Tíminn - 30.12.1944, Blaðsíða 2
'•
482
TfMEVN, laugardagmn 30. des. 1944
108. hlatt
Luugurdugur 30. des.
Kölhm Framsóknar-
manna
Frá tveimur þeim þjóðum, er
leystar hafa verið undan oki
Þjóðverja og fengið hafa nokkra
sjálfstjórn, berast nú daglega
fregnir um grimmilegar inn-
byrðisdeilur, og bendir þó flest
til, að þessar deilur eigi eftir að
harðna til muna, þegar her
Bandamanna fer úr landi. Þess-
ar þjóðir eru Belgíumenn og
Grikkir. Hjá þriðju þjóðinni, er
fengið hefir sjálfstjórn, Prökk-
um, hefir verið mun friðsam-
legra til þessa.
Um tíma leit út'' fyrir, að
nokkur friður myndi haldast í
löndum þessum fyrst eftir að
hernáminu lyki, því að komið
hafði verið á fót ríkisstjórn allra
flokka. En reynzlan sýndi, að
þessi stjórnarsamvinna helzt að-
eins þann tíma, er iiægt var að
fresta lausn ágreiningsmálanna.
Jafnskjótt og til þess kom að
leysa ágreiningsmálin, rofnaði
samstarfið. Kommúnistar áttu
þar einna drýgstan þáttinn,
þótt hvergi nærri verði sagt, að
hægri menn hafi komið fram
eins og englar. Þeir reyndu
mjög að halda -í gömul sérrétt-
indi og einkahagsmuni og stuðl-
uðu þannig að því, að kommún-
istum tókst að fá allmargt
frjálslyndra manna til liðs við
sig.
Ástæðan til þess, að Frökkum
hefir til þessa farnast betur en
Grikkjum og Belgíumönnum,
felst í því, að menn, sem hafa
verið óh^ðir kommúnistum og
auðmönnum, hafa haft þar
meira að segja og notið öflugra
stuðnings. Þeir hafa framkvæmt
ýmsar róttækar ráðstafanir, er
auðmennirnir myndu haf a
hindrað í Belgíu eða Grikklandi,
og gert hafa kommúnistum erf-
iðara fyrir um að vekja óánægju
gegn stjórninni. f Frakklandi
hefir miklu meira verið reynt
að þræða meðalveginn en í hin-
um löndunum tveimur. Fram-
tíð Frakklands veltur mjög á því,
hvort þetta tekst til frambúðar.
Það þarf engan að undra, þótt
innanlandsátök fari í kjölfar
stríðsins og þeir atburðir, sem
nú eru að gerast í Belgíu og
Grikklandi, endurtaki sig miklu
víðar. Til þess liggja margar á-
stæður, en vafalaust er þó sú á-
stæðan veigamest, að það er
orðin almenn skoðun, að skipu-
lagið, sem ríkti í viðskiptum og
fjármálum fyrir styrjöldina,
— skipulag samkeppni, sam-
vinnuleysis og skipulagsleysis —
' hafi átt höfuðþáttinn í fjár-
málaöngbveitinu, atvinnuleys-
inu og kreppunum og loks í
styrjöldinni sjálfri. Fólkið vill
því ekki hverfa til þess, semvar,
heldur vill fá betra og fullkomn-
ara fjárhagsskipulag. Kommún-
istar boða kröftuglega.að komm-
únisminn sé skipulagið, sem eigi
að koma, og notfæra sér upp-
iausnina eftir styrjöldina út í
yztii æsar. Sérréttindastéttirnar
gömlu fylkja jafnhliða liði sér
til varnar og þannig myndast
tvær ósættanlegar fylkingar, er
þreyta munu grimmilegustu úr-
slitaglímu, ef þeim mönnum, er
vilja fara meðalveginn, tekst
ekki að safna nægilegu fylgi til
að koma fram réttmætum og
nauðsynlegúm þjóðfélagsumbðt-
um og hindra hina háskalegu
lokabaráttu áðurnefndra öfga-
flokka.
