Fréttablaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 4
FLUGMÁL H225 Super Puma björg-
unarþyrla sem fórst í Suður-Kóreu
fyrir helgi með sjö manns náðist upp
úr sjónum í gær. Sjá má af myndum
af flakinu að spaðar þyrlurnar eru
enn áfastir.
Eins og komið hefur fram í Frétta-
blaðinu leigir Landhelgisgæsla
Íslands tvær sams konar þyrlur frá
Noregi þar sem þarlend rannsóknar-
nefnd flugslysa hefur sagt að endur-
hanna þurfi gírkassa í öryggisskyni.
Slíkar þyrlur fórust í Noregi 2016 og í
Skotlandi 2009 með öllum um borð.
Voru bæði slysin rakin til málm-
þreytu í gírkassa sem leiddi til þess
að spaðarnir losnuðu af á flugi.
Þótt spaðarnir hafi ekki losnað af
þyrlunni í Suður-Kóreu mun ekki
vera öruggt að óhappið megi ekki
rekja til bilunar í gírkassanum.
Ekki náðist í Ásgeir Erlendsson,
upplýsingafulltrúa Landhelgisgæsl-
unnar, í gær en í samtali við RÚV
sagði hann upplýsinga hafa verið
óslað frá Airbus og f lugmálayfir-
völdum vegna slyssins í Suður-Kór-
eu. Ekki væri komin fram ástæða til
viðbragða af hálfu Gæslunnar. – gar
GOÐSÖGNIN JEEP® WRANGLER RUBICON
FÁANLEGUR MEÐ 35”, 37” EÐA 40” BREYTINGU
JEEP® WRANGLER RUBICON KOSTAR FRÁ 10.890.000 KR.
UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433
WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
• BENSÍN 273 HÖ / DÍSEL 200 HÖ
• 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING
• ROCK-TRACK® FJÓRHJÓLADRIF
• SELECT-TRAC® MILLIKASSI
• TRU-LOCK® 100% DRIFLÆSINGAR AÐ FRAMAN OG AFTAN
• AFTENGJANLEG JAFNVÆGISSTÖNG AÐ FRAMAN
• HEAVY DUTY FRAM- OG AFTURHÁSING
• BAKKMYNDAVÉL MEÐ BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ
jeep.is
ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF
40” BREYTTUR
Allar nýjustu fréttir og blað
dagsins eru fáanleg á
www.frettabladid.is
1 Steinunn Ólína sigurvegari í „keppni í að niðurlægja
fólk án dóms og laga“ Tæplega
hundrað konur bregðast við pistli
Steinunnar Ólínu.
2 Sauð uppúr rétt fyrir frumsýn-ingu Íslenska dansflokksins
í Hong Kong Litlu mátti muna að
sýningin yrði felld niður vegna
mótmæla í borginni.
3 Saumaklúbbur Guðrúnar hafinn á Arnarhóli Guðrún
sló í gegn þegar hún bauð óvart
hundrað þúsund manns í sauma-
klúbbinn sinn.
4 Ekki hægt að setja þetta á herðar barns Foreldrar
þolanda brota Þorsteins Halldórs-
sonar lýsa baráttu fyrir velferð
sonar síns.
5 Hætti sem krabbameins-læknir vegna óánægju með
Landspítalann Lét af störfum
vegna úrræðaleysis sem hann
segir ríkja á spítalanum.
MENNTAMÁL Meðal tillagna sem
kynntar verða á fundi Samtaka
atvinnulífsins í dag er að stytta
grunnskólanám hér á landi, þannig
að í stað tíu ára verði grunnskóla-
nám níu ár. Gert er ráð fyrir því í
tillögunni að styttingin komi ekki
niður á námsefninu heldur verði
sumarleyfi grunnskólabarna stytt
úr rúmlega tíu vikum í um það bil
sjö vikur.
„Megindrif krafturinn að baki
þessari tillögu í okkar huga er að
bæta námsárangur. Erlendar rann-
sóknir sýna að löng sumarfrí eins
og hér þekkjast hafa slæm áhrif á
námsárangur grunnskólabarna
og það á sérstaklega við um börn
fátækra og innf lytjenda,“ segir
Davíð Þorláksson forstöðumaður
hjá Samtökum atvinnulífsins og
einn höfunda skýrslu þar sem 30
tillögur eru gerðar um úrbætur á
menntakerfinu.
