Tíminn - 08.12.1944, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.12.1944, Blaðsíða 6
446 TÍMEyiy, föstiidagmn 8. des. 1944 103. blað Ræða Hermanns Jónassonar fFramhald af 4. síðu) orð Morgunblaðsins fyrir hálf- um mánuði. Halli á fjárlögum nú mundi „hefna sín grimmi- lega“ er versnar í ári. „Hin grimmilega hefnd“, sem Morg- unblaðið kallar §vo, væri fyrir- sjáanlegt algert fjárhagslegt öngþveiti. Ég hefi nú leitt rök að því, að stefna núverandi stjórnar er framhald stjórnarstefnunnar 1942. Kjördæmamál enn á ný, undanhald í kaupgjaldsmálum. sama ráðleysi í dýrtíðarmálinu Algert stefnuleysi í fjármálum. Stjórn með slíka stjórnarstefnu fyrirbyggir vitanlega alla ný- sköpun atvinnulífsins eins ræki- lega og nokkur stjórn getur gert. Stefnan sjálf hlítir því lögmáli að koma hér öllu í fjárhagslega sjálfheldu áður en varir. Sinidurþykkjaii innan Sjálfstæðisflokksins. En einingin í stjórnarflokkun- um er bágborin um fleira en fjármálastefnúna. Það er að vísu misklið í öllum flokkum og nokkur metingur. Ég tel hér ajls ekki þann meting og þær orða- ■ hnippingar, sem oft eiga sér stað milli flokksmanna, svo sem milli Björns Ólafssonar fyrrver- andi ráðherra og núverándi for- sætisráðherra, eða skrif Árna frá Múla um núverandi forsætisráð- herra, þó að þar sé af mörgu að taka. Það er ekki svo alvarlegt út af fyrir sig, þó að slíkt eigi sér stað í . flokkum. En ágreiningur, sem nú er \ Sjálfstæðisflokknum, er um mál. sem markar meginstefnu hvers flokks, stefnan í fjárrmilum ríkisins og framleiðslunar. Þetta eru málin, sem skipta mönnum í flokka. y4 af Sjálfstæðisflokkn- um neitar að styðja stjórnina, fimmmenningarnir. Ég get upp- lýst, að nokkrir af þeim hafa þegar sent dreifibréf út um kjördæmin, væntanl'.ga vegna þess, að þeir eiga ekki of greið- an aðgang að málgögnum flokksins. Þeir skýra þar af- stöðu sína til stjórtiarmyndun- arinnar. Þeir eru ekki myrkir í máli um það,. sem er að gerast og eru næsta harðorðir í áliti sínu á stjói'ftarsamvinnunni og stefnunni. Margt í bréfum þess- um á sannarlega erindi til manna um land allt. Það verða síðar tækifæri til að skýra nán- ar frá þessum bréfum. Þau ganga nú manna á milli, það vitið þið hlust^ndur, um öll þau héruð, sem þau hafa verið send í. Og Morgunblaðið sagði nýlega, að þetta væru greindustu og heiðarlegustu mennirnir 1 flokknum. Sama er að segja um afstöðu annars sjálfstæðisblaðsins, Vís- is. Þar er einnig djúptækur á- greiningur um meginstefnuna og flytur blaðið svo að segja daglega árýsir á stefnu stjórn- arinnar. Ófrlðurlnn í Alþýðii- sambandinu. Og svo er það framkoma kom- múnista og Sjálfstæðismanna á þingi Alþýðusambandsins. Þing- ið hefst á því, að uppvíst verð- ur um leynibréf formanns kom- múnistaflokksstjórnar, Brynj- ólfs Björnssonar, til trúrra fé- lagsmanna víðsvegar um land. Bréf þetta hefir vakið almenna undrun. í samræmi við áætlún bréfsins neyta svo kommúnist- ar og Sjálfstæðismenn meiri- hlutavalds til að bægja nokkrum fulltrúum Alþýðuflokksins frá þátttöku í þinginu, þótt kosnir væru með sama hætti og full- trúar, er kommúnistar vissu sér trúa. — Landsmenn rekur minni til, að 1937 hófst samstarf Sjálf- stæðismanna og kommúnista um stjórnarkosningu í verka- mannafélaginu ^Llíf í Hafnar- firði. Maður að nafni Hermann Guðmundsson var kosinn for- maður þess. Hann var flokks- bundinn Sjálfstæðismaður, sem Alþýðublaðið sagði að hefði ver- ið í nazistadeild flokksins. Kom- múnistar og Sjálfstæðismenn ráku nú nokkra þekktustu verkamannaleiðtoga Alþýðu- flokksins úr félaginu 'Hlíf til þess að tryggja sér meirihluta. Hermann Guðmundsson .var svo sendur út af örkinni um allt land sem pólitískur vérka- mannaleiðtogi Sjálfstæðis- flokksins. Síðan segir Hermann Guðmundsson sig úr Sjálfstæð- isflokknum. Enginn veit, hvaða flokki hann tilheyrir. En stað- reynd er það, að nú er Hermann Guðmundssón kosinn formaður Mþýðusambandsins með at- kvæðum kommúnista og Sjálf- ítæðismanna. Kommúnistar og Sjálfstæðis- menn hlutu 4 atkvæða meiri- iluta eftir að þeir höfðu, eins og fyrr segir, neitað nokkrum lög- lega kosnum Alþýðuflokks- nönnum um aðgang að þing- 'nú. Þannig kusu þeir einlita kommúnistastjórn, 9 manna, ’yrir Alþýðusambandið. Alþýðublaðið 