Tíminn - 01.12.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.12.1944, Blaðsíða 2
426 TlMIM, föstndagiim 1. des. 1944 101. blað Föstdagur 1. des. Málin tala Þótt blöð stjórnarflokkanna telji Framsóknarmenn nú helztu afturhaldsmenn landsins og flokka sína hin einu sönnu framfaraöfl þjóðarinnar, verður niðurstaðan önnur, þegar litið er á þau umbótamál, sem nú bera hæst í íslenzkum stjórnmálum. Hverjir berjast t. d. fyrir því, að bændum sé veittur stórauk- inn jarðræktarstyrkur og komið sé upp jarðræktarvinnuflokkum, er noti fullkomnustu vélar, svo "að hægt verði að koma öllum heyskap á véltækt land innan 10 ára? Það eru Framsóknarmenn, sem hafa barizt fyrir þessu máli og hafa nú komið því svo langt áleiðis, að tvö frv. liggja fyrir Alþingi um þetta efni, annað um aukinn jarðræktarstyrk, en hitt um vinnuflokkana. Síðara frv. kemst sennilega gegnum þingið, þrátt fyrir áhugaleysi stjórnar- flokkanna, en fyrra frv. hafa þeir enn ekki fengist til að sinna, en vitanlega er það þó stórum þýðingarmeira. Hverjir berjast fyrir því, að Fiskimálasjóður sé stórlega efld- ur, svo að hann geti veitt aukinn styrk til skipakaupa, verk- smiðjubygginga, markaðsleita og hverskonar rannsókna í þágu sjávarútvegsins? Það eru Fram- sóknarmenn. Þeir settu eflingu Fiskimálasjóðs sem skilyrði fyrir samvinnu við Sjálfstæðisflokk- inn, en sá flokkur anzaði þvi aldrei, heldur gerði stjórnarsátt- mála við jafnaðarmenn og kommúnista, þar sem hvergi er á það mál minnzt. Hverjir berjast fyrir öruggu heildarskipulagi raforkumál- anna og stórfelldum raforku- framkvæmdum, sem byggist á þeim grundvelli, að ríkið reisi og reki orkuverin og selji raf- magnið með sama verði um land allt? Það eru Framsóknarmenn. Þeir fengu nefnd setta í raf- orkpmálin, er nú hefir skilað frumvarpi og áætlunum, þar sem byggt er á þessari meginstefnu. Ríkisstjórnin virðist ætla að sýna þessu máli fyllsta tómlæti Hverjir berjast fyrir því að reist sé þegar fullkomin áburð- arverksmiðja í landinu, svo að tryggt sé að alltaf fáist nægur tilbúinn áburður og árlega sé spöruð stór upphæð í erlendum gjaldeyri? Það eru Franlsóknar- menn. Þeir hafa lengi beitt sér fyrir málinu og nú seinast hefir Vilhj. Þór látið semja fullkomna áætlun um stofn- og rekstrar- kostnað slíks fyrirtækis og flutt um það frv. á Alþingi. Stjórnar- flokkarnir vinna nú að því að svæfa þetta mál. Hverjir beita sér fyrir því, að útvegurinn geti fengið skip byggð erlendis, þar sem það er ódýrast? Það eru Framsóknar- menn. Framsóknarmaðurinn Vilhjálmur Þór tryggði smíði 45 . vélbáta í Svíþjóð og hafði jafn- framt hafið undirbúning að því, að allmargir fleiri vélbátar fengjust smíðaðir þar. Fyrir for- göngu hans má það heita líklegt, að Bretar muni smíða fyrir okk- ur togara eftir styrjöldina. Hins vegar ætluðu tveir núv. stjórn- arflokkar að hindra bátakaupin í Svíþjóð, þegar leitað var eftir ríkisábyrgð fyrir þá. Sjálfstæð- isflokkurinn veitti aldrei sam- þykki sitt til þess, en Sósíalista- flokkurinn ekki fyrr en eftir langa eftirgöngu. Hverjir þeitast fyrir því, að íslendingar geti selt vörur í stór- um stíl til hernumdu landanna á vegum Hjálparstofnunarinnar (UNNRA) og fengið þannig m. a. aðstöðu til að kynna vörur sín- ar og afla sér varanlegra mark- aða? Það eru Framsóknarmenn Vilhjálmur Þór lét strax og Hjálparstofnunin komst á lagg- irnar hefja athugun á þessu máli og það löngu áður en kommúnistar fóru að glamra um það í þinginu, en þeir