Fréttablaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 04.11.2019, Blaðsíða 35
EKKERT BRUDL Bónus Bolognese Kjötsósa, 1 kg, 998 kr. Hatting Hvítlauksbrauð, 3 stk., 298 kr. Barilla Spaghetti, 1 kg, 259 kr. kr.1.555 Samtals Bónus réttur mán aðarins Ég er bjartsýn og hef tröllatrú á börnum og bókum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Karítas og Sumarliði eru söguhetjur í Koparegginu eftir Sigrúnu. Sigrún Eldjárn sendir frá sér tvær barnabækur fyrir þessi jól. Önnur bókin er myndabók, Sigurf ljóð í grænum hvelli, og er þriðja bókin um ofurstúlkuna sem leggur sitt af mörkum til að bjarga heiminum. Áður hafa komið út Sigurfljóð hjálpar öllum og Áfram Sigurfljóð. „Í þessari bók leysir hún úr umhverfismálum með grænu flugeðluna og ungana hennar tólf sér til aðstoðar. Þær sjá að ýmislegt hefur farið úrskeiðis í heiminum og taka þá til sinna ráða. Að endingu verður Sigurfljóð alveg bálreið og segir fólki að hætta þessari vitleysu strax! Það hljómar kannski sem allt- of einföld lausn en auðvitað hlýða allir henni Sigurf ljóð og hennar ofurkröftum þegar hún fyllist rétt- látri reiði!“ segir Sigrún. Óvenjuleg leynivopn Hin bókin er Kopareggið, framhald af Silfurlyklinum sem kom út í fyrra og fékk Íslensku bókmenntaverð- launin í f lokki barnabóka og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlanda í f lokki barna- og unglingabóka og Barnabókaverð- launa Reykjavíkur. „Silfurlykillinn gerðist í framtíðinni þegar margt það sem nú er talið sjálfsagt er ekki lengur til vegna einhverrar óheilla- þróunar í heiminum. Öll sú tækni sem við treystum á í dag er ónýt og virkar ekki lengur. Einhvers staðar í leynikjallara er samt bókasafn og bækurnar virka ennþá,“ segir Sigrún. „Í þessari nýju bók eru söguhetj- urnar þær sömu og í fyrri bókinni. Það eru systkinin Sumarliði og Sól- dís og vinkona þeirra Karítas. En svo bætist við ungur drengur sem setur strik í reikninginn,“ segir Sigrún. „Í byrjun bókarinnar er þó nokkurs konar forleikur þar sem sagt er frá tveimur krökkum sem eru mun nær okkur í tímanum. Þegar allt stefnir í óefni skrifa þau í rauða minnisbók skilaboð til framtíðarinnar. Þau safna líka saman ýmsum hlutum sem þau vona að geti verið til gagns í framtíðinni og fela þá á góðum stað. Aðalpersónurnar finna rauðu bók- ina löngu seinna og reyna að fylgja vísbendingum til að finna þessa hluti. Það er því smá tímaf lakk í þessari sögu. Kopareggið fjallar líka um stríð og ásókn í heimsyfirráð. Í Silfur- lyklinum kynntumst við hópi kvenna sem höfðu orðið innlyksa ofan í djúpri gjá. Í þessari bók verða þær fyrir árás og lenda í bardaga við rustana í Heiðardalnum sem leggja til atlögu við þær. Þær svara með sínum óvenjulegu leynivopnum sem reynast vera dans og söngur, gleði og jákvæðni.“ Það er alltaf von Það er sterkur umhverfisverndar- tónn bæði í Koparegginu og bókinni um Sigurfljóð. „Mér finnst mjög gott að krakkar eru að vakna til meðvit- undar um það hvernig heimurinn er að þróast og að þau fái að vita að þau geti og eigi að fara vel með umhverfi sitt. Ég vil hins vegar alls ekki að þau verði hrædd og vonlaus. Ég vil sýna þeim fram á að það sé alltaf von. Vonin um betri heim er fólgin í börnunum sjálfum. Ég er bjartsýn og hef tröllatrú á börnum og bókum,“ segir Sigrún. Glöð og stolt Vart þarf að taka fram að Sigrún myndskreytir báðar þessar bækur eins og allar sínar bækur. Á dögun- um var tilkynnt að hún væri tilnefnd til hinna virtu ALMA-verðlauna, sem stofnuð voru í minningu Ast- rid Lindgren árið 2002. Verðlaunin eru veitt árlega einstaklingum sem skapað hafa hágæða bókmennta- efni fyrir börn og ungmenni. Sigrún er tilnefnd fyrir höfundarverk sín sem rithöfundur og myndskreytir. „Ég er óskaplega glöð og stolt að vera á þessum lista og fá að tengjast nafni átrúnaðargoðsins Astrid Lindgren,“ segir Sigrún. Hún er nú að vinna að framhaldi Kopareggsins. „Bókin endar í algerri óvissu þannig að það er lífsnauðsyn- legt að koma með framhald,“ segir Sigrún. Vonin um betri heim Tvær bækur koma frá Sigrúnu Eldjárn og í báðum er sterkur umhverfisverndartónn. Hún er tilnefnd til virtra verðlauna. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is MÉR FINNST MJÖG GOTT AÐ KRAKKAR ERU AÐ VAKNA TIL MEÐVIT- UNDAR UM ÞAÐ HVERNIG HEIMURINN ER AÐ ÞRÓAST OG AÐ ÞAU FÁI AÐ VITA AÐ ÞAU GETI OG EIGI AÐ FARA VEL MEÐ UMHVERFI SITT. Þrungin sterkum og óvæntum náttúrumyndum. Áhrifamikil bók eftir eitt af höfuðskáldum okkar, Steinunni Sigurðardóttur. SLÁANDI ÁSTARJÁTNING TIL LANDS OG JÖKULS LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–16 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15M Á N U D A G U R 4 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 0 4 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 2 5 -3 D D 0 2 4 2 5 -3 C 9 4 2 4 2 5 -3 B 5 8 2 4 2 5 -3 A 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.