Tíminn - 05.12.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.12.1944, Blaðsíða 4
I 436 TÍMIiyJV, þriðjudagiim 5. des. 1944 102. blað XJr mínum bæjardyrum Eflir Karl í Koii íhuldsmenn. Yfirleitt eru auSveldssinnar í hverju landi kallaðir hægri menn eða íhaldsmenn. Jón Þor- láksson kom því til vegar, að flokkur sá, er alltaf hefir dýrk- að mest einkaauðmagnið hér á landi, kallaði sig íhajdsflokk. Og gekk flokkurinn undir því nafni í allmörg ár. Oft gengur hann ennþá undir þessu gamla nafni sínu manna á meðal. En fjölda „Sjálfstæðismanna" þykir skömm að þessu gamla nafni sínu, sem þeirra mesti maður gaf flokki þeirra — óg vilja fyrir hvern mun þvo það af sér. Margir telja, að ein á- stæðan til þess að Ólafur Thors fer í faðminn • á kommúnistum og tekur öllum öðrum fram í „nýsköpunar“-spjalli, sé sú, að hann vilji losna við sitt gamla 'íhaldsnafn. En þótt „Sjájlf- stæðismenn" væru búnir að gera íhaldsnafnið óvinsælt hjá þjóðinni, þá eru þó óneitanl'ega ýms verðmæti til, sem vert er að halda í — bæði andleg og efnaleg. Mér finnst að ætti að endur- skoða íhaldsnafnið nú á þessum upplausnartímum og aðgreina, hvort haldið' er í gömul og góð verðmæti eða einkum í ósómann einan og yfirganginn eins og mörgum hefir fundizt að lakári hluti forustumanna „Sjálfstæð- isflokksins" hafi einkum gert. Kommúnistar. t Fyrst prédikuðu kommúnistar hér á landi byltingu. Þá varð þeim lítið ágengt. Síðan prédik- uðu þeir samfylkingu, einkum við Alþýðuflokkinn; þá tókst þeim að mylja mikið utan úr Alþýðuflokknum og stórskaða hann. Næst boðuðu þeir almenn^- ar'umbætur og þóttust vera rót- tækastir umbótamenn allra í landinu. Við þetta óx þeim mest fylgi — og það talsvert frá öll- úm flokkum, að ég hygg. Þá buðu þeir samfylkingu allra „vinstri" manna 1 landinu. Þar á meðal leituðu þeir hófanna hvað væri hægt að komá-k með Framsóknarmenn. Jú, flestupi Framsóknarmönnum fannst sjájfsagt að( tala við þá og vita hvað þeir hefðu að bjóða. Þegar Framsóknarmenn • voru ófáan- legir að fara yfir á „plön“ kom- múnista var viðræðunum lokið. En við samræðúrnar hefir vel komið í ljós, að kommúnistar eru ekki umbótaflokkur á svip- uðum þjóðfélagsgrundvelli og nú er. Og upp úr viðræðum við þá hefir hafzt enn betur, að þeir eru ennþá undir niðri bylting- ar- og ævintýramenn, sem svíf- ast einskis elns og bezt sézt nú á ævintýrapólitík þeirra í faðm- inum á Ólafi Thors. Shornir úr snörunni. Þegar bændurnir á Búnaðar- þinginu í haust féllu frá 9,4% hækkuninni á afurðum sínum. þá voru þeir að rétta hönd sína á móti annarra stétta möv»num um að hækka núekki lengur sín- ar vörur. En hverju svara kom- | Fýrst eiga að minnka eignir ! I þeirra, sem grætt hafa stórfé óverðskuldað, vegna styrjaldar- innar. Svo á allt kaup og afurðir að lækka. En áríðandi er aðeins, að hlutföllin haldist þannig, að þeir sem vinna vel og eru ráð- deildarsamir beri bezt’úr býtum. Það er áríðandi að verkamenn anna? Þeir slá á útrétta hönd þeirra og æsa fjölda hæstlaun- múnistar þessu sáttaboði bænd- vig sjóinn hafi góð laun, bæði til þess að geta lifað góðrj lífi og keypt landbúnaðarvörurf uðu iðnverkamannanna út í sjávarafla og iðnað háu verði,| Það" er ekki síður áríðandi að sveitamennirnir hafi vel fyrir vinnu sína, svo að þeir geti lifað góðu lífi í sveitunum og verkfall. Um eitt skeið lá við að kommúnistar tepptu m. a. alla mjólkurflutninga til Reykjavík- ur, svo að jafnt börn og sjúkl- ingar sem aðrir fengju ekki haldiðáfram hinu merka þjóð- mjólkurdropa. En ^áður en því nytjastarfi sínu: að byggja og vérkfalli væri skellt yfir,. urðu rækta landið.