Tíminn - 30.12.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.12.1944, Blaðsíða 3
108. blai> TÍM1]\]\, langardagiim 30. des. 1944 ' 483 Hermann Jónasson, lormaðnr Framsóknarflokksíns: v i & m ó t i. Það var á árinu 1944, að ís- lenzka þjóðin leysti af sér fjötr- ana og hóf göngu að nýju méðal frjálsra þjóða, eftir ófrelsi og á- þján næstum sjö alda. Þess- vegna mun árið 1944 einatt verða talið eitt merkasta ártalið í sögu þessarar þjóðar. Að ýmsu leyti eru endurminn- ingarnar frá árinu 1944 ánægju- legar. Það var þjóðinni mikið happ, að samtök náðust milli allra þingflokkanna á Alþingi um lausn sjálfstæðismálsins. Ó- samkomulag hafði þó ríkt í mál- inu og harðár og leiðinlegar deilur staðið milli Alþýðuflokks- ins og hinna flokkanna, sér- staklega þó Sjálfstæðisflokks- ins og kommúnista. Það er engin ástæða til að metast um það, sem liðið er. En sú staðreynd má þó gjarna geymast, að það var Framsókn- arflokkurinn, sem þegar óvæn- legast horfði, gerði það að tillögu sinni og fylgdi þeirri tillögu mjög fast eftir, að flokkarnir fjórir skipuðu nefnd, til þess að reyna að ná samkomulagi um þá lausn í sjálfstæðismálinu, er allir flokkar gætu staðið að. Nefndin var kosin og skipuð þrem mönn- um frá Alþýðuflokknum og ein- um manni frá hverjum hinna flokkanna. Árangurinn er öllum kunnur. Hann náðist vegna þess, að næstum allir þingmenn Framsóknarflokksins og meiri hluti Sjálfstæðisflokksins lögðu sig mjög fram til þess að þetta samkomulag gæti náðst. Það hefði vægast sagt verið mjög sorglegí, ef lausn sjálf- stæðismálsins hefði á síðasta á- fanganum orðið að stórfelldu ágreinings- og fjandskaparmáli á Alþingi og hjá þjóðinni. Þó tókst ekki að ljúka þessu máli, án þess að á það væri sett- ur ljótur skuggi. En það voru mistök þau hin, eftirminnilegu, er á urðu um kosningu forsetans að Lögbergi 17. júní. Þingmenn þeir, er þessum glöpum ollu, mættu verðskuldaðri andúð og fyrirlitningu almennings. En þrátt fyrir þessa atburði og önnur minniháttar mistök, er þjóðinni það til sóma, hvernig lausn þessa máls fór henni úr Jiendi. Það munu nú flestir eða allir vera á einu máli um það, að ánægjulegra hafi verið að leysa sjálfstæðismálið í samræmi við ákvæði sambandslagasáttmál- ans ótvírætt svo sem flokksþing Framsóknarmanna markaði stefnuna þegar veturinn 1941 og Alþingi nokkru síðar. Það er og bezt að segja það eins og er, að þessi lausn ein, sem var án vafa í samræmi við sambandslaga- sáttmálann, fullnægði réttlætis- tilfinningu landsmanna, og var hin fyrsta lausn, sem var fram- kvæmanleg, bæði inn á við og út a við. Það var vitað þegar 1941, að hvorki Bretar né Banda- ríkjamenn myndu leyfa aðra lausn málsins en þá, er var í samræmi við sambandslagasátt- málann, — án þess að byggt væri á rétti til riftingar vegna vanefnda Dana. II. Á tímum styrjalda, umróts og blóðsúthellinga hefir þessi litla þjóð fengið frelsi. Enginn éfi leikur á því, að þjóðin þráir að varðveita þetta frelsi, út á við sem þjóð, — inn á við fyrir þegn- ana. En þetta er ekki vandalaust fyrir smáþjóð. Við byggjum land, sem er hernaðarlega mikilvæg- ara en flest önnur lönd jarðar. í þessari styrjöld er eyjan okk- ar eyvirkið mikla í miðju At- lantshafi. — Við eigum