Tíminn - 08.12.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
ÚTGEFPANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
Símar 3948 og 3720.
RITSTJÓRASKRIPSTOFDR:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9A.
Símar 2353 Qk 4373.
APGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG APGLÝSINGASgRIFSTOPA:
EDDUHÚSI. Llndargðtu 9A.
Slml 2323.
28. árg.
Reykjavík, föstudaginn 8. des. 1944
103. blað
Eínstæður atburð-
ur í sogu Alþingís
Forsetí sameinaðs þíngs lýsir pví
úr forsetastóli, að forsætisráðherra
hafi gengið frá orðum sínam
Síðastliðinn miðvikudag kom fyrir atburður í sameinuðu Al-
þingi, sem er einstæður í þingsögunni. Myndi slíkur atburður
hafa vakið óhemju mikla furðu annars staðar og vel getað haft
örlagaríkar efleiðingar, og hann myndi einnig hafa gert það
hér, ef það væri ekki orðið næsta hversdagslegt, að forsætisráð-
herrann bregðist því, sem samið er við hann einslega, ef honum
reyndist.óþægilegt að efna það.
Tillaga Eysteins Jónssonar um hlutleysi ríkisútvarpsins var til
framhaldsumræðu í samein. þingi. Meðal ræðumanna var Jakob
Möller, sem fann að því við forseta, Gísla Sveinsson, hvernig
hann hefði kynnt ræðumenn Sjálfstæðisflokksins í nýloknum
útvarpsumræðum, en forseti hafði sagt, að þeir töluðu af hálfu
stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar 1 Sjálfstæðisflokknum. ^
Forseti svaraði jafnharðan úr forsetastóli og kvað Jakob hafa
getað sparað sér þessi ummæli. Þetta hefði verið gert samkvæmt
ósk þeirra fimm þingmanna úr Sjálfstæðisflokknum, sem ekki
styddu stjórnina, þar sem þeir hefðu ekki tekið þátt í umræðun-
um. Gaf forseti jafnframt í skyn, að þeir myndu ekki hafa fengið
að tala, þótt þeir hefðu um það beðið. Jafnfrámt kvaðst forseti
hafa rætt um þetta við forsætisráðherra, sem formann Sjálf-
stæðisflokksins, OG HEFÐI KYNNINGIN Á RÆÐUMÖNNUM
FLOKKSINS VERIÐ ORÐUÐ SVO SEM GERT VAR, f SAM-
RÁÐI VIÐ HANN. 4
Ólafur Thors kvaddi sér þegar hljóðs og sagði, að forseti hefði
talað um þetta við sig, en kvaðst hafa sagt honum, að hann vildi
ekki hafa nein afskipti af störfum forseta. Annars gæti forseti
með sama rétti og hann tilkynnti ræðumenn Sjálfstæðisflokks-
ins, tilkynnt, að hann (f°rseti) talaði í umboði þeirra manná',
sem styddu hann hér á Alþingi (hótun?). \
Forseti stóð npi upp úr forsetastóli að nýju og var æði þung-
brýnn. Mælti hann á þá leið, að hann hefði heyrt það, sem for-
sætisráðherra hefði sagt, FORSÆTISRÁÐHERRA HEFÐI MEÐ
ÞVÍ GENGIÐ FRÁ ÞVÍ, SEM HANN HEFÐI VIÐ SIG SAGT.
Forsætisráðherra setti dreyrrauðan í andliti undir þessum orð-
um forseta og muldraði eitthvað ógreinilega í barm sér. Þing-
menn alla setti hljóða og mun enginn hafa efast um, að forseti
hefði hér réttara að mæla og að hann hefði orðað kynninguna
á' ræðumönnum Sjálfstæðisflokksins í samráöi við Ólaf, þótt
hann vildi nú ekki við það kannast, þegar það hafði sætt gagn-
rýni stuðningsmanna stjórnarinnar í Sjálfstæðisflokknum.
Stjórnarflokkarnir hafa oft um það rætt, að þeir hafi myndað
stjórn til að endurreisa virðingu Alþingis. Vissulega er ekkert
fjær réttu lagi en að virðing þingsins verði endurreist undir for-
ustu manns, sem er jafn óorðheldinn og þessi skipti hans og for-
seta bera vitni um, auk þess, sem áður er kunnugt. Áreiðanlega
myndi ekkert þiiig þola slíka eða aðra óorðheldni af forsætis-
ráðherra sínum. Það myndi þykja slíkur blettur á virðingu þess,
að allt yrði gert til að má hana af. En á íslandi er meirahluta
þingmanna bersýnilega annað kærara en virðing þingsins.