Hér á íslandi, líkt og var í
Belgíu og Grikklandi, hafa hinar
andstæðu fylkingar kommúnista
og harðsvíraðasta auðvaldsins
samið vopnahlé. Forsvarsmenn
þess hafa reynt að telja það eins
varanlegt og samkomulagið um
kristnitökuna á Þingvöllum árið
1000 eða a. m. k. lét Einar Ol-
geirsson svo ummælt í útvarps-
ræðu nýlega! En það mun sann-
ast hér eins og í Belgíu og Grikk-
landi, að þessi sætt helst aðeins
meðan hægt er að draga lausn
vandamálanna á langinn, sem
nú er gert með örþrifafyllstu
bráðabrigðaráðum, eins og með-
gjöfinni með dýrtíðinni og
tekjuhallarekstri ríkisins. „Þeg-
ar að því kemur að leysa sjálf
f-
Á víðavangi
Skæruliðiö á íslandi.
Kommúnistar í Belgíu og
Grikklandi vilja ekki taka þátt
í ríkisstjórnum þar, nema þeir
fái að hafa skærusveitir sínar
vopnaðar. íslenzku kommúnist-
arnir hafa ekki vopnaðan mann-
afla og þurfa því ekki að setja
slíka kosti. En þeir hafa öðru
skæruliði á að skipa, sem er
jafnvel enn vissara um að ná
settu marki en skærusveitirnar
í Belgíu og Grikklandi. Þetta
skærulið er dýrtíðin. Skilyrði
þeirra fyrir stjórnarþátttöku er
að þetta skærulið fái ekki aðeins
að halda öllum vopnum, heldur
sé það enn elft og búið nýjum
vígvélum. Þessum skilyrðum
hefir verið fullnægt af for-
sprökkum ihaldsmanna hér.
Dýrtiðin heldur því fullkomlega
áfram að vinna það verk, sem
koirimúnistar hafa ætlað henni,
og er sízt afkastaminni við að
eyðileggja þjóðfélagið en skæru-
sveitirnar í Grikklandi.
Forsprakkar íhaldsmanna hér
eru hinir hreyknustu yfir þess-
ari framkomu sinni og halda að
þeir séu miklu hyggnari stjórn-
málamenn en Pierlot og Papan-
dreou, þar sem þeir geti haldið
kommúnistunum í stjórninni.
Þeir munu segja annað, þegar
við þeim blasa afleiðingarnar af
þeim verkum, serri dýrtíðar-
skærulið kommúnista eru nú að
vinna. Þá munu þeir reyna að
„stjórnmálahyggindi" og ráð-
herra dómur Ólafs verður þjóð-
inni næsta dýr.
Vantraust á nýbyggingarráði?
Það vakti mikla athygli, að
ríkisstjórnin var mánaðartíma
að velja menn (4) í nýbygging-
arráðið, en hafði þó áður tjáð
þinginu, að mikið lægi við, að
ráðið tæki strax til starfa. Var
dráttur þessi rakinh til ósam-
komulags milli stjórnarflokk-
anna. Fáum dögum eftir, að
loksins var búið að skipa menri
í ráðið, báru kommúnistar fram
á Alþingi frumvarp um, að rík-
isstjórnin „skuli" láta smíða
innanlands 50 vélbáta af tiltek-
inni stærð „á reikning ríkis-
sjóðs". Þarna er strax gripið
fram fyrir hendurnar á nýbygg-
ingarráði, því að það hefir enn
engar tillögur gert um þessa
„nýsköpun". — Og nú spyrja
menn: Er það ætlun kommún-
ista að lýsa fyrirfram vantrg,usti
á nýbyggingarráðinu á þennan
hátt?
Ríkissjóðsuppbót
á innlend skip.
, í áðurnef ndu f rumvarpi
kommúnista er svo fyrir mælt,
að alla bátana skuli smíða inn-
anlands. í greinargerð-er þó ját-
áð, að framleiðslukostnaður
þeirra hér hljóti að verða hærri
en erlendra skipa, t. d. sænsku
bátanna. Er þá ætlast til, að
ríkissjóður greiði sérstakan
styrk á innlendu bátana, stío að
verð þeirra til kaupenda geti
orðið svipað og erlendis. Er
styrkur þessi áætlaður 1000 kr.