„En auðvitað skemmir ekki fyrir
að þetta hefði mörg önnur jákvæð
áhrif. Þetta myndi draga úr skorti á
kennurum, þá myndi í þessu felast
sparnaður sem væri þá hægt að
nota í skólakerfinu til að bæta það
enn frekar, þannig að við sjáum
margþættar jákvæðar af leiðingar
af þessu.“
Meðal annarra tillagna Samtaka
atvinnulífsins í menntamálum er
sameining háskóla.
„Árið 2009 var lagt til að Háskóli
Íslands og Landbúnaðarháskólinn
yrðu sameinaðir,“ segir Davíð. Ekki
hafi orðið meira úr því. Hann segir
að árið 2010 hafi verið lagt til að
Háskólinn á Bifröst og Háskólinn
í Reykjavík yrðu sameinaðir. Ekk-
ert hafi heldur orðið úr því. „Við
teljum rétt að í stað þess að festast
í einstökum útfærslum yrði þetta
skoðað heildstætt og leggjum til
að ráðherra skipi nefnd sem myndi
skoða alla háskólana og undan-
skilja ekkert í því sambandi.“
Hann segir þróunina í Evrópu
á þann veg að skólum hafi verið
fækkað fyrst og fremst til að bæta
gæði bæði náms og rannsókna og
það hafi gefið góða raun. „Okkur
finnst blasa við að sjö háskólar í jafn
litlu landi og Íslandi sé of mikið.“
Aðrar tillögur sem kynntar
verða á fundinum eru að tryggja
leikskólapláss strax að loknu fæð-
ingarorlofi, að sama fjárhæð verði
greidd vegna grunnskólabarna
óháð rekstrarformi skólanna sem
þau sækja og að teknar verði upp
fjöldatakmarkanir í háskóla að
norrænni fyrirmynd.
Meðal þeirra sem taka þátt í
umræðum á fundinum eru Lilja
Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra, Jón Atli
Benediktsson, rektor Háskóla
Íslands, Stefanía Halldórsdóttir,
framkvæmdastjóri markaðs- og
viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkj-
unar, og Fjölnir Brynjarsson kenn-
aranemi. jon@frettabladid.is
Vilja stytta grunnskólanámið
Samtök atvinnulífsins segja að sameina þurfi háskóla hérlendis og leggja til að ráðherra skipi nefnd til
að fara í saumana á hvort hér þurfi sjö háskóla. Áður hafi verið rætt um sameiningu en ekki orðið af því.
Í landinu eru nú sjö háskólar og er lagt til að heildstæð skoðun á fjölda þeirra fari fram. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Megindrifkraftur-
inn að baki þessari
tillögu í okkar huga er að
bæta námsárangur.
Davíð Þorláksson
Þyrlan náðist upp úr sjónum í gær.
MYND/LANDHELGISGÆSLA S-KÓREU
Spaðarnir enn á þyrlunni sem fórst í Suður-Kóreu
Sjö manns fórust er
þyrla í björgunarleiðangri í
Suður-Kóreu hrapaði í
sjóinn um tveimur mínútum
eftir flugtak.
Á Klaustri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SVEITARFÉLÖG Tillaga oddvita
Skaftárhrepps um að hafnar verði
viðræður um kosti og galla samein-
ingar sveitarfélaganna Ásahrepps,
Rangárþings ytra, Rangárþings
eystra, Mýrdalshrepps og Skaftár-
hrepps var samþykkt í sveitarstjórn.
„Í erindi oddvita Mýrdalshrepps
kemur jafnframt fram að sótt verði
um framlag úr jöfnunarsjóði sveitar-
félaga til að standa straum af kostn-
aði við matsgerð.“ – gar
Sameining rædd
á Suðurlandi
4 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
4
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:1
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
2
5
-2
A
1
0
2
4
2
5
-2
8
D
4
2
4
2
5
-2
7
9
8
2
4
2
5
-2
6
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
3
_
1
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K