mikið undir því, hvernig þessari styrj- öld lýkur—hvernig friður verður tryggður eftir styrjöldina. En við getum einnig sjálfir nokkru ráðið í þessum efnum, ef þjóðin gerir sér ljóst, hver staða henn- ar er, hvaða hættur vofa yfir henni og hvernig hún vill sjálf reyna að draga úr þeim eða af- stýra þeim. Hætturnar hverfa að vísu oftast nær, ef maður lokar augunum, — en þær fjar- lægjast ekki þrátt fyrir það. Þetta mál, öryggi okkar út á við og aðstaða gagnvart öðrum þjóðum, hlýtur að koma á dag- skrá hjá þjóðinni innáfi stund- ar. Við verðum að ræða það mál hreinskilnislega og hispurslaust. En meðan styrjöldinni er ólok- ið er ef til vill eðlilegt, að hugur okkar beinist meira, jafnvel fyrst og fremst að því, hvernig við getum byggt hér upp traust menningarþjóðfélag. En til þess að svo verði, þarf margt að breytast. Þjóðfélag okkar er mjög veikt. Það er minnsta þjóð- félag í heimi. Þó er það tiltölu- lega veikara en hvað það er lítið, vegna þess, að það skortir ör- uggt framkvæmdarvald. En sú hætta, sem innan frá kemur, er oft mest. Hér skal þetta ekki nánar rak- ið. En á hitt skal bent, að eitt- hvað er bogið við þá þjóð, sem er um 130 þús. manns og drekk- ur áfengi árlega fyrir yfir 30 miljónir króna. Slík áfengis- nautn sýnir hirðuleysi í meðferð fjármuna og þorsta í áfengi, sem hvort tveggja er þjóðarlöstur. En verst er þó, að slík áfengisnautn hefir þau áhrif á þjóðina, sem ekki verða af máð á skömmum tíma. Þau áhrif segja til sín í illum afleiðingum og lífi og starfi þjóðarinnar á mörgum sviðum. En eyðslusemi í ýmsum öðr- um greinum og skeytingarleysi um meðferð fjármuna er ótrú- legt og sjúkt fyrirbæri, sem þjóðinni stafar af bráð hætta. Menn hugga sig við það, að þetta allt sé styrjaldarfyrir- brigði, styrjaldarsjúkdómur, sem komi með henni og hverfi. Þessi fávíslegu huggunarorð heyrast nú alltof oft. Þau eru aðeins hálfur sannleikurinn og þó tæp- lega það. — Ef þessi mikla eyðslualda væri aðeins afleiðing stríðsins, hvers vegna gengi hún þá ekki með sama hætti yfir önnur þjóðlönd, samfara styrj- öldinni og mikilli fjárhagslegri velmegun? -— Ástæðan til þess er sú, að óhófseyðsla og ger- spilling í fjármálum þarf ekki að vera aíleiðing styrjalda nema að litlu leyti. En í styrjöldum er hins vegar hætt við, að sumir stjórnmálamenn grípi til þeirrar stjórnmálastefnu, sem er auð- veldust og vinsælust hjá þjóð- inni í svipinn. En það er eins og hér hefir verið gert, að slá undan kröfum fólksins, auka krónutöl- una, sem almenningur fær milli handa. Afleiðingar þessarar fjármálastefnu urðu hvarvetna með sama hætti í síðustu heims- styrjöld og þó eftirminnileg- astar í Þýzkalandi, eftir styrj- öldina. Einkennin voru hin sömu þar — takmarkalaust hirðuleysi í meðferð peninga, samfara hvers konar óreglu og andlegri upplausn, sem tæpast mun hafa átt sinn líka og flestir skoða nú sem undanfara þess og ástæðu, að hin örvinglaða þýzka þjóð varð að lokum nazisman- um að bráð, eftir að hún hafði hvaö eftir annað næstum lent í klóm kommúnista. III. Afleiðingar þær, sem verða af miklu verðfalli peninga og mjög aukinni dýrtíð, eru eðlilegar og skiljanlegar, þegar málið er til mergjar krufið. Lítum á okkar eigið þjóðfé- lag. í bönkum