á smálest hverja, en það er
raunar allt of lágt.til að jafna
verðmuninn innanlands og utan.
Hér yrði því um að ræða, að því
er virðist, margra iriiljóna með-
gjöf með hirium innlendu bát-
um. Þó lét stjórnin það verða
eitt fyrsta verk sitt að hækka
kaup skipasmiða eins og fram-
leiðslukostnaður skipa væri ekki
vandamálin, mun fara líkt hér
og í Grikklandi, þar sem ráð-
herrarnir, er áður héldu skála-
ræður hyer fyrir öðrum, eru nú
sitthvoru megin við götuvígin.
Þá munu hefjast hér harðari
átök milli kommúnistanna og
afturhaldsins en áður eru dæmi
til, og þau munu enda með á-
þján eða kúgun mikils þorra
þjóðarinnar, ef eigi tekst að
hindra þau í tæka tíð með sam-
stilltu átaki þess fólks, er hvorki
vill hlíta drwttnandi harðstjórn
kommúnistiskra einræðisherra
eða nokkurra áuðjarla, heldur
vill brej^a þjóðfélaginu og um-
bæta það í það horf, að tryggð-
ur verði hæfilegur jöfnuður,
réttlæti og frelsi.
Það er á þessum vettvangi,
sem Framsóknarflokksins bíður
eitt höfuðverkefni hans á næstu
árum. Það er hlutverk hans að
hindra þessa þjóðháskalegu úr-
slitaglímu öfgaflokkanna. Þess
vegna vilja þeir líka Framsókn-
arflokkinn feigan. Þeir vita, að
hvorugur þeirra mun bera þann
sigur úr býtum, sem þá dreymir
um, ef Framsóknarflokksins
nýtur við. Þess vegna vilja þelr
líka enn einu sinni skerða
byggðavaldið með nýrri kjör-
dæmaskipun. Þeir vita, að
bændurríir eru sú stétt, sem trú-
legust er til að gæta jafnvægis
og réttlætis í þjóðfélaginu og ó-
líklegust er til' þess að vilja
þjóna auðkóngum eða kommún-
istiskum einræðisherrum. Þess
vegna verður enn að skerða vald
þeirra.
í raun réttri má segja, að tvö-
föld köllun knýi Framsóknar-
menn til þess starfs, serri hér er
fyrir höndum, Það er ekki að-
eins sú köllun að afstýra hinni
grimmilegu úrslitaglímu öfga-
flokkanna, er gæti endað með
undirokun mikils hluta þjóðar-
inar. Það er jafnvel enn frekar
sú köllun, að flyíja boðskap
þeirrar stefnu, sem bezt er til
\>ess falin að leysa vandamálin.
Á sama tíma og heimur sam-
keppninnar, — heimur sam-
vinnuleysis óg skipulagsleysis, —
hefir verið að hrynja, hefir nýr
heimur, heimur samvinnunnar,
verið í sköpun. Þótt þessi nyi
heimur eigi enn ekki langa sögu,
er sívaxandi gengi hans í heila
öld aðalsönnun þess, að hægt
sé að leysa vandkvæði viðskipta
og atvinnumála á grundvelli
bræðralags, jafnréttis og jafn-
aðar. Hann hefir sýnt, að hægt
er að leysa hin torleystustu
fjárhagslegu vandamál, án for-
sjár auðkónga eða kommúnist-
iskra einræðisherra. Hann hefir
sýnt, að fólkinu sjálfu, — hin-
um óbreytta bónda, verkamanni
eða konum þeirra — er ekkert
slíkt ofviða, ef það aðeins vinn-
ur saman og notfærir sér þann-
ig kosti samstarfs og skipulagn-
ingar í heildar þágu. Á aldar-
afmæli samvinnuhreyfingarinn-
ar, er nýlega var hátíðlegt haldiö
um allan hinn frjálsa heim, var
hvarvetna viðurkennt, að starf-
semi hennar hefði sýnt, að með
réttlátu samstarfi einstaklinga
og þjóða mætti vel takast að
hindra skort, atvinnuleysi,
kreppur og stríð í heiminum. Og
vafalaust á samvinnuhreyfingin
meiri þátt í því en nokkum,
grunar, að eftir þetta stríð verða
gerðar víðtækari tilraunir en
nokkuru sinni fyrr, til að leysa
viðskipta- og fjárhagsmál á
grundvelli alþjóðlegs samstarfs
og skipulags, sem kemur í stað
skipulagsleysis samkeppninnar,
er flestir viðurkenna nú að búið
sé að vinna nægilega bölvun.
Það er stefna samvinnunnar,
sem Framsóknarmenn þurfa að
boða á íslandi næstu árin kröft-
uglegar og rækilegar en nokkuru
sinni fyrr. Hagsmunadeilur
stéttanna verða aðeins réttlát-
lega leystar á grundvelli sam-
vinnunnar og sanngjarnrar
arðskiptingar. Það félagslegt
vandamál er ekki til, sem ekki
má leysa með skipulagsúrræðum
samvinnunnar á einn eða ann-
an hátt. Markmiðið er því skipu-
lögð samvinna í stað skipulags-
lausrar samkeppni eða komm-
únistiskrar ríkisþrælkunar.
Það veltur ekki aðeins á þessu
starfi Frarnsóknarmanna, hvort
hérverður komið í veg fyrir þá
lokabaráttu öfgaflokkanna, er
nú veldur þjóðum Belgíu og
Grikklands mestum \ raunum.
Það veltur á þessu starfi, hvort
íslenzka þjóðin fær frjáls og
óþvinguð, að njóta ávaxta auk-
innar samvinnu eða hvort
hún verður að lúta ofríki kom-
múnistiskra einræðisherra eða
auðjarla. Á árinu, sem nú er að
hefjast, má því enginn Fram-
sóknarmaður liggja á liði sínu,
heldur vinna eftir fyllstu getu
fyrir stefnu sína, þjóð og land.
Takmarkið er, að Framsóknar-
flokkurinn verði svo öflugur, að
samvinnuhugsjónin geti orðið
mestu ráðandi, þegar að því
kemur að leysa vandamálin og
viðreisnarstarfið hefst.
nógu mikill áður. Hingað til hafa
talsmenn stjórnarflokkanna lát-
ið í veðri vaka, að landbúnað-
urinn væri eini atvinnuvegur
hér á landi, sem þyrfti á verð-
uppbótum að halda. En hvað
sýnist mönnum nú um skipa-
smiðaiðnaðinn? Og þannig er
því miður um flestar iðngreinar
hér á landi nú orðið. Þrátt fyrir
innflutningstolía eru þær yfir-
leitt hvergi nærri samkeppnis-
færar við erlendan iðnað. Á síð-
ustu árum hefir hins vegar inn-
lendi iðnaðurinn farið . mjög
vaxandi í kaupstöðunum, og
fjöldi fólks lifir á þeim atvihnu-
vegi.
Hvernig fer?
En hvernig fer, ef að því kem-
ur, að viðskiptahömlum innan-
lands og utan verður rutt úr vegi
og ódýrar erlendar iðnaðarvörur
flæða yfir landið? Hvernig fer,
ef íslenzkir menn fara að flytja
inn tilbúin hús úr timbri, til að
létta af sér hinu óbæriléga húsa-
leiguokri í dýrtíðaríbúðunum?
Hvernig fer, ef þar á ofan ætti
að flytja helming eða meira af
íbúðum sveitanna til kaupstaða
eins og sumir stjórnarsinnar tala
um nú á tímum? Og hvernig fer,
ef það er satt, sem Áki Jakobs-
son sagði á eldhúsdaginn, að sjó-
menn vanti á nýsköpunarflot-
ann, af því að þeir hafi lakarí
kjör en landverkafólk og emb-
ættismenn? Eigum við ekki að
staldra við áður en „eitt rekur
sig á annars horn"?
Vélanotkun við vegagerð.
í útvarpsumræðunum 4. des.
hélt Ólafur Thors því fram, að
með nýjum tækjum, sem fengin
hefðu verið til vegagerðarinnar,
mætti nú fá það verk unnið fyr-
ir 2 krónur, sem áður kostaði
12—15 krónur að framkvæma.
í sambandi við þetta er ástæða
til að minna á, að fimm þing-
menn Frarrisóknarflokksins báru
fram tillögu á Alþingi fyrir
tveim árum, um rannsókn nýrra
vinnuaðferða í vegagerð og
símalagningu. Var þar skorað á
ríkisstjórnina að láta rannsaka
möguleika til að auka vélanotk-
un í vegagerð, og að vegagerðin
yrði, a. m. k. að einhverju leyti,
framkvæmd í ákvæðisvinnu.
Einnig að athuga möguleika til
að símalínur yrðu lagðar með
minni tilkostnaði en nú tíðkast.
Þessi þingsályktunartillaga var
samþykkt í þinginu, efnislega
óbreytt. Með flutningi hennar
var það Framsóknarflokkurinn,
sem átti frumkvæði að ákvörðun
þingsins um aukna vélanotkun
við vegagerðina.
ERLENT YFIRLITs
Flóttinn írá stórborgínni
Fyrir nokkru síðan voru birt-
ar í enskum blöðum tillögur, sem
samdar höfðu verið að tilhlutun
stjórnarinnar um skipulag
Londonar og nágrennis hennar
á komandi árum. Frægasta sér-
fræðingi Breta í skipulagningu
borga og bæja, Patrick Aber-
crombie prófessor, var falið
þetta 'verkefni fyrir nær þrem-
ur árum síðan og hefir hann
haft marga sérfróða menn sér til
aðstoðar. Hann hefir jafnhliða
unnið að tillögum um skipulagn-
ingu fleiri borga, t. d. Plymouth,
Hull og Bath. Má á því marka,
hve mikils álits hann nýtur.
Tillögur Abercrombie um end-
urskipulagningu Londonar hafa
vakið mikla athygli og mun ó-
hætt að "segja, að síðan Beve-
ridge-tillögurnar komu fram
hafi ekkert slíkt máí vakið jafn-
mikla athygli í Bretlandi. Inn-
an skamms munu verða haldnar
sýningar á uppdráttum og lík-
önum, er veita aukna yfirsýn um
tillögurnar, og er búizt við að
þær fái mjög mikla aðsókn.
Eitt meginatriði í tillögum
Abercrombie er það, að meira
en 1 milj. mahna í Stór-London,
einkum þó í aðalborginni, verða
fluttir þaðan, sem þeir búa nú,
og þeim séð fyrir heimkynnum
i dreifðum smáborgum.er reistar
verða í nálægum héruðum, eða
í smáborgum, sem hafa yerið að
rísa upp í nálægð Londonar und-
anfarin ár. Er gert ráð fyrir a.
m. k. 10 nýjum smáborgum verði
komið upp á allra næstu árum.
Jafnframt verða rúmlega 1700
verksmiðjur í Stór-London, er
veita um 300 þús. manns at-
vinnu, fluttar með tilliti til
þessara fólksflutninga. í sama
mund og fólksflutningar þessir
hefjast, verða vitanlega settar
hömlur gegn fólksflutningum til
Londonar, og nýrri fólksaukn-
ingu þar.
Takmarkið með þessum stór-
felldu fólksflutningum er að
hindra of mikið þröngbýli í
London og veita sem allra flest-
um möguleika til smáræktunar
eða útiveru í stórum skemmti-
görðum, er verða mjög auknir.
Seinustu árin fyrir styrjöldina
var allmikið unnið að byggingu
úthverfa, sem höfðu slík skil-
yrði að bjóða, en helzti ágalli
þeirra var sá, að þau voru of
fjarri vinnustöðunuml Nú verð-
ur rjeynt að bæta úr þessu með
því / að flytja verksmiðjurnar
einnig til útborganna.