28. f. m. segir um betta: „Þessi meirihluti var fenginn með svikum og ofbeldi ig stuðningi Sjálfstæðismanna“. Það má svo sem nærri geta, með hvað miklum heilindum samstarfið er í ríkisstj órhinni nilli þessara manna um almenn nál ofan á stefnuleysið, sem áð- jr er rakið. IViðurlas'sorð. Ég sný mér að lokum að nýju ið fjármálunum. Ég tala til peirra, fjær o_g nær, sem styðja pessa stjórn. Ég er undrandi yf- ir því, að ýmsir þingmenn í itjórnarflokkunum skuli ekki viðurkenna það nú þegar, ivernig fjárhag þjóðarinnar og framleiðslunnar er komið. Ég fullyrði, að mörgum þessara hv. bingmanna er það Ijóst,” að með bví að láta meinsemdina halda xfram að grafa um sig, er aug- Ijós, að hún verður lítt lækn- mdi áður en varir. Þeir, sem að bessum stuðningi standa, taka á 5ig mikla ábyrgð. Ég geri mér það ljóst, að það er nú þegar miklum annmörk- um háð, að ráða fram úr fjár- nálum íslenzka ríkisins og framleiðslunnar. En það er aug- jóst, að það fer enn ört versn- andi, því lengur sem haldið er ífram á þessari brautr— Ég hefi enga trú á því, að fjármálaá- 5tandið verði lagfært, nema með algerðri stöðvun og síðan niður- færslu dýrtíðarinnar, og að leið- réttar verði nokkrar af þeim yf- xsjón jm, sem gerðar voru aðal- lega 1942. Án þess verður á næstunnl ekki unnt að semja fjárlög 'með viðunandi móti, og ín þess er framleiðslan dauða- læmd, ef nokkuð ber út af, sem Eyrirsjáanlegt er. Ég efast mjög mikið um, að kjör verkamanna séu hér betri m þau voru 1941—1942. Hækkað verð til bænda hefir horfið í ’nækkað kaup og tilkostnað. Ég pfast um, að verkamenn á ís- landi séu nokkuð betur settir en verkamenn í Englandi, Svíþjóð og öörum löndum, þar sem þeir hafa þrisvar sinnum íægra kaup en hér. Dýrtíðarpólitík okkar hefir verið sú, að láta undan á- róðri, sem skapað hefir þá trú, að það væri betra að fá 10 kr. í kaup heldur en 5 krónur, þó að dýrtíðin vaxi þannig, að mað- ur kaupi sömu nauðsynjar fyrir 10 krónur og greiddar voru með 5 £r. áður. En afleiðingarnar hafa orðið þær fyrir ríklssjóð, sem við nú sjáum, og fyrir fram- leiðslu landsmanna, en að lok- um fyrir alla landsmenn. Þegar hinar þroskuðu ná- grannaþjóðir okkar ræða um nýskipun sinnar framleiðslu, sér maður fljótt, að' það sem bær hugsa um fyrst og fremst, er það hvernig framleiðsla beirra geti orðið samkeppnis- fær við framleiðslu annarra þjóða. Við Verðum að fara að hugsa fjármál okkar á svipaðan hátt, þótt seint sé. í þessu landi eru óþrotlegir möguleikar. Hvar sem við lítum, er þörf fyrir nýtt framtak og nýjar framfarir. Þeir menn, sem taka á sig á- byrgðina á því að halda áfram fjármálastefnunni frá 1942, verða að gera sér það ljóst, að þeir taka jafnframt á sig þá á- byrgð að koma í yeg fyrir þess- ar framfarir í bráð, og ef þess- ari fjármálastefnu verður haldið áfram enn um skeið, þá einnig f lengd. Þessi fjármálasteína er að koma öllum þjóðarbúskapnum í algera sjálfheldu. Brúnn kraítpappír Sterkur — ódýr. I Kaupíélag Eyíirðínga Byggingarvörudeild \ VERZLUNIN EDINBOR6 1. des. opnaði ég Jólabazarínn Éy kom me& ó- t/rt/nni uf leikfönt/- um ot/ allskonar ttekifœrist/jjöfum. Krakkar mínír, pid vitid hvert skal halda. Jélasveinn Edinborgar Ef yffur vantar rafvirkja þá hringið í síiua 5740. — Fljót afgreiðsla. Vöuduð vinna. H.f. Glóðin Skólavörðustíg 10. IJtlagrinn Ný skáldsaga eftir Pearl S. Suck. Saga konu, sem elskaði og fórnaði, líknaði og hugg- aði sorgmædda og hrjáða meðbræður í framandi landi, ósvikin hetjusaga, sögð á þann látlausa og nær- færna hátt, sem þessari skáldkonu er svo laginn. Það gefur þessari bók sérstakt gildi, að Pearl Buck er hér raunverulega að segja sögu móður sinnar. Allir þeir, er kynnast vilja þeim jarðvegi, sem þessi ástsæla skáldkona er sprottin úr, mun-þvi fagna mjög útkomu þessarar bókar. Þetta er jólabók íslenzkra kvenna í ár. BÓKAÚTGÁFAJV óðfvn. /þeirra sem missa fyrirvinnu sína, er líftrygging. Hafið þér gert skyldu yðar og tryggt framtíð f jölskyldunnar. .ÖRYGGI UM FRAM ALLT“ SjóvátnjqqifÍfÍiaQ Islands SAYO\ de PARÍS mýkir húðina ot/ styrkir. Gefur henni yndisfayran litblœ oy ver hana kvillum. ivoTie SAVON / Raitækjavinnustofan Selíossi framkvæmir allskonar rafvSrkJastörf. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.