________________&______________:___________,____________________
Hvað iBtlar rikisstjórnin að gera til hagsbóta
fvrir smáútgerðina og hiutasiómennina?
,EY-VIRKIrV" við austurströnd Rretlands
pmmm"
x
Áðalíundur Fram-
sóknarf élags R.víkur
Næsti fundur félagsísis
á miðvikudaginn.
Framsóknarfélag Reykjavík-
ur hélt aðalfund sinn fyrir
nokkrum dögum.
'Kosnir voru i stjórn félags-
ins fyrir næsta ,ár, 01afur Jó^
hannessqn lögfræðingtfr og með-
stjórnendur þeir Guðjón Teits-
son, Sigurjón Guðmundsson,
Guðlaugur Rósjnkranz og Krist-
ján Friðriksson.
í fulltrúaráð voru kosnirj Arn-
ór Guðmundsson, Guðm. Kr.
Guðmundsson, Jakobína Ás-
geirsdóttir, Kristjón Kristjóns-
son, Ólafur Sveinsson, Sigurvin
Einarsson og Vigfús Guðmunds-
son. Auk þess á stjórn félagsins
sæti í fulltrúaráðinu.
Félagið mun halda næsta fund
sinn í Kaupþingssalnum næsta
* miðvikudagskvöld. Viðhjálmur
Þór, fyrrv. atvinnu- og utanrík-
ismálaráðherra, flytur þar erindi
um fjármál og verða umræður
á eftir.
Nýjasta „línan"
Forsetakosning, sem fór fram
á bráðabifgðaþingi Frakk-
lands, hefir vakið mikla athygli.
Ástæðan er sú, að kommúnistar
gerðu bandalag við íhaldsmenn
og kusu försetaefni þeirra í þeim
tilgángi að fella forsetaefni
jafnaðarmanna. Forsetaefni
jafnaðarmanria fékk atkvæði
miðflokksmanna og náði þvi
kosningu. •
Þetta þykir benda til þess, að
kommúnistar hafi nú aftur tek-
ið upp þá gömlu „línu", að jafn-
aðarmenn og aðrir umbótamenn
séu „verra en íhaldið af tvennu
illu", en fyrir það að fallast ekki
á þessa skoðun var ýmsum
mönnum vikið úr Kommúnista-
flokknum hér, á sínum tíma,
samkvæmt úrskurði Alþjóða-
sambands kommúnista.
Það þykir líka athyglisvert,
að kommúnistar tala nú aldrei
um alþýðufylkingu eða vinstri
fylkingu. — Alltaf þegar skor-
izt hefir í odda milli jafnaðar-
manna og íhaldsmanna, t. d. í
Frakklandi, hafa þeir fylgt þeim
síðarnefndu.
Fundur útgei ðarmanna lýsir aíkomu smá-
útgerðarinnar og kjíkum hlutasjómanna
Þegar ríkisstjórnin kom til valda, var það eitt af loforðum
hennar, að hún skyldi vinna að bættri afkomu smáútgerðar-
innar og bættum kjörum hlutasjómanna. Þótt nær tveir mán-
uðir séu nú liðnir frá valdatöku stjórnarinnar og aðalvertiðin
fari í hönd, hefir enn ekki bólað neitt -a þessum ráðstöfun-
um stjórnarinnar, nema síður sé. Er þó næsta margt, sem stjórn-
in gæti gert til hagsbóta fyrir smáútgerðina og fyrrv. stjórnvar
byrjuð að umilrbua t. d. lækkun olíuverðsins fyrir atbeina olíu-
samlaga, bætt skipuiag beituvérzlunarinnar, fullkomnara eftir-
lit með veiðarfæraverzluninni.i o. s. frv., þá bendir og reynsla
Norðfirðinga til þess, að útgerðinni væri það mikill hagur, ef
hún væri studd til þess að arifeast sjálf útflutninginn á afla
sínum.
SHk virki, sem sjá má á þessari mynd, hafa verið reist víða við austur-
stiönd 3retlands tii verndar skipum þeirra. Þykja þau hafa reynzt vel
og eru Bretar hínir hreyknustu yfir þessum „eyvirkjum," er þeir kalla svo.
Algert sinnu- og athafnaleysi
ríkjandi í utanríkismálum
Hvað tefur sendinefndina, sem átti að fara
til Svíþjóðar?