eru stund- um að eigna sér þetta mál. Nokkru áður en Vilhjálmur lét af ráðherrastörfum,hafði Hjálp- arstofnunin keypt alla saltsíld arframleiðslu þessa árs og boð ist til að kaupa 200—300 þús. tn. á næsta ári. Líklegt mátti víðavangi Hvað tefur raforku- frumvarpið? Talsverða athygli vekur það, að ríkisstjórnin er enn ekki búin að láta leggja fyrir þingið frum- varpið til raforkulaga, sem milli- þinganefndin í raforkumálum hefir samið og getið var um í seinasta blaði. Hefði þó mátt ætla, að ríkisstjórnin tæki þessu máli tveim höndum og flýtti fyrir framgangi þess, þar sem rafmagnsmálið er eitt aðalmál- ið í „nýsköpunar“-stefnuskrá hennar. Raforkumálin eru nú á því stigi, að ekki má lengur dragast að marka heildarstefnuna um framkvæmd þeirra. Ef það verð- ur látið dragast, mun verða haldið áfram á þeirri braut, að einstakir kaupstaðir og kauptún baslist við að koma upp smá- veitum fyrir sig, sem bæði piunu reynast óhagstæðar og gera erf- iðara fyrir að koma hagsýnu heildarskipulagi á þessi mál síð- ar, þegar að því ráði verður horfið. Um verulegar stórfram- kvæmdir verður og ekki heldur að ræða fyrr en meginframtíð- arstefnan hefir verið mörkuð. Rök raforkumálanefndarinn- ar fyrir því, að ríkið eitt reisi og reki öll raforkuver, sem byggð verða hér eftir, og föstu landsskipulagi jafnframt komið á raforkumálin, eru svo sterk og óyggjandi, að mótbárum verður ekki við komið. Skeiðfossavirkj- unin fyrir Siglufjörð, sem kostar sennilega einar 10 milj. kr. og er 'pó of lítil fyrir kaupstaðinn, sýnir bezt ókosti þess skipulags- öngþfeitis, sem nú er 'ríkjandi í þessum málum. Það verður að koma traustu heildarskipulagi á rafmagns- málin og hefja^ undirbúning stórfelldra framkvæmda. Fyrsta ptóra virkjunarlánið ætti að /era boðið út snemma á næsta xri. Ríkisstjórnin má ekki leggj- ast á þetta mál, og sýna þannig xnn einu sinni, hve lítt henni er annt um að framkvæma ný- sköpunarloforð sín. /Kjötskipulagiff. Hin fróðlega yfirlitsgrein, sem Páll Zoþhoniasson skrifaði ný- lega hér í blaðið um 10 ára af- mæli kjötskipulagsins, mun hafa rifjað upp fyrir mörgum hina hörðu baráttu, er stóð um setn- ingu kjötlaganna á sínum tíma. Þá var ekki sízt reynt að vekja ?egn þeim úlfuð meðal bænda. Mú munu flestir vera orðnir sammála um, að lagasetning ’pessi hafi verið nauðsynleg og réttmæt, og verið bændastétt- inni til stórfelldra hagsbóta. Þeir Dændur munu a. m. k. fáir, sem öska, að aftur sé horfið til skipu- lagsleysis þess, sem var áður ríkjandi, þegar hver bauð niður fyrir öðrum á innlenda markað- inum, unz verðið þar var,orðið lægra en það, sem fékkst fyrir itflutta kjötið. Þannig tryggir reynslan jafn- an sigur og viðurkenningu um- bótamála. Það var Framsóknarflokkur- inn, sem beitti sér fyrir lögunum um kjötskipulagið og fékk þá fyrir það mörg þung orð að heyra. Reynslan hefir nú sýnt, að hann hefir þá sem endranær verið hollráðari bændastéttinni en andstæðingar hans og að hún má vænta beztrar og öruggastr- ar forustu þar, sem hann er. Góff verzlun. Verzlunarmannafélag Reykja- víkur hélt nýlega fund og bauð Pétri ráðherra að tala um ný- sköpunina. Pétur hélt alllanga ræðu og síðan samþykkti fund- urinn traust á ríkisstjórnina. Þessu næst var borin fram til- laga, þar sem samþykkt var að vinna að því, að laun verzlunar- manna hækkuðu í samræmi við þær hækkanir á launum emb- ættismanna, sem ríkisstjórnin er nú að ganga frá á Alþingi. Af þessari láunahækkun verzl- unarmanna leiðir vitanlega hærri verzlunarálagningu og aukna dýrtíð. En hvað er að fást um það? Verzlunarmennirnir hafa í öllu falli gert góða verzlun. Þeir hafa boðið Pétri að tala um nýsköp- unina, samþykkt á hann traust og fyrir þetta fá þeir ríflega launahækkun! Misskipting eliilauna. Tryggingarstofnun ríkisins hefir fyrir nokkru ákveðið há- mark ellilauna og örorkubóta sem hér segir: í Reykjavík .... 