Það, sem einkennir þannig
tillögur Abercrombie er útfærsla
borgarinnar, þ. e. hún er færð
út og dreifð í margar smáborgir
eða bæi. Þetta er gagnstætt
þeirri. stefnu, sem áður hefir
verið mjög ríkjandi, að færa
borgirnar saman með byggingu
margra hæða íbúðarhúsa, án
nokkurs landrýmis annars en
götunnar. Þetta þótti spara
gatnagerð og fleira. Abercrombie
telur, að þessu fylgi svo margir
menningarlegir ókostir og það sé
borgarbúum svo mikilvægt að
vera í nokkurum tengslum við
náttúruna, er skapast við smá-
ræktun eða útiveru á óbyggðum
svæðum, að sparnaðurinn sé
ekki tilvinnandi, enda verði
hann næsta vafasamur, er allt
kemúr til alls. Hann telur, að
takmark hinna miklu íbúðar-
bygginga, er nú séu fyrirhugað-
ar í Bretlandi, sé að veita fólk-
inu sem mest þægindi og hér sé
um þægindi að ræða, er séu
jafnvel mikilvægust af öllum.
Þessari stefnu, sem hér kemur
fram, gætir nú orðið rrijög víða
og er ekki ósennilegt, að hún
muni verða mesta ráðandi í
skipulags- og byggingarmálum
borganna á komandi árum. Hún
er af ýmsum nefnd flóttinn frá
stórborginni, en aðrir lýsa henni
þannig, að verið sé að reyna að
flytja hollustu sveitalífsins inn
í borgina að svo miklu leyti, sem
það er hægt. í Ameríku fer bygg-
ing úthverfa eða smáborga, eins
og hér hefir verið lýst, mjög í
vöxt.
Abercrombie gerir ráð fyrir
þyí að á landsvæðunum kringum
hinar fyrirhuguðu smáborgir
verði stundaður landbúnaður og
telur.hann, að með þeim hætti
fái borgarbúar meiri kunnug-
leika af landbúnaðinum en ella.
Telur hann þeim það æskilegt.
Margar aðrar breytingar, sem
eru fyrirhugaðar samkvæmt til-
lögum Abercrombie eru mjög
stórvægilegar, m. a. þær, sem
snerta samgöngur til borgarinn-
ar. Er það dómur margra, að
verði þessar tillögur fram-
kvæmdar, verði það eitthvert
stórfelldasta skipulagsleg fram-
kvæmd af þessari tegund, er um
getur í allri sögunni.
Þessi skipulagsmál borga og
bæja, ásamt byggingarmálun-
um, eru nú ein helztu dagskrár-
málin í Bretlandi. Er m. a. talið
að viðhorf manna til stjórn-
málaflokka geti í næstu kosn-
ingum farið meira eftir afstöð-
unni til þessara mála en nokkru
: öðru, enda snerta þau persónu-
lega fleira fólk en flest eða öll
önnur mál. íhaldsmönnum virð-
ist vantreyst þar einna rriest, en
Churchill hefir nýlega reynt að
bæta úr því á þann hátt, að gera
Sandy tengdason sinn að*bygg^
ingamálaráðherra.
Tí
TtADDIR mÍRAHNkNNA
í Vísi 22. þ. m. er rætt um þá frá-
sögn íslenzka sendiherrans í London
á blaðamannafundi hér fyrir skömmu,
að fiskverð muni fara lækkandi í
Bretlandi. Vísir segist lengi hafa varað
við þessu og hvatt til að dregið yrði
úr dýrtíðinni til að vega á móti þess-
ari verðlækkun helztu útflutningsvör-
unnar. Blaðið segir síðan:
„Þessu hefir ekki verið sinnt, og
af sumum, einkum kommúnistum,
hefir það verið talin hin mesta
goðgá, að sýna nokkra gætnl í
þessum efnum. Hafa þeir meira
að segja lagt sig fram um að sýna
fram á það í ræðu og riti, að vöru-
verð muni fara hækkandi að stríð-
inu loknu og taka þar til saman-
burðar vöruverð frá síðustu stríðs-
lokum. En hér er ólíku saman að
jafna, því að aðrar þjóðir hafa
lært af reynslu síðasta stríðs og
áranna eftir það, og ætla ekki að
brenna sig á sama seyðinu. Bretar
hafa t. d. getað haldið verðlag-
inu i landi sínu að mestu í skef jum
og verðlagsráðstafanir þeirra eru
svo öf lugar, aS ekki er i hætta á
að verðlagið fari þar úr1 böndun-
um, þótt breyting verði á í heims-
málum og stríðinu ljúki. Við höf-
um hinsvegar ekkert lært.
