Tíminn - 08.12.1944, Blaðsíða 2
442
TÍMIM, föstndaginn 8. des. 1944
103. blað
Föstudagur 8. des.
j Á víðavangi
ERLENT YFIRLIT;
II vað vcrðnr gert
Samanburður Péturs
Það var næsta seinheppilegt,
þegar Pétur Magnússon hugðist,
í útvarpsumræðunum, að draga
athygli frá hinu ömurlega
I stefnuleysi og vesaldómi núv.
ríkisstjórnar í fjármálunum með
þvi að benda á fjármálastjórn-
ina árin 1934—38. Pétur gat
vissulega ekki gert andstæðing-
um sínum betra en að gefa þeim
tilefni til að gera slíkan saman-
burð.
Árin 1934—38 eru tvímæla-
laust erfiðustu árin fyrir af-
komu ríkissjóðs og atvinnuveg-
anna, er komið hafa á þessari
öld. Þegar Eysteinn Jónsson tók
við fjármálastjórninni af Ás-
geiri Ásgeirssyni og íhaldsmönn-
um 1934, var stórfelldur tekju-
halli hjá ríkinu og mikill halli á
viðskiptunum við útlönd. Við
þetta bættist. svo mikið. mark-
aðstap fyrir sjávarútveginn og
aflaleysi. Þrátt fyrir þetta tókst
á árunum 1934—38 að hafa rík-
isreksturinn tekjuhallalausan,
jainframt og framlög til at-
vinnuveganna og verklegrá fram
kvæmda voru stóraukin. Það
tókst einnig að hafa viðskiptin
við útlönd hallalaus og verja þó
meira af erlendum gjaldeyri til
kaupa á nýjum framleiðslutækj -
um en áður voru dæmi tij. Á.
þessum árum voru síldarverk-
smiðjur auknar, frysting fisks
gerð möguleg í stórum stíl,
ræktunin stóraukin, og komið
fótum undir ýmsan lífvænlegan
iðnrekstur. Þrátt fyrir hina
mestu kreppu, óviðráðanleg
markaðstöp, lágt útflutnings-
verð og aflaleysi, tókst ekki að-
eins að halda fjárhag ríkisins
og afkomunni út á við í horf-
inu, heldur var sótt fram og
gerðar stærri og meiri umbæt-
ur en áður voru dæmi til.
Hins ber svo vel að gæta, að
hefði stefnu Péturs Magnús-
sonar verið fylgt á þe>-ym árum,
myndi endirinn áreiðanlega
hafa orðið ríkisgj aldþrot og
þjóðargjaldþrot, eins og hann
spinnur nú upp, að þá hafi átt
sér stað. Hefði þá verið farið
eftir tillögum Péturs og fleiri
íhaldsþingmanna, hefðu fjár-
lögin árlega verið afgreidd með
stórfelldum tekjuhalla og inn-
flutningurinn hefði verið látinn
ótakmarkaður með þeirri af-
leiðingu, að luxusvörur hefðu
verið fluttar inn í stað fram-
leiðslutækja, og skuldirnar er-
lendis hefðu orðið óviðráðanleg-
ar og þjóðin lent á vonarvöl.
Fjármálavizka Péturs Magn-
ússonar kemur líka bezt í Ijós,
þegar hann tetóur nú sjálfur við
fjármálastjórninni. Þá er hér
mesta góðæri, sem nokkuru
sinni hefir verið. Þjóðin á
hundruð milj. kr. í erlendum
gjaldeyri. Tekjur manna eru
meiri en nokkuru sinni áður.
Aflábrögð hafa sjaldan eða
aldrei verið hagstæðari. Útflutn-
ingsverð sjávarafurða er marg-
falt hærra en í kreppunni 1934—
38 og hefir aldrei verið hærra.
Aldrei hafa verið meiri mögu-
leikar til þess að hafa afkomu
ríkisins i góðu lagi, leggja fram
mikið fé til verklegra fram-
kvæmda, borga skuldir og safna
sjóðum, J£ta framleiðsluna bera
sig vel til sjós og lands og láta
menn vera fúsa til þess að leggja
fé í atvinnuvegina.
