Tíminn - 10.11.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.11.1944, Blaðsíða 2
378 TÍMIM, föstndagiim 10. nóv. 1944 95. blað Hagsmunamál allra Það er viðurkennd staðreynd, að kaupgjald er hér 2 y2 sinnum hærra en í Bretlandi. Þetta ger- ir það að verkum, að sá stóri kostnaðarþáttur framleiðslunn- ar, sem kaupgjaldið er, verður 2i/2 sinnum meiri hér en þar. Svipuð verður niðurstaðan, ef gerður er samanhurður við aðrar nágrannaþjóðir. Þetta sýnir eins Ijóst og verða má, að við erum ekki samkeppnisfærir um út- flutningsframleiðslu við ná- grannaþjóðirnar á venjulegum tímum, sem fljótt koma til sög- unnar, þegar styrjöldinni linnir. Þetta er vissulega staðreynd, sem þjóðin verður að gera sér fulla grein fyrir. Annars stöðv- ast öll framleíðsla í landinu fyrr en varir og þjóðin lendir í at- vinnuleysi og neyð. Erlendu inn- eignirnar, sem nota mætti til þess að afla nýrra og fullkom- inna framleiðslutækj a, verða þá eyðslueyrir. Þótt undarlegt verði að telja, reyna þeir menn, sem helzt ættu að bera afkomu og atvinnuör- yggi yerkamanna fyrir brjósti, verkalýðsforingjarnir svoköll- uðu, að leyna þjóðina þessum sannleika. Forkólfar Sjáfstæðis- flokksins, sem áður virtust sjá þessa staðreynd, taka nú einnig þátt í þeim blekkingadansi. Þeir menn, sem óhikað segja þjóðinni þennan sannleika, eru stimpl- aðir verklýðsböðlar, afturhgjds- menn og öðrum slilíum nöfnum. Jafnframt er dregin upp fyrir augum launastéttanna rós- rauð mynd, þar sem leitast er við að sanna þeim, að hægt verði að tryggja háa kaupgjaldið með einu allsherjarmeðali: Nýsköp- un. — Það er meira en rétt, að úr mörgu má bæta með nýsköpun og endurnýjun atvinnutækj- anna. Sjávarútveginn vantar betri skip, allskonar verksmiðj- ur, fullkomnari og fleiri hafnir. Landbúnaðurinn allur þarf að vera rekinn á véltæku landi með sem hagkvæmustum tækjum Þeir menn, sem eru kallaðir verklýðsböðlar og afturhalds- menn, hafa ekki sýnt sig óskel- eggari né munu reynast óskel- ari við að vinna að slíkri ný- sköpun en þeir, sem nú gala hæst um hana. En þeir munu samt aldreí heimska sig á því að telja fólki trú um, að við komumst svo langt fram úr öðr- um þjóðum í tækni og full- komnari framleiðslutækjum, að þess vegna geti kaupið verið miklu hærra hjá okkur en þeim. Við mættum vera ánægðir, ef við getum staðið þeim jafnfætis í þeim efnum. Þær munu sækja sjóinn með svipuðum tækjum og á svipuðum miðum og við og þess vegna verðum við undirjí samkeppninni, ef kaupgj aldið getur ekki orðið svipað hjá okk- ur og þeim. Það er sjálfsagt að vinna sem kappsamlegast að nýsköpun at- vinnuveganna, en það verður vonlaust verk, ef við getum ekki lækkað dýrtíðina, kaup- gjaldið og verðlagið, jafnhliða. Við þurfum þá ekki einu sinni að gera því skóna, að nýsköpun- inni eigi sér stað, því að meðan atvinnuvegirnir eru bersýnilega ósamkeppnisfærir við erlenda keppinauta, munu einstakling- arnir ekki leggja fé í hana og ríkið mun lítt verða aflögufært meðan dýrtíðin gerir það að verkum, að