landsins áttu sparifjáreigendur um 40 millj- ónir króna fyrir stríð. Flest þessara sparifjáreigénda var fremur fátækt fólk, sem hafði með því að leggja á sig mikla vinnu um langa ævi og neita sér um flest, getað aurað sam- an nokkrum þúsundum. Hugsun og starf hefir að því beinzt að tryggja sér það að þurfa ekki að þiggja af öðrum á elliárum. Það var þetta sparifé, sem gerði bönkunum kleift verstu kreppu- árin að halda framleiðslunhi og öðru atvinnulífi landsmanna á floti. En hvernig er svo farið með þetta fólk? Hvers virði eru nú inneignir þess? Hvers virði eru nú 10.000 kr., sem sparifjáreig- andi lagði inn sér og sínum til j öryggis fyrir styrjöldina? Hvað fær hann nú fyrir þessa fjár- muni? Hvað ætti hann nú, ef hann hefði keypt fasteignir eða önnur verðmæti fyrir þessi 10 þús. fyrir styrjöldina? Svör eru óþörf. Þau eru öllum augljós. En þannig er farið með þús- undir sparifjáreigenda, sem í góðri trú lögðu fé sitt inn í bankana, þar sem ríkið samkv. landslögum segist bera ábyrgð á sparifé. Ætli - fjármálastefna sem þessi nálgist ekki eitthvað það, sem kallað er svik? En hvernig er farið með þá, sem töldu sig svo forsjála að neita sér um flest til að skapa sér ellitryggingu, 5, 10 eða 15 þús. kr.? Hvaða trygging er það nú samanborið við þá fjármuni, sem varið hefir verið til kaupa þessara trygginga? Þannig er farið með þúsundir manna, sem hafa keypt sér lífeyri eða líf- tryggt sig skylduliði sinu til ör- yggis. Jafnvel þeir, sem höfðu safnað álitlegum * peningaupp- hæðum 1941 og lögðu þær í banka, eru næstum orðnir að at- hlægi við hlið þeirra, sem þeg- ar lögðu fjármuni sina í eitt- hvert brask og létu dýrtíðina margfalda þá. Þessi fjármálastefna, stefnan sem öll þroskuð þjóðfélög forð- ast vegna dýrrar reynslu í síð- ustu styrjöld — stefnan, sem hafin var hér á land vorið 1942 og nú ríkir, hún refsar þeim, sem spara. Og þegar mönnum er refsað fyrir að spara, hvers vegna skyldu menn þá ekki eyða — eyða? Menn fá með hverjum mánuði fleiri krónur milli handa. Almenningur gætir sín ekki. Hann heldur, að í þessu séu fólgin vaxandi peningaráð. Hann heldur, að óhætt sé að eyða meira en áður. Þannig vinnur þessi stjórnarstefna með öllu móti að því að örva eyðslu- semina. En eyðslusemi spillir hverjum einstaklingi og verði hún almenn hjá þjóð, spillir hún meginhluta þjóðarinnar. Meðan þessi fjármálastefna heldur á- fram að ríkja, mun þjóðin halda áfram sýkjast, ekki aðeins fjár- málalega»heldur líka andlega og siðferðilega. Það er því ekki ólík- legt, að hér muni eiga eftir að koma í ljós meiri fjármálaspill- ing en ennþá hefir komið á yf- irborðið. manna, sem fé áttu í bönkunum til hugar að láta kaupgjald og eða tryggingar hafa keypt. Þó landbúnaðarverð hækka í sömu mun þetta enn fara stórlega hlutföllum. Verkamenn hafa versnandi, ef fjármálastefnunni fengið 75% uppbót af dýrtíðinni, frá 1942 verður haldið áfram. j en bændur fá 100%. Þessi hlut- föll eru ákveðin með samning- V. um milli aðilja, sem ríkisstjórn- HERMANN JÓNASSON | IV. i Það er dálítið hjákátlegt þegar þeir, sem halda uppi slíkri fjár- ' málastefnu, eru einatt að tala um „almannatryggingar“ og „þjóðfélagslegt öryggi“. Vitan- lega eru tryggingar nauðsynleg- ar. En