Hér er allt látið reka á reiðanum
og þeir menn taldir óalandi og
óferjandi, sem hvetja til þess, að
gerðar verði þegar í stað ráðstaf-
anir til að koma i veg fyrir að
eins fari hér á landi eftir striðið
og í þeim löndum, sem verðbólg-
an lék verst eftir síðasta stríð.
Hver vill að hið sama eigi sér
stáð hér og i Þýzkalandi, þar sem
menn urðu að hafa ferðatöskur
til að geyma laun sín í, og áttu
þa varla í sig og á?"
Það er vissulega ekki ofsagt hjá
Vísi, að fjármálastefnan, sem hér er
fylgt undir forustu Péturs Magnús-
sonar, sé fólgin í því „að iáta reka
á reiðanum". Pétur hefir annaðhvort
ekkert lært af reynslu síðasta stríðs
eða er ekki maður til að nota sér
þekkingu sína.
* * *
Alþýðublaðinu farast þannig orð í
forustugrein 19. þ. m. um tekjuskatts-
viðaukann, sem ríkisstjórnin hefir flutt
frv. um á Alþingi. Blaðið segir:
„Þegar verið var að ræða mynd-
un hinnar nýju ríkisstjórnar, voru
allir þeir þrír flokkar, sem síðan
tóku sæti í henni, þvf ásáttir um,
að stjórnin myndi verða til þess
neydd, að leggja á allháa nýja
skatta, með því að þeir töldu sér
skylt, að gera allt, sem unnt væri
til að afgreiða hallalaus fjárlög.
Var í malefnasamningi ríkisstjórn-
arinnar gert ráð fyrir slíkum
skattaálögum án þess, að þá hefði
enn unnizt tími'til að ákveða þær
nánar. Fékk Alþýðuflokkurinn það
þó ákveðið, þá þegar, í málefna-
samningnum, að nýir skattar ættu
fyrst og fremst lagðir á stríðs-
gróðann, en skattar lágtekju-
menn ekki veröa hœkkaðir."
Vissulega hefði verið bezt fyrir Al-
þýðublaðið að minna ekki á þetta
atriði stjórnarsáttmálans, því að
tæplega var ríkisstjórnin sezt í stól-
ana, þegar annar^ ráðherra Alþýðu-
flokksins leyfði íhaldinu í bæjarstjórn
Reykjavíkur að hækka rafmagnískatt-
inn stórlega og er sú hækkun vitan-
lega þungbærust fyrir lágtekjumenn.
Sami ráðherra Ailþýðuflokksins er nú
að undirbúa hækkun símgjalda, er
einnig verður þungbærust lágtekju-
mönnum. Sami ráðherra Alþýðuflokks-
ins leyfði og hækkun fargjalda með
áætlunarbifreiðufh, sem einnig er
þungbærust lágtekjumönnum. Ekki er
ósennilegt, að fleira eigi eftir að koma
af slíku. Og loks .mætti svo minna á
það, að ekki aðeins lægstu tekjurnar
eru undanþegnar tekjuskattsviðauk-
anum, heldur einnig tekjur, sem fara
fram yfir 200 þús. kr. Er það kannske
gert til þess „áð skattleggja stríðs-
grtfðarm fyrst og fremst"? Alþýðu-
flokkurinn getur vafalaust stært sig
af því að haf a ' komið fyrrnefndu á-
kvæði inn í stjórnarsáttmálann, en
hann getur ekki stært sig af fram-
kvæmdinni, því að þar hefir þeim
Ólafi og Brynjólfi fullkqmlega tekizt
að vef ja Emil og Pinni um fingur sér,
eins og framangreind dæmi sanna.