Fréttablaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 1
MENNTAMÁL Samtök Atvinnulífs- ins segja erlendar rannsóknir sýna að löng sumarfrí eins og tíðkast í grunnskólum landsins hafi slæm áhrif á námsárangur grunnskóla- barna. Einkum eigi það við um börn fátækra og innflytjenda. Samtökin kynna í dag á fundi 30 tillögur sem varða úrbætur í m e n nt a - kerf inu, til d æ m i s á leik skóla-, grunnskóla- og háskóla- st ig i . – j þ / sjá síðu 4 — M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 5 7 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M Á N U D A G U R 4 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á FERSKUR FISKUR í verslunum Nettó FLUGMÁL Bogi Nils Bogason, for- stjóri Icelandair, gagnrýnir harð- lega áform í drögum að samgöngu- áætlun næstu fimmtán ára um „hóflegt þjónustugjald“ sem renna eigi til uppbyggingar á innviðum varaflugvalla. „Icelandair Group telur þau áform sem þarna er lýst mjög var- hugaverð og mótmælir harðlega að lagt verði varaf lugvallagjald á f lugrekendur sem virðast þá bæði eiga að fjármagna þá nauðsynlegu uppbyggingu sem þarf að fara í til þess að tryggja að varaf lugvellir fyrir Kef lavíkurf lugvöll uppfylli þær öryggiskröfur sem nauðsyn- legar eru fyrir slíka flugvelli sem og rekstur annarra alþjóðaf lugvalla en Kef lavíkurf lugvallar,“ segir í umsögn forstjóra Icelandair til Alþingis. Segir Bogi varaf lugvallagjald ólögmætt og hvorki samrýmast EES-samningnum né leiðbeiningar- reglum Alþjóðaflugmálastofnunar. Vísar hann til þess að slíkt gjald hafi áður verið lagt á en afnumið eftir athugasemdir frá ESA því það hafi brotið í bága við EES-samninginn. „Ekki fæst betur séð en að tillaga sú er kemur fram í drögum að sam- gönguáætlun sé algjörlega hliðstæð þeirri gjaldtöku sem ESA hefur áður talið fara í bága við EES-samning- inn,“ segir Bogi sem kveður gjaldið mundu skaða samkeppnishæfni Icelandair og annarra íslenskra flugrekenda á markaðnum fyrir flug milli Evrópu og Norður-Ameríku. Enn fremur segir Bogi að ekki sé rétt að blanda saman því sem teng- ist uppbyggingu vegna varaf lug- vallarhlutverks fyrir alþjóðaf lug annars vegar og hins vegar upp- byggingu flugstöðvar á Egilsstöðum og innviða tengdum ferðaþjónustu. „Annað þeirra er f lugöryggislegt verkefni fyrir Keflavíkurflugvöll og hitt er byggðaþróunarverkefni sem er alls ótengt f lugi um Keflavíkur- flugvöll,“ segir í umsögn Boga. Tekið er í svipaðan streng í umsögn frá Karli Alvarssyni, lög- manni Isavia, fyrir hönd félagsins. „Isavia lýsir áhyggjum af því með hvaða hætti drögin að f lug- stefnunni gera ekki greinarmun á almenningssamgöngum sem ætlað er að styrkja byggðir landsins og fjármögnun þeirra annars vegar og reksturs Keflavíkurflugvallar sem rekinn er á sjálf bæran hátt í miklu samkeppnisumhverfi hins vegar.“ – gar Boðað varaflugvallagjald sagt ólöglegt Drög að samgönguáætlun sem liggja fyrir Alþingi eru harðlega gagnrýnd. Forstjóri Icelandair segir áform um varaflugvallagjöld ólög- leg og varhugaverð og brjóta gegn EES-samningi. Isavia lýsir áhyggjum af samblöndun byggðastefnu og reksturs Keflavíkurflugvallar. Góð aðsókn var að greiningardegi Þjóðminjasafnsins í gær. Kenndi þar margvíslegra grasa sem endranær. Tóku sérfræðingar Þjóðminjasafnsins að sér að greina gripi fólks sem kom á staðinn út frá aldri, efni, uppruna og öðrum atriðum. Meðal þess sem rataði inn á safnið í gær var tyrknesk mynt frá sextándu öld sem einn gestanna átti í fórum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Löng frí hafi neikvæð áhrif LÍFI Ð Björn Ingi Baldvinsson st u nd a r Mennt askóla nn  v ið Hamrahlíð bæði í raunheimum og sýndarveruleika því hann hefur reist nákvæma eftirmynd skólans í tölvuleiknum Minecraft. „Öllum fannst þetta ótrúlega flott og nemendafélagið bað meira að segja um eintak af heiminum á USB- lykli til varðveislu í skjalasafni félags- ins,“ segir Björn Ingi sem er nítján ára og á fjórða ári á félagsfræðibraut við MH. – þþ / sjá síðu 18 Sækir skólann í báðum heimum 0 4 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 0 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 2 5 -1 1 6 0 2 4 2 5 -1 0 2 4 2 4 2 5 -0 E E 8 2 4 2 5 -0 D A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.