En hvernig notar svo Pétur
þetta mikla góðæri? Hann
hækkar ríkisútgjöldin upp í 140
milj. kr., ekki til að auka ný-
sköpun og verklegar fram-
v. kvæmdir, því að þau framlög
/ verða sízt hlutfallslega hærri en
áður, ekki til að borga skuldir,
ekki til að safna sjóðum, heldur
til launahækkana og annarrar
óarðbærrar eyðslu. Svo gífurleg
er þessi eyðsla, að enn vantar
40 milj. kr. tekjur á fjárlögin,
ef þau eiga að afgreiðast halla-
laust. Flest bendir til þess, að
Pétur ætli að gefast upp við að
afla þeirra og ætli í þess stað að
taka stórfelld eyðslulán. Hann
stuðlar jafnframt að því að auka
dýrtíðina með þeim afleiðingum,
að sjómenn fást ekki á fiski-
flotann og útgerðarmenn kepp-
ast við að selja skip sín. Þannig
Friðaráróður eftir
þýzkri fyrirmynd.
Ýmsir þeirra, sem hefðu opn-
að fyrir útvarpið síðastl. mánu-
dags- og þriðjudagskvöld, án
þess að vita, hvað þar væri um
að vera, myndu vafalaust hafa
haldið, að verið væri að lesa
þýzkar útvarpsfréttir. Svo mjög
báru ræður ráðherranna og
stuðningsmanna þeirra keim af
höfuðáróðri Þjóðverja. Ein aðal-
uppistaðan í ræðum þeirra var,
að þeir væru hinir sönnu friðar-
vinir og einingarmenn, þeir vildu
helzt öllu^órna fyrir friðinn og
eininguna, en andstæðingarnir
væru hinir einu friðarspillar og
sundrungarmenn, sem hefðu
rofið friðinn.
Þetta er alveg nákvæmlega
sama „platan“ og hjá Þjóðverj-
um. Þeir segjast hafa verið hin-
ir einu friðarvinir og tilbúnir til
að fórna flestu fyrir friðinn, en
Bandamenn hafi samt hafið
styrjöldina gegn þeim alveg að
tilefnislausu.
Það er líka fleira skylt með
stjórnarsinnum og Þjóðverjum
en áróðurinn. Raunveruleikinn
er sá sami í báðum tilfellum.
Allir vita, að Bandamenn vildu
frið, en þeir vildu ekki kaupa
hann því verði, aS yfirgangur
og ranglæti nazista yrði allsráð-
andi í heiminum. Þess vegna
neyddust þeir tjl að segja Þjóð-
verjum stríð á hendur. Fram-
'sóknarflokkurinn, flokkur sam-
vinnunnar og millistefnunn-
ar, sem er hinn sanni arftaki
Þorgeirs Ljósvetningagoða í ís-
lenzkum stjórnmálum, vildi líka
frið. En hann vildi ekki kaupa
hann því verði.að dýrtíðinogupp
lausnin væri áfram látin vaxa,
skattsvikin og fájrflóttinn úr
landinu látinn blómstra betur en
nokkuru sinni fyrr, stríðsgróð-
inn látinn verða að tómum
eyðslueyri, atvinnuvegum full-
komlega komið á kné 0.3 þjóð-
inni prédikað að allt væri í bezta
lagi meðan þannig væri verið að
undirbúa hrun og byltingu.
Framsóknarflokkurinn, þótt
friðelskandi væri, kaus sér hejd-
ur hlutskipti BandaA’.anna, að
berjast en að sætta sig við slík-
an glötun^rfrið.
Skrum og stefnuleysi.
Málflutningur ráðherranna
minnti á áróður Þjóðverja
er verið að snúa hinu mesta
góðæri í illæri: Ríkissjóður lát-
inn safna eyðsluskuldum, þegar
bezt er að afla tekna, og út-
gerðin rekin með stórfelldum
halla, ef ekki mokaflast, þegar
fiskverðið er langhæst.
Til þess að ráða bót á því
hruni og atvinnuleysi, sem
framundan er, ef þannig verður
haldið áfram, virðist Pétur ekki
hafa nema eitt úrræði. Nýsköp-
un er það ekki, því að hún verð-
ur engin á slíkum fjárhags-
grundvelli. Úrræðið er atvinnu-
leysistryggingar.
