Tíminn - 05.12.1944, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.12.1944, Blaðsíða 5
102. blað TtMlM, þriðjMdajgiim 5. des. 1944 43T Kvennabálkur' .Tímans H ár fi r e i ð s l a h v e nn a e r brcytiletfri en vindurinn. Hér birtist mynd af sænsku leikkonunni Ingrid Bergman, er lék aðalhlutverkið í mynd þeirri er gerð var eftir hinni frægu sögu Ernest Hemingway „For whom the bell tolls“ (o: Þeim, er klukkurnar hringja til graf- ar). Gerist saga sú í Spánar- styrjöldinni. Hlutverkið krafðist þess að ungfrúin léti skera hár sitt eins og sést hér á mynd- inni. — En skömmu eftir að myndin var sýnd í Ameriku, tóku hárgreiðslusérfræðingarn- ir greiðslu þessa upp á arma sina. Hárið er klippt mjög stutt og lokkarni&liðaðir um allt höf- uð. Gamli „drengjakollurinn" endurfæddur í dálítið breyttri myndi! Bœhurnar o y heimilið. Eftir R. E. KIMBALL, doktor í uppeldisfræði. Eru bækurnar á heimili yðar aðeins' hlutir, sem ) safna í sig ryki og eru öllum til ama á hrein gerningardögum? Eða eru þær aðeins til upp fyllirígar í hill- unum, af þvi að þær hafa meira eða minna skrautlega kili, en en eru þó engu feagnlegri en myndirnar af honum langafa- bróður yðar sem hanga í dimm- asta horni stofunnar. Óskið þér þess máske stundum, að hún Stína litla sýndi meiri áhuga fyrir þókalestri eða að Jói leggði frá sér flugvélalíkönfn og tæki sér góða bók í hönd litla stund? Nú á dögum e^ prentlistin orðin svo kostnaðarlítil og tal- andi auglýsingar bókaútgefend- anna svo blekkjandi, að hætt er við því á stundum, að heimilis- bókasafnið verði hálfgerð >rusla- kista í stað þess að vera safn úrvals bóka. Góð dómgreind í vali bóka gerir bókasafnið á- nægjulega eign. Ef bækurnar eiga að komast á sína réttu hillu innan heim- ilisins, verður að byrja að kenna yngsta barninu góða meðferð þeirra. Ekkert barn, sem orðið er nógu stálpað til þess að sitja uppi og taka eftir, er of ungt til þess að fá ást á bókum. Myndabækur koma auðvitað fyrst til greina. Þegar valdar eru bækur fyrir sárung börn, verður að gæta þess ,að velja aðeins þær bækur, er barninu geðjast að. Kaupið handa því bækur með myndum aif einstökum hlutum eða lifandi verum, dregnum með fáum dráttum. Hreyfingarnar þurfa að vera eðlilegar og auðskildar og þann- ig að auðvelt sé að fylgjast með þeim og skilja söguna, er þær segja. Byrjið að kenna barninu virð- ingu fyrir bókum, jafnskjót't og það getur flett blöðum þeirra. Komið því í skilning um, að bækur má ekki handleika með kámugum og óhreinum fingr- um, að borðið, sem bókin liggur á, verður að vera þurrt og hreint, að ekki megi væta fing- urna í munnvatni sínu um leið og flett er við, að ekki megi brjóta blað í bókinni í stað bók- merkis eða leggja hana á grúfu, , sé maður kallaður burt í skyndi. Kennið því umfram ^llt að láta bókina á sinn stað í hilluna að lestri loknum. Þegar barnið er orðið það gamalt, að það fer að hafa gam- an af sögum, fá foreldrarnir bezt tækifæri til þess að koma inn hjá því ást á góðum bókum. Á þessu stigi málsin§ eru barninu oft sagðar sögur eða lesið upp- hátt fyrir það. Veljið fyrst sög- ur á einföldu barnamáli, svo stuttar, að hægt sé að lesa þær eða segja allar í einu. Svo auð- skildar verða þær að vera, að barnið þurfi ekki að grípa fram í með spurningum, sem valda því heilabrotum og taka frá því söguþráðinn. Barn yðar mun brátt eignast uppáhaldssögur og vill. fá að heyra þær aftur og aftur, ef til vill svo, oft, að