Tíminn - 08.12.1944, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.12.1944, Blaðsíða 5
103. blað TlMEVN, föstndaglnn 8. des. 1944 445 1']m þetja leyti fyrir 400 árum Dauðí Gottskálks grimma í dag er Maríumessa á jóla- föstu. Þennan dag fyrir 414 ár- um var einn stórhöfðingi íslands og harðsvíraðasti fjárplógsmað- ur þeirrar aldar að deyja á bisk- upssetri Norðlendinga. Þetta var Gottskálk grimmi Nikulásson, er þá hafði verið Hólabiskup í 21 ár — sá biskup, 'er hlotið hefir það eftirmæli hjá þjóðinni að hafa verið ófyrirleitnastur, harðdrægastur og fésjúkastur allra kirkjuhöfðingja á íslandi, að ef til vill einum undanskild- um, Ólafi Hólabiskupi Rögn- valdssyni, og er þá mikið sagt, því að margir sáust þeir lítt fyrir í þeim efnum fyrr á öldum. Eitt fyrsta embættisverk hans, eftir að hann kom til biskups- stóls síns, var að taka hálft Hvassafell í Eyjafirði af Óla Bjarnasyni, syni Bjarna Ólason- ar, er Ólafur biskup Rögnvalds- son hóf Hvassafellsmál gegn og kúgaði til þess að játa á sig að hafa samrekkt Rándríði dóttur sinni. Gaf Gottskálk Óla það að sök að hafa .látið grafa lík móður sinnar að kirkju í forboði og jarða Bjarna föð- ur sinn bannfærðan í Mikla- garðskirkjugarði. Þessu líkur varð allur biskupsferill Gott- skálks, og eru þó langfrægust skipti hans við Jón Sigmunds- son. y Undirrót þeirrá miklu mála- ferla má rekja til atburða, sem gerðust i brúðkaupsveizlu Jóns að Víðidalstungu 1481, er hann gekk að eiga fyrri konu sína, Guðrúnu Gunnlaugsdóttur. Kom upp deila í brúðkaupinu milli brúðgumans og þriggja bræðra, Ólafs, Gísla og Hermanns Fil- ippussona, meiriháttar manna, og tókust vopnaviðskipti í kirkjugarðinum. — Ásgrímur, bróðir Jóns, var og í veizlu þessari og hugðist að veita bróður sínum lið. Kom þá aft- an að Ásgrími maður, sem Smið- ur hét, og lagði hann í gegn. Flúði hann síðan í kirkju, en Jón elti hann og lagði vopni sínu í kirkjúhurðina. Var það áratugum síðar ein af sakargift- um Gottskálks grimma, að hann hefði höggvið í kirkjuhurðina, er hann elti bróðurbana sinn. En Jón Sigmundsson gaf þeim Filippussonum sök á drápi Ás- gríms og sótti þá gð lögum um kirkjugarðssaurgun. En dómur gekk honum á móti. Drógu mál þessi hala á, eftir sér, og blandaðist Gottskálk biskup í þau, enda mun honum hafa þótt gott til fjár, þar sem Jón Sigmundsson var, stórauð- ugur maður. En hin illvígu viðskipti Jóns Sigmundssonar og biskups h<Jf- ust þó fyrst fyrir alvöru, er sá kvittur kom upp, að fiórmenn- ingsmeinbugir væri á síðara hjónabandi Jóns. Greip biskup þá sakargift tveim höndum, hvort sem hún var undan hans rifjum runnin í upphafi eða ekki. Var móðir Jóns — sem al- kunnugt ér — Sólveig Þorleifs- dóttir og Vatnsfjarðar-Kristín- ar Bjarnardóttur Jórsalafara, sonar Grundar-Helgu og Einars í Vatnsfirði Eiríkssonar. En seinni kona Jóns hét Björg, og sagði biskup, að Jón föðurfaðir hennar hefði verið sonur Ingi- gerðar, dóttur Grundar-Helgu og Einars. Dæmdi hann það hjónaband ólögmætt og lagði við geípilegar sektir fyrir þessa ofdirfð í móti páfans leyfi. Fann Guðbrandur biskup Þorláksson, er var dótt- ursonur Jóns Sigirrsndssonar, löngu síðar eiðstaf þann, sem Gottskálk hafði stílað Jóni í þessu máli. Var