidýrum húsbónda okkar og herra, og hafa í frammi alls konar strákapÖr? Þú ert margsekur og verðskuldar stranga refsingu<- >Jeg veit það. Og jeg er aðeins argur út í þá grimmd dómaranna, að Játa mig hljóta þennan dauðdaga. Þeir hafa vald til þess að láta hengja mig á hæsta trjenu hjerna í skóginum, — eu að láta mig deyja fjötraður á snartrylltum hirti, flengdan af þyrnum og marg-limlestan af trjástofnum og grjóti — það er djöfulsins grimmdaræði«. >Það er nú samt góð viðvörun fyrir þína líka«, >Þarna koma þeir með hjörtinn!< hrópaði aunar skógarvörðurinn. >0g þarna kemur vor náðugi herra, ásamt fylgdarliði sínu. — Sjerðu það,Claude’!< Veiðiþjófurinn nötraði allur og skalf. Hugo de Monteval greifi var stranggeðja aðals- maður, þrítugur að aldri, fríður sýnum og hyklaus í framkomu. — Við undirmenn sína var hann þó hvergi nærri eins refsigjarn og margir at nábúa- stjettarbræðrum hans. — En í þetta sinn hafði einn þeirra blásið honum þessarri hegningaraðferð í brjóst — sem allsherjar viðvörun fyrir væntan- lega veiðiþjófa. Og þessa tillögu samþykkti hann, þrátt fyrir það, þótt konan hans, hin unga og fríða Blancha, grrítbændi hann af öllu afli, að láta svo grimmdarfullt illvirki ógert. >Það er nauðsynlegt, Blancha!« hafði hann sagt við konu sína, — »því Claude er ólíðandi og verðskuldar þetta. Og í eitt skifti fyrir öll skal nú skjóta fólkinu skelk í bringu«. Við þetta svar hans hafði kona hans gengið hágrátandi frá honum og ekki mátt mæla eitt orð. Greifinn kom nú í skóginn, ásamt fjölda göíugra vina hans, og riðu þeir allir stríðöldum gæðingum, og höfðu ótal grimma hunda í förinni, svo að varðmönnunum veitti erfiðiega að varna þvf, að þeir hlypu á bundinn hjörtinn. — Smiður var þar og við staddur, er hafði meðferðis ýms tæki, svo sem skrúfur, hlekki, og lóðunarofn og fleira. — Monteval greifi leit reiðulega til veiðþjófsins En hann tók eftir því, fjell á knje og hrópaði: >Herra, herraf Verið miskunnsamur og látið mig deyja á skaplegri hátt!« Greifinn hristi höfuðið með vonlausum harð- neskjusvip. >Þú skalt engrar vægðar njóta,< sagði hann. Þessi refsing er þjer og ódáðaverkum þfnum sam- boðin. Þú hefur til hennar unnið þúsund sinnum<. >Jeg bið ekki um líf«, sagðiveiðiþjófurinn, >heid- ur aðeins um það, að þið veljið mjer annan dauð- daga. Látið nægja að hengja mig, náðugi herra<. >Þú veizt sem er, að böðullinn hjerna í hjeraðinu er nýdáinn . og gerir þjer því von um að sleppa. — Engin vægð er hugsanleg. Sá dómur, sem upp hefur verið kveðinn, skal standa<, sagði Monteval og gaf yfirveiðimanninum bendingu. — Skógarverðirnir tveir leiddu nú, eða rjettara sagt; drógu Claude, sem veináði og stritaði á móti, þangað sem hjörturinn beið, og lyftu honum á bak hans. Síðan tók smiðurinn til sinna starfa og tóku þau ærinn tíma. En í sama bili og dauðahlaupið átti að byrja, kom óvænt truflun. — Burðarstóll sást álengdar, borinn af nokkrum mönnum, er stefndu til manngrúans. Og öllum til hinnar mestu undrunar, steig ofan úr honum unga greifafrúin. Hún gekk rakleitt til manns síns, neri hendurnar örvæntingar- full, og talaði með biðjandi og viðkvæmri rödd: >Hjartans Hugo! Sakir guðs miskunnar, þá láttu þessa voða-refsingu ógerða. Jeg særi þig við sálar- heill þína, að verða við bæn minni«. >Því í dauðanum ertu að ómaka þig hingað, Blancha. Það er ekki fyrir þig að skifta þjer af þessum atburði<, sagði maður hennar. >Jeg hafði engan frið heima í höllinni. Jeg var knúin af óviðráðanlegu hugarafli til að gera síðustu tilraun til að fá þig ofan af þessu hræðilega ódáða- verki. — Þú voizt hversu innilega jeg elska þig, Hugo. En frá þessarri stundu mun jeg ekki geta

x

Skemmtiblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skemmtiblaðið
https://timarit.is/publication/1328

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.