menn verða að gera sér þá grein fyrir stafrófi í fjármál- um, að undirstaða almanna- trygginga og þjóðfélagslegs ör- yggis er öryggi gjaldmiðilsins, öryggi peninganna. Til hvers er verið að tala um almannatrygg- ingar á. sama tíma og sjóðir gamalmennanna, er njóta eiga ellilauna.eru gerðir verðlitlir eða verðlausir með síaukinni dýr- tíð og verðfalli peninganna? Finnst mönnum það ekki þjóð- félagslegt öryggi.en hitt þó held- ur, að búið er að ræna þegjandi og hljóðalaust með ríkjandi fjármálastefnu 2-3A af þeim 40 milj., s.em sparifjáreigendur áttu inni í bönkum landsins fyrir styrjöldina? Finnst mönnum það ekki nokkuð hjáróma, að tala um auknar tryggingar um leið og þeir, er með löngu striti hafa líftryggt sig fyrir dálítilli upp- hæð til þess að tryggja konu og börn, eru rændir þessari trygg- ingu að langmestu leyti? Það þýðir ekkert fyrir þjóðfé- lag að vera að skrifa, skrafa og ráðgera uln tryggingar, meðan ; það getur ekki tryggt sinn eigin gjaldmiðil. Ef hann verður ó- tryggari með hverju ári, verður allt annað ótryggt. Og trygging- . in sjálf, sem byggist á sjóðssöfn- un, verður jafnvel ótryggust af öllu. Á þessu þreifa nú þúsundir Við Framsóknarmewm höfum ,m hefir stuðlað að. ^ alla tíð og óslitið í þessari styrj- 1 Þegar verðfesta átti hér á öld beitt okkur gegn þeirri fjár- !Iandi haustlð 1941’ voru Mutfoll- málastefnu, sem nú ríkir í land- Sm réttlát' Verðlag á kjöti var í inu , samræmi við það, sem utlend- Vitanlegterþóþað,aðnokkur :ingar g^iddii fynr það og við aukning dýrtíðarinnar var hér Það varð að sjálfsogðu að miða eðlileg og meira að segja sjálf-ía sama Þatt og verðlag fisks sögð, fyllilega til samræmingar lvar t>anniS ákveðið innanlands. við þá dýrtíðaraukningu, sem ! Mjólkurverðið var mjog réttlátt varð í viðskiptalöndum okkar, samkvæmt því, sem skýrsla sex og það ekki sízt þegar þess er manna nefndarinnar sýnir. - gætt, að kaupgjald og verðlag En / raun og veru s^u hlut" var hér fremur lágt fyrir styrj - , fallið eichi máli- Verkamenn öldina. En það er sú dýrtíð, sem 1 fengu hsekknn kanPs 1 samræmi eingöngu er innlendur tilbún- við h061^1111 framfærsluvísitöl- ingur (kapphlaupið milli kaup- ' unnar °S Þar meS a® fullu upp- gjalds og verðlags á innlendum borið 1 hækkuðu kaupi verðlagið vörum framar þeirri dýrtíð, sem á iandbúnaðarvörunum. erlent verðlag skapar), sem er Astæðan til þess, að verka- að koma okkur á kné. I mannaforkólfarnir vildu ekki Sumir flokkar þess dýrtíðar- eins og b8endur S8etta .sig við bandalags, sem hér tók við völd- festingu kaupgjalds og verðlags, um 1942. hafa borið sér það í var ekki sú’ að samhengið væri munn, að orsök dýrtíðarinnar slitið milli kauPgíaids og verð- sé sú, að sambandið milli verð- lags iiaustið f 940 því að þessu lags á vörum og kaupgjalds hafi sambandi var í raun og sann- verið slitið 1940. Þetta hafi leika að nýíu á komið 1941’ er Framsóknarflokkurinn gert. (Verkamenn fengu kauphækkun Þetta er hin mesta firra. Eng- ! !.?