hann svolát- andi: „Til þess leggur þú hönd á helga bók o. s. frv., að þú skalt héðan í frá skilinn vera að fé- lagi og líkhams losta við þá konu, Björgu ÞorvaldsdóttiSr, og ei skaltu at borði vera með henni eðr innhýsis um nótt, eða á nokkrum grunsemdarstað. Ei skaltu tala við hana nema í op- inberum stöðum að vitnum nær- verendum, áheyrendum og á- sjáendum verk og orð ykkar; sé svo Guð þér hollur ef þú held- ur þetta, en gramur, ef þú lýgur“. En Jón lét ekki kúgast. Hafði hann kröfur biskups að engu, og færði enda sönnur á, að Ingi- gerður þessi, langamma hans, hefði verið Þorsteinsdóttir. Bisk- up lýsti þau þá í bann. Fór Jón utan til þess að flytja mál sitt fyrir Kristjáni konungssyni og Gauta erkibiskupi í Niðarósi, en Björg kona hans gugnaði fyrir ógnum biskups og valdi kirkj- unnar og galt þungar fjársektir fyrir samvistir við bónda sinn. í utanför Jóns urðu málalyktir þær, að málum hans var vísað undir dóm Stefáns biskups Jóns- sonar í Skálholti og fleiri for- vigismanna kirkjunnar. En svo fór, að þeir staðfestu dóma Gottskálks í einu og öllu. Urðu upp úr því fleiri greinir með Jóni og Stefáni biskupi og kenndi Jón mjög ofríkis bisk- ups. Fór hann þá enn utan • til þess að fá leiðréttingu mála sinna, og var í þeirri för veitt lögmannsembættið nyrðra. Er heim kom tókst mála- myndarsætt með honum og Gottskálki biskupi, en eigi varð hún langgæð, því að biskup höf brátt nýjan málarekstur á hendur Jóni. Bannfærði hann Jón á ný, og varð hann að flýja Norðurland og leita á náðir Björns sýslumanns Guðnasonar í Ögri, er var frændi hans og einn mesti veraldlegur höfðingi á íslandi á þeirri öld. Gerðust þeir nú umsvifamikli-r i baráttu sinni gegn hóflausri ágengni kirkjuvaldsins og efndu til sam- taka meðal höfðingja á Vestur- og Norðurlandi. Á fundi sín- um á Leiðarhólmi í Dalasýslu árið 1513, gerðu þeir sam- þykkt um að verjast ánauðar- oki, er kirkjuvaldið lagði á lg,ndsmenn og hafa að engu ó- tilhlýðileg bönn og forboð bisk- upanna. Voru sektir lagðar við, ef einhvet skærist úr leik og styddi kirkjuhöfðingjana gegn leikmönnum. ' / En þeim Jóni Sigmundssyni og ^Birni í Ögri auðnaðist ekki að stanc^a yfir höfuðsvörðum kirkjuvaldsins. Báðir börðust þó til hinztu stundar og dóu í banni, Jón árið 1520, snauður maður og horfinn að vinum. Bjó hann þá að Krossanesi á Vatns- nesi. Segir Jón Espólín svo í ann- álum, að það hafi veriðvmunn- mæli, að hann hafi stefnt Gott- skálki fyrir guðs dóm, „og er það satt, að margur hefir um minni sakir skotið til guðs sínu mál- efni,“ segir hann. Sagan segir, að þegar lát Jóns Sigmundssonar fréttist austur í sveitir, hafi Qi-ottskálk biskup setið að veizlu austan Öxnadals- heiðar. Telja sumir, að það hafi verið á Hrafnagili, aðrir að Grenjaðarstað. Er honum voru sögð tíðindin, stóð hann upp og kvað ráð að búast til brottferðar. Reið hann síðan sem skjótast heim til Hóla og tók litlu síðar þunga sótt. Þóttist hann vita, að þessi myndu dægur sín hinztu og bað Guðmund góða og heilagan Jóhannes, að þeir skyldu nú duga sér. Á Máríumessu — eða 8. desember eftir okkar tíma- talsvenju — gaf hann upp önd- ina. ^ Sama árið og hann dó, hafði hann samið erfðaskrá sína. Gaf hann Hólakirkju ell?fu tugi