Fréttablaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 32
Lækningar hafa frá örófi verið nátengd- ar trúarbrögðum og galdraiðju enda var lengi vel lítill munur á lækinga- bók og galdrabók … Það var ekki fyrr en kom fram á 18. öld að að- skilnaður varð milli galdra og lækninga. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Stefán Ólafur Gíslason fv. flugstjóri, Sléttuvegi 11, Reykjavík, lést í faðmi fjölskyldunnar miðvikudaginn 23. október á Hjúkrunarheimilinu Eir. Útförin fer fram miðvikudaginn 6. nóvember frá Grafarvogskirkju klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins (hringurinn.is) þar sem Stefán langafabarn hans hefur notið aðhlynningar. Elísabet Þórarinsdóttir Þórarinn Örn Stefánsson Piya Damalee Gísli Stefánsson Hulda Arndís Jóhannesdóttir Rósa Stefánsdóttir Óskar S. Jóhannesson Erna Stefánsdóttir Axel Skúlason barnabörn og langafabörn. Okkar elskulegi Þórður Pétursson verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag, 4. nóvember, kl. 13.00. Aðstandendur Í bókinni fjalla ég um lækningar, töfra og trú í sögulegu ljósi. Þar greini ég frá þróun lækning-anna, gömlum húslækningum og aðferðum sem sumar þykja undarlegar í dag en aðrar hafa staðist tímans tönn,“ segir dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfræðing- ur, höfundur bókarinnar Lífsgrös og leyndir dómar sem nú er að koma út hjá Vöku-Helgafelli. Ólína er fædd í Reykjavík 1958. Hún lærði íslensku, þjóðfræði og heimspeki við Háskóla Íslands og lauk þaðan dokt- orsprófi árið 2000. Hún hefur starfað sem frétta- og dagskrárgerðarmaður, skólameistari og háskólakennari. Um árabil var hún virk í stjórnmálum bæði sem borgarfulltrúi og alþingismaður. Ólína hefur lengi fengist við rit- smíðar, fræði og skáldskap, þýðingar og kennsluefni auk fjölmargra fyrirlestra og tímaritsgreina um trúarhætti, þjóð- fræði og menningararf. Þetta er sjötta bók hennar. Þetta er viðamikið verk sem Ólína segist hafa unnið að í hartnær tvo ára- tugi með hléum. Síðastliðin fjögur ár hafi hún einbeitt sér að því að klára bókina, sem um þessar mundir er að koma í verslanir. „Viðfangsefnið er í raun rökrétt framhald af doktorsrit- gerð minni sem fjallaði um galdramál 17. aldar þegar fólk var brennt á báli fyrir lækningaviðleitni með göldrum. Lækningar hafa frá örófi alda verið nátengdar trúarbrögðum og galdra- iðju enda var lengi vel lítill munur á lækningabók og galdrabók. Þess finn- ast ýmis dæmi að menn væru dæmdir á bálið fyrir að hafa haft lækningabók í fórum sínum. Það var ekki fyrr en kom fram á 18. öld að aðskilnaður varð milli galdra og lækninga.“ Bókin fjallar um rætur læknisþekk- ingar nútímans. Ólína rekur þráðinn frá fornöld til samtímans, greinir frá rannsóknum sínum á elstu íslensku lækningahandritunum sem rekja má aftur til 12. og 13. aldar og gerir sérstaka grein fyrir merkustu ritunum. Ólína segir elsta íslenska lækninga- ritið ekki vera nema átta blöð. „Það kalla ég Gömlu gersemina, enda gengur þetta litla rit eins og rauður þráður í gegnum allar íslensku lækningabæk- urnar sem á eftir komu.“ Hún segir gömlu lækningahandritin bera samnorræn og evrópsk einkenni. „Þau hafa verið eignuð danska grasa- fræðingnum og lækninum Henrik Harpestræng. Hann sótti lækninga- þekkingu líkt og aðrir Evrópumenn þess tíma til Salerno-skólans á Ítalíu. Íslensku handritin sem bera líkindi af ritum Harpestrængs eru talin hafa borist til Íslands frá Danmörku eða Noregi,“ segir hún. „Eitt þessara handrita kalla ég „Hrafnsbók“ og tel að hugsanlega megi rekja skrifin til Hrafns Sveinbjarnar- sonar goða í Dýr f irðingagoðorði, þekktasta læknis Íslands á miðöldum. Hann var samtímamaður Har pe- strængs á 12. og 13. öld. Ég tel líklegt að Hrafn hafi komist yfir lækningahandrit