Það er nauðsynlegt kommar varir við svo mikla and- stöðu í bænum, að þeir gugn- uðu og aflýstu f verkfallinu á síðrrtu stundu. Yfirleitt munu hin heimsku- legu verkföll kommúnista hafa að sjómennirnir hafi vel upp úr sínu oft erfiða og hættulega starfi og iðnaðarmaðurinn hafi vel fyrir að framleiða nauðsyn- legan iðnað fyrir þjóðina. Það er áríðandi '— það er verið orðin svo óvinsæl, að þeir þjóðarnauðsyn að finna réttlát urðu sárfegnir, þegar Ólafur og heppileg hlutföll þarna á Thors kom sem engill af himn- j milli og lækka svo allt, svo að um og skar þá úr þeirra eigin snöru, sem óðfluga var að herð- ast að hálsi þeirra. Atta stunda vinna. Verkalýðsfélög hafa lengi haft á stefnuskrá sinni að < við verðum. samkeppnisfærir við aðrar þjóðir, þegar allt færist aftur í eðlilegt horf meðal þeirra. Á því, hvernig þetta tekst, veltur hvort hér verður hægt að reka nokkra atvinnu í framtíðinni og um leið hvort íslendingar koma sem víðast á átta stunda vinnudegi. Stundum getur^, þetta verið ágætt, sé unnið vel 'þessar 8 stundir. En það er mesta fá- sipna að vera að berjast fyrir 8- stunda vinnudegi við ýmsa vinnu, sem verður að koma af á stuttum, ákveðnum tíma, t. ,d. heyskap á sumrin, fiskveið- ar á vertíðum, vegavinnu á fjÉlvegum, a. m. k., o. fl. Réttast væri líka yfirleitt að borga fyrir það, sem unnið er, en ekki tíma- fjöldann, sem hangið er við vinnuna. Þar er fordæmi Rússa gott. En það geta ekki kom- múnistar hér haft dáð í sér til að taka eftir þeim. _ Þótt 8-stunda vinnan geti ver- ið góð, t. d. í verksmiðiuvinnu o. f 1., þá skapast um leið vandi að verja til einhvers gagns hin- um langa frítíma. Væri þar jákvætt verkefni fyr- ir verkalýðsfélögin að glíma við og ólíkt nauðsynlegra, heldur en það niðurrhs og sundrupgar- starf, sem ymsir forsprakkar verkalýðsins reka — þótt þeir þykist gera það í nafni „eining- arinnar“. Allt laehhi. Flestir viðurkenna að dýrtíðin sé hættuleg framtíðarafkomu þjóðarinnar. En helzt vill*eng- inn láta lækka hjá sjálfum sér, hvorki laun né eignir. Og trúin á krónufjöldann er máttug. En krónufjöldinn er blekking. Verð- gildi þeirra skiptir mestu. hafa viðunandi afkomu. 'Tvter stefnur. Fyrir 53 árum' hratt Tryggvi Gunnarsson fram brúarbygg- ingu yfir Ölfusá með fórnfýsi og sérstökum dugnaði. M. a. fram- kvæmdi hann stórfelldar um- bætur, er hann sá að voru nauð- synlegar, fyrir fé úr eigin vasa. Þá var öldin sú hjá beztu son- um landsins, að koma nauð- synjaverkum áfram, þótt það kostaði fórnir. Á s. 1. hausti féll Ölfusárbrúin niður eins og kunnugt er og olli stórtjóni og óþægindum, sem alltaf varð meira og meira, tæk- ist ekki að ná brúnni upp aftur. Járnsmiðir í Reykjavík áttu þá í verkfallsdeilu við vélsmiðjurn- ar þar á staðnum. Og hvað skeð- ur? Stjórn járniðnaðarmanna neitaf að 4—5 menn fari austur til þess að bjarga brúnni, þegar mest reið á. Reyndar tókst að ná brúnni upp, þrátt fyrir þetta. En andi Tryggva Gunnarssonar virtist ekki svífa yfir verkalýðs- samtökunum í þetta sinn. Gæfa verkalýðsins og alþjóðar getur farið eftir því, hvort í framtíðinni ræður stefna járn- smiðanna, er minnir á herkon- unga, er svíða jörðina, þar sem þeir fara yfir, svo að varla vex þar strá framar, eða andi þing- eyska trésmiðsins, sem hikaði ekki við að fórna eigin fjármun- um til þess að brúa ólgandi jök- ulfljótið, er féll fram byggða á milli. Samfærsla byggdarínoar Allt frá því að sósíalistar tóku að starfa sem flokkur hér á landi, hafa þeir ymprað á því við og'við, að markmið þeirra væri það að færa saman byggð- ina. Það hefir þó að jafnaði ver- ið óljóst, hvað gagnger sú breyt- ing ætti að verða eða hve mikil áhrif og afskipti ríkisvaldsins verði af málinuk Upp á síðkastið hefir verið hert mjög áróðri í þessu efni, svo að nú er varla fengizt svo við afgreiðslu mála á Alþingi, sem ná til sveitanna, að sósíalistar leggi ekki höfuð- herzlu á þetta markmið. ' Það er í frásögur fært, að Rómverji nokkur hafi endað all- ar ræður sínar með þessum orð- um: Svo legg ég til, að Karþagó sé lögð í eyði. Sósíalistaflokkn- um er svipað farið. Kjörorð hans er nú þetta: Það á að færa byggðina saman. ! Orð sósíalistanna sjálfra skýra bezt, hvað fyrir þeim vakir. Tíminn mun því birta, nú og síð- ar, fáein sýnishorn af málflutn- ingi þeirra í sambandi við nokk- ur stórmál. Einar Olgeirsson segir í þing- ræðu 12. marz 1943 m. a.: „Byggðin þarf að flytjast til með það fyrir augum, hvar auð- veldast sé að reka búskap.. Rafvirkjun í sveitum verður tiltölulega auðveld í þéttbýli. Það atrÆi, sem fyrir liggur, er, hvort við eigum, áður en horfið er til þessarar pólitíkur, að vera búnir að láta leggja vegi til bændanna, sem ef til vill koma til með að liggja um auðnir, síma, rafmagrt, byggja hús o. fl. og íþyngja ísl. landbúnaði og eyða peningum að meira eða minna leyti t'il ónýtis, sem kæmu að stórkostlegu gagni, ef þeim væri varið öðritvísi. .... Það eitt er eðlilegt, að byrjað sé á framkvæmdum á stöðum þar sem þær borga sig bezt og þar sem hvað rafmagnið snertir skapast mestir möguleikar til að framleiðá rafprku ódýrara og ódýrara.“ ,Þarna er glöggt dregið fram viðhorf Sþsíalistaflokksins til sveitanna. Hann vill blátt áfram hamla því, að lagðir séu vegir, símar, rafmagn, byggðar brýr, reist hús o. fl. víða í sveitum, því að þar eiga að verða „aut5nir“, eftir að „horfið er til þeirrar pólitíkur“, sem flokkurinn rekur. Þetta skýrir jafnframt betur en flest annað, hvers íbúar sveit- anna megi vænta af þeim flokki og hve þingmenn flokksins muni líklegir til skeleggrar baráttu eða mikilla átaka í framfara- málum hinna strjálbýlli sveita. Það er hið gamla kjörorð Rómverjans, sem Einar Ol- geirsson tekur sér hér í munn fyrir hönd Sósíalistaflokksins, aðeins ofurlítið breytt í sam- ræmi við viðhorf og hentisemi íslenzkra kommúnista. Sveitirn- ár éru sú Karþagóborg, er þeir vilja eyða. JOLAGJAFIRNAR OG NEYÐ NORÐMANNA Ógnarfréttir styrjaldarinnar, sem bepast oss til eyrna oft á dag, múnu sannárlega orka mjög á hugsanirnar. Þó iðunu frétt- irnar frá Norður-Noregi nú síð- ustu vikurnar hafa vakið meiri viðbjóð og dýpri har'm í brjóst- um allra hugsandi manna, en nokkrar aðrar stríðsfregnir, síð- an þessi hryllilega styrjöld hófst. Mun þar pokkru valda, að oss rennur blóðið til skyldunnar, enda aðfarir allar, þeirra, er sökum ráða, heimsmet í mann- vonzku, grimmd og fyrirlitningu á mannslífum og menningar- verðmætum. Ég verð að játa það hrein- skilnislega, að þegar ég las ógn- arfréttirnar af flóttafólkinu í Norður-Noregi, og ekki sízt eftir lestur greina S. A. Friids blaða- fulltrúa, sem birtust í Morgun- blaðinu 28. dg 29. þ. m., fylltist hugur minn ósegjanlegu þakk- læti fyrir það ómetanlega öryg^i, sem þjóð vor á við að búa, þrátt fyrir allt. — Vér megum saijtnarlega vera þess minnug, er vér göngum til hvílu að kvöldi dags, hvílíkur ógnarmunur er á lífi voru og líð- an og Norðmanna nú fyrir jól- in. Vér íslendingar getum nú flestir veitt osq, sjálfum og ást- vinum vorum öll nauðsynleg þægindi, og vel það. Frá Norður-Noregi fréttum vér um brennandi bæi og þorp, flýjandi konur og menn, með börn sín í heljargreipum sultar, kulda og sjúkdóma, — örvasa gamalmenni rifin út á klakann, og jólin fara í^iönd. — En get- um vér ekki á einhvern hátt orð- ið þessu saklausa, ógæfusama fólki.að liði, enda þótt sú hjálp kæmi ekki að beinum notum á þessum jólum? Við nánari athugun er ljóst, að málið er hvergi nærri auð- velt. Állinn, sem skilur, er bæði breiður og djúpur, og margt til hindrana, þó að allur væri vilj- inn góður. Það er t. d. ókleift að koma hingað flóttabörrium, sem full vissa væri þó fyrir, að eiga mundu hér góða aðkomu. En fjárhæðum, fötum og mat- vörum er hins vegar talið vera kleift að koma'til hlutaðeigandi aðila, að vísu með all-löngum fyrirvara. Ég er þess fullviss, að allur þorri landsmanna mun hafa orðið var svipaðra tilfinninga og lýst var hér að framan, í sam- bandi við eyðingu Norður-Nor- egs og hörmungárnar ^þar. Og því ætla ég að hætta á að lýsa hér með nokkrum orðum .eftir- farandi hugmynd: Jólin eru senn komin. Kaup á jólagjöfum verða gerð næstu dagana fram að jólum. Margir hafa nú meira úr að spila en nokkuru sinni áður. Fjármagn, sem varið verður til jólagjafa, mun því, að líkindum, verða með mesta móti. ! Það er tillaga mín, að menn, í þetta sinn, verji allríflegum hluta af fé því, sem þeir annars ætla til jólagjafa, til styrktar nauðstöddum Norðmönnum. Hugsa mætti sér, að hjón kæmu sér saman um að gefa hvort öðru ekki jólag»jöf að þessu sinni, en gæfu í þess stað sam- svarandi uþphæð í væntanlegan sjóð. l Og athugandi væri fyrir for- eldra, hvort eigi væri skynsam- legt að draga ögn úr gjafaflóð- inu til barna sinna, sem vissU- lega gengur of víða út í öfgar. | Börnunum má, eigi síður en fullorðnum, vera það Ijóst, að vellíðan vor nú mun vera ein- stæð í veröldinni. Og þess væri óskandi, að þau börn væru mörg, sem heldur vildu gleðja bágstatt barn en búast við, eða jafnvel gera kröfu til mikilla gjafa. | En almennt mætti t. d. hugsa sér þetta . framkvæmt þannig: Sérstök jólakort verði gefin út. Á kortunum væru jóla- og ný- ársóskir til viðtakanda, en jafn- framt y-firlýsing um það, að sendandi hefði, í tilefni af komu jólanna, gefig á nafn viðtak- anda tilgreinda upphæð til nauðstaddra Norðmanna. Hugs- anlegt væri, að fá mætti bóka- verzlanir, póstafgreiðslur og af- greiðslur blaða til að annast söly á kortum þessum. — Innkomið fé rynni til nauðstaddra manna í Norður-Noregi. Ég veit, að níáli þessu mun verða vel tekið. Ég þykist þess fullviss, að slík gjafakort sem þessi mundu, eins og nú stendur á, vekja sannari jólagleði en dýr, persónuleg gjöf. Allt er undir því komið, að nú sé brugðið skjótt við, hafizt handa, og málið tekið föstum og drengilegum tökum,- 1. des. 1944. fsak Jónsson. „Suður um hol“ Fyrir nokkrum árum gaf Sig- urgeir Einarsson heildsali út bókina „Norður "tim höf“, og var henni vel tekið. Nú hefir hann gefið út bók um Suður- höfin og lönd þau, er að þeim liggja. Er þetta miklu merki- legra efni, því hingað til hefir nálega ekkert verið skrifað á íslenzku um rannsóknir manna um Suðurhöf og hið mikla meg- inland, Antarctica, umhverfis Suðurheimskautið. Höfundur nefnir það ísálfuna, og er það nafn heppilegt. Höfundué rek- §ir fyrst ýtarlega- frásagnirnar um rannsóknarferðir til Suður- hafa frá elztu taum til vorra daga. Er þar mikill fróðleikur saman kominn, ekki aðeins um ferðirnar sjálfar, heldur einnig um landslag og staðhætti þar syðra. H. H. ----:--------------1----------- sögunnar sú nýja aðferð, sem var öruggari en klóróform- og etersvæfingar. Þær aðferðir voru langt frá því að vera fullkomnar, þótt þær firrtu mikinn fjölda fólks þeim kvölum, sem eru samfara skurð- aðgerðum á vakandi fólki og ódeyfðu. Margir sjúklingar dóu í svæfingu eða af völdum þeirra. En fleiri voru þó þeir, sem lækn- ar treystust ekki til að fram- kvæma nauðsynlegar. skurðað- gerðir á, sökum þess, að þeir sáu fram á, að hlutaðeigendur myndu ekki þola svæfinguna. Fyrir fimmtán árum byrjaði þessi aðstaða að breytast. Fjór- um árum siðar kom enn til sög- * unnar umbót, sem hafði stór- kostlegar breytingar í för með sér. Sú aðferð var í senn þægi- legri fyrir sjúklinginn og miklu hættuminni en fyrri aðferðir. Jafnhliða þessari nýju aðferð, að dæla deyfilyfinu í æðar eða endaþarm sjúklingsins, hófu vísindamennirnir tilraunir með súrefnisgjöf. Súrefnið hefir auð- vitað gagnstæð áhrif við svæf- ingu og deyfingu. Það örvar líkamann í stað þess að deyfa hann. En súrefnið er mannin- um lífsnauðsyn, og þegar sjúkl- ingi er gefið það sérstaklega jafnhliða deyfingu eða svæf- ingu, starfa hjartað og önnur líffæri miklu betur. Á þessu sviði hófu nú efnafræðingar, lyffræðiágar, verkfræðingar og fleiri vísindamenn samstarf með læknunum og líffærafræðingun- um, samstarf um það mikilvæga verkefni að finna ráð til þess að koma í veg fýrir sársauka með auknu öryggi. Næsta uppgötvun var knúin fram af fjárhagslegum ástæð- um. Súrefnið kostaði fé, • og deyfilyfið var dýrt. Hin gamla aðferð að láta sjúklinginn anda að sér deyfilyfinu eða taka það inn á annan einfaldan hátt var ekki lengur talin notandi. ,Þess vegna varð að búa til sérstök tæki til þess að nota til þessara hluta. Með þeim var hægt að ákveða nákvæmlega, hve mikið af hvoru efninu um sig sjúkling- urinn var látinn taka til sín. Hundraðstala þeirra, sem létu lífið í uppskurðarstofnunum lækkaði þegar í stað. En þetta var aðeins upphaf annars meira. Næsta skrefið var að búa til tæki, sem svó til and- aði fyrir sjúklinginn. Fyrst sá það honum fyrir hinum tilætl- aða skammti af deyfilyfinu ög súrefní gegnum grímu, sem féll þétt að nefi og munni. Þegar sjúklingurinn andaði frá sér, tók tækið við loftinu, blandaði það að nýju af hinni mestu ná- kvæmni og dældi því síðan aft- ur að vitum sjúklingsins. Á þennan hátt er komizt hjá óþarfri eyðslu á hinum dýrmætu efnum, þannig að sjúklingarnir njóta enn meira öryggis en áð- ur. Jafnframt var meira að segja einnig séð fyrir því, að loftið, sem dælt var að vitum sjúkl- ingsins, væri hæfilega hlýtt. og var það mjög þýðingarmikið, þegar um langdrægar læknisað- gerðir var að ræða. Þessi nýju lyf og þessi nýju tæki og aðferðir 'gerðu kleift að framkvæma aðgerðir, sem taka langan tíma — margar þlukkustundir. Gömlu deyf- ingaraðferðirnar voru alltof hættulegar til þess, að hægt væri að framkvæma langdræg- ar skurðaðgerðir. í heimsstyrj- öldinni f^rri létu margar þús- undir hermanna lífið eða urðu örkumlamenn alla ævi af því, að læknunum var ókleift að gefa sér nægan tíma til þess að gera að sárum þeirra. Það var ekki þekkt nein örugg aðferð til þess að halda þeim meðvitund- arlausum einsjengi og nauðsyn krafði. Á þeim árum varð að leýsa skurðaðgerðirnar af hendi á tilteknum mínútufjölda. En síðan hinar nýju öndunar- og tempritæki komu er unnt að halda áfram skurðaðgerð 1 flmm eða sex og jafnvel allt upp í átta klukkustyndir samfleytt, ef nauðsyn ber til. Herlæknarnir i þessari styrj- öld hafa sannfærzt um það, hversu mikilvæg þessi framför er. Þeir sjá líka, hve mikilvægt þetta verður. fyrir sjúkíinga al- mennt að stríðinu loknu. Skurð- aðgerðir, sem læknar hafa hing- að. til alls ekki vogað sér að reyna að framkvæma, eru nú al- gengar í hermannaspítölunum. Það er hægt að starfa tímunum saman að hinum nauðsynlegu aðgerðum, án þess að stofna manninum í hættu eða valda honum sársauka. Á þennan hátt er svo til hægt að endurskapa sundurtættan handlegg. fót eða mjöðm. En þó er þessu ekki beitt enn jafn mikið og síðar, mun verða unnt að gera. Þannig hefir bylting átt sér stað á sviði handlækninga. Og það er öllum vitanlegt, hvert það er að rekja. Það eru hinar nýju deyfiaðferðir, sem hafa gert hana kleifa. Það mun oftast vera svo, að sjúklingar, bæði hermenn og aðrir, eru hræddir við að leggj- ast í deyfitækin. En ótti eykur blóðþrýstinginn, og getur það reynzt hættulegt. Þess vegna er fólki fyrst gefíð inn lítill skammtur að lyfi nokkru, sem nefnt er „avertín“. Lyf þetta hefir þau áhrif, að fólk verður syfjað, og dregur úr ótta og sársauka.' Sjúklingar verða þess' lítið varir, er þeir eru teknir úr rúmi sínu c^; öndun- artækið borið að vitum' þeirra. Menn eru í eins konar vímu, sem lyfið veldur, og líður notalega, í stað þess að óttast aðgerðina. „Pentothal" er lyf, sem dælt er í æðar sjúklinganna. Það verkar fljótt og örugglega. Eftir aðgerðina eru sjúklingar hress- ir og finna ekki til neinnar van- líðunar af völdum þess. Þetta lyf svæfir menn ekki fullkomlega. Þeir eru milli svefns og vöku. Gefi tannlæknir sjúklingi slíkt lyf til dæmis, finnur hann ekki neinn sársauka, en heyrir, hvað hann segir og getur' hlýðnazt fyrirmælum hans Hann getur líka svarað spurningum, ef nauðsyn ber til þess. Þá hefir náðst undraverður árangur með hinum nýju lyfjum og aðferðum við barnsfæðingar. Þegar fæðingarhríðirnar hefjast er móðirin deyfð. Henni líður eftir það þæ^ilega, og hún kenn- ir ekki einu sinni neins sársauka meðan sjálf fæðingin stendur yfir. Þó getur hún svarað spurn- ingum læknisins og hreyfimátt^ úr vöðvanna er ólamaður. Frægur skurðlæknir í ráð- stjórnarríkjunum.Vishnevsky að nafni, hefir gert uppskátt um nýja aðferð við skurðaðgerðir. Hann dælir nýju lyfi í líkamann með mjög nákvæmum aðferð- um, og þá hverfur öll tilkenn- ing vissra líkamshluta. Þegar læknar í rauða hernum nota þetta lyf og þær aðferðir, sem því tilheyra. eru sjúklingarnir nær alltaf með fullri og ódeyfðri meðvitund. Á uppgötvun Vishnevskys stórmikinn þátt í því, hve hlut- fallslega marga. sem særst hafa á austurvígstððvunum, hefir tekizt að græða fullkomlega. Lyf hans læknar jafnframt tauga- áfall og forðar mönnum frá þjáningum í marga daga eftir. að aðgerðin fer fram, ef þess þarf með. En ekki bvggiast allar hinar nýju deyfiaðferðir á efnum eða lyfjum. Læknar í Bandaríkja- hernum eru komnir á rekspöl með að nota íspoka á mjög ein- faldan hátt til þess að draga úr sársauka. Þessir pokar eða látn- ir liggia við hörund mannsins í tvær klukkustundir. Við það dofndr bletturinn, sem þeir liggja á, svo að unnt er að framkvæma minniháttar að- gerðir, án- þess að maðurinn kenni teljandi óþæginda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.