jarða, er hann hafði sölsað undir sig, og skyldu þar á móti koma sálumessur, er klerkar syngju, sálu hans til þrautaléttis í hreinsunareldinum. Þar að auki voru svo j arðir þær, er hann ætl- aði erfingjum sínum, og fé, er nrestarnir skyldu fá fyrir ómak sitt og fleiri eignir. — Gottskálk grimmi hélt ekki að sér höndum bá tvo áratugi, sem hann sat á biskupsstóli Norðlendinga. Gottskálk biskup var dauður, en lengi lifir falinn eldur. í biskupstíð Jóns Arasonar voru þessi mál þeirra Jóns Sigmunds- sonar vakin upp að nýju og urðu þá orsök harðra deilna og mannvíga og fimmtíu árum síð- ar spruttu út af þeim harðar og ógeðfelldar deilur milli Guðbr. biskups Þorlákssonar og þeirr- ar tíðar höfðingja. Vildisjarðir á íslandi voru eins konar rógs- málmur á þeim tímum. J. H. / Vilhelm Moberg: Eiginkona FRAMHALD Góðir grannar og sveitungar styðja hver annan. Og í þorpinu eru til þeir bændur, sem eru betur stæðir en hann. En hjá Andrési, oddvitanum, hefir hann þegar fengiþ að láni eina skeppu af korni, og Frans Gottfreð er nízkur og lítt hjálpfús, svo að það má eins vel eiga von á, að hann neiti að lána. Hann getur farið til Eilífs Nikulássonar eða ísaks Jóhannesar, hann skuldar hvorugum þeirra neitt .... Eða til Páls Gertssonar .... En Páll hefir lánað honum svo mikið af heyi, að hann'getur sóma síns vegna ekki farið til hans enn á ný og beðið um sáð- korn. Og hann ætti að kinoka sér við því að þiggj’a hjálp úr þeirri átt. Hvað vill hann Páli? Veit hann það’ekki? Hann telur hann kannske í þokkabót vin sinn, og sú tilhugsun dregur úr Hákoni kjark. Hann elur ekki í brjósti aðrar tilfinningar í garð Páls en öfund — ekkert annað en hreina og beina öfund. Og þess vegna er hann ekki vinur hans. Og þó ætlar hann að fara til Páls með tóman pokann: Það er ekki skortur á neinu á ’bænum þeim! Og Páll hefir sýnt það, að hann er greiðvikinn maður. Ef hann gæti nú aðeins sigrazt á þeirri hugsun, að hann sé að gera sig skuldbundinn honum. En svo telur Hákon sér trú um, að hann sé ekki að stofna þessa skuld sjálfs sín vegna. Það er jörðin, sem á að fá rúginn. Hann er því ekki að reka erindi sitt, heldur jarðarinnar. Og hann á ekki þessa jörð, því að hún er öll í skuld. Hann er að fá rúg lánaðar handa manninum, sem er hinn rétti eigandi býlisins. Á þenna hátt sigrast hann á hiki &nu. Hann er ekki að biðja um neitt handa sjálfum sér — hvað kemur það hon- um við, hve mörgum rúgkornum er sáð í mold, sem annar^mað- ur á? Já, þetta telur Hákon sér trú um. Og svo tekur hann pok- ann og fer til Páls. Hákon er auðvitað tilneyddur að gera þetta, svo að unnt sé að sá. Páll fór undir eins með honum upp á loftið og mældi handa honum hálftunnu af rúgi. Hákon þurfti ekki að sífra lengi. Hann skildi það svo mætatvel: Éf skylt var að liðsinna nokkrum manni, þá var það bónda, sem vantaði sáðkorn á vordegi. Páll Gertsson var ekki meðalmaðúr á hæð. Hann var dálítið lotinn, en þrekinn líkaminn var vitni um það, að hann var vel að manni. Hann var hálsstuttur, og kj&lkaskeggið var ljóst. Undir breiðu enninu voru ljósleit augu, full trúnaðartrausts, augna- ráðið dálítið starandi, eins og augun sætu fjist í tóftunum. Hann drap ört tittlinga, eins og hann væri á þann