í landij þar sem flest er ógert
og aliir þrá að vinna, og fjár-
ráð eru með mesta móti, á að
gefast upp, vegna dýrtíðar og
annars fjársukks, við það sjálf-
sagða verkefni að tryggja öll-
um arðgæfa vinnu. í þess stað
á að framfleyta mönnm á sult-
arstyrkjum atvinnuleysistrygg-
inga, unz öllu, sem safnazt hef-
ir undanfarið, er eytt í sukk og
vitleysu. Þess vegna er það að-
alatriði stjórnarsáttmálans að
setja lög um atvinnuleysistrygg-
ingar áður en nokkuð er farið að
fást við nýsköpunina margum-
töluðu.
Maður, sem er aða/merkisberi
slíkrar helstefnu í dýrtíðar-
málum og fjármálum, æt'ti ekki
að vera að minnast á hina
gifturíku fjármálastjórn áranna
1934—38. Það sýnir aðeins hlut-
skipti hans í enn verra ljósi. Óg
bað eru honum sízt málsbætur,
bótt hann kunni að sjá betur en
verk hans bera merki um, því að
bað sýnir aðeins þann veíkleika
hans, að Thorsfjölskyldunni
hefir enn tekizt að not> hann til
óheillaverka gegn betri vitund,
og í þetta skipti ekki aðeins í
hennar þágu heldur kannske
fyrst og fremst í þágu kommún-
ista.
einnig á annan hátt. Þeir töl-
uðu mjög borginmannlega um
öll þau undur og stórmerki, sem
þeir ætluðu að gera. Þeir ætluðu
að nýskapa atvinnuvegina, koma
bezta lagi á fjárhag ríkissjóðs,
afla nægra tekna til að mæta
hinum stórkostlega auknu út-
gjöldum, bæta kjör hlutasjó-
manna, halda uppi margfalt
hærra kaupgjaldi hér en annars
staðar, 0. s. frv.
Það vantar ekki heldur stór
orð hjá Þjóðverjum. Þeir ætla
að áigra í styrjöldinni. En þeir
eru fáorðari, þegar um það er
spurt, hvernig þeir ætla að sigra.
Helzt er gefið til kynna, að það
verði gert með einhverjum
leynivopnum.
Það vár líka algert tóma-
hljóð hjá stjórnarsinnum, þegar
um það var spurt, hvernig þeir
ætluðu að framkvæma hin
mörgu og stóru lofórð sín. Þeir
gátu ekki svarað því, hvernig
b'eír ætluðu að afgreiða tekju-
þallalaus fjárlög, hvernig þeir
ætluðu að bæta kjör hlutasjó-
manna, hvernig þeir ætluðu að
framkvæma nýsköpunina á
grundvelli núverandi dýrtíðar og
verðbólgu og þó allra sízt því,
hvernig þeir ætluðu að tryggja
svo miklu meiri tækni hér en
annars' staðar, að íslendingar
gætu verið samkeppnisfærir við
’pjóðir, þar sem kaupið er tvis-
var til þrisvar sinnum lægra en
hér. Við öllum fyrirspurnum um
betta var algert tómahijóð hjá
stjórnarsinnum. í st/.ð þess að
svara slíku, var aðeins hert á
skruminu og loforðunum.
Það, sem þannig einkenndi
alla málfærslu stjórnarsinna í
umræðunum, var ge^ndarlaust
skrum, samfara algeru stefnu-
leysi og úrræðaleysi um það,
hvernig framkvæma ætti lof-
orðin. Umræðurnar voru átak-
anlegt dæmi um, að aldrei hefir
verið stefnulausari og úrræða-
minni stjórn á íslandi og al^rei
heldur stjórn, sem hefir reynt
að bæta upp þennan höfuðskort
með takmarkalausara skrumi og
blekkingum.
Heilbrigð og örugg við-
reisnarstefna.