árleg rekstrarút- gjöld þess eru talsvert á annað hundrað milj. króna. Þá kemst nýsköpunin aldrei mikið lengra en að verða „plata“ sem ríkis- stjórnin lætur leika í útvarpið til að rugla þá, sem dómgreind- arminnstir eru. Það ósamræmi, sem er að skapast milli framleiðslustétt- anna annars vegar og launa- stéttanna hins vegar, sýnir bezt hversu háskalega nú er stefnt. í einum helzta útgerðar- bæ landsins hafa hlutasjómenn nýlega samið um 325 kr. grunn- kaupstryggingu á mánuði yfir vetrarvértíðina. Á sama tíma fá járnsmiðir í Reykjavík 750 kr. A viðavangi '1 * Stærð Reykjavíkur. Nýlega er kunnugt um niður- stöðu prestamanntalsins á síð- astliðnu hausti (1943). Sam- kvæmt því var tala landsmanna þá 125:918. Fólksfjölgunin frá því haustið áður (1942) nam 1920 manns. Næstum öll þessi fólksfjölgun kom í hlut Reykja- víkur eða 1704 manns. Alls jókst mannfjöldinn í kaupstöðunum, sem eru níu, um 2235 og hefir íbúum sveita og sjávarþorpa fækkað um 300 samkvæmt því. Samkvæmt framangreindu manntali, voru 44.089 manns í Reykjavík eða rúmlega þriðjung- ur þjóðarinnar. Reykjavík mun þannig vera tiltölulega fjöl- mennnsta' höfuðborg heimsins, þegar. miðað er við íbúatölu landsins.. Þetta væri minna at- hugavert, ef borgin hefði næg arðvænleg framleiðsluskilyrði, og hefði byggt hinn öra vöxt sinn á slíkum grundvelli. ^En þessu er ekki að fagna, því miður. Hinn stórfelldi vöxtur Reykja- víkur á stríðsárunum stafar af atvinnuaukningu, sem er stríðs- fyrirbrigði og hlýtur því von bráðar að hverfa. Skilyrði til útgerðar í Reýkjavík eru síst betri, jafnvel lakari en víða annars staðar á landinu, og sama er að segja um ýmsan iðnað. Það er því staðreynd, sem ekki má ganga framhjá, að Reykjavík er þegar orðin of stór og má alls ekki stækka úr þessu. Sú hætta vofir nú yfir — ekki sízt vegna þess, að Reykjavík- uröflin hafa öll tök á hinni nýju ríkisstjórn,—að þessu verði engu skeytt.heldur verði haldið áfram að smala fólkinu til Reykjavík- ur og hin nýju framleiðslutæki verði sett niður þar, hvort sem það er þjóðhagslega rétt eða ekki. Slíkt myndi leiða af sér, að Stöðvaður yrði vöxtur þeirra kaupstaða, kauptúna og sjávar- borpa, sem hafa bezt skilyrði fyrir atvinnuaukningu við sjá- /arsíðuna og eiga því að taka í við mestu af fólksfjölgun kom- andi ára. Þetta er mál, sem þess- ir staðir verða að láta sig miklu 'ikipta, og þess vegna verða bæj- ar- eða sveitastjórnir og önnpr forustusamtök þeirra að gera í ífma fullt tilkall til þeirrar „ný- xköpunar," er þeim ber. Reykvíkingum er líka sjálfum ’iagkvæmast að gera sér þetta Ijóst. Því aðeins getur Reykjavík /erið heilbrigður og ánægjuleg- ur bær, að ekki sé safnað þangað fleira fólki en svo, að unnt sé að veita því sómasamleg lífs- skilyrði. Landshöfn á Suðurnesjum. í milliþinganefndinni í sjávar- itvegsmálum, sem var skipuð "iftir tillögu Framsóknar'flokks- ins, er nú svo langt komið undir- búningi frumvarpsins um bygg- 'ngu landshafnar á Suðurriesj- xm, að vænta má að það verði 