hátt að reyna að losa augun úr kreppunni. Margrét kom upp á loftið meðan þeir voru að hella korninu i pokann. Hún var að sækja kjöt'til þess að steikja. Hún skar sneiðar af stórri* svínssíðu, sem hékk í bita, og Hákon horfði á hægri hönd hennar, er kreppt var um hnífsskaptið; hún var eins og lítill, mjúkur biti, sem hann langaði mest til að taka í lófa sinn og fela þar. Þetta var örugg og einbeitt konuhönd, sem titraði ekki. Margrét renndi hnífsblaðinu niður i spikið og skar stórar sneiðar.af síðunni. Það var til matur á þessum bæ; hjá Hákoni var ekki til annað matarkyns en síld í litlum kúti í kjallaran- um. En hjá Páli var ekki hörgull á neinu. Samt öfundaði Hákon hann ekki af því, hve góða daga hann átti; hann öfundaði hann af nóttunum. — Þakka þér ástsamlega, Páll. Ég vildi gjarna geta gert þér gv^íða í staðinn, ef færi gefst. Hákon þagnaði. Hvers vegna stóð hann hér ljúgandi? Ó, hve hann gat verið óhreinlyndur! Hann skammaðist sín. Hann hefði heldur átt að þegja en lofa þesgu endurgjaldi. Betra að þegja en ljúga. Maður gat verið öfundsjúkur nágranni, en paður þurfti ekki þar að auki að vera undirförull nágránni. Hvaða greiði var það, sem hann ætlaði að gera Páli? Hann þurfti ekki að spyrja sjálfan sig að því — hann hafði vitað það í heilt ár. Páll mældi rúginn í poka hans, meðan hann stóð þarna við hliðina á honum og beið færis að ræna hann. Hvað vildi hann anpað? Kona Páls var rétt hjá honum; hann fann það svo greini- lega, að honum varð þyngra um andardráttinn en venjulega. Hvers'vegtia breiddi hann ekki út faðminn og tók utan um hgna? Hvers vegna. hélt hann svona hæversklega í pokann? Hann horfir nærri því undrandi á hendurnar, sem geta haldið s$r þetta í skefjum, þótt Margrét sé svona nærri. Þetta eru furðu- léga hlýðnar hendur .... Því að hann langar mest til þess að rétta þær fram og stela konunni, sem stdhdur ekki armslengd frá honum. Hans innsta þrá er þó áð stela konu Páls frá honum. Sú löngun rekur hann hingað á hv’erjum degi. Þess vegna kom hann hingað í dag með rúgpokann sinn — sáðkorn gat hann fengið hvar sem var. En maður, sem er hreinskilinn, á að segja hið sanna um er- indi sitt undir eins og hann kemur inn. Ég vildi gjarna geta gert vþér greiða í staðinn, ef færi gefst. Þetta' segir hann. Og honum býður við sjálfum sér; hann vildi hrækja út úr sér þeirri tungu, sem gat sagt þessi orð. Það er fláráð tunga, sem hann vill ekki kannast við, að sé tunga sín. Hingað til l?efir tunga hans verið sannsögul — hver hefir nú umhverft henni? — Margur þarf á hjálp að halda, segir Páll óg daufleg augu hans stara framan í Hákon. — Hákon er góðu' feti hærri. Hákon forðar sér undan þessu augnaráði; hann skotrar aug- unum aftur til Margrétar. Augu hennar eru grá, en það eru brúnir dílar í þeim; þau eru eins og grágrýti í haganum. í dag hafði hann séð niðri við lækinn stein, sem var nákvæmlega eins og augu Margrétar. Hann lá þar umluktur svörtum hring eins og auga. Og hann hafði stutt hendinni á þenna grábrúna stein, hægt og varlega, eins og hann væri að strjúka hendinni yfir augu hennar. Steinninn var ekki kaldur og harður viðkomu, eins og hann hafði búizt við. Hann var heitur í sólskininu, og varmi hans streymdi á