Þegar ræður Framsóknar-
manna voru bornar saman við
þetta skrum og stefnuleýsi
stjórnarsinna, verður saman-
burðurinn meira en hagstæður
fyrir Frámsóknarflokkinn. —
Framsóknarmenn benda á heil-
brigða cf: örugga viðreisnar-
5tefnu í dýrtíðarmálum og fjár-
málum, sem hægt er að grund-
valla á stórfelldari nýsköpun og
glæsilegri framfarir til lands og
sjávar en áður eru dæmi til.
Þessi stefna er líka næsta auð-
veld í framkvæmd, ekki þarf
annað að gera en að lækka
kaupgjaldið og verðlagið að
krónutölu. Sliku þarf ekki að
fylgja nein skerðing á kjörum
launafólks eða bænda, því að
jafnframt og krónunum er
fækkað, er kaupmáttur þeirra
aukinn. Ef kaupið yrði t. d.
lækkað um Vio og verðlagið
jafnframt um Vio, þá fengjq
launamenn eins mikið fyrir 9 kr.
og fyrir 10 kr. áður. Kjörin
yrðu því óbreytt. Ríkisútgjöldin
myndu þá jafnframt lækka um
Vio og þann hluta þeirra mætti
nota til verklegra framkvæmda
í stað þess, að hann fer nú í
tóma eyðslu. Það myndi verða
einar 14 milj. kr„ eða andvirði
margra tuga allstórra mótor-
báta. Verðgildi sparifjár' og
verðbréfa myndi aukast um x/w
og eigendur þess fjár gætu bá
lagt fram meiri skattaframlög
til nýsköpunar. Trúin á fram-
leiðsluna myndi þá aftur vaxa,
menn yrðu fúsir til að leggja
fram fé í sjávarútveginn og
ungir menn yrðu fúsir til að
stunda sjómennsku, því að arð-
urinn af starfi þeirra rynni þá
°kki mestmegnis til milliliða og
landverkafólks, eins og nú á sér
stað.
Á grundvelli þessarar hyggi-
legu fjármálastefnu beitast
Framsóknarmenn fyrir nær öll-
um umbótamálum, sem nú liggja
fyrir Alþingi, sbr. ræktunar-
málin, áburðarverksmiðjuna,
fiskimálasjóðinn, raforkumál-
in, flugsamgöngurnar, póstmál-
in. Stjórnarflokkarnir eru hins
vegar byrjaðir að svæfa þau,
sbr. áburðarverksmiðjumálið.
Þeir vita, sem er, að framfara-
málin verða ekki leyst á grund-
velli vaxandi dýrtíðar. Þeir geta
því ekki boðið upp á neitt, nema
skrumið.
Fágætt ofaníát.
í útvarpsumræðunum sagði
Ólafur Thors hlustendum, að
Hermann Jónasson hefði áður
en ríkisstjórnin var mynduð
gengið á milli þingmanna og
sagt að annaðhvort skyldu þeir
taka sig fyrir forsætisráðherra
eða hrunið kæmi. —• Seinna í
sömu ræðu fullyrti Ólafur og
lágði á það ríka áherzlu, að það
hefði verið ófrávíkjanlegt skil-
yrði Framsóknarflokksins fyrir
stjórnarmyndun að dr. Björn
Þórðarson yrði forsætisráðherra.
Ólafi var bent á þetta ofaníát
hans, en þá endurtók hann að
nýju skröksögu sína. Þá tók þó
skki betra við. Rétt í sama mund
í sömu ræðu sagðist Ólafur hafa
látið þau orð falla við Bernharð
Stefánsson alþm., að engum
beirra Hermanni, Eysteini, Ja-
kobi eða sér mundi koma til hug
ar að þeir yrðu forsætisráðherr-
ar í ríkisstjórn Framsóknar-
flokksins og Sjálfstæðisflokksins
vegna atburðanna vorið 1942.
Það þarf, Ólaíur minn, meira
°n áhugann til að búa til skrök-
sögur. Það þarf einnig að hafa
þá gætni og skýrleika í hugsun,
að éta ekki ofan í sig alveg í
sömu andránni sínar eigin sög-
ur. — Það mun sem betur fer
fátítt, að forsætisráðherrar éti
Dfan í sig með þessum hætti og
pað hvað eftir annað.
Ánægja kommúnista.
