Tíminn - 01.12.1944, Blaðsíða 6
430
TÍMINN, föstudaginn 1. des. 1944
101. lilaö
Eins og horfir
(Framhald af 3. síðu)
Og skrif Morgunblaðsins um
stjórnarandstöðuna eru hálf-
vandræðaleg. Stundum telur
blaðið sannað, að við Framsókn-
armenn höfum með engu móti
viljaðfara í ríkisstjórn og birtir
bréflegt tilboð okkar um sam-
starf við Sjálfstæðisflokkinn því
tii sönnunar! Hinn daginn er
Framsóknarflokkurinn sagður
sárhryggur — já, alveg í öngum
sínum! — yfir því að hafa lent í'
stjórnarandstöðu. Einn daginn
er sagt, að Framsóknarflokkur-
inn sé eini flokkurinn, sem ó-
, nauðsynlegur hafi verið í stjórn-
inni. Annan, að það sé ábyrgð-
arleysi af Framsóknarflokknum
að vera í stjórnarandstöðu. Og
þriðja daginn, að raunverulega
sé engin stjórnarandstáða til.
En ef blakað er við „nýsköpún-
inni", sem virðist hafa tilhneig-
ingu til að gufa upp í meðför-
unum, grípur stjórnarliðið ein-
kennilegur taugaóstyrkur. Þá er
hrópað um „hrun'stefnu og
hrakspármenn". Sagt, að Fram-
sóknarflokkurinn sé að vinna
illt verk með því að „leggja stein
í götu nýsköpunarinnar", talið,
að stjórnarandstaðan sé að espa
menn til kauphækkana, draga
úr einstaklingsframtakinu og
koma þannig á ríkisrekstri.
Hvers vegna þessi barnalegu
skrif? Ef stjórnarstefnan væri
heilbrigð, mundi hún, eins og
allar stefnur, sem þannig eru,
styrkjast við stjórnarandstöðu
og rökræður.
Það er alveg ljóst mál, að
stjórnarstefnan er sú, að ekki
komi að sök, þótt hækkað sé
kaupið hjá þeim, sem eru hæst
daunaðir (og þá sennilega siðar
hjá þeim, sem lægra eru laun-
aðir), þó að það hafi i för með
sér vaxandi dýrtíð. Stjórnin
mundi að sjálfsögðu ekki gera
þetta, ef hún teldi víst, að hvorki
fjárhagur ríkissjóðs né fram-
leiðslunnar þoli þetta. En stjórn-
arandstaðan, Framsóknarflokk-
urinn, telur þetta ranga stefnu.
Hann barðist fyrir stöðvun á
landbúnaðarverði og kaupgjaldi
sem fyrsta skrefi, og síðan nið-
urfærslu dýrtíðarinnar, sem
hann telur nauðsynlega.
Það má ræða þessa stefnu með'
ýmsu móti. Það var eitt dag-
blaðanna hér í bænum, sem
sagði alþekkta sögu af göml-
um manni erlendum, sem keypti
þorskhausa hér við land, þurrk-
aði þá og seldi síðan dálítið ó-
dyrara en hann hafði keypt.
Þegar gamli maðurinn var
spurður.hvernigþessi verzlunar-
máti fengi staðizt, sagði karl-
tetrið: „Mængden gör det".
Veltan var svo mikil, að karl
græddi þrátt fyrir allt. Margir
þekkja þessa sögu og vita,
hverhig rekstur gamla mannsins
endaði.
íslenzka þióðin framleiðir
fyrst og fremst fisk og kjöt til
útflutnings. Ef þjóðin fær til
lengdar minna fyrir þessa vöru
á erlendum markaði en það
kostar að framleiða hana, er
hætt við, að gróðinn verði álíka
haldgóður og gróði gamla
mannsins og endi svipað. Og það
er ákaflega hætt við, að sama
verði uppi á teningnum, þótt
skipunum fjölgi og veltan auk-
ist.