Nokkru áður en stjórnarskiptin urðu, hafði Vilhjálmur Þór,
þáverandi utanríkismálaráðherra, samið um það við sænsku
stjórnina, að íslendingar sendu sérstaka samninganefnd til
Stokkhólms til viðræðna um viðskipti íslendinga og Svía eftir
stríð. Þar sem stjórnarskipti voru þá í nánd, taldi Vilhjálmur
rétt að eftirmaður hans tilnefndi menn í nefndina, en málið
var að öðru leyti svo undirbúið, að ekki stóð á öðru en til-
nefningu sendimannanna.
Þótt næstum tveir mánuðir
séu liðnir síðan stjórnin kom til
valda, bólar. enn ekki á því, að
utanríkismálaráðherrann hafi
skipað þessa' nefnd. Var þó
vissulega mjög nauðsynlegt, að
þessu máli yrði hraðað. Mörg
stríðslöndin reyna nú að ná
samningum við Svía um ýms
mikilsverð viðskipti eftir styrj -
öldina, t. d. smíði á skipum, til-
búnum húsum, vélum tii raf-
virkjunar o. fl. Er Svíþjóð eitt
það land.sem líklegast er til stór
framleiðslu á slíkum vörum eftir
styrjöldina. Má télja það meira
en líklegt, að við gætum fengið
Svía til að smíða fyrir okkur,
ekki aðeins fleiri vélbáta, eins
og fyrrv. st'jórn hafði lagt drög
að, heldur einnig togara, vélar
til rafvirkjunar, tilbúin hús o.
fi. Auk þess koma svo venju-
leg vöruskipti. Kaup Svía á ís-
lenzkum afurðum fóru sívaxandi
fyrir styrjöldina.
• Það kann náttúrlega svo að
fara, að okkur, takist enn að
ná hagkvæmum samningi við
Svía um þessi mál, en það er eigi
að síður áverjandi hirðuleysi af
ríkisstjórninni að hafa frestað
þessu máli jafnlengi og raun er
á og sýnir vel, a,ð hún hefir ekki
eins mikinn áhuga fyrir að afla
nýrra tækja inn í landið og hún
vil vera láta.
Samskonar sinnuleysi hefir
r '
komið fram i sambandi við"fisk-
sölusamninginn. Það hefði verið
sjálfsagt strax og örðugleikar
sköpuðust í sambandi við það
mál, að senda sérstaka sendi-
nefnd til viðræðna við brezk
stjórnarvöld um málið. í stað
þess er hafður fullkominn seina-
gangur á málinu og sendiherr-
an loks kallaður heim! Það verð-
ur Vissulega ekki stjórninni að
þakka, þótt mál þetta snúist
ekki á verri veg. -
Frá aimæli Þorleifs
Jónssonar í Hólum
Úr bréfi frá Hornafirð segir:
— Hinn 21. ágúst síðastl., átti
Þorleifur Jónsson, bóndi að
Hólum, áttræðisaímæli. Æviat-
riða þessa merkismanns var
getið hér I blaðinu við það tæki-
færi. x
Þorleifi var haldið veglegt sam-
sæti. heima að Hólum, á afmæl-
isdaginn, Var þar samankomið
á annáð hundrað manns. Þar
voru og flest börn og tengda-
börn Þorleifs. Var setið við veit-
ingar, ræðuhöld og söng fram á
nótt.
Ræður fluttu: Sérá Páll Þor-
leifsson, sonur afmælisbarnsins,
(Framhald á 8. síðu).
Hversu illa smáútgerðin er
stödd, þrátt fyrir hið hagstæða
fiskverð, má bezt marka af álykt
unum nýlokins fundar útvegs-
manna hér í bænum. Þær álykt-
anir, sem þar voru gerðar, voru
vissulega ekki sprottnar af
neinum illvilja til ríkisstjórnar-
innar og nýsköpunarinnar, eins
og stjórnarblöðin halda fram,
að liggi til grundvallar á lýsing-
um stjórnarandstæðmga á af-
komu framleiðslunnar. Fundur
þessi lýsti þvert á móti óskum
sínum um, að stjórnin nyti vel-
farnaðar. Hins vegar gat hann
ekki komizt hjá því að lýsa hög-
um útgerðarinnar, eins og þeir
raunverulega eru, og gerði hann
það í svohljóðandi ályktun:
„Aðalfundur Landssambands
ísl. útvegsmanna, haldinn í
Reykjavík 29. nóv. til 2. des. 1944
gerir eftirfarandi ályktun um
afkomu smáútvegsins:
Þar sem allur tilkostnaður við
útgerð hefir vaxlð gífurlega
á síðustu árum, en verð afurð-
anna hins vegar að mestu stað-
ið í stað, er hlutfalUð á milli til-
kostnaðar og afraksturs, þegar
orðið mjög óhagstætt . fyirr
útgerðina, en að þetta hefir
ekki þegar leitt til stöðvun-
ar, er mest að þakka óvenju-
legu aflamagnl síðustu ára, bæði
á þorsk- og sildveiðum, svo og
almennt bættum hag útvegs-
manna fyrstu stríðsárin, en yf-
irleitt hefir hagur þeirra versn-
að síðan.
