Tíminn - 01.12.1944, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.12.1944, Blaðsíða 5
101. blað TÍMIIVIV, föstMdagimi 1. des. 1944 429 Um j»etta leyti fyrir 26 árum Gildistaka sambandslaganna íslendingar voru að stíga þýð- ingarmikið spor á frelsisbraut sinni. Klukkan var að verða hálf-tólf hinn fyrsta desember 1918. Og hún var það í raun og veru, því að þá hafði ekki sá siður verið upptekinn af stjórn- arvöldunum að nota búmanns- klukku í skammdeginu. Fólk tíndist að Lækjartorgi úr ýms- um áttum og hnappaðist sam- an umhverfis stjórnaráð,sblett- inn. Að vísu myndi okkur ekki finnast það nú mikill mann- fjöldi. er þarna var sam'ankom- inn, en það ber að minnast þess að fyrir 26 árum voru ibúar Reykjavíkur ekki nema eitthvað um 17 þús. Og fleiri ástæður — gildar ástæður — lágu til þess, að fjölmenni var þarna ekki. Allir voru venju fremur hátíðlegir á svip, en fagnaðar- læti voru engin. Margir voru þvert á móti daprir í bragði. Hvað olli þessu? Langvinnri og ægilegri heimsstyrjöld var ný- lokið, íslendingar höfðu öðlazt mikiívæg réttindi. Hvers vegna var fólkið ekki fagnandi? Þvi er auðsvarað. Illur gestur hafði herjað bæinn og landið. Það var spanska veikin. Um langan tíipa hafði Reykjavík verið líkust því sem allt líf væri að fjara út. Búðir og starfs- stöðvar höfðu verið lokaðar, blöð ekki komið út, afgreiðslu- tími banka og pósthúss styttur, afgreiðsla símskeyta og símtala fallið niður. Um miðjan nývem- ber var talið, ail aðeins þriðj- ungur bæjarbúa hefði haft ferlivist. Mörg íbúðarhús voru harölæst um miðjan daginn, og börn og veikt fólk svalt hjálp- arvana í rúmum sínum. Læknar og hjálparlið var að starfi bæði nótt og dag að kalla, en þó fengu ekki allir hjálp,! sem þurftu. í sveitum stóðu kýrnar sums stað- ar málþola, því að enginn var uppistandandi til þess að hreyta úr þeim eða fleygja í þær gjöf- inni. Þegar blöðin byrjuðu að koma út aftur, birtist lítið ann- að í þeim. en dánartilkynningar, auglýsingar um jarðarfarir og, samúðarþakkir. Það hafði ekki einu sinni neinn fáni verið dreg- inn að húni í Reykjavík vopna- hlésdaginn, og þýzka byltingin og flótti Vilhjálms Þýzkalands- keisara vakti næsta litla athygli hér þessar voðavikur, þegar eng- ;11 dauðans fór hús úr húsi. Jafnvel hamfarir Kötlu fyrnt- ust þeim, sem ekki höfðu sjálfir orðið fyrir hinum heitu kveðj- um hennar. Það var þess vegna sízt að furða, þótt fólkið, sem beið þess, að lýst væri yfir gildistöku sam- bandslagasát'málans og hinn nýi ríkisfáni íslands dreginn á stöng, væri hljóðlátt og fálátt. Það var fólk í sárum, — varla sloppið úr einum stórbardagan- um í heimsstyrjöld spönsku veikinnar. Klukkan var orðin hálf-tólf. Fólkið beið, fleiri bættust í hóp- inn. Stundin nálgaðist óðfluga. Fyrir framan stjórnarráðshúsið var talsverður viðbúnaður, og þangað beindust allra augu. Fyrirmenn íslands stóðu þar í einum hóp, ogjforingjar og liðs- menn af danska varðskipinu „Islands Falk“ höfðu skipað sér í fylkingar við þetta gamla hús, — stjórnaraðsetur íslands, sem í öndverðu hafði verið fanga- hús, en nú hafði nálega heila öld verið miðstöð hins æðsta, valds í landinu. Hér hafði margt gerzt, gleymt og munað. Á hinum fyrstu ár- um þessa húss var það, sem sex tugthúslimir dóu af „ófeiti", og sjö úr skorti og vanhirðu tveim