Skemmtiblaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 6

Skemmtiblaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 6
6 SKEMMTIBLAÐÍÐ urslaust. — Greifion var óhuggandi. Nótt og dag sat hann harmþrúnginn við rúm sárþjáðrar konu sinnar, sem varð veikari með degi hverjum. — Og svo var það einn frostkaldan morgun f desembermán- uði, að Jæknirinn, sem vakti með greifanum um nóttina, kvað upp úr með það, að frúin væri dáin. — Lfkið var skreytt gimsteinum og dýrmætum gersemum og lagt í fagra kistu. Og þremur dögum sfðar var það, að miklum manntjöida viðstöddum, fiutt til dómkirkjunnar í Beaujeu og látið inn f grafhvelfingu Montevalanna, undir kirkjukórnum. Allstaðar f nágrenninu varð mönnum tíðrætt um þessa viðhafnarríku jarðarför, — og einnig f veitingahúsinu. — Einn meiri háttar riddari, sem sat þar kvöldið eftir jarðaríörina í fjöfmennum hóp fjelaga sinna, og hafði sjeð líkið f skrúða þess, var mjög hámæltur um gimsteinana, handhringana og perlubandið, sem líkið hafði verið skreytt með. — En á bak við súlu - - í svo kölluðu »skammar- skotic, sat böðullinn, Claude Remy, og drakk úr vfnkrús, sem fest var við borðið með járnfesti, og einungis ætluð honum til afnota. Hann hámaði f sig hvert orð í lýsingu riddarans um dýrgripina. Og ágirnd hans á þeim óx við hverl orð. — Hann taldi fram endurgjaldið fyrír veitingarnar, skildi það eftir á borðinu og laumaðist burt, án þess nokkur maður tæki eftir því. — »Já, sannarlega var hún góð og miskunnsöm, þessi elskulega kona. Og víst á jeg henni það að þakka, að jeg er tórandi nú og frjáls ferða minna, Guð launi henni velgerðirnar. — En hvað hefur hún við allar þessar dýrmætu gersemar að gera, þar sem hún liggur nú eilífri dauðakyrrð vafin —? Þeir hljóta að vera mikilla peninga virði, þessir gripir. — Ef jeg ætti þá, gæti jeg flúið þangað, sem enginn þekkti mig, og umgengist heiðarlegt fólk sem stórefnaður maður. — Það getur ekki verið neitt ranglæti að taka þessa hluti, því ekki koma þeir henni að neinu gagni nú —, en óláns- greyi, eins og mjer, geta þeir lyft upp í ærlega stöðu. — Hann fór heira til sín og hjelt þar kyrru fyrir þangað til komin var nótt, — niðdimm marzmánaðarnótt, með stormi og regni, sem rykkti í þaksteina og gluggahlera og ólmaðist inn á milli regnbarðra trjánna. Hann stóð upp, tók með sjer kúbein og skrúfjárn, ljósþernu og þjófalykil og fór til dómkirkjunnar. Hann þorði ekki að brjóta upp aðalhliðið, en kleif yfir múrvegginn og gekk svo rakleitt að litlum dyr- um undir kirkjunni, sem fólgnar voru milli tveggja steinsúlna. — Hann var sonur fyrverandi grafara og meðhjálpara og vissi því allra manna bezt um króka og kyma, sem kirkunni tilheyrðu. Hann opnaði dyrnar með þjófalyklinum og komst rakleitt inn, og nú kveykti hann á ljósþernunni. — Með miklum erfiðismunum tókst honum að brjóta læsing- arvirkið að neðanjarðar-kapellunni, fór síðan niður steinþrepin, og nú var hann staddur við kistu greifafrúarinnar. Það kostaði hann mikinn tíma og marga svitadropa að ná lokinu af, — en tókst þó um slðir. Hann stóð nú hálfboginn og hykandi yfir hinni fölu og fögru frú, og dró til sín perlubandið og hvern hringinn eftir annan, og nú var aðeins eítir sá síðasti, en hann vai allra hringanna tegurstur og dýrastur, en sat miklu fastar á fingrinum