°;f^í samræmi við framf8erslu- um skynibornum mönnum kom til hugar, að hlutfallið gæti haldizt milli kaupgjalds og verð- lags á landbúnaðarvörum. Til þess lágu tvær ástæður. í fyrsta lagi sú, að káup í sveit var fyrir styrjöldina stórum lægra en kaup í kaupstöðum. En þegar eftirspurnin jókst eftir vinnu- afli, varð kaupgjaldið jafnt í sveitum og kaupstöðum, eink- um sunnanlands. Vetrarkaup sunnanlands við gegningar tí- faldaðist, — úr 500 kr. yfir vetr- armánuðina upp í 5000 kr.-Hvað halda menn að hefði orðið um framleiðsluna, ef verðhækkunin hefði átt að vera samkvæmt framfærsluvísitölunni einni, sem kaupuppbætur eru reiknaðar eftir? í annan stað fékk verkamað- urinn miklu meiri tekjuaukn- ingu en hækkun tímakaups vegna vísitöluuppþótarinfiar, vegna stöðugrar vinnu í stað Stopullar vinnu áður. Jafnaöarmannastjórninni í Svíþjóð virðist ekki hafa komið vísitölu. Ástæðan var sú, að forvígis- menn verkalýðsfélaganna vildu hafa verkfallsrétt til að nota hann pólitískt, svo sem raun hefir á orðið, og með þeim árangri fyrir fjármál þjóðarinn- ar, sem fyrir liggur í dag. Ég get ekki stillt mig um að geta þess hér, að með sex manna nefndar samkomulaginu (þar sem voru tveir fulltrúar frá verkalýðsfélögunum), var fyrra samhengi á komið milli kaup- gjalds og verðlags á landbúnað- arvörum samkvæmt hlutföllum, er fulltrúar verkalýðsfélaganna samþykktu. Menn treystu því haustið 1943, þegar þetta sam- komulag var gert, að það mundi stöðva kaupgjaldskröfurnar. Reynslan varð þó sem áður allt önnur og þarf ekki að rekja þá sögu. VI. Við Framsóknarmenn höfum verið mjög níddir meðal verka- (Framhald á 6. síðu) GEORG KENT; Níðasta vikau Það hefir lengi verið hljótt um Mussolini, og virðist hann fá afrek hafa unnið, síðan hann hrökklaðist frá völdum sumarið 1943. En nú fyrir jólin var hans lítillega getið aftur í erlendum fréttum. Hann kom fram í Mílanó og flutti þar útvarpsræðu, fordæmdi þá menn, sem hann sagði, að svikið hefðu ítölsku þjóðina, þegar verst gegndi, og reyndi að telja kjark í fylgismenn sína. — Hér er sagt frá síðustu valdadögum hans, og hvernig Dínó Grandi og stórráð fasista steypti honum af stóli. Hér birtist saga Benítós Mussolinis, einræðisherra á íta- liu, síðustu vikuna, sem hann sat að völdum. Þessi vika, 17. —24 júlí 1943, hófst með við- ræðufundi þeirra Hitlers í þorpi einu í Alpafjöllum. Hún end- aði með hinum alkunna tólf klukkustunda fundi stórráðs fás- ista í Feneyjahöllinni í Róm. Þegai' Mussolini og Hitler hitt- ust í Feitreþorpi í Norður-Ítalíu 19. júlí — daginn, sem Banda- menn gerðu fyrstu loftárásina á Róm — sýndi „der Fúhrer“ „il Duce“ fram á, að bandalag Þjóðverja og ítala væri úr sög- unni, og nú tækju Þjóðverjar í sínar hendur yfirstjórn allra ítalskra mála. Hann sagði enn- fremur, að léti Mussolini bilbug á sér finna- eða treysti varnir landsins eigi nógu vel, yrði hann að víkja úr sæti sínu og annar og dugmeiri maður að koma í hans stað. Þegar hann hélt aftur heim til Rómar frá Feltre, hafði hann ill skilaboð að færa þjóð sinni, sem i rauninni var stríðinu and- víg fyrir. Það þurfti sannarlega að herða áróðurinn duglega, ef fólk átti að taka þeim með þögn og þolinmæði. Hann varð sjúkur í lestinni á leiðinni til, Rómar. Við minn- umst myndanna af honum — hinna breiðu kjálka og miklu vöðva. En sannleikurinn er sá, að Mussolini er ekki hraustur maður. Hann hefir lengi þjáðst af magasjúkdómi og orðið að nærast sem mest á mjólkurmat