árum síðar. í þann tíð var það líka, sem Arnes Pálsson, útilegu- maðurinn og sauðaþjófurinn, var hér krisftindómsfræðari og dyravörður, skipaður til þess -embættis af sjálfum stiftamt- manninum á Bessastöðum. Hér var það líka sem Bjarni á Sjö- undá undirbjó uppreisn og brotthlaup allra fanganna árið 1804. Fimm árum síðar bjó hér lífvörður Jörundar hundadaga- konungs þá stund, sem hann var „hæstráðandi til sjós og land“ á fósturjörð okkar. Og á þessu húsi var það einnig, sem allar dyr voru opnaðar á gátt árið 1813, þegar fólksfellir vofði yfir þjóðinni, og 39 föngum, sem hér kúrðu í náðum og einskis ills áttu sér von, var skipað heim á sínar sveitir, komið undir haust. Eftir þetta fór vegur þessa gamla húss að aukast. 1819 breytti Moltke greifi því í stift- amtmannsbústað. Þá var það nefnt „konungsgarður“, eins og til þess að afmá fortíðina í vit- und lýðsins. Hér tók Trampe greifi yngri upp þá nýbreytni, er l\ann settist að völdum árið 1850, að skrifa öll embættisbréf á íslenzku, og hér ætlaði Pétur Havsteen amtmaður að leggja hönd á Jón Sigurðsson forseta í þingveizlu árið 1853. Hér sett- ist fyrsti íslenzki ráðherrann, Hannes Hafstein, að völdum, er stjórnarfyrirkomulagi landsins var breytt 1. febrúar 1904. Hingað komu fulltri^ar bænda- fundarins sumarið 1905 til þess að bera fram við hann mót- mælin gegn lagningu ritsímans, og fyrir framan þetta hús var útifundurinn haldinn sumarið 1912, þegar foringinn á danska varðskipinu lét^ taka íslenzka fánann af Einari Péturssyni á Reykjavíkurhöfn. Þetta gamla og lágreista, en virðulega hús er hús margra og misjafnra minn- inga, og á þessum merkisdegi, fyrsta desember 1918, var það vettvangur eins af merkisat- burðunum í sögu þjóðarinnar. Á þessum degi rétti danskur umboSsmaöur íslenzkum valds- manni höndina sem jafningja og bróður í fyrsta skipti um margar aldir. Er klukkuna vantaði um það bil fimmtán mínútur í tólf, byrj- aði lúðraflokkur að leika. Það var „Eldgamla ísafold“ sem þeir spiluðu. Þegar síðustu tón- arnir hljóðnuðu, gekk mikill maður og djarflegur í ræðu- stólinn. Það var forsætis- ráðherra íslands, Sigurður Egg- erz. Ræðan var stutt, og að henni lokinni var hinn klofni ríkisfáni íslands dreginn að húni í fyrsta skipti. Það leið ör- stutt stund, áður en golan náði að rekja hann úr fellingunum, og svo blakti hann þarna, ríkis- fáni íslands. Hljóðlátar vonir seytluðu í hug allra; íslands fáni! — Fáni hárra vona, frægöarboði vorra dætra og sona, — íslands sveinn og mær og karl og kona kærleik við þig sverja landi og þjóð. Drengskap, hreinleik hugans mjöll þín glæðir, hjartans elsku röðulbálsins glóð, fjallablámans fegurð andann græðir friði, gleði — mjúk sem vorsins ljóð. íslands fáni! Far um höfin eldi, fagurviti góðs að morgni og kveldi' Tákn í framtíð vertu um íslands veldi voldugt, sigurglæst á efsta hún! — Forna tryggð með frændum Norðurlanda festi í blíðu og stríðu krossins rún! Gnæf þú, meðan stuðlabergin standa — stór og frjáls, við heiða morgunbrún. Svo kváðu við fallbvssuskot frá varðskipinu á höfninni, og foringi þess steig fram og mælti nokkur orð. Hann minntist þess, að það, sem nú var fram að fara, myndi ekki öllum Dönum sársaukalaust. En hann vonaði og vissi, að þegar sérhver hugs- un um yfirráð hefði verið rifin upp með rótum, þá myndi frændþjóðirnar tvær fyrst geta mætzt í óblandinni vinsemd og með fullum heilindum. Siðan var konungssöngurinn danski leikinn. Næst flutti forseti sameinaðs Alþingis, Jóhannes Jóhannes- son, ávarp. Að síðustu leikur lúðraflokkurinn „Det er et ynd- igt Land“ og „Ó, guð vors lands.“ Þar með er athöfninni lokið. Fólkið tvístrast. HVer heldur heim til sín, til hins daglega strits, til anna sinna og áhyggna. — Guðs þökk hverjum þeim, sem aukið hafa veg þessarar þjóðar. Guðs blessun öllum, sem lifað hafa og þjáðst í þessu landi. J■ H. GÆFAN fyigir trúlofunarhrinffunum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sent mót póstkröfu. Sendið nákvæmt mál Vilhelm Moberg 0 0 ORl GAMLl Eftir KARL EVALD Eiginkona FRAMHALD Elín er fálát og þögul, hún er ekki að geta sér til um neitt. Og hún kærir sig ekki um, að neinn annar sé að koma fram með getgátur um húsbónda hennar. Hún vill honum allt of vel til þess, að hún sé að bera hann út við aðra. Þegar Hákon kemur inn, verður Hermanni litið til brennivíns- flöskunnar; hún stendur á hillunni uppi yfir langbekknum.Reynd- ar hafði bróðursonur hans talað um hina lélegu uppskeru í fyrra, en hann hefir þó líklega tekið frá korn til brennivínsgeröar? Ekl^i- af því að Hermann sé svo sólginn í að drekka brennivín, en einn peli til þess að væta í þurrt brauðið væri vel þeginn. Það er líka siður að gefa börnum og flækingum fáeina dropa í brauðið. Jú, brennivínsflaskan er tekin niður af hillunni. Það á þó að dreypa á gamla manninn fyrir kvöldið. Stúlkan fer fram til þess að sækja kvöldmatinn, og Hermann segir: — Þú hefir góða aðstoð. Elín er liðtæk stúlka. — Hún fer sjálfsagt að fara. Hún hefir ekki fengið kaup þetta árið. — Það er ekki gott. Þú verður að reyna að tala um fyrir henni. — Ekki getur hún verið hér upp*á þær spýtur. — Það má komæát langt með kvenfólkið með þvi móti. — Ég kýs heldur að þegja en knékrjúpa fyrir henni. — En viljir þú hafa hana, þá verður hún hér áreiðanlega kauplaust. Hákon svarar ekki þessari bendingu. En öldungurinn, sem hírzt hefir lengi í þurfalingahælinu, eins og kláðarofeta í holu sinni — hann fær brennivín, og hann-fætur dæluna ganga; Er hin góða heilsa Hákonar farin að bila, bezta guðsgjöfin? Er hann hættur að renna hýru auga til kvenfólksins? Hákon drekkur sjálfur brennivín: það sefar og bætir fyrir brjósti, það er eins og það láti blóm spretta kringum hjartað . . . Hvað sagði gamli mafrurinn? Hættur að renna hýru auga? Það er bráðum liðið ár síðan Margrét stóð þarna á steininum. Svo brá hún pilsfaldinum undir beltið og óð út í. Þetta er meitlað í huga hans: Handleggirnir útréttir eins og til faðmlags — hann getur ekki á heilum sér tekið. En nokkrum dögum áður en hann sá hana við lækinn hafði hún gifzt Páli. Og nú vex nýtt gras á enginu. En siðan hann sló .