3250 kr. í^öðrum kaupst. 2980 — í kauptúnum . . 2570 — í sveitum ..... 2170 — Það er vissulega erfitt að sÉilja þá misskiptingu, er hér hefir verið ákveðin. Gamal- menni í sveitum eru látin hafa y3 lægri ellilaun en gamalmenni í Reykjavík og 700 kr. munur er á . ellilaunum gamalmenna í kauptúnum og Reykjavík. Allar innfiuttar vörur eru þó dýrari úti á landi en í Reykjavík, vegna aukins flutningskostnaðar, og ýmsir kostnaðarliðir munu sízt lægri þar en hér. Hið eina réttlæti í þessum málum er, að ellilaun séu hin sömu um allt land. Að því ber að stefna með breytingum þeim, sem eru fyrirhugaðar á alþýðu- tryggingunum. Munurinn á samninga- viffræffum og samstarfi. íhaldsblöðin halda áfram að tuggast á því, að Framsóknar- menn geti ekki miljið áfellzt Sjálfstæðismenn fyrir samvinn- una við kommúnista, þar sem þeir hafi sjálfir átt í stjórnar- samningum við þá. Er hér þó um tvennt gerólíkt að ræða. Framsóknarflokkurinn gerði það eitt að ræða við kommún- ista./um stjórnarmyndun og fá þannig upplýst til fulls um af- stöðu þeirra til umbótastjórnar. Allir þingmenn flokksins voru sammála um þetta, þar á meðal Jónas Jónsson, þótt ekki sé hann talinn neinn koijimúnistavinur. Hann sat fyrst sjálfur í tvo mán- uði í samninganefnd með kommúnistum, er rætt var um þjóðstjórn, og var því fylgjandi síðar, að rætt yrði við þá um vinstri stjórn. Þegar þær um- ræður leiddu í ljós, að kommún- istar vildu aðeins halda áfram hruni og upplausn, slitu Fram- sóknarmenn umræðunum. Þeir gátu svo sem myndað stjórn með kommúnistum upp á þær spýt- ur, alveg eins og Ólafur Thors. En þeim kom vitanlega aldrei til hugar stjórnarmyndun á slíkum grundvelli. Sjálfstæðismenn fóru öðru vísi að. Þeir gengu að afarkost- um kommúnista. Þeir mynduðu stjórn með þeim, þótt fyrirsjá- anlegt væri, að hún gæti ekki endað með öðru en því, sem kommúnistar stefna . að: Upp- lausn og hruni. Hér er því um tvennt gerólíkt að ræða. íhaldsblöðin ættu ekki að heimska sig á að bera jafn fullkomlega andstæðar starfs- aðferðir saman. Ólaf'ur og konfektkassinn. Ólafur Thors hélt nýlega dýrðlegan veizlufagnað fyrir flokksmenn sína til að sætta þá við þann boðskap sinn, að aur- arnir þeirra yrðu dregnir „út úr rottuholunum” í nýsköpuri Brynjólfs. Veizlan var haldin að Hótel Borg og var fjölmenn. All- ar veitingar voru gefnar og gátu menn fengið flest það, er -þá lysti. Minnti veizlan á margan hátt á háttalag rómverskra höfðingja, er fengu lýðinn til að gleyma axarsköftum sínum og dá sig með því að halda fyrir hann dýrðlegar gleðisamkomur. í veizlu þessari voru seldir bögglar fyrir hina væntanlegu Varðarhöll, sem reisa á við Aust- urvöll. Einn bögglanna hafði að geyma y2 kg. konfekt og var sá, er hlaut hann, svo rausnarlegur að gefa hann til uppboðs í ann- að sinn. Fyrsta boð þá kom frá Ólafi Thors og var 500 kr. Laust lýðurinn þá upp ópum miklum að rómverskum sið og íiáði höfð- ingja sinn. Til voru samt þeir menn þarna (Framhald á 7. síðu) ERLENT YFIRLIT: HernaðarSramleiðsla Breta Dg telja, að hún myndi kaupa fleiri