og grænmeti. Tóbaks og áfengis hefir hann alls ekki mátt neyta. En á opinberu færi hefir hann ekki látið þessa gæta til þess að raska ekki við þeirri skoðun, sem mikið var útbreidd, að hann væri frábær hraustleika- maður. Á leiðinni suður til Róm- ar, eftir hinn erfiða viðræðu- fund við Hitler, veiktist hann hastarlega. Miðvikudaginn 21. júlí lét hann þó kveðja stórráð fasista saman til fundar hinn næsta laugardag. Kom sú kvaðning flatt upp á marga, því að slíkur fundur hafði eigi verið haldinn í meira en þrjú ár. En þó þótt- ust menn vita, hvað á bak við byggi. Það var miklum erfið- leikum bundið að brauðfæða þjóðina, herinn hafði goldið hið mesta afhroð og aukin hætta stafaði af sigurför Bandamanna um Sikiley. Það veitti sannar- lega ekki af, að gera einhverjar ráðstafanir til þess að sameina þjóðina, ef halda átti áfram þessari styrjöld. En ýmsir töldu hyggilegast fyrir ítali að draga sig sem fyrst út úr leiknum. Diínó Glbindi hafði í tvö ár séð hvert stefndi. Land hans gat ekki umflúið ó- sigurinn, og hann hlaut að verða því þungbærari sem lengur var reynt að veita mótspyrnu. En ítalir gátu ekki losnað úr styrj- öldinni meðan Mussolini sat við völd. Hann varð að víkja. Fimmtudaginn 22. júlí ákvað Grandi að tilkynna Mussolini, að hann myndi fara þess á leit við stórráðið, að það svipti hann völdum. Það skilja þeir einir, sem búið hafa árum saman við stjórnarfar fasista, .hve mikinn kjark þurfti til þess að fram- kvæma þessa ákvörðun. Það var djarft tiltæki að bera fram þessa uppástungu við stórráðið. Að til- kynna Mussolini það með tveggja daga fyrirvara nálgaðist sjálfs- morð. Mussolini féllst á að veita Grandi áheyrn. Hann varð þó að bíða viðtalsins í fimmtán mínútur. Grandi talaði lágt og rólega og byrjaði á þvi að minna Musso- lini á þairorð, „að allir flokkar og öll flokksmálefni yrðu að þoka, ef öryggi þjóðarinnar krefð ist þess.“ Síðan benti hann hon- um á, hvílík hætta nú steðjaði að landi og þjóð. Það væri skylda hans við föðurlandið að selja yfirstjórn hersins í hendur kon- ungi, svo að unnt væri að semja frið. Grandi ræddi málið við hann í hálfa aðra klukkustund. Musso- lini var mjög þungbúinn og handlék blýant í sífellu meðan hann talaði. Loks reis hann á fætu'r og mælti: „Við sjáum hverju fram vindur.“ Þar með var samtalinu lokið. Um kvöldið heimsótti Grandi þá sex menn, er sæti áttu i stórráðinu, sem hann treysti bezt. Lagði hann á ráðin við þá um það, hvernig Mussolini yrði steypt af stóli. Leynilögregla var vitaskuld þegar komin á hælana Grandis og gætti eftir þetta hvers fótmáls allra þessara manna. Líf þeirra gat verið í veði, en enginn þeirra lét það aftra sér. Klukkan fimm á laugardag- inn komu stórráðsmennirnir ak- andi að Feneyjahöllinni. Á torg- inu fyrir framan hana, þar sem venjulega voru aðeins tveir varð- menn á ferli, var nú "heil sveit fasista með stálhjálma á höfði, vopnaðir rifflum og vélbyssum. Stórráðsmennirnir gengu í fundarsalinn, þar sem Musso- lini sat í eins konar hásæti fyrir öðrum enda. Allir heilsuðu með fasistakveðjunni áður en þeir tóku sé!r sæti. MussOlini tók fyrstur til máls. Hann talaði um 'gang stríðsins og kenndi her-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.