'agt fyrir yflilrstandandi þing. Sygging slíkrar hafnar er ekki aðeins hagsmunamál útgerðar- nanna og sjómanna á Suður- nesjum, heldur útgerðarmanna 7íða annars staðar, er vilja halda ■kipum sínum úti sunnanlands yfir vetrarvertíðina. . Telja verður sjálfsagt, að þetta frumvarp njóti fulls fylgis á 41þingi, þótt viss Reykjavíkur- 'ifl hafi litið þetta mál hornauga vegna þess, að þau óttast að ! Suðurnes muni draga útgerð frá iReykjavík. Slík áhrif munu ekki j sizt hafa valdið því, hve lítið hinn nýi forsætisráðherra var skeleggur í þessu máli, þegar hann var atvinnumálaráðherra hér á árunum. Fordæmi Breta. / Síðan kunnugt var um það ákvæði „stjórnai-plötunnar", að gera ætti „kosningaréttinn jafn- an,“ hefir sitthvað verið um það mál rætt. í því sambandi virðist rétt að geta þess, að ný- lega kom fram tillaga í brezka þinginu um að teknar yrðu upp hlutfallskosningar þar í landi og var það fellt með 202 gegn 25 atkvæðum. Talið er, að liðs- menn hlutfallskosninganna hafi þó smalað saman öllu því þing- fylgi, sem þeir áttu kost á, en nær allir þeir þingmenn, sem voru fjarverandi, hafi verið þessu kosningafyrirkomulagi andvígir. Það var fyrirfram vit- að, að málið var svo fylgislaust, að margir þingmenn hirtu ekki um að sækja fund, þegar það var rætt. Brezka þingið er nú í þann veginn að ganga frá nokkrum endurbótum á kjöi’dæmaskip- uninni. Felast þær einkum í því, að bætt verður við einum þing- manni til bráðabirgðar í mann- flestu kjördæmunum, þannig, að þeim verður tvískipt. Síðar er ætlast til þess að fækka þing- mönnum aftur í sambandi við alhliða breytingu á kjördæm- unum, þar sem unnið yröi að því að gera kjördæmin jafnari að fólksfjölda. Tekið er samt fram, að tekið muni verða tillit til dreifbýlisins við þá breyt- ingu. Það er á þessu ljóst, að Bretar halda fast við einmenningskjör- dæmin, enda hefir það fyrir- komulag gefist þeim vel. Fyrir þá, sem nú segjast einkum ætla að, sækja fyrirmyndir til Breta að alþýðutryggingum og ann- arri „nýsköpun“, ætti það einnig að vera lærdómsríkt að íhuga fordæmi Breta í þessu efni. Blekkingar Mbl. Morgunblaðið heldur áfram að hamra á því, að það hafi verið Framsóknarflokknum að kenna, að eigi náðist samkomulag milli hans og Sjálfstæðisflokksins um ríkisstjórn. Reynir blaðið jafn- framt eftir megni að láta líta þannig út, að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi gert allt sitt til þess, að slík samvinna mætti takast. Eins og margsinnis hefir verið sýnt fram á hér í blaðinu, var ekkert að ráði reynt til þess af hálfu Sjálfstæðisflokksins að koma á slíku samstarfi. Eftir að viðræðunum um þjóðstjórn lauk, sneri Sjálfstæðisflokkur- inn sér nær eingöngu að viðræð- unum við verkamannaflokkana, enda taldi Ólafur Thors sig að- eins hafa von um forsætisráð- herratign og mikil hlunnindi fyrir stórgróðamenn með því móti. Það sézt líka bezt á fyrstu forustugrein Morgunbl. eftir stjórnarskiptin, 4. nóv., að Sjálf- stæðisflokkurinn lagði megin- áherzlu á samvinnu