Nýskipun í atvinnumálum
þjóðarinnar er henni lífsnauð-
syn og verður fyrst og fremst
að vera í því fólgin, að koma
þeim á eðlilegan fjárhagsgrund-
völl. Meðan . dýrtíðin er ekki
stöðvuð, heldur haldið áfram
að auka hana, virðist okkur
stjórnarandstæðingum tillögur
ríkisstjórnarinnar um nýsköpun
vera að nokkru leyti hvatning til
þjóðarinnar um að taka upp
verzlunaraðferð gamla manns-
ins, sem keypti þorskhausana í
Hrísey. Betur færi, að ríkis-
stjórnin ætti eftír að sanna okkr
ur, að þessi hugsunarháttur
okkar sé úreltur eða eitthvert
frámunalegt skilningsleysi. Má-
ske að1 gamli maðurinn, sem ætl-
aði sér að græða á því að selja
þorskhausana sína lægra verði
en hann keypti þá, hafi verið
svona langt á undan sínum
tíma.
Er stjórnarandstaoa
ónauðsynleg?
Það er talsvert um það skrif-
að, einkum af Morgunblaðinu,
að það sé mikið ábyrgðarleysi
af Framsóknarflokknum að vera
í stjórnarandstöðu nú, þegar
þjóðin hefði öll átt að samein-
ast. Ég er ekki alveg viss um, að
menn hugsi þetta mál, um
stjórnarandstöðu eða samstarf
allra flokka, nægilega skýrt.
Þegar ríkisstjórnin var flutt
inn í landið á sínum tíma og
Hannes Hafstein tók við völd-
um, varð' merkur maður til þess
að halda því fram, að ekki hefði
vel til tekizt um val á mannin-
um. Færði hann það til, að
Hannes Hafstein væri svo um-
deildur flokksmaður, að fyrir þá
sök hefði ekki reynzt urint að
sameina allt þingið og þjóðina
til fylgis við hina fyrstu inn-
lendu stjórn. Þess hefði þó verið
mikil þörf. Það var hinn mikli
hæfileikamaður, Jón Hjaltalín
skólastjóri, sem ritaði grein til
að andmæla þessari skoðun og
sagði, að ef hér hefði ekki verið
til stjórnarandstaða, hefði þurft
að búa hana til sem allra fyrst,
því að þar sem engin stjórnar-
andstaða væri, þróaðist gjarna
margs konar spilling.
Jón Hjaltalín var, eins og
kunnugt er, ensk-menntaður
maður. Bretar töldu sér að vísu
nauðsynlegt að mynda þjóð-
stjórn, þegar tvísýnt var um til-
veru þeirra sem þjóðar. En allt
bendir til, að þetta muni breyt-
ast þegar styrjöldinni í Evrópu
lýkur, og í Kanada, Bandaríkj-
unum, Ástralíu og fleiri þjóð-
löndum, sem nú eiga i styrjöld,
hafa það ekki þótt hin hentug-
ustu vinnubrögð að mynda þjóð-
stjórn. Bretar nefna stjórnar-
andstöðuna í brezka þinginu
„Hinakonunglegu brezku stjórn-
arandstöðu", og formaður henn-
ar er launaður af ríkisfé. Því-
líka nauðsyn teljaþæir stjórnar-
andstöðuna til þess að tryggja
heilbrigt stjórnarfar.
En þó að við fslendingar tök-
um ekki upp vinnuaðferðir
Breta, þar sem þingræðið er þó
talið einna heilbrigðast, þá ætti
okkur a. m. k. ekki að gleymast
það, að stjórnarandstaðan er
jafn nauðsynleg okkur, — að
minsta kosti þegar til lengdar
lætur. Og ég hygg, að núver-
andi stjórnarstefna sé ekki það
holl þjóðinni né ráðherrarnir
það miklu óskeikulli né heiðar-
legri en almennt gerist, að
stjórnarandstaða sé nú ónauð-
synlegri en á dögum Hannesar
Hafstein, eða að hún sé síður
nauðsynleg en í öðrum þjóð-
löndum.
Framsóknarflokkurinn gegnir
nú hlutverki stjórnarandstöð-
unnar á Alþingi og meðal ís-
lenzku þjóðarinnar. Það hlaut
svo að verða vegna þess grund-
vallarágreinings, sem er milli
hans og stjórnarflokkanna, m. a.
í dýrtíðar- og atvinnmálum
þjóðarinnar.
Stjórnarandstaðan mun^sýna
festu og hófsemi í málflutningi
— og þó verða jafnframt í sam-
ræmi við það, sem verk ríkis-
stjórnarinnar og málgögn henn-
ar gefa tilefni til.