það getur að síðustu sagt þær sjálft frá orði til orðs. } Ef þér notið þessa aðferð, mun það síðar koma í ljós, að barnið hlýtur hrós kennarans i smá- barnaskólanum fyrir þafi, hve óvenju fljótt það er að „grípa“ það, seírí það les, og skarar þar fram úr jafnöldrum sínum. Þér hafið því búið barnið dyggilega undir skólaveruna með því að velja handa því fyrstu bæjc- urnar. Ekkert dregur meira úr kjarki hins unga lesanda’ en það að lenda á bók, sem það hefir eng- an skilning já. Fjalli bókin um hugðarefni h'ansfles hann hana spjaldanna á milli. Brátt mun hann biðja um fleiri bókur sömu tegundar. Þetta gefur yður góða berídingu um það, hvers konar bækur þér eigið að kaupa handa honum í framtíðinni. Eitt ber þó að varast í þessu sambandi. Maður sá, sem vel er lesinn, eins og kallað er, er alls staðar heima, eða kann a. m. k, góð skil á öllum tegundum bók- mennta. Engu barni ætti að leyfast að lesa bækur um ein- hliða efni. Hjálpið barninu t'il þess að öðlast víðari sjóndeild- arhring með því að vekja áhuga þess á fjölbreyttari efnum. Ég álít það barn hamingju- samt, sem elst upp á heimili, þar sem til er gnægð bóka, er hæfa aldri þess og áhugamálum. þar sem nýjar bækur eru keyptar að staðaldri. Barrí, sem byrjar lest- ur bóka við slíkair aðsttæður, eignast hugðarefni, er bjarga því frá leiðindum, búa huga þess undir lífsbaráttuna og vekja hjá því áhugamál, er endast ævi- langt. yilhelm Moberg: Eiginkona FRAMHALD ekki sænga hjá Elínu! — Föðurbróðir hans er gamall og aflóga tarfur, sem ekki fær einu sinni að þefa af ungri kvígu framar. Það er glampi í augum Hermanns: Lífið hefir þann sama stóra ágalla og áhrif áfengisins, að það fjarar út. Annan ágalla hefir lífið ekki. Menn verða bara að temja sér að vera ánægðir með það, meðan það endist. Annan tilgang hefir lífið ekki. Og það er svo margt af ungum stúlkum á jörðinni. — Eru þær tíl einskis orðnar fulltíða konur? Hafa mæður þeirra alið þær með þjáning- um og feður þeirra fætt þær og klætt í sveita síns andlitis, til þess eins, að þær leiki lausum hala og séu augnagaman manna? Er það tilætlunin, að enginn komi við þessa fallegu kroppa? Er keltan til þess eins, að þær hvíli þar hendur sínar, meðan þær bíða í þrá? Nei. Karlar og konur eru sköpuð til þess að veita hvert öðru gleði líkama síns. Og þó forðast fólk hvað annað og er van- sælt, hræðist helvíti af völdum prestsins og prestinn vegna hel- vítis. Hversu mikið af unaði fer ekki forgörðum i heiminum á hverjum einasta degi! Og þess háttar sóun á að vera eitthvað lofsvert! Sá, sem fyrstur prédikaði, var mikill í einfeldni sinni. — Þið eigið gott, .frændi, þessir, sem einskis þurfið að iðrast. Hermann krafsar með fingrunum í kjálkaskeggið. Meinið var, að lífið entist honum svo miklu lengur en eignirnar. Flestum verður á hinn bóginn það, sem þeir eiga, endingarbetra en lífið. Kannske verður maður því fegnastur að síðustu að deyja. — Það er undir því komið, hvernig maður lifir, skýtur Hákon inn í. / Hákon er argur í skapi morguninn eftir, þegar hann fer á fæt- ur og nýr dagur blasir við honum. Hann hatar®hvern nýjan dag, sem rennur upp yfir hann, eins og langvinnan, sársaukafullan sjúkdóm. Það er ekki neitt að sækjast eftir eða hlakka til. Hon- um léttir, er hann sér sólina ganga undir, en honum er alveg sama, hvort hún rís einhvern tíma upp aftur eða ekki. Ef til vill stafar þetta af því, að hann verður að búa yfir þessari leyndu þrá, af því