Þeir, sem hlustuðu á umræð-
urnar af pöllum Alþingis, gátu
ekki komizt hjá því að sjá á-
nægjusvipinn á þingmönnum
kommúnista, þegar ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu-
flokksins voru að tala.
Þeir brostu kommúnistarnir,
begar Pétur Magnússon sagði,
að það væri aðeins dýrtíðar-
grátur að vera að tala um of
mikla dýrtíð og var jafnframt
að lýsa hinum „björtu hliðum
dýrtíðarinnar“. Fyrir kommún-
ista er fátt mikilvægara, en að
forsvarsmenn atvinnurekenda
haldi því fram að allt sé í lagi
og engar sérstakar ráðsj;afanir
þurfi að gera meðan verið er að
sigla öllu í strand og hrunið er
þannig gert óumflýjanlegt.
Þeir brostu líka, kommúnist-
arnir, þegar Ólafur Thors sagði,
að ekki kæmi til mála að hrófla
(Framhald á 7. síðu)
viö Þjóðrerja?
Þeirra umræðna gætlr nú
meira og meira í heimsblöðun-
um, hvað gert verði við Þjóð-
verja eftir að þeir hafa verið
sigraðir í heimsstyrjöldinni.
Kennir þar margra tillagna og
krafa og skal hér minnst á
nokkrar þeirra.
í fyrsta lagi er að nefna
landakröfurnar á hendur Þjóð-
verjum. Rússar munu krefjast
nokkurs hluta Austur-Prúss-
lands, m. a. Königsberg. Þeir
leggja einnig til, að Pólverjar
fái þann hluta Austur-Prúss-
lands, sem þá er eftir, og auk
þess allt þýzkt land austan við
Oderfljót. Pólska stjórnarnefnd-
in í Lublin hefir tekið upp þess-
ar kröfur fyrir hönd Pólverja, en
pólska stjórnin í London hefir
ekki enn fallizt á þær. Þá þykir
líklegt, að Tékkar geri tilkall til
Sudetahéraðanna. Óvíst er enn,
hvort Frakkar leggi fram landa-
kröfur á hendur Þjóðverjum, en
komið hefir til orða, að þeir
heimtuðu að fá Saar og nokkur
fleiri héruð vestan Rinar. Hol-
lendingar hafa gert kröfu um að
fá nokkur þýzk héruð í stað
þeirra héraða í Hollandi, sem
Þjóðverjar hafa hle^pt á sjó.
Hollendingar bjóðast jafnframt
til að skila þessum héruðum
aftur, þegar þeir séu búnir að
veita sjónum af landi sínu.
í öðru lagi koma svo skaða-
bótakröfur á hendur Þjóðverj-
um. Ekki er mikið um það rætt,
að Þjóðverjar greiði skaðabætur
í peningum, en hins vegar í
vörum og vinnu. Rússar hafa
gert ákveðnar kröfur um, að
mikill fjöldi þýzkra verkamanna
yerði látinn vinna í Rússlandi
alllengi eftir styrjöldina,við end-
urbyggingu þeirra mannvirkja,
er Þjóðverjar hafa skemmt eða
eyðilagt þar á stríðsárunum.
Rússar hvetja hernumdu þjóð-
irnar til að gera sömu kröfur.
Þá er mjög um það rætt, að
Þjóðverjar verði látnir leggja
niður allmikið af verksmiðjum
sínum og vélarnar fluttar til
hernumdu landanna, er orðið
hafa fyrir skerðingu á iðnaði
sínum.
í þriðja lagi er að nefna
stjórn þá, sem Þjóðverjar eiga
að búa við í framtíðinni. Flestir
tala um langvarandj hernám
Þýzkalands. Ýmsir telja, að her-
námið eigi að verða framkvæmt
af Bandamönnum og Rússum í
sameiningu, en alme.nnt er á-
litið, að þegar sé ákveðið, að
Þýzkalandi veröi skipt í þrjú
hernámssvæði, Bandaríkjamenn
verði í Suðvestur-Þýzkalandi,
Bretar í Norðvestur-Þýzkalandi
og Rússar í Austur-Þýzkalandi.