við verk- lýðSflokkana. þar segir m. a.: „Stjórnarflokkarnir þrír hafa samanlagt næi>-allt kjörfylgi í 'kaupstöðum og stærri kauptún- um landsins. Sjálfstæðisflokk- urinn einn framt að helming kjörfylgis í sveitum. Þegar á það er litið, hvort nokkurn einn hinna fjögra þingflokka mætti öðrum fremur missa til þess að geta skapað einingu og innan- landsfrið, þá er það bersýnilega Framsóknarflokkinn." Þessi ummæli Mbl. gefa það bezt til kynna, hvort Sjálfstæð- isflokkurinn hafi lagt mesta áherzlu á að ná samkomulagi við Framsóknarflokkinn og reynt fyrst við hann til þrautar — flokkinn, sem aðalmálgagn Sjálfstæðisfl. segir að helzt megi vera utan við, ef tryggja eigi þjóðareininguna. Forrájjamenn Sjálfstæðisflokksins hefðu hag- að sér meira en óskynsamlega samkvæmt þessari yfirlýsingu Mbl., ef þeir hefðu leitað eftir samvinnu við þann flokkinn fyrst og fremst. , Þeir gerðu það ekki heldur, eins og sýnt hefir verið fram á hér í blaðinu. Að vissu leyti skal það eigi harmað af Fram- sóknarfl., því að hann fékk sig vel saddan af sambúðinni við Sjálfstæðisflokkinn vorið 1942. En þrátt fyrir þá reynslu, var Framsóknarflokkurinn reiðubú- inn til að reyna enn að vinna með Sjálfstæðisflokknúm, ef það hefði mátt verða til að tryggja þjóðinni heilbrigðari stjórnar- stefnu en þá, sem ofan á varð. Nýir siðir. í blöðum Sjálfstæðismanna er sífellt tönnlast á því, að Fram- sóknarmenn sýni þegnskapar- leysi og ábyrgðarleysi með því að styðja ekki hina nýju ríkis- stjórn. Er þetta helzt til ný- stárleg skýring á þessum tveim- ur hugtökum, því að hingað til hefir það ekki þótt sýna þegn- skap eða ábyrgðartilfinningu að kaupa sér völd, fríðindi og ráð- herrastóla fyrir að fylgja fram stefnu, sem að dómi hlutaðeig- anda er háskasamleg fyrir land og lýð. Sannast hér hið forn- kveðna, að nýir siðir koma með nýjum herrum. , Ólafur gengur að öllu, Tveir f Alþýðuflokksmenn, Jón Blöndal hagfræðingur og Jóhann Sæmundsson læknir, leggja nú næstum saman dag og nótt við samningu alþýðu- tryggingalaganna nýju, en fé- (Framhald á 8. síöu) ERLENT YFIRLIT: Nýja „lman(( irá Moskvu grunnkaup á mánuði. Það er vissulega ekki fýsilegt að gerast sjómaður upp á þær spýtur, að verða kannsfte talsvert meira en helmingi kauplægri en verka- maður, sem vinnur miklu auð- veldari og áhættuminni vinnu í landi. Flóttinn frá sjávarútveg- inum er líka auðsær. í einni ver- stöð varð í sumar að fá 50 Fær- eyinga, svo að hægt væri að manna skipin, því að íslending- ar fengust ekki. Þegar þetta ger- ist nú, hvað veyður þá seinna? Það er þannig alveg sama hvernig menn velta þessu fyrir sér. Öll rök ber að einni og sömu .niðurstöðu: Dýrtíðin, kaup- gjaldið og verðlagið, verður að lækka. Það er meginfjarstæða, að niðurfærsla dýrtíðarinnar, kaup- gjaldsins og verðlagsins, þurfi að skerða neitt kjör verka- manna. Verkamenn í Bretlandi munu t. d. hafa það sízt verra en hér, þótt kaupið sé stórum lægra þar í krónutali. Niður- færsla dýrtíðarinnar myndi að vísu verka þannig, að