Tíminn - 05.12.1944, Qupperneq 8
DAGSRRÁ er bezta íslenzha tímaritið um
þjjóðfélagSmál.
Þeir, sem viljja ht/nna sér þjóðfélagsmál, inn
lend og útlend9 þurfa að lesa Dagshrá.
? MMLL
Erlendur:
30. nóvember:
Ný pólsk stjórn.
Ný pólsk stjórn hefir verið
mynduð í London. Forsætisráð-
herra hennar er Arciszuski, for-
ingi jafnaðarmanna. Hvorki
fyrrv. forsætisráðherra né flokk-
ur hans, bændaflokkurinn, eiga
sæti í stjórninni. Stjórnarskiptin
urðu vegna þess, að jafnaðar-
menn og aðrir stuðningsflokkar
stjórnarinnar, nema Bænda-
flokkurinn, töldu fyrrv. forsjet-
isráðherra ætla að láta um of
undan kröfum Rússa*.
Vesturvígstöðvarnar: Stór-
orustur eru á Aachen-svæðinu,
en litlar breytingar hafa orðið
þar. Þjóðverjar flytja mikið
vara- og stórskotalið til varpar
Saar-héraði. Þeir hafa gert mörg
gagnáhlaup að herjum Pattons,
sem hefir þrátt fyrir það sótt
fram um 1500 metra. í Elsass
sækja Frakkar og Bandaríkja-
menn fram suður með Rín og er
sókninni stefnt til borgarinnar
Colmar.
Balkanvígstöðvarnar: Tilkynnt
að Rússar hafi tekið bæinn Eger
i Ungverjalandi.
Ymsar fréttir: Churchill átti
sjötugsafmæli. í\ tilefni af því
var honum fagnað, er hann kom
á þingfund.
1. desember:
Ilæg sókn
Bamlamaima.
Vesturvfgstöffvarnar: Herir
Pattons hafa sótt nokkuð fram
og eru komnir að Saar-fljótinu
á nokkrum stöðum. Þjóðverjar
hafa þar hörfað yfir ána en
sprengt áður í loft upp brúna,
er þeir fóru yfir hjá Mer-
zig. Þjóðverjar skjóta af fall-
byssum / yfir Rín á. borgina
Strassburg. Á Aachensvæðinu er
Útgjöld ríkisins verða
sjöfalt liærri.
(Framhald af 1. síöu)
sköpun atvinnuveganna. Nú vita
allir, að nýsköpunin, ef einhver
verður, hlýtur að taka nokkur
ár, enda .gert ráð fyrir 5 árum
í nýbyggingarráðslögunum. —
Hvernig halda menn, að ríkinu
takist að rísa undir þessum gíf-
urlegu útgjöldum í mörg ár enn
og það eftir að útflutningsverðið
er löngu fallið? Getur þeim
fundizt það nokkuð annað en
hrein helstefna að ætla að draga
niðurfærsluna þangað til ný-
sköpun er komin, sem vitanlega
kemur aldrei, ef þessari fjár-
málastefnú er fylgt?
Þær fregnir, sem berast úr
stjórnarherbúðunum, að mæta
eigi hinum mikla tekjuhalla að
verulegu leyti með lántökum,
sýna gleggst, hversu fullkomið
ábyrgðarleysi er ríkjandi þar í
þessum málum. Meira glapræði
væri vitanlega ekki hægt að
gera en að auka ríkisskuldirn-
ar stórlega nú á mestu veltuár-
unum, vegna hreinna eyðsluút-
gjalda, og ætla ríkinu svo að
borga þær, þegar harðnar í ári
og atvinnuvegirnir þarfnast
aukins stuðnings frá því, ann-
aðhvort í styrkjum eða skatta-
lækkunum. Alþingi bakaði sér
með slíkum ráðstöfunum svo
aukna niðurlægingu, að slíks
myndi hvergi dæmi, og var
hlutur þess þó ekki vel kominn
áður en núv. stjórn kom til
valda.
Það er nú hlutverk íslenzkrar
alþýðu, jafnt til sjávar og sveita,
að rlsa öfluglega gegn þessu
fjármálaöngþveiti, því að þess
má hún verða minnug, að takist
upplausnaröflunum að viðhalda
því og auka það, lenda byrðarnar
fyrr en síðar á henni og stríðs-
'gróðinn, er hana hefir dreymt
um að færi til að endurbæta og
fullkomna atvinnutækin og
bætti þannig kjör hennar, verð-
ur þá fljótlega tómur eyðslu-
eyrir og hún setur eftir með úr-
elt tæki og atvinnuleysi í stað
framfara og bættra lífskjara.
TIMANS V
mikið barizt, en breytingar
orðið litlar.
2. desember:
Bandameiin taka
Saarleuten.
V esturvígstöffvarnar: Herir
Pattons sóttu inn í Saarhérað og
tóku þar borgina Saarleuten. Er
hún fyrsta borgin, sem banda-
menn taka í Saar. Ákafir bar-
dagar eru á Aachen-svæðinu.
Bandamenn hafa sótt lítið eitt
fram og eru komnir í úthverfi
borgarinnar Júlich, sem er mik-
ilsverður áfangi sóknarinnar til
Kölnar.
Balkanvígstöffvarnar: Stalin
tilkynnti tök bæjanna Paks og
Kaposvar í Ungverjælandi. Á ein-
um sólarhring hafa Rússar Sótt
fram um 30 km.
Ýmsar fréttir: Tilkynnt er, að
stjórnin í Rúmeníu hafi sagt af
sér. Kommúnistar krefjast þess,
að meiri vinátta verði tekin upp
við Rússa. Það er því allt mjög í
óvissu um myndun nýrrar
stjórnar. Mikhael konpigur
hefir beðið hershöfðingjann,
Radescu, að mynda nýja stjórn.
Fjcrir . ráðherrar, sem eru
fylgj andi kommúnistum haf a
sagt sig úr grísku stjórninni
vegna þeirrar ákvörðunar henn-
ar að afvopna skærusveitirnar.
Mjög er róstusamt í Grikkíandi
um þessar mundir.
Frétflr úr Hörgárdal.
(Framliald a) 1. síðu)
í sveitinni og eru þar þrjú félög,
sem hafa í hyggju að koma upp
trjáreitum, en vöntun á girð-
ingarefni tefur fyrir fra’m-
kvæmdum.
Áhugi er mikill fyrir að auka
ræktunina til muna og hætta
heyskap á þýfðu og óræktuðu
landi. Það sem vantar til þess
eru vélar.
Fjárrækt er heldur að minnka
1 sveitinni. Fénu hefir fækkað
víðasthvar. Nautgripa- og
hrossarækt fer aftur á móti að
aukast. Mjólkursala er til Kaup-
félags Eyfirðinga og mjólkin
flutt daglega til Akureyrar,nema
þegar fannfergi lokar vegum á
veturna, en þá verður að aka
mjólkinni á sleðum 15 til 20 km.
leið.
Sjúkrasamlag var stofnað í
sveitinni á. þessu ári.
ÚR BÆKUM
* 7
Skcmmtisamkoma.
Skemmtun Framsóknarmanna í List-
sýningaskálanum á föstudaginn 8. þ.
m., hefst með Framsóknarvist kl. 8,30.
Þtítta er síðasta Framsóknarvistin á
þessu ári og verður vafalaust fjölmennt
m. a. er búist við að flestir alþingis-
menn Framsóknarflokksins sæld þessa
samkomu. Varlegra er að panta að-
göngumiða sem fyrst á afgreiðslu Tím-
ans, sími 2323. \ . ■
Kvenfélag Alþýffuflokksins
hefir efnt til all yfirgripsmikillar
sýningar á bókum eftir islenzkar kon-
ur. Er hún 1 fundarsal Alþýðubrauð-
gerðarinnar. Hún mun verða opin al-
menningi á mórgun kl. 4—7. Þrír fyrir-
lestrar verða fluttir i sambandi við
sýninguna. PyrirleSarar eru Sveinbjörn
Sigurjónsson magister, Sigurður Ein-
arsson og Guðm. G. Hagalín. Sá fyrsti
var fluttur í gærkvöldi, en hinir verðs
fluttir í kvöld og annað kvöld. Þeir
hefjast kl. 9. e. h.
Bazar Nemendasambands
Kvennaskólans.
Nemendasamband Kvennaskólans
heldur bazar í Kvennaskólanum 10. þ.
m'. til ágóða fyrir Leikfimishússjóð
skólans. Verður reynt að vanda til
þessa bazars eftir föngum og verður
gjöfum veitt móttaka þessa viku
hjá Laufeyju Þorgeirsdóttur, Freyju-
götu 47, Sigríði Briem, Tjarnargötu 28,
Verzluninni „Snót,“ Vesturgötu 17 og
í Kvennaskólánum.
Höfffingleg gjöf.
1. desember afhenti frú Sigríður Ein-
arsdóttir, Ásvallagötu 1, borgarstjóra
að gjöf kr. 50.000,00 til minningar um
’.átinn mann hennar, Magnús sáluga
Benjamínsson, úrsmíðanaeistara, og
skal verja þessari rausnarlegu upp-
hæð til byggingar barnahælis.
K.-R.-húsið afhent félaginu.
1. desember fékk K. R. hús sitt aftur.
Það hefir verið í hers höndum í nær
því fimm ár. Unnið er nú að því að
Skæraliersveitirnar
(Framliald af 2. síðu)
.istar því sitt óvænna og létu
undan.
í Belgíu fór stjórnin líkt að.
Hinar þjálfuðu skærusveitir
voru teknar í her og lögreglu,
en hinir óþjálfuðu skæruliðar,
sem höfðu gengið í sveitirnar á
seinustu stundu, voru afvopnað-
ir. Reyndust þeir flestir vera
kommúnistar og voru líka flestir
í sérsveitum þeirra. Hafa risið
út af þessu miklar deilur í Belg-
íu, sem áður hefir verið sagt frá.
í Grikklandi standa nú yfir
svipuð átök.
Á þessu stuttlega yfirliti, sem
hér hefir verið rakið, sézt vel,
að því fer fjarri, að kommúnist-
ar hafi borið hita og þunga mót-
stöðunnar gegn Þjóðverjum í
herteknu löndunum. Þvert á
móti voru þeir um alllangt skeið
einna mestir fjandmenn mót-
stöðuhreyfingarinnar. Þeir
komu aðallega til sögunnar á
síðustu stundu og það bersýni-
lega til þess að búa flokkslega í
haginn fyrir sig í framtíðinm,
en ekki til að berjast við Þjóð-
verja.
----/------------------------
Key hershöfðingi
á förnm.
(Framhald af 1. síðu)
sofa. Key segir, að sér sé það
mikið gleðiefni að hafa fengið
tækifæri til þess að vera við-
staddur endurreisn íslenzka lýð-
veldisins á Þingvöllum. Hann
segist ekki gleyma Geysi, fögru
fossunuYi og fannhvítu jöklun-
um. Og svo er það kvenfólkið.
Það telur hann óvíða jafn fall-
egt í heiminum.
Key segir það von sina, að
styrjöldin sé nú brátt á enda og
íslendingar geti þá fengið að
lifa einlr^ og í friði í hinu ný-
stcfnaða lýðveldi sínu. Hann
segist muni sækja ‘íslendinga
heim að styrjöldinni lokinni. Þá
býst hann við, að búið verði að
reisa hér nýtízku hótel. Ætlar
hann að leigja sér hornherbergi
móti suðri, þar sem hann getur
borft út á Faxaflóa.
Key mun fyrst fara heim til
Bandaríkjanna og dvelja þar
nokkra daga. Hvert hann fer að
beim loknum, er hernaðarleynd-
armál.
Við herstjörn ameríska hers-
ins hér tekur General j Early
Duncan. Hann er mjög þfekktur
bermaður, hefir verið í hernum
í 28 ár. Hann kom til landsins
ikömmu fyrir 17. júní, var áður
yfirmaður flughersins hér.
Umræður um hlutleysi
útvarpsins á Alþingi.
(Framhald af 1. síðu)
fimmmenninganna hefði verið
nokkurt hlutleysisbrot, og kvað
stjórnendur útvarpsins hafa
3ýnt fyllstu ósanngirni, er þeir
neituðu að birta hana. Færði
Pétur sterk rök fyrir máli sínu.
Eysteinn Jónsson hrakti helztu
mértbárur þeirra Ólafs og Magn-
úsar. Hann upplýsti, að það
hefði verið eftir kröfu Ólafs, að
Stefán Jóhann fékk ekki að
tala i útvarpið, þegar samvinnan
um þjóðstjórnina slitnaði vetur-
inn 1942. Hann sagðist sjálfur
hafa mælt eindregið með því, að
Stefán fengi að tala í útvarpið,
en Ólafur hefði lagzt öfluglega
gegn því og fengið vilja sínum
framgengt.
Ummæðunum lauk ekki, áður
en fundi var frestað. Mun tillag-
an verða aftur á dagskrá fljót-
lega.
meta skemmdir þær, sem orðið hafa
á húsinu. K. R.-ingar hafa 1 hyggju
að gera húsið að fullkomnu íþrótta-
og samkomuhúsi.
Málverkasýning.
Höskuldur Björnsson frá Dilksnesi
opnaði málverkasýningu síðastl. sunnu-
dag í Safnahúsinu við Hverfisgötu,
húsnæði Þjóðminjasafnsins, (efstu
hæð). Eru langflestar myndirnar mál-
aðar á þessu ári. Svningin er opin frá
kl. 10 árd. til kl. 10 síðd.
Trúlofun.
Nýlega opinberuðu trúlofun sína
Sigrún Sveinbjörnsdóttir frá Vopna-
firði og Jónas Björnsson, Þverholti 5.
Á víðavangi.
(Framhald aj• 2. síðu)
lítil, að vanþörf væri á að
minnka hana.
En Alþýðuflokkurinn virðist
ekki sjá nauðsyn þess. Þess
vegna vill hann heldur leggja á
nýjan skatt til að halda álagn-
ingunni óbreyttri en að færa
hana niður og lækka dýrtíðina.
Slíkur skattur væri vitanlega
ekkert annað en nýr tollur til að
halda dýrtiðinni uppi, og myndi
vafalaust í ýmsum tilfellum
auka hana.
Það skyldi þó aldrei vera, að
stjórnarflokkarnir væru búnir
að koma sér saman um að leggja
á þennan nýja toll til að halda
uppi dýrtíðinni og Alþýðuflokk-
urinn heföi rokið til að sam-
þykkja áðurgreinda tillögu, svo
að hann gætl eignað sér þessa
snjöllu hugmynd eftir á!
Það væri svo sem alveg eftir
kommúnistum að byrja stjórn-
arferil sinn með því að bæta
þannig við nýjum tolli, eítir all-
ar kröfur þeirra um afnám toll-
anna!
Taugaveiklun.
Þau blöðin (Þjóðv. og Mbl.),
sem einkum telja ríkisstjórnina
afkvæmi sitt, gerast áberandi
taugaóstyrk þessa dagana. Lýsir
þessi veiklun sér m. a. í hinum
fáránlegustu fúkyrðum og
skömmum um Framsóknar-
menn, og þekur þetta heilar
síður þeirra. Eru það viss með-
mæli með stefnu Framsóknar-
manna, að kommúnistar og
versti hluti íhaldsins skuli reka
upp hin mestu ramakvein við
hóflega og rökstudda gagnrýni
á glæpaspili þessarra kumpána.
Nær allt „Reykjavíkurbréf“ Mbl.
s. 1. sunnudag, er þakti heila síðu
blaðsins, eru þannig áberandi
fúkyrði til Framsóknarmanna.
Þar stendur m. a.: „í raun og
veru er Framsóknarflokkur-
inn samansettur af tvennskon-
ar ólíku fólki. Annars vegar eru
stefnulausir skynskiftingar og
pólitískir eiginhagsmunabrall-
arar-----hins vegar eru mein-
hægir, lítilsvirtir, afturhalds-
samir menn". Þá er talað um að
skrif Framsóknarmanna séu
,;fum“, ,,mótsagnir“, „stefnu-
lfeysi“, „illkvittni“, „ráðleysi“ o.
si frv., og skrifað af illgjarnri
ráðleysingj a „spekulantaklíku“.
Ennfremur að Framsók-nar-
flokkurinn hafi löngum verið
„vermireitur kommúnista“ (lík-
lega til þess að Mbl. fengi svona
góðan samstarfsflokk?)og margt
fleira af slíkum blómum fyllir
þetta Reykjavíkurbréf.
—GAMLA BÍÓ —o. - • H— —KÝJA B-Ó >—•»■
..SHIP AHOY“ KAFBÁTUR
' ELEANOR POWELL, RED SKELTON. f HERXAÐI („Crash Dive“)
Sýnd kl. 9. Stórm. í eðlilegum ílitum.
FORTÍÐIN AFHJÚPUÐ Aðalhlutverk:
(Gangway for Tomorrow.) TYRONE POWER,
MARGO, JOHN CARRADINE. ANNE BAXT9R, DANA ANDREWS.
Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð yngri en 12 ára.
i Börn fá ekki affgang. Sýnd kl. 5, 7 og 9.
-í- _— —
r--------------———
JÓLABÆKURNAR
ERU:
Bernskubrek og æskuþrek
sjálfsævisaga W. Churchills.
O
Um ókunna stigu.
þrjátíu sannar sögur um mann-
raunir og svað'ilfarir.
O
Fjallið Everest.
Þessar bækur eru allar fandað-
ar að frágangi og prýddar mörg-
um myndum.
--TJARNARBIO---
ÞAÐ GERÐIST
Á MORGUAT
(It Happened Tomorrow) I
I
Skemmtileg og einkenni- :
leg gamanmynd.
DICK POWELL,
L.INDA DARNELL,
JACK OAKIE.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
LEIKFELAG REYKJAVIKUR
sýnir gamanleikinn
99
II A A \ «
eftir franska skáldið ALFRED SAVOIR
annað lcvöld kl. 8.
Aðgöngumiðar úeldir frá' kl. 4—7' i dag.
Venjulegt leikhúsverff.
Kraitbrauðin
, ' i
hin einu brauð, sem læknirinn Jónas Kristjánsson
mælir meff, eru seld í Matvöruverzlunum KRON. Þau
eru búin til úr bætiefnaríku hveitiklíði og knúsuðu
maltkorni, sem eru þær hollustu korntegundir, sem
fáanlegar eru eins og stendur.
i i
ATH. Kraftbrauðin eru aðeins seld í KROTV.
SVEINABAKARÍIÐ.
Ný verzlun
í hlutfalli viff stækkun borgarinnar eykst þörfin fyrir nýjar verzlanir á
ýmsum sviðum.
J
Höfum opnað nýja verzlun á Njálsgötu 112 (horni Rauðarárstígs, sem
mun einkum annast sölu á: %
HREmLÆTISTÆKJUM,
HITUNARTÆKJUM,
PÍPULAGJVINGARVÖRUM,
y *
BYGGINGARVÖRUM,
JÁRN- og TRÉSMÍÐAVERKFÆRUM.
Þótt talsvþrðir erfiðleikar séu á öflun þessara vörutegunda, munum
vér af fremsta megni kappkosta að hafa, á hverjum tíma, sem mest og fjöl-
breyttast úrval þeirra á boðstólum og jafnframt vanda til vörugæða og
sanngjarns verðs eftir beztu getu. 9
REYKVÍKINGAR! Þegar yður vanhagar um eitthvað af ofangreind-
um vörum, bjóðum vér yður velkomna í verzlun
A. Jóhannsson & Smith h.í.
Njálsgötu 112.