vörur af íslendingum, ef vel væri á því máli haldið. Hverjir berjast fyrir því, að xjávarútvegurinn efli samtök xg félagsleg úrræði? Það eru ?ramsóknarmenn. Þeir hafa unnið að eflingu Fiskifélags ís- lands og vilja enn láta það færa át kvíarnar. Fyrir atbeina Vil- rijálms Þórs voru lögin um olíu- :amlögin *sett í fyrra. Stjórnar- flokkarnir virðast hafa lítinn á- riuga fyrir Fiskifélaginu og fé- lagslegum úrræðum útvegs- manna yfirleitt. Hverjir berjast fyrir því, að flugvélarnar séu teknar í þágu landsmanna og nægilega margir flugvellir byggðir víða um land- ið? Það eru Framsóknarmenn. Fyrir Alþingi liggur nú frum- varp, sem Vilhjálmur Þór lét úndirbúa, þar sem lagt er til, að ríkið láti byggja flugvelli á þeim stöðum, sem þeirra er álitin þörf. Hverjir berjast fyrir því, að reist verði fullkomin rannsókn- arstöð fyrir búfjársjúkdóma, svo að upprættar verði þær plágur, er nú leggjast einna þyngst á landbúnaðinn? Það eru Fram- sóknarmenn. Vilhjálmur Þór út- vegaði stórfelldan styrk til þess- arar framkvæmdar hjá Roche- fellerstofnuninni í Bandaríkjun- um. Þess er að vænta, að sjáv- arútvegurinn geti einnig notið góðs af þessari framkvæmd. Þannig mætti lengi telja, en hér skal látið staðar nurriið að sinni. Niðurstaðan verður líka jafnan hin sama. Þegar umbóta málin sjálf eru leidd til vitnis og látin tala, kemur það ætíð í ljós, að Framsóknarflokkurinn hefir forustuna um framkvæmd þeirra, auk þess, sem hann er eini flokkurinn, er berst fyrir þeirri fjármálastefnu, niður færslu dýrtíðarinnar, sem ein getur tryggt framkvæmdirnar, því að án slíkra ráðstafana verð ur stríðsgróðinn að engu og ríkið og atvinnuvegirnir verða farnir að safna skuldum fyrr en varir. Það kemur jafnframt í ljós, að stjórnarflokkarnir sýna umbóta- málunum yfirleitt tómlæti eða andúð, auk þess sem fjármála- stefna þeirra, vaxandi dýrtíð, getur ekki leitt til annars en stöðvunar á öllum umbótum og framförum í landinu. Síðastl. þriðjudag, birti enska stjórnin skýrslu um hernaðar- framleiðslu og stríðsfórnir brezku þjóðarinnar á styrjald- ars|:unum. Þessi skýrsla sýnir m. a., að engin þjóð, sem þátt fekur i styrjöldinni, hefur fram- leitt jafn mikið til hernaðar- þarfa, þegar miðað er við íbúa- tölu, og Bretar. Af íbúum Bret- landseyja, sem eru 47 millj., taka 22 y2 millj. beinan þátt í styrjaldarrekstrinum, annað- hyort í hernum eða hernaöar framleiðslunni. í hernum þ. e. landher, flota og flugher, eru nú 4y2 millj. manna og mun engin þjóð hafa jafn fjölmenn- an her, þegar miðað er við í- búatölu. í hergagnaiðnaðinum einum vinna 11 millj. rn^inna, en 7 millj. manna vinna að öðrum störfum, sem eru að meira eða minna leyti í þágu styr j aldarrekstursins. Dr j úgur hluti þessa mannafla, er vinnur að styrjaldarrekstrinum, er kon- ur. Allar konur á aldrinum 16— 60 ára, sem ekki hafa fyrir heimili að sjá, vinna að ein- hverju leyti í þágu hernaðarins, í verksmiðjum, að landbúnaði eða í her, flota og flugliði. Rúm- lega ein millj. þeirra kvenna, sem hafa fvrir heimili að sjá, vinna að einhverju leyti utan heimilisins í hernaðarþágu. Glöggt dæmi um þann mikla árangur, sem Bretar hafa náð á framleiðslusviðinu, er það, að fyrstu sex mánúóli þessa árs var framleiðsla brezkra iðnað- arfyrirtækja sex sinnum meiri, en fyrstu sex mánuði seinasta ársins fyrir styrjöldina. Rúm 96% þeirra verkamanna, er vinna að iðnaði, vinna að fram- leiðslu í þágu hersins. Síðan styrjöldin hófst hafa Bretar m. a. framleitt: 722 herskip af ýmsum stærð- um. 5000 önnur skip, stór og smá. 100.000 flugvélar, þar af 38.000 orustuflugvélar og 10.000 fjög- urra hreifla sprengiflugvélar. 