móti á mjúklátri hönd hans. En litblærinn á augum Margrétar breytist — þau eru ekki alltaf eins og grágrýtið í haganum. Það getur brugðið á þau grænum lit, sem minnir á gróðurnálina. Þau geta leiftrað eins og döggin á grasinu. Úti á víðavangi sér hann margt, sem minnir á þau. Og svo fór Hákon með pokann sinn, og Páll hjálpaði honum niður stigann. Hann beygir bakið eins og dálítið hikandi undir þessari hálftunnu af rúgi. Þetta er þó engin byrði fyrir jafn sterk- AXDRl &AHL1 Ettir KARL EVALD (Barnasaga) NIÐURLAG Séra Andri neitaði öllum góðgerðum, en kvaðst óð- ar byrja á spurningum. Kom nú fyrsta prestsefnið inn og heilsaði prófasti auðmjúklega. Prófastur var grimmúðlegur á að líta. ,,Þú ætlar að verða prestur,“ sagði A*ndri. „Ja-a-á,“ anzaði prestefnið. „Ekki lízt mér svo á þig, sem þú kunnið mikið. En ég skal jqji vera vægur við þig og leggja fyrir þig allra léttustu spurninguna mína. Viltu þýða á góða íslenzku orðið Kattesíkúrfíó?“ Pilturinn skalf eins og hrísla. Hann leitaði í öllum afkimum sálar sinnar, en hvergi fann hann þetta orð. „Far þú nú heim til þín og lærðu betur, svona menn læt ég ekki komast að embætti. Látið þann næsta koma,“ sagði Andri reiðilegur. Veslings pilturinii kom skjálfandi og beið nú eftif einhverri fádæma spurningu. „Leggðu út orðið Moldesírokíó“. Lærisveinninn hafði aldrei heyrt það og varð að ganga frá prófi. Kcm nú sá þriðji. Hann einsetti sér að gera allt sem hann gæti, til að standast prófið. „Hvað merkir orðið Kúepissíantíó?“ spurði séra Andri. Piltinum varð um megn að skilja orðið og varð að fara sneyptur. Lauk svo prófi þessu. Andri lék við hvern sinn fingur. Fékk hann nú mat- arlystina og át í næði. Lengi lengi var ekki um annað talað en hálærða pró- fastinn og hörku hans við lærisveina. Þóra undraðist hvað maður hennar komst vel áfram. henni féll vel að heyra samræður fólksins. Andri hélt venju sinni og flutti sí og æ sömu ræðuna. v * E n d i f. FJALLIÐ EVEREST er bók, sem hefir inni að halda stórfróðlegar og skemmtilegar frásagnir um hæsta fjall jarðarinnar og tilraunir manna um að brjótast upp á hæsta tindinn. Höfundur er Sir. F. Younghusband, en þýðandi Skúli Skúlason iitstjóri. Tuttugu og tvær gullfallegar heilsíðumyndir prýða bókina. Þessi bók er tilvalin tækifærisgjöf. Hún kos(ar kr. 22.00 óbundin, en kr. 30.00 í góðu bandi. SJv'æLAIVDSÍTGAFAIV Ii.í., Lindaryötu 9A Sími 2353. er talið ágætt fóður handa öllum alidýrum. Við höfum fyrirliggjandi birgðir af góðu fiskimjöli. Talið við M j ö 1 & Bein sími 4088, Mjöl & Bein H.F. --------------------------------^ Dáðir voru drýgðar ,Saga Nólseyjar-Páls og fleiri afreksmanna, segir frá margvíslegum mannraunum, ævintýrum, svaðilförum og hetjudáðum. Sögurnar gerast á hinum ólíkustu stöðum og umhverfi, allt frá hjarnbreiðunum á nyrztu slóðum jarðarinnar til fjallavatnanna í Sviss, háfjallanna í Ti- bet og sólheitra stranda Arabíu. Allir, sem unna stórfenglegum hetjusögum og ævin- týrum, lesa „Dáðir voru drýgðar". Kaupið^bókina hjá næsta bóksala, eða pantið hana beint frá útgefanda. Bókaúígáfan Fram Lindargötu 9 A — Reykjfavík — Sírni 2353 T Í M I M\ er víðlesnasta anglýsingablaðið!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.