það í fyrra hefir hann séð hana á hverjum degi. Hann vill forðast hana, en húsin standa þétt í Hegralækjarþorpi. Og hvað sefn hann kann að, vilja, þá sækist hann eftir návist hennar. Ef hann sér hana ekki daglangt, fer hann heim til Páls, þegar kvöldar. Nágrannar geta átt svo mörg erindi hver við annan. Menn þurfa oft að fá eitt eða annað að láni, og seinna þarf að skila því. Og hann hefir fengið heilt vagnhlass af fóðurhálmi til láns hjá Páli — meðal annars. Þetta er hjálpsamt fólk. Og Páll er félagslyndur maður, sem oft og iðulega gefur sig á tal við hann. Hann er ný- kominn í þorpið og vill gjarna kynnast hinum bændunum. Hann vill gleðjast með öðrum, og hann lætur sér vel líka, að Hákon líti í bæinn. Og Hákon og Páll eru jafnaldrar. Þannig hefir hann þá séð Margréti bæði helga daga og sýkna, bæði við störf og í hvíldum. Hann hefir setið við sama borð og hún og etið og drukkið með henni. Hann hefir ekki verið marg- máll við hana, ogNef hann hefir eitthvað sagt, þá hefir það ver- ið vandræðastam, sem hann hefir skammazt sín fyrir á eftir. En af henni hefir hann ekki litið, og í barmi sér hefir hann fundiö hinn glóandi eld, sem brennir hann alla stund. Hann er vansæll maður, sem ekki getur umflúið hvöt sína og er neyddur til þess að leyna henni ævinlega. Einu sinni hefir hann snert líkama hennar. Það má svo að orði kveða, að hann héldi henni í faðmi sér. Sjálf leit hún nátt- úrlega ekki þannig á, en frá hans sjónarmiði var þetta svellandi faðmlag. Dag nokkurn seint um veturinn, er Margréti varð gengið hjá eldiviðarhlaðanum hans, skrikaði henni fótur á hálkunni. Hann þaut til, tók undir handlegginn á henni og hjálpaði henni á fætur. Hún hafði meitt sig dálítið í annari mjöðminni, og hún studdi sig þyngslalega við hann. Fáeinar sel^lndur þrýsti hann handleggnum utan um hana. Og hún reigði höfuðið aftur á bak og horfði á hann. Verkurinn í mjööminni hvarf fljótlega, og hún 'hló glaðlega. Þetta voru aðeins örfáar sekúndur. Hún gat staðið hjálparlaust, hún gat líka gengið hjálparlaust. Hann þurfti ekki að styðja hana lengur. En hann hefir einu sinni haldið mjúkum, spengilegum líkama hennar í örmum sér. Hún fór leiðar sinnar. Hann stóð eftir og horfði á förin, sei^ járnskeifurnar neðan á skónum hennar höfðu markað í snjóinn. Þessi för voru alveg eins og eftir lítil hestajárn — eins og eftir skeifur undir ungu tryppi. Þarna sá hann fyrir sér spor Margrét- ar — hreyfingar hennar og göngulag minriti á unga hryssu. Hann hélt áfram að kljúfa seiga birkiklumbuna, en það var mest til þess að sýnast, — til þess að leyna því, að hann þrýsti Margréti enn upp að sér og hafði ekki sleppt henni, þótt hún væri farin. Hvers vegna hafði hann ekki aftraö henni að fara? Hvers vegna þrýsti hann ekki kossi á varir hennar? Sannarlega hafði honum dottið það í hug. Ef hann hefði kreppt sterka handleggi sína og þrýst líkama hennar nær sér, nær sér — hægt, hægt, unz mpnn- urinn var kominn fast að vörum hans, — sv.o nærri honum, að hann hefði ekki lengur getað séð munn hetmar, heldur aðeins fundið hann . . ? Hvað ætli hún hefði gert? Hún hefði getað orð- ið fokreið og slegið hann utanundir. Hún hefði getað hlaupið heim til mannsins síns og æpt: Hákon Ingjaldsson er maður, seip tekur kvenfólk með valdi! Hann skirrist ekki einu sinni við að leggja hendur á giftar konur. Og loks hefði hún — svo hefði hún getað leyft honum að halda fast og hjúfrað sig upp að honum og lagt líkama sinn í arma hans, sem vöfðust utan um hana. Nei, það myndi hún ekki hafa gert. Margrét var' ekki af því sauðahúsi. Hún var of alvörugefin. Hún myndi hafa litið á þetta sem léttúðugt daður — tiltæki, sem honum hefði dottið í hug í þessu andartaki. Hún hefði ekki umsvifalaust varpað frá sér könusæmd sinni. (Barnasaga) FRAMHALD