25.000 skriðdreka. 900.000 flutningabíla og önn- ur landfarartæki. 35.000 falibyssur af margs- konar gerðum. 4 milljónir vélbyssur. 2 milljónir rifla. Símavír, :sem myndi nægja 120 sinnum umhverfis jörðina við miðbik hennar. Til viðbótar þessu kemur svo framleiðsla á skotfærum, sprengjum. o. s. frv. Alls hafa Bretar sjálfir framleitt % þeirra hergagna og annarra nauðsynja, sem þeir hafa notað vegna hernaðarins. í áðurgreindri skýrslu stjórn- arinnar er einnig getið um tjón það, sem Bretar hafa orðið fyr- ir af völdum styrjaldarinnar fyrstu fimm árin. Af völdum loftárása' á Bretland hafa 60 þús, manns beðið bana, þar af 7000 börn, en 80/ þús. manns hafa særzt. 4,5 miljj. hús í Bretlandi hafa orðið fyrii’ skemmdum af völdum loftárása. Bretar hafa misst 3000 skip síðan styrjöldin hófst og 30 þús. sjómanna hefir farizt með þeim. Eftir því, sem nú horfir, eiga Bretar ekki eftir í stríðs- lokin nema % af þeim kaup- skipaflota, er þeir áttu fyrir stríð. Frá því styrjöldin hófst hafa um 500 þús. hermenn fall- ið. særst eða verið teknir til fanga. Ríkissjóður Breta hefir eytt síðan styrjöldin hófst 25000 millj. sterl.pd. í hernaðarþarfir. Helming þess fjár hefir verið aflað með sköttum. Skattar eru nú helmingi hærri í Bretlandi en í stríðsbyrjun. Bretar áttu miklar inneignir erlendis þegar stríðið hófst, en hafa nú eytt þeim öílum, og safnað allmikl- um skuldum. Þær tölur, sem hér hafa ver- ið nefndar, sýna vel, hversu miklar fórnir Bretar hafa fært vegna styrj aldarinnar. þeir veita jafnframt hugmynd um, hversu mikið hefði mátt gera til bættra lífskjara, ef allri þeirri miklu orku og fjármagni, er farið hef- ir í styrjaldarreksturinn, hefði verið beitt í þeim tilgangi. Þótt brezka þjóðin komi miklu fátækari að veraldlegum auði úr styrjöldinni en hún áður var, mun hún koma ríkari að áliti og viðurkenningu vegna þeirrar miklu fórna, sem hún hefir á sig lagt í þágu frelsis og rétt- lætis. Hefði hún ekki fært þess- ar fórnir væri názisminn nú orðinn alls ráðandi í heiminum. Hefði hún ekki haft kjark og dug til að berjast enn gegn naz- istunum, þegar styrkur þeirra var mestur. væri nú ekki leng- ur til frjáls þjóð í mestum hluta heims. Vegna þessarar baráttu brezku þjóðarinnar munu allar smáþjóðir heims vænta drengi- legastrar og öruggastrar for- ustu þar sem hún er. Blaði Sjálfstæðismanna á Akureyri, íslendingi, farast þannig orð um við- horfið til stjórnarinnar í forustu- grein 24. þ. m.: „íslendingur lítur svo á, að meginatriði málefnasamningsins séu þess virði, að allir ættu að styðja bau. Ef við eigum að gera eitthvað til að fvrirbyggja at- vinnuleysi eftir stríð, þá eigum við framar öllu öðru að auka framléiðslugetu atvinnuveganna, en ekki bíða eftir pví og reyna síðan að lækna það með ólífrænni og óarðo-æfri atvinnubótavinnu. Hins vegar skal það játað, að okkur ncegir elcki til lengdar að stöðva dýrtíöina eins og hún er nú. Við verðum að vera við því búnir að snúa við, lækka fram- leiðslukostnaðinn, þegar verð af- urðanna fellur, en það œtla marg- ir að verði innan skamms tíma. On enn skal það játað, að kaup- liœkkanir þœr, er orðið hafa ný- lega í nokkrum iðnfélögum, eru síður en svo til „samrœmingar“ á kjörum launafólks." Þetta hljóð í íslendingi um dýr- tíðina er nokkuð annað en hjá Mbl., sem