Baðstofuhjal
(Framhald af 4. síðu)
að á fyrsta barnatímann og verið ó-
ánægður með hann. Hann kann ekki
við að láta snúa út úr kvæðinu „ís-
land farsældar frón" og segja börn-
unum, að það sé eftír Sigurð Breið-
fjörð. Það finnst honum lélegt grín.
Hann vill líka láta Sigurð og Vilhjám
tala sinn í hvoru lagi um daginn og
veginn, en getur þess um leið, að báðir
séu þeir snjallir ræðumenn og útvarps-
prýði, einkum sá fyrrnefndi. Landa-
fræði Póllands þykir-honum orðin of
löng, þótt fróðleg sé, en leikritin miklu
betri en í fyrra, og feginn er hann, að
Helgi Hjörvar skuli nú vera byrjaður
á nýrri útvarpssögu. Biður líka að
skila þakklæti til Jónasar Þorbergs-
sonar fyrir ræðuna og upplesturinn
um Gretti og til Einars fyrir Laxdælu.
ÉG VIL BÆTA ÞVÍ VIÐ, að í vetur
hefir komið nýr maður í útvarpið,
sem gott er að hlusta á. Það er Frið-
geir Berg með ferðasögu íslenzku inn-
flytjendanna til Vesturheims. Góð var
líka saga sr. Ásmundar á Hálsi' um
fyrstu kirkjuferðina hans að Laufási.
Menn eru fljótir að gleyma, allt of
fljótir, og það er þakkarvert af þeim,
sem muna þjóðlífið fyrrum og þá at-
burði, sem nú eru að fyrnast, að rifja
upp fyrir yngri kynslóðum, hvernig
„einu sinni var" að eiga heima á ís-
landi. Ljúkum við svo .þessu tali í
dag.
GULLBRÚÐKAUP
Hjonin a Brekku
í Gufiudalssveit
Gullbrúðkaup áttu 29. nóv.
Guðrún Halldórsdóttir og And-
rés Ólafsson hreppstjóri á
Brekku í Gufudalssveit.Þau gift-
ust 29. nóv. 1894 og hófu bú-
skap að Gróunesi í Gufudals-
hreppi en fluttust að Brekku í
sömu sveit 1904 og hafa búið
þar síðan.
áttu einn son, sem Halldör hét.
Hann var settur til mennta og
var langt kominn með nám í
lagadeild Háskólans, er hann
lézt ungur að aldri. Fráfall hans
var foreldrum hans hinn mesti
harmur og öllum eftirsjá, sem
i til hans þekktu.
Andrés Ólafsson er maður.
Guðrún Halldórsdóttir
Þau hjónin hafa notið al-
m*nnra vinsælda og er b^eimili
þeirra rómað fyrir alúðlegar
móttökur gesta, en þeir hafa
verið margir, serri þar h'afa bor-
ið að garði öll búskaparár þeirra
á Brekku. Ávallt hafa móttök-
urnar verið þær sömu og ein-
kennast af alúð og umhyggju.
Eins og hröktum ferðamanni
hlýnar, þegar hann er seztur að
i hlý hús, eins ylnar hugur gests-
ins við hugulsemi og alúð hús-
móðurinnar, sem þrátt fyrir
veika heilsu, lætur aldrei -und-
ir höfuð leggjast að hugsa um
vellíðan gesta sinna.
Halldör, faðir Guðrúnar, var
sonur Bjarna prests í Garpsdal,
en séra Bjarni var sonur séra
Eggerts Bjarnasonar landlæknis
Pálssonar. Guðrún Halldórsdótt-
ir og Halla sál. skáldkona á
Laugabóli voru því bræðradætur.
Ólafur, faðir Andrésar, var
Andrésson bónda í Gautsdal í
Geiradalshreppi. Ólafur bjó í
Bæ í Króksfirði og síðar á
Gautshamri í Strandasýslu. ¦—
Andrés hefir búið á Brekku frá
1904 og hefir rekið þar búskap
af miklum dugnaði, enda hefir
hann verið gripa-maður til allr-
ar vinnu og hinn mesti þrek-
maður eins og hann á kyn til,
því að faðir hans og afi voru
orðlagðir kraftamenn.
Ingibjörg systir Ólafs, föður
Andrésar. var móðir Snæbjarn-
ar í Hergilsey og voru þeir því
systkinasynir að skyldleika
Andrés og Snæbjörn.
Þau hjón, Guðrún og Andrés,
Samhand ísl. samvinnufélaga.