en nokkur hinna. — »Jeg held jeg verði að láta hann eiga sig<, hvíslaði hann að sjálfum sjer. >Það vseri ósæmilegt af mjer að hrufia eða limlesta þessa göfugu frú<t. En ágirndin svall f huga hans og marghvislaði að honum: >kipptu fastar<. — Og hann gerði það — ekki einu sinni, heldur þrisvar ennþá. En hvað skeði? Við sfðasta átakið settist hún, sem talin hafði verið steindauð, upp f kistunni. Hún cpnaði augun, starði með einskærri undrun á spellvirkjann og mælti með veikri röddu: >Góði guð! Hvar er jeg? Og hvf hef jeg orðið að líða svo mikið?< Ósegjanleg hræðsla greip Claude Remy. — Hann hrökk aftur á bak og nfstandi kuldaflog fóru um hann allan. »Vægið mjer, göfuga frú!< stundi hann og fjell á knje við kistukarminn. »Hver ert þú? Og hvar er jeg? Og hver er hann, þessi skuggalegi verustaður, sem jeg er nú f?< spurði greifafrúin. >Þjer eruð í kistunni yðar — f kapellu Montval- anna!< svaraði Claude. »Og hvernig vfkur þvf við?< spurði hún. >Þjer hafið verið álitin dáin — og þess vegna flutt hingað f kapelluna<, svaraði hann. >Þetta er allt saman svo hræðilegt<, stundi hún. »En hvers vegna ertu hjer, maður? Hvað vildirðu hingað? spurði hún. »Jeg vildi.... Jeg hugsaði, að úr þvf þjer væruð dáin, þá mætti yður á sama standa um það, hvort þjer hefðuð alla þessa dýrgripi hjá yður eða ekki ... Hjerna eru þeir. — Sá vondi hafði mig á valdi sínu. Verið mjer miskunnsöm, eins og áður, og veitið mjer, ólánsmanninum, fulla fyrirgefningu<, bað Claude, og faldi andlit sitt í lófum sfnum. >Það skal jeg gera af öllu hjarta. Þú hefur verið verkfæri f höndum góðra krafta, til þess áð frelsá mig úr voða hræðilegra örlagá. Framkvæmdir þfnár hjer hafá orðið mjer til góðs. — En nú verður þú áð hjálpa mjer hjeðan. Þú verður að hlaupa til hallarinnar og segjá eiginmanni mfnum, að jeg sje lifándi og að jeg biðji hann að senda mjer burðarstól. — Þú skalt fá honum þennan hring frá mjer og mun hann þá trúa þjer<. Claude rann nú á harða spretti heim til hallar* innar, barði upp dyravörðinn og hljóp inn. Dyravörðurinn spurði hranalega hvað um væri að vera. Claude sagði honum eins og var, fjekk honum hviuginn frúarinnar ®g skipaði honum að vekja greifann samstundis og skýra honum frá mála- vöxtum. Monteval greifi varð meira en lítið forviða, er hann sá hringinn. Hann ljet kalla á Claude Remy í flýti, sem strax fjell á knje fyrir herra sínum, og skýrði honum frá öllum misgjörðum sínum f þessu sambandi undanbragðalaust. »Blancha er lifandi! < hrópaði greifinn. — >Ljós- kyndla! Burðarstól! - Fljótir nú!< Á örfáum mfnútum var allt í beztu reglu, og greifinn og Claude gengu samhliða f brjósti fylk- ingar til dómkirkjunnar. — Þar hitti hann konu sína, er lá á hnjánum á bæn fyrir framan altarið. Hún var þreytt og veikluleg. En augu hennar ljómuðu af gleði yfir endurfundi þeirra...... Á þessu hátíðlega augnabliki lofaði Claude Remy þvf, að verða þaðan í frá betri maður. >Þú hafðir í hyggju að vinna ódáðaverk<, sagði greifinn við hann, >en það er þjer fyrirgefið —

x

Skemmtiblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skemmtiblaðið
https://timarit.is/publication/1328

Tengja á þetta tölublað: 1. blað (01.02.1921)
https://timarit.is/issue/401519

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. blað (01.02.1921)

Aðgerðir: