Tíminn - 05.12.1944, Blaðsíða 2
434
TÍMEVrc, |iriðjwdagiim 5. dcs. 1944
102. lilað
Þriðjjudagur 5. des.
Fjölskylduílokkur
Það myndi áreiðanlega hafa
þótt ótrúleg spásögn á þeim
tíma, er Jón Þorláksson var for-
maður Sjálfstæðisflokksins, að
Sjálfstæðisflokkurinn ætti eftir
aðjmynda stjórn með kommún-
istum og grundvallaratriði þess
stjórnarsamstarfs væri að eyði-
leggja framleiðsluna í landinu
með aukinni og vaxandi dýrtíð
og láta ríkissjóð safna eyðslu-
skuldum á mestu veltuárunum
í sögu þjóðarinnar. Þetta hefði
þótt ótrúlegt vegna þess, að
hvað, sem gnnars mátti um
stefnu Jóns segja, og færa henni
réttilega til foráttu, þá vildi
hann og Sjálfstæðisflokkurinn á
þeim .tíma, að framleiðslunni
væri gert kleift að bera sig og að
fjárhagur ríkisins væri í viðun-
anlegu lagi.
Það má líka telj a víst, að hefði
Jón# Þorláksson eða hans líkar
haft forustu í Sjálfstæðisflokkn-
um nú og á undanförnum ár-
um, hefði aldrei skapazt sú kyn-
lega stjórnarsamsteypa, er fer
með völd í landinu um þessar
mundir. Þessi stjórnarsamvinna
hefir tekizt vegna þess, að slík-
um mönnum hefir verið þokað
til hliðar í forustusveit Sjálf-
stæðisflokksins, en í þess stað
hefir hafizt þar til valda fjöl-
skylduklíka, sem einskis metur
hag framleiðslunnar eða framtíð
einstaklingsframtaksins í land-
inu, heldur lætur stjórnast ein-
hliða af þrengstu sérhagsmun-
um á hverjum tíma.
í allri sögu landsins mun þess
ekkert dæmi, að einstök fjöl-
slíylda hafi náð hér jafnmiklum
ítökum og. völdum og Thors-
fjölskyldan. Þessari hálfút-
lendu fjölskyldu hefir með gyð-
inglegri atorku tekizt að hreiðra,
um sig í mörgum helztu áhrifa-
stofnunum þjóðfélagsins. Ef
leita ætti uppi hliðstæð dæmi,
væri helzt að fara til Ameríku.
þar sem klíkum ævintýramanna
hefir með óvandg'ðasta stjórn-
málabralli og fjárbraski -tekizt
um skemmri eða lengri tíma að
fara með stjórn miljónaborga
eða sambandsríkja og það hefir
kostað umbótamenn erfiða og
stranga baráttu að hnekkja
veldi þeirra.
Það yrði löng og ófögur lýsing,
ef lýsa ætti því til hlítar, hvern-
ig Thorsfjölskyldan hefir notað
pólitísk völd sín eiginhags-
munum sínum til framdráttar.
Það er alkunnugt, hvernig henni
tókst á kreppuárunum, þegar
allar lánveitingar voru miklum
takmörkunum háðar, að hafa
næstum ótakmarkaðan aðgang
að sparifé þjóðbankans. Þetta
hélzt henni uppi, unz Fram-
sóknarflokkurinn skarst í málið,
þótt hana vantaði margar milj.
kr. til að eiga fyrir skuldum, og
verulegur hluti lánanna færi
bersýnilega í villubyggingar og
aðrar persónulegar eyðslufram-
kvæmdir fjölskyldumeðlimanna.
Það er líka alkunnugt, hvernig
Thorsfjölskyldan notar pólitíska
aðstöðu sína til að,þiafa fulltrúa
í flestum opinberum sendi-
nefndum og verzlunarstofnun-
um (t. d. Fisksölusambandinu).
Til þessa rekja rætur Gismondi-
samningurinn frægi, Spánar-
gjafirnar og önnur slík við-
skiptabrögð. Loks er alkunna,
hvernig hún hefir komið hinum
einstöku fjölskyldumeðlimum
inn í ýmsar áhrifastofnanir til
að tryggja ítök sín sem bezt. í
því sambandi má nefna banka-
ráð Landsbankans, stjórn
Vinnuveitendafélagsins, stjórn
Eimskipafélagsins, stjórn tog-
araeigendafélagsins, stjórn
Landssambands útgerðarmanna,
stjórn Verzlunarráðsins o. fl.
Hér er þó enn ótalið það, sem
meginmáli skiptir, en það er, að
Thorsfjölskyldan hefir á hverj-
um tíma hagað stefnu og vinnu-
brögðum Sjálfstæðisflokksins
eingöngu eftir því, sem henni
hefir bezt hentað, og án tillits
til þess, hvort það væri í' nokkru
samræmi við þá grundvallaf-
stefnu, sem flokkurinn er byggð-
ur á. Það skal viðurkennt, að
fjölskyldan hefir sýnt mikil
klókindi í því að leika þannig
Á viðavangi
\
Endurskoðun á lögunum
um hlutafélög.
Margt er það í eldri löggjög ís-
lendinga, er þarfnast orðið end-
urskoðunar. Ber þar ekkl sízt að
nefna löggjöfina um hlutafé-
lög.,
Hlutafélagafyrirkomulaginu er
m. a. ætlað að tryggja aukna
þátttöku almennings í atvinnu-
rekstrinum. Hlutafélögunum
hafa því verið veitt ýms hlunn-
indi, sem einstaklingsfyrirtæki
njóta ekki, t. d. skattaundan-
þágúr.
Þess hefir mög orðið vart und-
anfarið, að reynt sé að misnota
þessar undanþágur. Mörg hluta-
félög eru raunar ekki meira en
ein fjölskylda, sem hefir breytt
fyrirtæki sínu í hlutafélög til að
njóta þeirra hlunninda, sem
slíkum félagsskap er veitt.
Annað enn óhugnanlegra fyr-
irbrigði er að verða álíka algengt
Það er fólgið í því, að sama
fjölskyldan eða sömu mennirn-
ir eigi mörg hlutafélög, sem
annast samskonar rekstur. Til-
högúnin er þá oft þannig, að
hlutafélög nr. 1 er látið selja
hlutafélagi nr. 2 eignir sínar.
Hlutafélag nr. 2 verður þannig
stórskuldugt og fær undanþágu
til að afskrifa skuldirnar. Þegar
það er svo orðið skuldlaust, sel-
ur það eignirnar hlutafélagi nr.
3 og þannig gengur það koll af
kolli. Hér er raunverulega ekki
um annað en svindlstarfsemi að
ræða til að notfæra út í yztu
æsar afskriftarhlunnindi skatta
laganna.
Það þarf að endurskoða lög-
gjöfina um hlutafélögin og
breyta henni til að koma í veg
fyrir þessa og aðra misnotkun á
hlunnindum, sem ;þau njóta.
Er það væri búið, væri vel hægt
að hug'sa sér að veita þelm jafn-
vel enn meiri hlunnindi. Það
gæti orðið almenningi talsverð
hvatning til að leggjá frp,m það
sparifé, sem nú hefir safnazt, i
atvinnureksturinn. í ýmsum
borpum er t. d. vérið að stofna
hlutfélög með almennri þátttöku
fil eflingar útgerðinni á þessum
stöðum. Slíka hlutafélagsstarf-
semi ætti að reyna að efla. En
helzt ætti þá að setja ákveðna
híuthafatölu, t. d. 30—50, sem
skilyrði fyrir hlunnindunufn og
enginn mætti fara með fleiri en
t. d. 2—3 atkvæði, þótt hramlag
hans væri hlutfallslega meira en
það.
Landbúnaðurinn og
erlendi gjaldeyririnn.
Því heyrist stundum fleygt, að
landbúnaðurinn sé ekki þýðing-
armikill atvinnuvegur, þar eð
hann afli mjög lítils af erlendum
gjaldeyri.
Þetta má líka iðulega lesa í
tólaði kommúnista, Þjóðviljan-
um.
Fyrir þá, sem þetta segja, væri
fróðlegt að reikna það út, hve
miklar væru nú gjaldeyrisinn-
eignir bankanna erlendis, ef við
hefðum þurft að flytja inn allar
landbúnaðarafurðir, sem hér
hefir verið neytt undanfarin ár.
Ætli að inneignirnar skiptu þá
meira en nokkrum tugum milj.
í stað þess, að þær nema nokkr-
um hundruðum milj. kr.? ,
Þeim, sem alltaf eru að hnjóða
í landbúnaðinn, væri vissulega
holt að hugleiða þetta. Land-
búnaðurinn sparar þjóðinni ár-
lega tugi málj. kr. í erlendum
gjaldeyri. Hann á því drjúgan
þátt í gjaldeyrisinneignunum
nú. Enn þýðingarmeiri getur þó
þessi þáttur hans orðið, þegar
erfiðara verður um gjaldeyri en
nú.
Friðarskraf Mbl.
Morgunblaðið heldur enn á-
fram skrifum sínum um það,
hve friðurinn sé mikilsverður
fyrir þjóðfélágið og hve illt sé
því verk þeirra, sem ekki hafi
viljað gerast stuðningsmenn
núv. ríkisstjórnar,
Er þessum ummælum bersýni-
lega jöfnum höndum stefnt að
"Framsóknarflokknum, Vísir og
þeim fimm Sjálfstæðisþing-
mönnum, er ekki vilja styðja
stjórnina.
| Tíminn getur fullkomlega tek-
, ið undir þau ummæli Mbl., að
friðurinn sé góður og nauðsyn-
legur. En stundum getur hann
samt verið of dýru verði keypt-
'ur. Það finnst t. d. þjóðum þeim,
sem nú eiga í stríði við nazista.
Ekki vantaði friðarskrafið hjá
nazistum, frekar en Mbl. nú, en
samt fannst Bandamönnum,
sem voru þó vissulega friðelsk-
andi, óhjákvæmilegt að segja
þeim og stefnu þeirra stríð á'
hendur.
Það sannaðist á Bandamönn-
um, sem Stephan G. segir í einu
kvæði sínu, að „þeir, sem stríði
vilja verjast, verða stundum
fyrst að berjast.“
Þetta sannast líka á þeim
flokki og mönnum hér, s‘em ekki
vilja kaupa friðinn við upp-
lausnaröflin svo dýru verði, að
dýrtíðin sé enn látin aukast og
ríkið látið safna eyðsluskuldum
á mestu veltitímum þjóðarinnar.
Til þess að geta unnið að því að
skapS þjóðinni frið og farsæld í
framtíðinni, kjósa þeir heldur
baráttu nú en örskamman
stuíidarfrið, er aðeins gæti end-
að með hruni og eyðileggingu.
Búhyggindi Jóns Pá og
Jóns á Reynistað.
Sigurður Bjarnason skrifar
nýlega mikla lofgrein í Mbl. um
með flokkinn og láta hann iðu-
lega vinna beint gegn grund-
vallarstefnu sinni. Það virðist
nú fyrst, að flokksmönnunum
sé að verða ljóst, hvernig þeir
séu meðhöndlaðir og séu því að
byrja að veita viðnám. Annað
aðalblað flokksins, Vísir, lýsir
yfir þvi, að það geti ekki lengur
fylgt ævintýramennsku flokks-
forustunnar, og muni halda sig
að hinni upprunalegu stefnu
flokksins. Fimm þingmenn
flokksins hafa einnig neitað að
taka þátt í seinustu kúvending-
unni, sem flokkurinn hefir ver-
ið látinn taka.
Hinir síðustu stjórnmálaat-
burðir eru Ijósasta dæmi þess, að
Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn
fjölskylduflokkur, en er ekki
raunverulegur landsmálaflokk-
ur, sem gætir hags framleiðsl-
uhnar og einkaframtaksins/eins
og hann hefir talið hlutverk
sitt. Fjölskyldan, sem ræður
flokknum, þarf ekki lengur að
gæta hagsmuna í sambandi við
framleifcsluna, því að hún hefir
selt flest framleiðslutæki sín, og
framtíð einkaframtaksins á ís-
landi er ekki hennar mál; enda
hefir ekki annar aðili hérlendur
blettað öllu meira skjöld þess
(sbr. stóru síldarmálin á Hest-
eyri, litlu flöskurnar á Korp-
úlþsstöðum, landhelgisveiðar o.
íl.). Það, sem hugur hennar
girniSt nú mest, er völd, og þau
er hún reiðubúin að kaupa dýru
verði á kostnað framleiðslunnar
og einkaframtaksins í framtíð-
inni. En á kostnað sjálfs sín
kaupir hún þau ekki. Reynist
völdin skammvinn og endalok
þeirra íslenzkt sóvétríki, eru
þessir hálf-útlenflingar ekki
svo rótgrónir hér, að þeir geti
ekki eins notið gróðans í fram-
andi landi.
Það hefir hingað til mátt
virða Sjálfstæðismönnum til
nokkurrar vorkunnar, að þeir
hafa fylgt Sjálfstæðisflokknum
að málum, þótt hann væri ber-
sýnilega ekki orðið annað en
fjölskylduflokkur og fylgdi því
hvorki upprunalegri stefnu
sinni né annari stefnu í lands-
málum. Reynslan frá Ameríku
hefir einmitt sýnt, að vaninn er
svo ríkur, að mönnum Teynist
erfitt að skiljast við flokka sína,
þótt þeir hafi orðið klíku ör-
fárra yfirgangssamra misyndis-
manna að bráð. En eftir sein-
ustu atburði í íslenzkum stjórn-
málum, getur þó ekkert afsak-
að lengur fylgisemi Sjálfstæðis-
manna við Sjálfstæðisflokkinn,
sem óábyrgan fjölskylduflokk.
Því fyrr, sem ævíntýri Sjálf-
stæðisflokksins sem fjölskyldu-
flokks lýkur, því fyrr skapast
það viðnám gegn kommúnisma
og tekjuhallarekstri, er þjóðin
hefir nú ríkari þörf fyrir en
nokkuð annað.
Jón Pálmason fyrir afstöðu hans
í áburðarverksmiðjumálinu. —
Segir Sigurður, að Jón hafi þar
sýnt mikil búhyggindi með því
acf vilja fresta málinu, en þeir,
sem hafi viljað hefjast handa
um framkvæmdir strax, hafi
hagað séY þannig, að „enginn
bóndi, sem -hygginn gæti kall-
ast,“ myndi hafa gert slíkt.
Meðal þeirra, sem beitti sér
fyrir því, bæði í landbúnaðar-
nefnd og í þinginu, að strax yrði
hafizt handa um framkvæmdir
í áburðarverksmiðjumálinu, var
Jón Sigurðsson bóndi á Reyni-
stað. Mun áreiðanlega sá bóndi
vandfundinn, er álítur Jón á
Reynistað minni búhygginda-
mann en Jón Pálmason og getur
Sigurður Bjarnason reynt að
gera samanburð á búskap þeirra
Jónanna, ef hann heldur sig geta
afsannað þá skoðun.
Það voru ekki heldur búhygg-
indi Jóns Pálmasonar, er réðu
afstöðu hans í áburðarverk-
smiðjumálinu, enda getur Sig-
urður ekki réttlættþessi búhygg-
indi nema með uþpspuna um
að áætlun um stofn- rekstr-
arkostnað hafi ekki verið fyrir
hendi. Hefði Jón Pá látið stjórn-
ast af búhygginduni, eins og Jón
á Reynistað, myndi hann hafa
fylgt því, að strax yrðu hafnar
framkvæmdir, þar sem full-
komnar áætlanir um stofn- og
rekstrarkostnað sýndu, að verk-
smiðjan gæt*i lækkað áburðar-
verðið um þriðjung. Það, sem
réði afstöðu Jóns Pálmasonar,
var hlýðni hans við kommúnista,
er heimtuðp áburðarverk-
smiðj urÁálið stöðvað. Þetta sama
réði líka afstöðu Sigurðar
Bjarnasonar. Það væri honuiú
sæmst að játa. Hitt er honum
vonlaust verk að ætla að telja
bændum trú um, að Jón Pálma-
son sé meiri búhyggindamaður
en Jón á\.Reynistað!
Nýr iollur?
Alþýðublaðið segir, að þing
álþýðuflokksins hafi m. a. gert
ivohljóðandi samþykktr
„Þar sem álagning á heild-
söluvörur er óhæfilega há,
telur þingið rétt að leggja
söluskatt á heildverzlun, þó
þannig að tryggt sé, að eigi
komi fram í hækkuðu vöru-
verði“.
#
Flestum mun finnast það eðli-
legt, að sé leyfð of há álagning á
heildsöluvörum, eigi að lækka
hana og þar með vöruverðið í
landinu. Ekki er dýrtíðin það
(Framháld á 8. síðu)
ERLENT YFIRLIT;
Skærusveítirnar og
kommúnístar
Eftir ýmsum fregnum að |
dæma, er nú berast frá þeim
löndum, sem hafa verið frelsuð
undan oki nazista, mætti jafn- |
vel halda, að kommúnistar hefðu
verið uppistaða mótstöðuhreyf-
ingarinnar þar, þar sem svo
hefir stundum virzt, sem þeir
bæru hag skærusveitanna sér-
staklega- fyrir brjósti.
Sé forsaga þessa máls aftur á
móti rakin, verður annað uppi
•á teningnum. Fyrsta stríðsvetur-
inn ráku kommúnistar þann á-
róður í löndum Bandamanna og
hlutlausum löndum, er síðar
komust undir kúgunarstjórn
nazista, að styrjöldin við nazista
væri ekkert annað en heims-
valdasinnuð vitfirring. Þeir ráku
þann áróður líka kappsamlega
að semja ætti frið við Þjóðverja
og bryddi m. a. talsvert á þessari
starfsemi þeirra innan franska
hersins. Allmargir franskir kom-
múnistaþingmenn voru fangels-
aðir af stjórnum Daladiers og
Reynauds, vegna þessa áróðurs,
sem talinn er hafa átt sinn þátt
í lélegri fr'amgöngu franska,
hersins vorið 1940. Sjálfur aðal-
foringi franskra kommúnista,
Thorez, var dæmdur sekur fyrir
þennan áróður, en honum tókst
að flýja til Moskvu og hefir hann
setið þar síðan. Stjórn de Gaulle
hefir nú náðað hann fyrir
nokkru og er hans nú von til
Frakklands innan tíðar.
Kommúnistar breyttu lítt um
stefnu í -þessum málum, þótt
lönd þeirra kæmust undir stjórn
Þjóðverja. Þannig héldu franskir
og belgiskir kommúnistar uppi
áróðri fyrir góðri sambúð við
Þjóðverja lengi vel eftir her-
námið, og ásökuðu Breta fyrir
að halda styrjöldinni áfram.
Þeir veittust harðlega gegn
stjórnum de Gaulle og Pieriot
og töldu þær vera til ills eins.
Mótstöðuhreyfingin gegn Þjóð-
verjum í þessum löndum átti á
þeim tíma einn versta andstæð-
ing sinn, þar sem kommúnistar
voru.Svipuð var reynslan í Nor-
egi, þar sem kommúnistar deildu
á þingið fyrir að reka ekki Há-
kon konung frá völdum og
mynda stjórn, er gæti átt góða
samvinnu við Þjóðverja. Þessi
afstaða kommúnista var í fullu
samræmi við afstöðu Rússa, sem
höfðu á þessum tíma vináttu-
samning við Þjóðverja og ráku
frá' Moskvu sendiherra her-
numdu landanna og neituðu að
viðurkenna hinar , landflótta,
löglegu stjórnir þeirra.
Það var ekki fyrr en - eftir
að styrjöldin hófst milli Rússa
og Þjóðverja seint í júní 1941,
er kommúnistar tóku að breyta
afstöðu sinni og snúast til liðs
við mótstöðuhreyfingar þær,
sem þá voru fyrir löngu komnar
á legg. Víða gerðust þó kom-
múnistar ekki beinir þátttak-
endur í mótstööuhreyfingunum,
sem fyrir voru, heldur stofn-
uðu sínar eigin móthreyfingar
og skærusveitir. Þannig var það
t. d. í Frakklandi, í Júgóslavíu,
Grikklandi og víðar. *
Yfirleitt kvað lítið að þessum
skærusveitum kommúnista,
nema í Júgóslaviu, þar sem þær
virðast hafa haft mjög dugandi
foringja. í Frakklandi kvað t. d.
mjög lítið að þeim, og eins í
Belgíu. Skæýuhersveitirnar, sem
mest kvað að í Frakklandi, voru
óháðar kommúnistum og meg-
inþorri liðsmanna þeirra var úr
borgaralegu flokkunum. Veru-
leg þátttaka varð ekki heldur í
skærusveitum kommúnista, t.d. í
Frakklandi og Belgíu, fyrr en um
það leyti, sem Bandamenn voru
að hrekja Þjóðverja úr þessum
löndum. Þá virðist sem kom-
múnistar hafi gefið liðsmönnum
sínum fyrirskipanir um að fylkj a
sér inn í þær, og hefir það vafa-
laust verið gert í þeirri von, að
skærusveitirnar myndu öðlast
sérréttindi síðar. »
Stjórn de Gaulle tók strax þá
ákvörðun, að þær skærusveitir,
sem vel voru orðnar þjálfaðar og
höfðu veitt virka aðstoð 1 orust-
um við Þjóðverja, skyldu hafa
réttindi til að ganga í herinn.
Aðrar Rkærusveitir skyldu af-
vopnaðar. Meðal þeirra skæru-
sveita, er eigi fullnægðu skilyrð-
unum um inngöngu í herinn, var
þjóðvinafylkingin, er hafði
deildir víða um landið og var að
mestu skipuð kommúnistum.
Þessi samtök höfðu heldur ekki
það aðalmarkmið að berjast við
Þjóðverja, heldur að hjálpa til
við borgaralega stjórn, eftir að
Þjóðverjar hefðu verið hraktir
burtu og þó einkum að sjá um,
að svokölluðum Lavalistum eða
nazistavinum yrði refsað. Þegar\
að því kom að afvopna þessi
samtök, brugðuát kommúnistar
mjög illa við og hótuðu um
skeið brottgöngu úr stjórninni.
De Gaulle sat hins vegar við
sinn keip og neitaði því að leyfa
vopnaðan sérfélagsskap, eftir að
komið hefði verið upp löglegum
her og lögreglu. Sáu kommún-
(Framhald á 8. síðu)
Alþýðublaöið skýrir frá því 1. þ. m.,
xð m. a. hafi svohljóðandi tillaga
verið samþykkt á nýloknu þingi Al-
'pýðuflokksins:
„19. þing Alþýðuflokksins telur
brýna þörf á að gerðar verði
tafarlaust sérstakar ráðstafanir
til þess að koma í veg fyrir að
stríðsgróði sé dreginn undan skatti,
svo sem augljóst er að nú á sér
stað. Verða skattsvik þessi orsök
þess að skattar á almenningi eru
mun hærri en vera þyrfti ella.
Beinir þingið því til alþingis, að
tekin verði upp nafnskráning verð-
bréfa eða vaxtarskattur af þeim
og nafnskráning sparifjár, en sam-
tímis verði hert eftirlit með
skattaframtölum os refsiákvæði
skattalaganna endurskoðuð og
þeim beitt til hins ýtrásta. Þá
telur þingið nauðsyn bera til að
gera nú þegar ráðstafanir til að
koma í veg fyrir fjárflótta úr
landinu “
Þetta er vissulega allt satt og rétt
hjá Alþýðuflokknum. En það er ekki
nóg að samþykkja góðar og réttmæt-
ir tillögur, þegar verkin sjálf bein-
rst í aðra átt. Með því að fela í-
haldsmanni fjármálastjórnina hefir
álþýðuflokkurinn séð fyrir því, að
sftirlit með skattamálunum mun sízt
’oatna, og illa mundi Alþýðuflokkurinn
eftir því, að nauðsynlegt væri að
nafnskrá verðbréf og sparifé, þegar
stjórnmálasáttmálinn var gerður. Og
skyldi það líka hafa verið líklegasta
leiðin til að fyrdrbyggja fjárflótta
úr landinu að gera Ólaf Thors að
forsætisráðherra?
í seinasta hefti Ægis skrifar Lúð-
vík Kristjánsson grein um „Vísindi
í þágu framleiðslunnar." Þar segir
m. a.:
„Allir virðast vera sammála úm,
að lífsnauSsyn sé fyrir þjóðina
að auka og endurnýja skipastól-
inn, og þá ekki sízt fiskiflotann.
En á það er sjaldan minnst, að
í kjölfar þessarar nauðsynjar verð-
ur óhjákvæmilega að hefja bar-
áttu fyrir því, að atvinnutækin
standi undir sér og þeir, sem við
þau vinna, geti lifað við þau kjör,
sem samboðin eru menningarþjóð.
Ég er sannfærður um, að þessi
barátta verður fyrst og fremst
að beinast að því að gjörnýta
állt það hráefni, sem aflast, og
vinna úr því þær vörur, sem selj-
anle^astar eru á hverjum tíma.
Og við vinnsluna verður að beita
þeirri tæknilegu kunnáttu, sem
bezt er völ á. En til þess að vér
verðum ekki eftirbátar um þessa
hlutl, verðum vér jafnan að fylgj-
ast vei með þeim nýjungum, sem
upp eru á tenin^num hjá öðrum
fiskveiðaþjóðum, og færa oss þær
til nyt’a svo sem hérlendar að-
stæður leyfa.
Til þess að þetta megi verða
er þ’óðinni nauðsynlegt að eignast
sérmenntaða menn á öllum svið-
um fiskveiðar, fiskiðnaðarfræði og
fiskifræði, oa skapa þeim jafn-
framt aðstöðu til kynningarstarf-
semi hér heima. Það væri gáleysi,
ef soara ætti um of fé til slíkra
hluta, en hins ber og að gæta
að fela ekki slíkt öðrum en þeim,
er hafa hina beztu sérmenntun
og reynslu.
Þetta er vlssuléga orð, sem eru í
tíma töluð og eiga brýnt erindi til
valdhafanna.
* *
í Alþýðublaðinu sl. þriðjudag er
sagt frá ræðu Jóns Axels Pétursson-
ar á Alþýðusambandsþinginu, þar
sem hann geröi grein fyrir því, vegna
hvers ekki hefði náðst samkomulag
í uppstillingarnefndinni um stjórnar-
kosninguna. Jón segir:
„Við Albvðuflokksmenn töldum
eðlilegast að samkomulag_ næðist
um það að reynt vrði með kosn-
ingu forseta að komast að raun
um hvoru megin hreinn meiri-
hluti þingfulltrúa væri og að
meirihlutiim í forsetavalinu veldi
síðan fjóra fulltrúa og minnihlut-
inn sína fjóra.
Þessu neituðu kommúnistar,
nfema með því skilyrði að þeir
fengju að hafna einstökum mönn-
um sem við Alþýðuflokksmenn
kynnum að stinga upp á ef við
yrðum í minnihluta. Þessu neit-
uðum við skilyrðislaust, enda hefð-
um við þá átt samkvæmt því að
hafa rétt til að hafna hverjum
einstökum, er okkur listi, og komm-
únistar stingju upp á — og sjá
allir heilvita menn hvílík enda-
leysa þetta er. Við vildum láta
kommúnista ráða sínum mönnum
en við vildum einnig ráða því
hvaða menn við veldum.“
Þetta sýnir bezt á hverju samstarf-
ið hefur strandað. Það gat verið af-
sakanlegt fyrir kommúnista að neita
kannske 1—2 mönnum, en en að láta
synjun ná til margra manna, þýddi
vitanlega sama og neita alveg sam-
vinnunni.
I