að hann verður að heyja þetta stríð í felum. Allt það andstreymi, sem hann hefir hingað til getað afborið, leggst nú tvöfalt þyngra á hann en áður. Eins og vextirnir af jarðarskuldinni. Fæddist hann í þennan heim til þess eins að borga skatta og vexti? Það var happ fyrir þanp, sem hirti peningana, 'en þungbært fyrir hann. Ef þ9,ð kraftaverk gerðist, að hann gæti borgað vextina þetta árið, þá tók bara sama eymdin við næs^a ár og öll ókomin ár. Vextirnir og skattarnir voru eins og tvær greipar, sem spenntar voru um háls- in á honum og vörnuðu honum að draga andann frjáls. En hvers vegna lætur hann kúga sig til þess, sem hann vill ekki? Hvers vegna er hann að lafa á þessu koti, sem kallað er, að hann eigi? Þetta líf, sem hann lifir, er óþolandi. Hann getur ekki lifað, þannig, þangað til hann er kominn að fótum fram og verður lagður til í skemmunni. — Þú hefir heyrt um Ingjald sterka? segir Hákon við gamla manríinn. — Lagðist hann ekki út? Hérmann kinkar kolli í ákafa, eins og höfuðið hafi losnað frá hálsinum að aftan. Hákon er að spyrja um bónda langt, langt fram í ætt. Hvort hann sé enn í minnum hafður. JHermann hefir heyrt afa sinn segja: Ingjaldur sterki var þrjózkufullur og of- stopasamur maður. Hann þoldi ekki neinar hömlur. Og hann var í ráuninni hundheiðinn; hann trúði ekki á annað en þrumurnar og sólskinið og jarðargróðurinn. Hann neitaði líka að greiða prest- inum tíund, því að presturinn boðaði honum aðra guði. Harín kom af stað deilum og reis upp gegn bæði presti og sýslumanni, bæði geistlegum og verzlegum yfirvöldum. Og hann fékk ekki vilja .sinum framgengt í byggðinni. Hqnum var neitað um bóndá- dóttur, sem hann lagði hug á. Foreldrar hennar álitu, að skapferli hans væri svo ótamið og 'guði* vanþóknanlegt. Þá yfirgaf Jiann heimili sitt og lagðist út í skóginn og tók kvenmanninn með sér — rændi henni frá foreldrum hennar. En hún vildi vera hjá hon- um — hann tók stúlkuna ekki nauðuga. Ingjaldur sterki gróf'sér jarðhús undir fallinni furu, og þar lifðí hann með frillu sinni, eins og hún var kölluð í byggðinni. Þau drógu fram lífið á veiðum. Enginn þorði að amast við Ingj- aldi, og hann gerði ekki neinum neitt. Konan ól honum börn í jarðhýsinu, en að lokum þreyttist hún á lífinu í skóginum, tók börn sín og leitaði til bæja. En Ingjaldur sterki var kyrr í skóg- inum til dauðadags, því að hann vildi lifa lifi síríu, án þess að aðrir væru að skipta sér af honum. Lik hans fannst í botnlausu mosadýi, örskammt frá bæjunum. Hann hefði getað fengið hjálp til þess að komast upp úr pyttinum, ef hann hgfði viljað — já, ef hann hefði aðeins viljað kalla á hjálp. En hann kaus heldur að sökkva en leita á náðir manna. Svo ósveigjanlegur var þessi skógarmaður. Og þar eð hann hafði verið svo guðlaus maður, var líkami hans brytjaður sund- ur í trogi, og siðan látinn liggja í þessu botnlausa dýki. Þetta var á þeim tímum, er skógarmenn voru enn við líði — fyrir meira en hundrað árum. Og prófasturinn hefir skrifað heilmikið. um Ingjald sterka, og hann bendir á hinn hræðilega dauðdaga* hans sem dæmi til aðvörunar syndurum. Og Hermann gamli sötrar síðustu brennivínslöggina: Ingjaldur sterki var maður, hann vék ekki úr vegi fyrir neinum, hann var frjálsborinn maður. Það hafa aldrei verið margir með hans yf- irbragði í þessum þrælaheimi. Og þrælarnir hafa alltaf viljað brytja hina frjálsu menn í sundur í trogi — og sökkva þeim í botnlaust dýki. Hákon