Fréttablaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 9
Guðmundur Steingrímsson Í DAG Setning Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA Áherslur Samtaka atvinnulífsins í menntamálum Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA Umræður: Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands Stefanía Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar Fjölnir Brynjarsson, kennaranemi í Háskóla Íslands Fundarstjóri: Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Icelandair Kynning á áherslum Samtaka atvinnulífsins í menntamálum Í kjölfar kynningarinnar fara fram umræður um menntamál. Skráning á www.sa.is DAGSKRÁ Fundargestir fá nýtt rit SA um tækifæri og áskoranir í menntakerfinu. Boðið verður upp á létta hádegishressingu. Menntun & færni til framtíðar MÁNUDAGINN 4. NÓVEMBER Á GRAND HÓTEL - HÁTEIGI KL. 12.00-13.00 Fyrir margt löngu fékk ég kæruleysislega hugmynd að bókarskrifum í kollinn. Mig langaði — og langar enn — að skrifa skáldsögu sem gerist einhvern tímann í framtíðinni, kannski eftir tvö hundruð ár, þar sem heimurinn er orðinn tvískipt- ur. Öðrum hlutanum ráða karlar, hinum konur. Langvarandi styrj- öld mun hafa geisað milli þessara heimshluta í upphafi sögunnar. Svo fylgjumst við með aðalper- sónum, stelpu og strák, efast um grundvöll stríðsbröltsins, heims- myndarinnar og kannski uppgötva ástina sín á milli. Söguna af Rómeó og Júlíu, um hinar forboðnu ástir, má jú endalaust endurnýta. Mér finnst margt bitastætt í pælingunni. Íhuga má hvernig heimi kvenna yrði stjórnað og hvernig hlutum yrði háttað þar, og hvernig heimur karla yrði frá- brugðinn. Mýkt öðrum megin, harka hinum megin? Multi-taskað öðrum megin, allt í klessu hinum megin? Ég veit ekki. Hver væri ástæða sundrungarinnar og orsök styrjaldarbröltsins? Hvernig myndi styrjöldin þróast? Nú veit ég ekki hvort svona bók hefur verið skrifuð, en hitt veit ég. Eftir því sem árin hafa liðið og hugmyndin gerjast í huganum hef ég upplifað hvernig margt af því sem ég hef dundað mér við að spá í varðandi kynin hefur í raun verið að gerast fyrir framan nefið á mér. Mér líður stundum eins og atburðarásin sem gæti leitt til veruleika bókarinnar sé að eiga sér stað einmitt núna. Samtíminn gæti hæglega verið upphafið að kynja- stríðinu. Ásakanir fljúga á báða bóga. Karlar eru froðufellandi á netinu að ausa svívirðingum yfir konur. Hatursorðræða ungra karla í garð kvenna er orðin sérstakt rann- sóknar- og áhyggjuefni á Norður- löndum. Konur óttast jafnvel um líf sitt, skiljanlega, sem er graf- alvarlegt mál. Hins vegar upplifa margir karlar sig sára og reiða yfir umræðu kvenna í sinn garð, að vera jafnvel ásakaðir um eitthvað sem þeir gerðu ekki og hugsanlega sviptir ærunni án dóms og laga. Slíkt hendir. Með vissum gler- augum má mjög auðveldlega sjá hvernig heiftin í sakbendingum kynjanna, reiðin í umræðunni, gæti þróast í nokkrum heimssögu- legum skrefum yfir í algjörlega kynjaskiptan heim þar sem karlar og konur vörpuðu sprengjum á hvert annað. Ég verð að játa að þegar skær- urnar standa sem hæst á sam- félagsmiðlum — og þær gjósa upp með reglulegu millibili, nú síðast í liðinni viku — er þráður í mér sem hugsar hvort ekki sé hreinlegast að hinar stríðandi fylkingar mæli sér mót í Fákafeni og útkljái málið með hressilegri öskursessjón, því ekki viljum við slagsmál. Maður er orðinn smá þreyttur á þessu. Það hvarflar ekki að mér að gera lítið úr mikilvægi jafnréttis- baráttunnar. Það hvarflar heldur ekki að mér að gera á nokkurn hátt lítið úr því hvernig konur hafa mátt þola yfirgang og áreitni karl- manna nánast frá upphafi land- búnaðarbyltingarinnar. Og mikið lifandis ósköp var orðið tímabært að risið yrði upp gegn oft á tíðum svívirðilegri háttsemi okkar karla og við vaktir til vitundar um nauðsyn þess að tileinka okkur Kynjastríðið virðingu í samskiptum við konur. Ég held að þetta sé að síast inn. Karlar eru mjög margir að ná þessu, þótt sumum reynist það þrautin þyngri. Mér finnst ég þekkja nokk- urn fjölda karlmanna sem lítur svo á að jafnrétti kynjanna eigi að vera fullkomlega ófrjávíkjanlegur veru- leiki. Hogginn í stein. Ekki kemur annað til greina. Mér sjálfum finnst, einlæglega, fullkomlega út í hött að karlar og konur standi ekki algjörlega jafnfætis í veröldinni. Kannski er langt í land. Kannski ekki. Eitt getur í öllu falli gerst þegar mikilvæg vakning á sér stað í kjölfar nauðsynlegrar baráttu. Baráttan getur farið að lifa sínu eigin lífi. Allt í einu verður það aukaatriði hvort árangur náist. Þannig má halda því fram að það versta sem gat komið fyrir Samtök herstöðvarandstæðinga var að herstöðin skyldi fara. Hvað varð þá um samtökin og allt það góða starf? Hugsanlega voru tilfinningar blendnar. Sama getur komið fyrir femínismann. Það mega ekki vera sorgartíðindi í augum aktívista ef árangur næst, jafnrétti verður og karlar fara almennt að haga sér. Þannig yrði kynjastríðið til í skáldsögunni, held ég. Fólk, bæði karlar og konur, sem á einhvern hátt fer að líta á það sem hluta af tilgangi sínum og sjálfsmynd að eiga í stríði við hitt kynið nær undirtökum í samfélaginu. Hinn þögli meirihluti dregst enn og aftur inn í átök öfganna. Í fram- vindu sögunnar myndum við sjá hvernig hlutirnir eru í raun og veru öðruvísi. Kynin eru ekki óvinir. Baráttan í veröldinni er um gildi og verður alltaf. Jafnréttis- og mann- réttindasinnaðar manneskjur, karlar og konur, eiga andstæðinga í þröngsýnum og hatursfullum manneskjum, körlum og konum. Og upp rís veröld þar sem við, kynin, föttum að við erum saman í því sjitti, eins og sagt er. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9M Á N U D A G U R 4 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 0 4 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 2 5 -2 A 1 0 2 4 2 5 -2 8 D 4 2 4 2 5 -2 7 9 8 2 4 2 5 -2 6 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.