Harpestrængs og hugsanlega bætt þar við eigin þekkingu,“ segir hún. „Hrafnsbók“ var afrituð árið 1387 á Geirröðareyri sem nú heitir Narfeyri á Snæfellsnesi. Ólína leiðir líkur að því að bókin hafi verið afrit af eldri lækninga- bók í eigu ættmenna Hrafns sem bjuggu á Geirröðareyri á 12. og 13. öld. Bókin er að hennar sögn í anda Harpestrængs og þekkingarlega tengd Salerno-skól- anum, enda séu jurtirnar sem í henni eru nefndar f lestar erlendar. „Þessar bækur og handrit ganga í ýmsum afskriftum í gegnum aldirnar. Einu og öðru er síðan bætt inn í þær af skrifurum þess tíma og þegar kemur fram á 17. öld er efni þeirra orðið mjög blendið. Bætt er við rúnum, galdrastöfum, særingum, bænum og ýmsu hjátrúartengdu efni.“ Að sögn Ólínu voru viðhorf til mannslíkamans og lækninga önnur og heildrænni en síðar varð í kjölfar vís- indabyltingar 20. aldar. „Framrás lækn- inga samtímans kallaði á oftrú á getu vísindanna með miklum inngripum og vantrú á þekkingu fyrri alda. Lækna- vísindin urðu sífellt sérhæfðari og á þrengri sviðum. En á síðustu áratugum höfum v ið séð ák veðið afturhvarf til eldri viðhorfa gagnvart mannslíkamanum samfara kröfu um heildrænni nálgun og hugsun í lækn- ingum með minna inng r ipi. Hollustu- hættir, lýðheilsa og heildræn nálgun eru krafa nýrra tíma líkt og Hippókrates boðaði. Fortíðin vitjar okkar þannig á ný.“ Í bókinni nýtir Ólína aðferðir ólíkra vísinda- g reina t i l að ná lga st læknisdóma liðinna alda á áhugaverðan hátt. Þann- ig nýtir hún bókmennta- fræði, sagnfræði, þjóðfræði og menningar- og félagssögu til að varpa ljósi á viðfangsefnið og ausa úr fróðleiksbrunnum fortíðar. Í bókinni er ítarleg heimildaskrá og gagnlegir viðaukar um heiti erlendra og innlendra lækningajurta og hvernig þær nýttust til lækninga. Þetta er fræð- andi og skemmtilegt rit og til þess hefur verið vandað. david@frettabladid.is Lífsgrös og leyndir dómar Bók Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um rætur læknisþekkingar nútímans er afrakstur tveggja áratuga greiningar á galdraskræðum, lausnarsteinum og lækningamætti jurta. Bók Ólínu fjallar um rætur læknisþekkingar nútímans. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Merkisatburðir 1520 Stokkhólmsvígin hefjast eftir að Kristján 2. hefur verið krýndur konungur Svíþjóðar í Stokkhólmi. 1677 María II drottning Englands, Skotlands og Írlands giftist Vilhjálmi prins. 1783 Sinfónía númer 36 eftir Wolfgang Amadeus Mozart er flutt í fyrsta skipti í Linz í Austur- ríki. 1869 Tímaritið Nature kemur fyrst út í Bretlandi. Það fjallar um vísindi og er talið meðal virtustu tímarita sinnar tegundar í heim- inum. 1890 Fyrsta neðanjarðarlestin fer á milli King William Street og Stockwell í London. 1897 Fjórir bátar farast á Ísafjarðardjúpi í ofsaveðri og einn á Skjálfanda og með þeim tuttugu og tveir menn. 1918 Austurríki-Ungverjaland gefst upp fyrir Ítalíu í fyrri heimsstyrjöldinni. 1942 Áhöfn Brúarfoss bjargar 44 skipbrotsmönnum af enska skipinu Daleby sem sökkt var á leiðinni milli Ís- lands og Bandaríkjanna. 1969 Tveir strætisvagnar skella saman á Skúlagötu í Reykjavík og sautján farþegar slasast. 1994 Fyrsta ráðstefnan sem fjallar sérstaklega um mark- aðsmöguleika internetsins haldin í San Francisco. 1995 Yitzhak Rabin, forsætis- ráðherra Ísraels, er skotinn til bana af öfgasinnuðum Ísraela. 2008 Barack Obama er kosinn forseti Bandaríkjanna og verður þar með fyrstur þeldökkra manna til að gegna því embætti. 4 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R12 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 0 4 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 2 5 -2 A 1 0 2 4 2 5 -2 8 D 4 2 4 2 5 -2 7 9 8 2 4 2 5 -2 6 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.