verka- menn fengju færri krónur en þær yrðu jafnframt miklu verð- meiri. Heildarútkoman yrði því mjög svipuð. Hinsvegar yrði at- vinnan og afkóma verkamanna miklu öruggari, því að ekki þyrfti þá að óttast stöðvun at- vinnulifsins. Þess vegna er niðurfærsla dýrtíðarinnar hagsmunamál allra, verkamanna eigi síður en framleiðenda. Þess vegna vinna þeir þjóðinni illt verk, sem reyna að leyna verkamenn þess- ari staðreynd og, blekkja þá með rósrauðum skýjaborgum um ný- sköpun, sem þeir eru raunveru- lega að koma í veg fyrir með heimskulegri og ábyrgðarlausri fjármálastefnu. \ Síðan Alþjóðasamband komm- únista var lagt niður á fyrra ári, hefir mjög verið um það rætt, hvort þar hafi verið um annað en sjónhverfing að ræða, og breytingin sé aðeins sú, að kommúnistaflokkunum utan Rússlands sé fiú stjórnað leyni- lega frá Moskvu í stað þess, að það var gert opinberlega áður. Margir þeir blaðamenn, sem nákunnugastir eru, hafa haldiö fram þessari skoðun, og hafa þeir fært ýms veigamikil rök fyrir máli sínu. Þeir hafa talið, að Rússar hafi gert þessa form- breytingu vegna samvinnu sinnar við Breta og Banda- ríkjamenn, því að það hefði get- að spillt- sambúðinni, ef þeir styddu opinberlega flokka, er ynnu að því að steypa stjórn- skipulagi þessara þjóða. Enn- fremur hafa þessir menn bent á, að Rússar teldu kommúnista- flokkana ná beztum árangri, ef þeir létust fylgjandi þjóðlegri stjórnarstefnu í hverju einstöku landi, en meðan flokkarnir voru undir opinberri yfirstjórn í Moskvu, gékk þeim erfiðlea að ná á sig nokkrum þjóðlegum blæ. Ýmsir atburðir, sem hafa gerzt síðan Alþjóðasambandið var lagt niður, virðast mjög hafa styrkt skoðun þessara manna. Það er einkennandi, að kommúnista- flokkarnir hafa enn sem fyrr nákvæmlega samræmda starfs- hættí. Breytingar á áróðri þeirra og málflutningi gerast t. d. sam- tímis í öllum löndum, eins og áður tíðkaðist, enda þótt stað- hættir séu misjafnlega hentug- ir fyrri slíkt. Bendir þetta ein- dregið til þess, að þeir fari enn eftir einni og sömu „línu“, sem þeir fái frá sameiginlegri yfir- stjórn. Gleggsta dæmi um þetta er sú mikla áleitni, sem kommún- istar sína nú í því að komast inn í borgaralegar ríkisstjórnir. Hefir þetta vakið énn meiri at- hygli sökum þess, að allt fram til síðustu áramóta hafa kom- múnistar ekki áfellst sósíal- demókrata fyrir annað meira en þátttöku í ■ borgaralegum ríkis- stjórnum. Þeir hafa talið slíkt afsláttarpólitík af verstu teg- und og hin mestu svik, sem unnt hafi verið að sýna sósíalisman- um. Þessi skyndilega breyting á afstöðu kommúnista varð á síð- astliðnum vetri. Hún byrjaði á Ítalíu. Kommúnistar höfðu mjög átalið Bandamenn fyrir að semja við Badogliostjórnina um vopnahlé, en töldu það samt nokkrar málsbætur, að Banda- menn viðurkenndu hana ekki sem formlega stjórn Ítalíu. En fljótt breyttist þessi áróður kommúnista, því að Rússar gerð- ust fyrstir til að viðurkenna Badogliostjórnina og gerðu það, án þess að Bretum og Banda- ríkjamönnum væri kunnugt