kinkar kolli og er honum sammála. Hvað er hann sjálf- ur? Þræll. Hann þrælar, til þess að auðkýfingurinn geti fengið fimm hundruð dali á ári í eftirtekju af jörð sinni, til þess að presturinn geti fengið tíund sína og sýslumaðurinn skattan^. Og samt er hann niðji Ingjalds sterka. Hans, sem var gæddur þeim dug, að stinga lyklinum í skrána og halda til skógar. Hermann gamli er að velta útaf. Hákon sækir hálm og býr um hann í skotinu við hlóðirnar. Brennivínslöggin hefir rokið fljótt upp í höfuðið á gamla manninum, þvi að enn er ekki farið að bregða birtu. Bóndi getur ekki setið yfir brennivínsflöskunni virka daga. Það þarf að sá í hvíldarekruna, jörðin bíður ekki nema sinn tíma. En Hákon vantar sáðkorn. Hann fer upp á loft og sópar innan rúg- tunnuna og og getur skrapað saman eina skeppu af vorrúgi. Hvað segir það í hina sáðfreku jörð? ANDRl GAILI Eftir KARL EVALD (Barnasaga) FRAMHALD Það var eitt í verkahring prófasts á þeim tímum, að spyrja prestsefnin áður en þeir tækju við embætti. Próf þetta fór fram í kirkju einni alHangt frá höfuðborg- inni- . % M Nú rann upp dagur sá, er séra Andri átti í fyrsta skipti að spyrja prestsefni. Prófastur skipaði Pétri vinnumanni sínum að beita hestum fyrir vagn sinn. Pétur gerði það. Á leiðinni mættu þeir stúlku. Hún bar körfu í hendi sér með ketti í. Laut hún djúpt, er hún sá prófast. „Kattesíkúrfíó“, sagði séra Andri. „Hu-u-u-u-h,“ sagði ökumaðurinn. „Haltu áfram, Pétur,“ sagði Andri, „skiptu þér ekki af þessu, ég er að rifja upp fræði mín,“ „Gaman er að vera lærður maður,“ hugsaði Pétur og herti á klárunum. Stukku nú hestarnir og fóru út af veginum. Lenti vagninn í moldarbarði, og þyrlaðist rykið yfir prófast- inn. „Moldesírokíó," sagði Andri. „Hu*u-u-u-u-h,“ sagði Pétur og stöðvaði hestana. „Vilduð þér nokkuð, herra prófastur,” sagði hann. „Áfram, áfram,“ sagði Andri. „Vertu ekki að hugsa um mig, ég er að lesa speki mína.“ „Ekki fá nú allir að þjóna svona mönnum,“ hugsaði Pétur og sló í hestana. Óku þeir nú fram hjá kúahóp. Stóð ein kýriri við veginn. Hringaði hún halann og létti á blöðru sinni. „Kúepissíantíó,“ sagði prófasturinn. „Hu-u-u-u-u-h,“ sagði ökumaður og tók í taumana. „Við skulum nú halda áfram,“ sagði Andri. „Þú átt ekki að láta fræði mín rugla þig. Þú skilur þau ekki.“ Komu þeir nú til staðarins. Prestsefnin biðu í kirkj- unni og kviðu spurningum lærða prófaetsins. Staðarmenn framreiddu mat handa prófasti, til þess að hann yrði vægari við prestsefnin. SOLARGEISLINN ÞEGAR SYRTIR AÐ. Uftrygging er sú trygging sem oftast getur hjaipað. pegar annaO brestur. Auk pess sem tryggingin er ó sinum tima greidd aO fuilu. pá feest einnig oft lán út á tryggingarskiiteini LÍFTRYGGIÐ YÐUR OG BÖRNIN HJÁ „SJÓVÁ" Sjóvátnjqqii||iaq íslands? Kjörskrá • \ 1 • til prestskosninga í Hallgrímsprestakalli í Reykjavík við prestskosningu, sem fram á að fara í þessum mánuði, liggur frammi kjósendum safnaðarins til sýnis í Barna- skóla Austurbæjar, (gengið inn um suðurálmuna) frá laugardegi 2. des. til föstud. 8. s. m. frá kl. 10—12 árd. og 13—17 síðd. Kjörskráin er samin eftir manntali 1943. Þeir þjóð- # •kirkjumenn, sem flutt hafa inn í sóknina eftir þann tíma og tilheyra Hallgrímssöfnuði, geta kært sig inn á kjörskrána. Kærur, út af kjörskránni, skulu sendar til oddvita sóknarnefndar, SIGURBJÖRNS ÞORKELSSONAR, Fjölnisveg 2, fyrir 15. þ. m. Sóknarnefndm. f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.