Frakkar, Belgir og Hollendingar
hafa nú gert kröfu til í*ö fá hlut-
deild í hernáminu. Mjög er talað
um, hvort setuliðsstjórnirnar
eigi ekki einnig að annazt hina
borg-iralegu stjórn og Þjóðverjar
fái þannig engu að ráða um mál
sín fyrstu áratugina eftir styrj-
öldina. Allir eru satnmála um,
að þeir eigi ekki að fá að hafa
her og ýmsir leggja til, að þeim
verði bannað að hafa eigin lög-
reglu. Rýssar eru einna fáorð-
astir um þessa hluti og grunar
ýmsa, að þeir hyggi á, að yfir-
bjóða Bandamenn í þessum efn-
um. Margir halda því fram, að
sérstaklega sé nauðsynlegt, að
Þjóðverjar fái ekki að hafa
kennslu- og uppeldismálin í eig-
in höndum, heldur eigi Banda-
menn að nota hernámstímann
til að ala upp nýja söguskoðun
og uppræta hernaðarandann.
Loks er að nefna það, hvaða
atvinnuvegi Þjóðverjum verði
leyft að stunda. Eins og kunnugt
er, hefir fjármálaráðherra
Bandaríkjanna lagt til, að Þjóð-
verjar verði aðallega smábænda-
þjóð og iðnaður þeirra lagður
niður. Að þessu verður þó vart
horfið. Hins vegar er mjög talað
um að takmarka iðnað þeirra,
banpa þeim allan iðnað, sem
geti á einhvern hátt verið í
sambandi við vopna- eða skot-
færaframleiðslu (m. a. áburðar-
framleiðslu) og hafa strangt
eftirlit með þeim iðnaði, sem
þeim er leyfður. Jafnframt er
talað um, að þeim verði ekki
leyft að taka upp neina nýja
uppgötvun, án þess að bera
hana fyrst undir Bandamenn,
og að allar rannsóknarstofnanir
þeirra verði undir ströngu eftir-
liti.
Margt fleira mætti nefna, þótt
hér verði staðar numið að sinni.
En víða kemur sá ótti fram,
einkum meðal kirkjunnar-
manna, að vafasamt sé að setja
Þjóðverjum mjög harða friðar-
kosti og sníða frelsi þeirra
þrönganstakk.lSlíkt geti hæglega
skapað leynilegan mótþróa, er
geti orðið upphaf nýs ófriðar-
báls. Þjóðverjar hafi sýnt það
með meðferðinni á hernumdu
þjóðunum, að engin þjóð verði
kúguð til undirgefni og hlýðni
og það muni einnig sannast á
þeim, ef beita eigi þá slíkum
tökum. Eini grundvöllur varan-
legs friðar sé að sýna Þjóðverj-
(Framhald á 7. síðu)
í ritstjórnargrein Dags 30. f. m.
segir svo um starfshætti kommúnista
íöur fyrr:
„Menn minnast þess t. d„ að
kommúnistar hafa margstaöhæft,
að engar sannar framfarir gætu
átt sér stað, meðan auðvaldsskipu-
• lagið ríkti. Kommúnistar hafa há-
stöfum flutt þá kenningu, að
fyrst af öllu bæri að rífa nið-
ur til grunna núverandi þjóð-
skipulag hinna vestlægari Evrópu-
ríkja, því að fyrr sé ekki hægt
að reisa framtíðarmusterið eftir
rússneskri fyrirmynd. Merin muna
vel þær fullyrðingar íslenzkra
kommúnista, að Alþýðuflokksmenn
og allir þeirra líkar í öðrum lönd-
um væru vargar í véum og verstu
féndur allrar alþýðu, af því að
þeir tefðu fyrir niðurrifi þjóðfé-
lagsins með því að hafa póti-
tískt samneyti og samstarf með
auðvaldinu og borgaralegum flokk-
um. Þess vegna væru þeir, sem
í daglegu tali eru oft nefndir
kratar, erkisvikarar gagnvart hin-
um æðstu hugsjónum um samein-
ingu öreiga um allan heim og
freisun þeirra undan ánauðaroki
og þrautpínandi kúgun auðvalds-
ins.“ j
* * *
Dagur víkur siðan að starfsháttum
kommúnista nú og hinni nýju stjórn-
arsamvinnu. Hann segir:
„En hvað hafa kommúnistar nú
gert? Þeir hafa algjörlega skipt
um „línu“ og um leið fellt yfir
sjálfa sig alla þá hörðu dóma, er I
þeir áður kváðu upp yfir öðrum.