um það, fyrr en eítir á. Um líkt leyti kom til Ítalíu ítalskur kom- múnistaforingi, er lengi hafði dvalið í Moskvu og verið ritari Alþjóðasamband kommúnista seinustu árin, Togliatti að nafni. Hann hóf strax áróður fyrir því, að allir flokkar mynduðu stjórn undir forustu Badoglios og komst sú stjórn brátt á laggirnar, þrátt fyrir talsverða andstöðu frjálslynd’u flokkanna. Togliatti tók sjálfur sæti í stjórninni. Þegar stjói-nin flutti til ftómaborgar, hugðist Bado- glio að endurskipuleggja hana og vildu kommúnistar enn styðja hann. Frjálslyndu flokkarnir neituðu því þá eindregið og var mynduð ný stjórn andfasista undir forustu jafnaðarmanns. Um líkt leyti og Togliatti kom til Ítalíu, komu nokkrir franskir kommúnistaleiðtogar, sem verið höfðu i Moskvu, til Algier, þar sem stjórn de Gaulls var þá. Þeir hófu strax áróður fyrir því, að kommúnistar fengju sæti í stjórninni. Eftir nokkurt þóf fengu þeir því framgengt. Þegar belgiska stjórnin var endurskipulögð eftir heimkom- una í septembermánuði síðastl., hófu kommúnistar þar mikla baráttu fyrir því, að fá sæti í stjórninni. Hótuðu þeir að gera stjórninni allt sem erfiðast, ef þeir fengju ekki sæti í henni. Jafnaðarmenn þar veittu því harða mótspyrnu, að kommún- istar fengju sæti ,í stjórninni, en íhaldsflokkurinn var því fylgjandi, og varð sú niðurstað- an, að þeir fengju tvo ráðh-erra. t Rúmeníu fengu kommúnist- ar strax sæti í stjórn þeirri, er Mikael konungur myndaði eftir viðskilnaðinn við Þjóðverja, og hafa þeir síðan fengið aukna þátttöku í henni, enda fara þeir nú sínu fram þar, en Rúmenía er nú hernumin af Rússum. Ástæðurnar til þess, að kom- múnistaflokkunum virðist þann- (Framliald á 8. síðu) MWIR M6RANNANNA í Þjóðviljanum á sunnudaginn var, er þannig lýst samningaviðræðum Sósialistaflokksins við hinn nýja for- sætisráðherrá: „Hins vegar sýndi það sig, þegar Sósíalistaflokkurinn fór að taia við núverandi forsætisráðherra um áhuga- mál sín, að samkomulag fékkst um ýms þeirra, án þess að gera þau að opinberum skilyrðum." Það myndi vafalavst mörgum þykja fróðlegt að vita, hVer þessi „óopin- beru“ skilyrði eru, sem Sósíalistaflokk- urinn setti forsætisráðherranum og samkomulag varð um. Þegar Ólafur fékk stuðning Sósíalistaflokksins vorið 1942, voru hin „óopinberu" skilyrði þá, samkvæmt upplýsingum, sem Ólafur gaf síðar, að hann mátti engan ágrein- ing gera í stórmálunum og „þó allra síst i dýrtíðarmálunum." X X * Fyrsta daginn, sem Þjóðviljinn kom út eftir prentaraverkfallið, brýndi hann mjög fyrir stjórnarflokkunum, að þeir yrðu að leggja niður þras og erjur. Næsta dag birti hann fimm dálka grein um Alþýðuflokkinn, þar sem tónninn var yfirleitt á þessa leið: „Alþýðublaðsklíkan — þessi yzti “hægri armur Alþýðuflokksins, sem hampar róttækum slagorðum í ann- arri hendi og fasistiskum kúgunar- aðferðum í hinni. Þessi klíka vildi undir engum ki-ingumstæðum sam- vinnu. Hún vildi fá að þjóna aftur- haldinu í Framsókn og Vísi eins og undanfarið." X * X Morgunblaðið