Sunnudagurinn næsti rann upp. Prestur steig í stól- inn, en hann flutti sömu ræðuna og fyrri sunnudag. Kunni nú hvert mannsbarn ræðuna hans. Þessa ræðu flutti prestur hvern einasta sunnudag. Fóru nú menn að stinga saman nefjum um að.eitthvað væru ræðurnar lrans séra Andra hjákátlegar. Þrír menn urðu til þess að fara á fund prófasts og tala um þetta við hann. Einn þeirra var svo tungulangur að segja, að söfnuðinum fyndist heldur lítið til prestsins koma. „Hann kennir nokkuð skringilega“, sagði safnaðarmaðurinn. „Er þetta satt?“ spurði prófastur. Hann var einn þeirra manna, ^em hljóp ekki eftir I verri flugufrétt. „Hvernig kennir hann?“ spurði prófasturinn. „Hann kennir eins og fyrirrennari hans. Hann kennir nákvæmlega eins og fyrirrennari hans“. „Jú, jú, datt mér ekki í hug. Kennir nákvæmlega eins og fyrirrennari hans! En vitið þið ekki, að fyrirrennari hans var frægasti kennimaður? Farið þið nú heim og skammist þið ykkar. Þið hafið kært prestinn ykkar fyrir engar sakir“. Safnaðarmennirnir ætluðu að skýra þetta betur, en prófastur rak þá á dyr með harðri hendi. Fóru þeir svo heim og þótti ver farið en heima setið. Séra Andri kenndi eins og áður, og einatt fjölgaði þeim, sem óánægðir voru með prestinn. Að lokum barst það til eyrna ráð- herra, að söfnuðinum þætti lítið til nýja prestsins koma. „Séra Andri er auðvitað of lærður fyrir sauðsvartan almúgann,“ sagði ráðherra. „Hann ætti að komast í hærra embætti. Ég þyrfti að gera hann að prófasti, svo ekki væri einatt verið að klaga hann.“ Liðu nú stundir þangað til prófasturinn féll frá, sá hinn sami, er séra Andri var kærður fyrir. Ráðherra skipaði nú Andra gamla í prófastsembætt- ið. Þóru þótti nóg um upphefðina, var hún hrædd um a,ð maður sinn mundi ekki duga betur í prófastsembætti en prests. Andri var hugrakkur. Hann vonaði að vel mundi rætast úr öllu eins og áður. Bernskubrek ogæskuþrek (My Early Life),\ sjálfsævisaga Winstons Churchills, kemur út á vegum Snælandsútgáfunar nú á næstunni, í ágætri þýðingu Benedikts Tómassonar skólastjóra í Hafnarfirði. Þetta er frábær bók, skrifuð af leiftrandi fjöri og andagift, og með svo miklum ævintýrabrag, að mest líkist spennandi skáldsögu, enda segir í henni frá æv- intýrum og mannraunum Churchills í ýmsum löndum á yngri árum hans. ifjölíi ágætra mynda prýðir bókina. * Meðal enskumælandi þjóða hefir þessi bók hvarvetna hlotið afburða vinsældir og selzt svo gífurlega, að farið hefir fram úr flestu sem áður þekktist í þvi efni. íslenzka þýðingin er gerð með leyfi höfundar og bókaforlags hans, er jafnframt hafa veitt Snælands- útgáfunni útgáfuréttinn á íslandi næstu fimm ár. Þetta er jólabókin í ár. Dragiff ekki að tryggja yffur eintak. Þessi bók selzt upp áffur en varir. Snælandsútgáfan h. i. Lindargötu 9 A, Reykjavík. — Sími 2353. Myndir sem birtast eiga i blöðum, verða að vera komnar i siðasta lagi % fyrir kl. 4 e. h. daginn fyrir birtinguna, ella kemur verðhækkun til greina. Preiitmyiidagerðin, Langavegi 1. • ÓLAFUR J. HVANNDAL Hann hefði áreiðanlega bakað sér óvináttu hennar. En það hefði verið bezt fyrir hann. Þá hefði hann verið nauðbeygður til þess að forðast heimili hennar. Og hér situr Hermann gamli o| furðar sig á því, að hann skuli ♦ ÚTBREIÐIÐ TIMANN 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.