segir að ekkert þurfi að óttast dýrtíðina, því að nýsköpunin muni geta staðið undir því kaupgjaldi, sem nú er. Ummæli íslendings sýna, að æðstu stjórnarpostulunum hér gengur illa að fá menn út á landi til þess að trúá’þessari nýju kenningu. p * * í ritstjórnargrein Vísis 29. f. m. segir svo i tilefni af átökunum á Alþýðusambandsþinginu: „Flokkaskipunin í heild er í deiglunni, og vcl gctur farið svo, að hitastigið verði víðar það sama og það reyndist hjá vinstri flokk- unum að þessu sinni, áður en eðlileg skipan er komin á í land- inu, — en þróunin gengur sinn gang.“ Skyldi Mbl. þykja þessi spádómur Vísis um hitastigið vera ábending um eins gott samkomulag innan Sjálfstæðisflokksins í framtíðinni og það vill stundum vera láta? * * * Óskar Halldórsson útgerðarmaður skrifaði nýlega langa grein í Mbl., er fjallaði um útgerð og dýrtíð. í upphafi greinarinnar voru miklar skammir um Eystein Jónsson og Pramsóknarflokkinn, en lof um ríkis- stjórnina. Þegar hinsvegar kom að því, að lofsyngja „nýsköpunina" á grundvelli núverandi dýrtíðar, fatað- ist Óskari bogalistin og hreinskilni hans varð meiri en títt er hjá stjórn- arsinnum. Þá sagði Óskar m. a.: „Það verður erfitt að fá mig til að kaupa eina bátsár smíð- aða fyrir 100 kr., þegar hún kost- ar 5 kr. í Noregi. Það verður erfitt að fá mig til að kaupa tvo herpinótabáta smíðaða hér, er kosta 36 þús. kr. en fást fyr- ir 2 þús. kr. í Noregi. Það er erfitt að fá mig til að henda 80 þús. kr. í bátaviðgerð á nóta- bát, þar sem allur skrokkurinn kostar 25 þús. kr. nýr í Dan- mörku eftir stríðið. Og ég segi það 'alveg eins og það er, að það er ekki hægt að fá mig til að byggja hér skip fyrir yfirvitlaust verðrf eða kaupa skip erlendis fyrir hæsta stríðsverð í stríðslok." Þannig tekur Óskar í „nýskipunina“. Vert er að geta þess, að eitt fyrsta verk Ólafs Thors í stjórninni var að hækka kaup skipasmiða. Og enn segir Óskar: „Sl. vetur gerði ég út línuveið- arann Sivríði á saltfiskveiðar fyrri hluta vertíðar, og þegax kom til þess að selja saltfisk- inn, vildi skipshöfnin ekki eiga neitt við að greiða uppskipun, bílaakstur, húsaleigu og vinnu i ■ landi vlð aflann, því kostnaður átti að dragast frá óskiptum afla. Þeir voru sjálfir hræddir við að kaupa vinnuna og seldu svo fisk- inn um borð í skipi, þar sem þeir þurftu enga landvinnu að kaupa. Ég skýri þetta ekki frek- ar, bað talar sínu máli qg sýnir dálítið viðhorf útgerðarinnar í framtíðinni með óbreyttu fyrir- komulagi." Já, það er satt, að sagan „talar sínu máli“ um fyrirhyggju „dýrtíð- arbandalagsins" í stjórn landsins. Óskar segir líka, að sér þyki „nóg að vera búinn að fara fjórum sinnum á hausinn!" * * * Jón Pálmason skrifar forustugrein í Mbl. 28. þ. m„ þar sem hann spá- ir Framsóknarflokknum harla óglæsi- legri framtíð í sveitunum, vegna and- stöðu hans við ríkisstjórnina. Síðan víkur hann tali sínu að fimmmenningunum svonefndu og segir: „Þeir fimm Sjálfstæðismenn, sem fram að þessu hafa ekki lvst fylgi við ríkissi;órnina, eru allir greindir menn og flestir þeirra hafa langa þingmennsku og mikla stjórmálaþekkingu hafa þeir allir." Enn segir Jón: „Fimmmenningarnir, sem sum- ir kalla svo eru allir lyíiðarlegir bændafulltrúar." Já, þeir eru a. m. k. svo greindir, stjórnmálareyndir og heiðarlegir, að þeir vilja ekki styðja ríkisstjórnina. Og ætli það sé þá dauðasök fyrir Framsóknarflokkinn að fylgja henni ekki? /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.