III. Samvinnumenn,
aukið þekkingu yðar á skipulagi og starfshátt-
um samvinnufélaga. Hjá Bréfaskóla S. í. S. eig-
ið þér kost á fræðslu um þetta efni.
Andrés Ólafsson
hæglátur í framkomu en frem-
ur hlédrægur, en vekur traust
allra þeirra, er honum kynnast.
Hann hefir gegnt margháttuð-
uin trúnaðarstörfum og hefir
leyst þau af hendi með hinni
mestu samvizkusemi.Hreppstjóri
i Gufudalshreppi hefir Andrés
vorið frá 1915 og sýslunefndar-
maður frá 1916. Sat um skeið í
hreppsnefnd og var þá oddviti,
en baðst undan því þegar
hann gat vegna aldurs. Hann
hefir starfað i fasteignamats-
nefndum Austur-Barðastrand-
arsýslu 1918, 1928 og 1938. For-
maður búnaðarfélags i Gufu-
dalshreppi hefir hann verið
síðan það var endurreist 1927.
Hann hefir um 30 ára skeið
verið forvígismaður sinnar
sveitar bæði heima fyrir og út-
ávið. Nú á yfilrstandandi ári
var hann sæmdur riddarakrossi
Fálkaorðunnar.
Sveitungar þeirra hjóna og
fjolmargir menn fjær og nær,
sem notið hafa gestrisni og al-
úðar á heimili þeirra, einnig
margir, sem notið hafa góðrar
kynningar við Andrés í ' sam-
starfi á mörgum undanförnum
árum, munu hafa sent kveðj-
ur til þeirra hjóna á þessum
heiðursdegi og óskað «þess, að
starfa þeirra njóti sem lengst
við og að ævikvöld þeirra yrði
sem fegurst að verða má í þess-
um sorganna heimi.
Svo sem guð hefir blessað
störf þeirra, svo munu menn-
irnir blessa minningu þeirra.
Ó, A.
Hugheilar kveðjur og þa'ftdr til allra hinna mörgu nær
og fjær, sem auðsýndu okkur samúð óg vinarhug við and-
lát og jarðarför móður okkar og tengdamóður,
Önnu Gr. Kvaran.
Alveg sérstaklega viljum við þakka hinum gömlu sveit-
ungum hennar í Skagafirði, sem enn einu sinni sýndu
tryggá vináttu í hennar garð, með því að mæta fjöl-
mennir yið jarðarförina, þrátt fyrir fjarlægðina.
Börn og tengdasynir.
Krossviður
»
Plötustærð 4X5 ensk fet. Verð kr. 31.00 pr. plötu.
Kaupfélag Eyíírðinga
ByggÍDgarvorndeíld
Kápubúðin, Laugaveg 35
Mikið úrval af kápum og fullorðna og börn. Mjög ódýrt fyrir
jólin. Einnig dagkjólar, eftirmiðdagskjólar og kvöldkjólar. Mikið
af nýtízku kventöskum, undirfötum, silkisokkum, náttkjólum og
kvenhönskum.
— Sent seiíííi póstkröfu um land allt. —
Raítækj a vínnustoí an Selíossí
framkvæmir allskonar rafvirkjjastörf.
Skáldverk, sem ekki lætur ósoortið hjarta eins einasta manns:
K A T R ¦ \
Látlaus, hrífandi og ógleymanleg bók um konu, sem á margar
systur í lífinu sjálfu, ein víðkunnasta skáldsaga, sem út hefir
komið á Norðurlöndum á síðari árum.
Höfundurinn, SALLY SALMINEN, var óþekkt eldhússtúlka á
heimili miljónamærings í New York, þegar bók þessi kom út,
en hún hlaut fyrstu verðlaun í skáldsagnasamkeppni, sem tvö
stærstu bókaforlög í Stokkhólmi og Helsingfors efndu til. í einu
\etfangi varð nafn álenzku stúlkunnar á allra vörum og bók
hennar hefir verið þýdd á mál flestra menningarþjóða.
Bók Sallu Salminen er allt í senn, fögur, áíukunleg og sönn. Hinar frábaeru vinsœld-
ir hennar eiga fyrst og fremst rœtur sínar a& rekja til þess, hve Katrín á margar
systur í lífinu sjálfu.
Skálholtsprentsmiðja h.L