Fundurinn telur því mjög að-
kallandi nauðsyn, að afkoma
smáútgerðarinnar verði bætt
með einhverjum ráðum. Skorar
fundurinn því á Alþingl og rík-
isstjórn, að taka þessi mál nú
þegar til rækilegrar athugunar
og bendir á hvort ekki muni fært
að miða allar kaupgreiðslur til
lands og sjávar, bæði hjá ríki og
einstaklingum, við vísitölu, sem
reiknuð er út eftir verðlagi og
magni útflutningsafurðanna.
Felur fundurinn L. f. Ú. að
fylgja þessu eftir við rétta aðila,
Verði útgerðarreksturinn til
muna óhagstæðari en orðið er,
vegna lækkunar á afurðaverð-
inu eða hækkunar á útgerðar-
kostnaði, þá felur fundurinn
stjórninni að boða alla útvegs-
menn á landinu til fundar í
Reykjavík til þess að taka á-
kvarðanir um, hvað gera skuli
til úrbóta fyrir útveginn.
Þessi tillaga sýnir það eins
glöggt og verða má, hvílíkur
ófarnaður dýrtíðin hefir verið
fyrir smáútgerðina. Meðan dýr-
'tíðinni var nokkurnveginn hald-
ið í skefjum fyrstu stríðsárin var
hagur útgerðarinnar góður og
hefði haldið áfram að vera það,
ef fylgt hefði verið tillögum
Framsóknarmanna haustið 1941
að festa bæði verðlag og kaup-
gjald í landinu. í stað þess var
dýrtíðinni sleppt lausri fyrir til-
verknað núverandi stjórnar-
flokka og þess vegna er nú svo
komið, að útgerðin ber sig ekki,
þrátt fyrir hið háa stríðsverð,
nema aflabrögð sé í allra bezta
lagi. Þess vegna er nú þörf
margra ráðstafaha til að bæta
afkomu útgerðarinnar, eins og
bent er á hér að framan, en
vitanlega * væri þó mikilvægast
að koma á vísitölureikningi
þeim, sem rætt er um í fram-
angreindri ályktun. En það
mega útgerðarmenn gera sér
ljóst, að því réttlætismáli út-
gerðarmanna, sjómanna og ann-
ara framleiðenda verður ekki
komið framv meðan núverandi
stjórnarsamsteypa Kveldúlfs og
kommúnista helzt.
Þá samþykkti útgerðarmanna-
mannafundurinn svohljóðandi
tillögu um afkomu hlutasjó--
manna:
Almennur fundur útvegs-
manna haldinn í Rvík 29. nóv.—
2. des. 1944, vekur athygli á ,að
jafnframt því, sem hagur smá-
(Framhald á S. slðu)
í
t DAG
irtist á 3, 4. og 5. síðu
blaðsins ræða Hermanns
Jónassonar, form. Fram-
sókuarflokksins, viff fram-
hald fyrstu umræðu um
f járlögín í sameinuðu þingi
á mánudaginn var.
Neðanmáls á 3. og 4. sfðu
er grein eftir Indriða Indr-
iðason um Jakob Thorar-
ensen rithöfund, er á 30
ára skáldafmæli á þessu
hausti.
-»»>»>^>^
Frá Tímanum
Nokkurum mönnum úti * á
landi hefir verið sendur Tíminn
til kynningar, slðan honum
var breytt í átta síðu blað.
Eru þetta eingöngu menn,
sem útgáfustjórnin treystir til
þess að endursenda blaðið, vilji
beir ekki gerast kaupendur þess.
Verði þeir ekki farnir að endur-
senda blaðið um áramótin, né
láta afgréiðslu þess Vita á annan
hátt, verða þeir taldir kaupend-
ur Tímans næsta ár eins og
allir aðrir, sem veita blaðinu við-
töku.
Vinir og velunnarar Tímans!
Útvegið nýja áskrifendur og
greiðið fyrir blaðinu, svo ^að það
geti orðið sem öflúgast vopn í
baráttunni fyrir öllu þvi, er
miðar íslenzku þjóðinni til
heilla.