Kommúnistar, sem nú reyna að 1
fela sig undir nafninu Samein-
ingarflokkur alþýðu — Sósíalista-
flokkurínn, hafa nú drýgt alla þá
stórglæpi á stjórnmálasviðinu, að
þeirra eigin dómi, er þeir áðui
hafa haldið hæst á lofti og for-
dæmt mést. Þeir hafa gengið í
opinbert stjórnmálasamband vií
auðvaldið í Sjálfstæðisflokknum,
sem þeir áður töldu dauðasynd,
og þeir hafa gengið í pólitíska
sæng með Alþýðuflokknum, sem
þeir hafa stimplað eins og erki-
féndur allra öreiga og bágstaddra
manna, og þetta bandalag segja
þeir að sé myndað til að lyfta öllu
þjóðlífinu á hærra menningar- og
þroskastig. Það keihur sem sé upp
úr kafinu eftir allt hið undan-
gengna, að kommúnistar telja auð-
valdið og féndur öreiganna vel
fallna tll bandalags við sig. Þar
með hafa þeir étið allt ofan í sig,
sem þeir hafa áður sagt um auð-
valdið og skaðsemi þess í þjóðlíf-
inu, og jafnframt hafa þeir gleypt
öll stóryrðin um kratana, því alveg
er það óhugsandi að kommúnistar
treystist til að halda því fram, að
þeir hafi bundizt samtökum við
skaðsemdaröflin i þjóðfélaginu til
þess að bjarga þjóðfélaginu írá
eyðileggingu, eins og þeir segjast
ætla að gera með samstarfinu við
auðvaldið í Sijálfstæðisflokknum
og stjórnarsamvinnunni við krat-
ana.“
* * *
Þá víkur Dagur að því hvers vegna
komúnistar hafi nú verið jafn ólmir
í stjórn með Ólafi Thors og þeir voru
mótfallnir því veturinn, 1943, að fara
, í umbótastjórn, þegar þeir settu hvert,
skilyrðið öðru óaðgengilegra, sem þeir
minntust ekki á r.ú. Dagur segir:
„Annars er það ekki svo torráðin
gáta, hvers vegna kommúnistá-
foringjarnir kjósa heldur að mynda
stjórn með auðvaldinu í Sjálfstæð-
isflokknum en að ganga tll stjórn-
arsamvinnu með Framsóknar-
flokknum, þótt þeir lofuðu því og
og létu sem sér væri það mikið
áhugamál að vinna með vinstri
flokkunum fyrir kosningarnar 1942.
En þetta var ekki annað en blekk-
ing og kosningabeita. Kommúhist-
um er meinilla við Framsóknar-
flokkinn, því að þeir vita, að þegar
áhrifa hans gætir verulega í lög-
gjöf og landsstjórn, þá falla þjóð-
inni í skaut miklar og hagfelldar
umbætur, sem gera hana ánægða
og um leið fráhverfa byltingaanda
Moskvakommúnista. Aftur á móti
er þeim ljúft að gera stjórnarsátt-
mála við auðvaldið, ef hann er
nægilega óljós og óákveðinn, en
áferðafagur og lofar miklu. Þó að
efndirnar verði litlar, þá getur það
einmitt orðlð vatn á myllu komm-
únista, því að þá fá þeir tækifæri
til að segja: Þarna er fengin
reynslusönnun fyrir því, að nýsköp-
un er ekki hægt að framkvæma á
grundvelli núverandi þjóðskipulags.
Nú er því ekki um annað að gera
en taka upp sovétskipulagið, sem
eitt megnar að láta þjóðlífið
springa út og blómstra; það hefir
reynslan sýnt 1 Rússlandi, þar sem
tekizt hefir að skapa paradís á
jörðu.“
Hér er vissulega getið rétt til um
fyrirætlun kommúnista og tilgang
, þeirra með stjórnarsamvínnunni.