er enn ekki fullkom- lega búið að samræma fréttaflutning sinn hinni nýju stjórnarsamvinnu, en Þjóðviljinn ætlar sér bersýnilega að sjá um, að það bregðist ekki þeirri skyldu. Nýlega varð Mbl. það á, að segja frá óöldinni í Frakklandi, sem skæruliðar kommúnista eru valdir að. í tilefni af því segir Þjóðviljinn 8. þ. mánaðar: „Gegnir furðu, að maður sá, sem sér um útlendar fréttir ^Morgunblaðsins, skuli leyfa sér áð byggja hinn stutta Frakklandspistil sinn (4. nóv.) á þýzka útvarpinu og fullyrða, að „öngþveiti" ríki í Frakklandi og menn séu teknir af lífi, án dóms og laga.“ Vafalaust má telja, að fréttaritari Mbl. hafi farið eftir enskum heimild- um. Mörg ensk blöð hafa flutt greini- legar fréttir um ógnaröld í þeim hér- uðum Frakklands, sem skærusveitir kommúnista ráða yfir. Blöðin segja til dærtjis, að hundruð manna hafa verið líflátnir án dóms og laga. M. a. hefir aðalblað Anthony Edens, Yorks- hire Post, sagt frá þéssu. En Mbl. má ekki hér eftir sækja erlendar fréttir í blöð eins og Times, Manchester Guardian, Yorkshire Post og Observer, heldur verður það nú að leita til Daily Worker sem aðalheimild sína um út- lenda atburði. * x x Mbl. er ákaflega hrifið af Ólafi Thors um þessar mundir. Síðastl. laugardag segist blaðinu um nýju stjórnarmynd- unina m. a. á þessa leið: „Þar voru ýmsir góðir menn að verki, en óefað má fullyrða að drýgst hafi verið verk formanns Sjálfstæðisflokks- ins, Ólafs Thors. Það er fyrst og fremst vegna víðsýni hans og ágætra forystu- hæfileika, að samstarfið náðist." Blaðið segir ennfremur um forgöngu Sjálfstæöisflokksins í stjórnarmyndun- armálinu: „Sýndi flokkurinn þar mikla þraut- seigju og þolinmæði, og þá fyrst og fremst formaður flokksins, ^Ólafur Thors. Hann gafst aldrei upp. Alltaf taldi hann einhverja von.“ Það er bersýnilegt á þessu, að Mbl. hyggst að gera Ólaf Thors að þjóðar- dýrlingi fyrir framkomu hans í þessu máli, enda er óspart að því unnið af ýmsum flokksmönnum hans. Rifjar það upp söguna af brezkum forsætis- ráðherra, er gerði hverja tilraunina ó- heppilegri til að reyna að bjarga heimsfriðnum og fór margar erindis- leysur til annarra landa, unz honum tókst að koma heim með Munchen- sáttmálann fræga. Hann þóttist þá hafa bjargað heimsfriðnum, líkt og Ólafur Thórs þjóðareiningunni nú, og fyrir þetta verk var hann líka hyllt- ur meira og féklc fleiri heillaóskaskeyti en nokkur breskur forsætisráðherra, fyr og siðar. Hrifningin barst meira að segja hingað til íslands og í einni forustugrein í Mbl. stóðu þá þessi orð: „Með starfi sínu undanfarið í þágu friðarins hefir Chamberlain getið sér ódauðlegt nafn í veraldarsögunni. Hann verður þjóðhetja ekki aðeins í sínu ættlandi, heldur og í öllum löndum heims." - Allir kannast við framhaldið af sög- unni um Chámberlain, og hversu mikið hann er hylltur nú. Reynslan á hinsvegar eftir að sýna, hvert verð- ur framhaldið af sögunni um Ólaf og hve dáður hann verður síðar. ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.