Tíminn - 30.12.1944, Blaðsíða 1
ÍHTSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
ÚTGEFFJÉíDI:
ÍHAMSÓKNARPLOKKURINN.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
Símar 3948 og 3720.
RITST JÓRASKRIFSTOFtrR:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9A.
Simar 2353 oe 4373.
APGREIÐSLA, INNHEIMTA
OO AUGLÝSDÍGASKRIPSTOFA:
EDDUHÚSI. Lindargötu 9A.
Sími 2323.
28. árg.
Reykjavík, laugardagiim 30. des. 1944
108. IriaSf
KaupféL Norður-Þíngeyínga
hálírar aldar gamaít
Kaupfélag Norður-Þingeyinga á Kópaskeri á fimmtíu
ára starfsafmæli á þessu ári. Það fékk fyrstu vörur sínar í
land á Kópaskeri sumarið 1894, en fyrir þann tíma var
ekki kauptún á þeim stað. Af kaupfélögum, sem nú eru
starfandi, er K. N. Þ. hið fimmta í röðinni eftir aldri. En
eldri eru Kaupfélag Þingeyinga, Kaupfélag fíyfirðinga,
Kaupfélag Skagfirðinga og Kaupfélag Svalbarðseyrar.
Jón Jónsson, frá Gautlöndum.
Björn Kristjánsson, Kópaskeri.
Þorsteinn Þorsteinsson, Daðastóðum
Aðalhvatamaður að stofnun
K. N. Þ. var Jón Jónsson frá
Gautlör\rium, en hann er elzti
núlifandi kaupfél.stjóri lands-
ins (83 ára). Var Jón formaður
félagsins og framkvæmdastjóri
fyrstu tuttugu árin. Átti hann
þá heima á Héðinshöfða og í
Ærlækjarseli í Öxarfirði. En
Árni Ingimundarson var starfs-
maður félagsins á Kópaskeri.
Hefir hann unnið í þjónustu fé-
lagsins frá stofnun og er nú elzti
starfsmaður þess.
Þegar Jón frá Oautlöndum
hætti störfum við félagið, varð
Björn Kristjánsson kaupfélags-
'stjóri á Kópaskeri og hefir gegnt
því starfi síðan.' Hefir hann haft
forustu um mar'gt í málum hér-
aðsbúa hina síðari áratugi. Var
þingmaður Norður-Þingeyinga
árin Í931—34 og er fulltrúi
þeirra í miðstjórn Framsóknax-
flokksins. Um það leyti sem
kaupfélagsstjóraskipti urðu var
formennska og framkvæmda,-
stjórn aðgreind eins og í fleiri
félögum. Var Þorsteinn Þor-
steinsson á Daðastöðum lengi
formaður félagsins, en að hon-
um látnum Pétur Siggeirsson á
Oddsstöðum, og er hann nú for-
maður þess.
K. N. Þ. nær yfir allar vestur-
sveitir Norður-Þingeyjarsýslu,
Kelduhverfi, Hólsfjöll, Öxar-
fjörð, Núpasveit óg Sléttu. Hefir
birtist á 3. og 6. síðu grein,
sem nefnist Við áramót,
eftir Hermann Jónasson,
form. Framsóknarflokks-
ins.
Á. 4. síðu er grein eftir
Björn Pálsson bónda á
Ytri-Löngumýri, um ís-
lenzka dilkakjötið.
t~, „..¦,¦,.>¦. „.,....
Pétur Siggeirsson, Oddsstöðum.
félagið nú útibú á Raufarhöfn,
en útibússtjóri þess þar er
Gunnlaugur Stefánsson frá Ak-
urseli. Fyrstu árin var lifandi fé
aðalútflutningsvara félagsins
eins og flestra annara pöntun-
arfélaga um það leyti, en síðar
var hafinn útflutningur salt-
kjöts og sláturhús byggt. Eftir
að útflutningur freðkjöts höfst
fyrir alvöru, varð K. N. eitt af
fyrstu káupfélógunum, sem
komu sér upp frystihúsi. Fjár-
hagur þess hefir lengst af verið
traustur og góður félagsandi
ríkjandi, enda héraðsbúar á-
hugasamir samvinnumenn. Hef-
ir félagið og verið heppið í vali
forystumanna. Geta má þess, að
að verzlun Norður-Þingeyinga
hefir hin síðari ár verið mest-
öll í höndum samvinnufélaga
(N. N. Þ. og K. L. á Þórshöfn),
og er Norður-Þingeyjarsýsla því
eitt mesta samvinnuhérað
landsins.
30. júní í sumar stofnaði fé-
lagið til afmælisfagnaðar á
skólasetrinu Lundi í Öxarfirði.
Var samkoman mjög fjölmenn,
enda veður fagurt, og var talið
að margir bæir næst samkomu-
staðnum hefðu tæmst af fólki,
en þorri skráðra félagsmanna
verið viðstaddur af öllu félags-
svæðinu. Var samkoman haldin
undir beru lofti í fögrum garði
sunnan undir skólanum, en
veitingar i tjaldi. Ræður voru
haldnar og kvæði flutt, en auk
þess var til skemmtunar kór-
söngur og dans. Fulltrúaráð fé-
lagsins hélt fund um daginn og
voru þeir þar gerðir að heiðurs-
félögum Jón Jónsson frá Gaut-
löndum og Sigurður Þorsteins-
son bóndi í Hólsseli, en þeir eru
nú einir á lífi af stofnendum fé-
lagsins. Jafnframt var ákveðin
heiðursgjöf handa elzta starfs-
manni félagsins. Daginn eftir
(Framhald á 8. slðu)
Eína sparnaðartilL Pétnrs er að fella
níður framlag til landbúnaðarins
Hrakíii falsrök Péturs Magnússonar
og" Mbl. í áburöarverksmíðjumálinu
Morgunblaðið gerir vnú hinar örþrifafyllstu tilráunir til að
verja framkomu stjórnarsinna í áburðarvei'ksmiðjumálinu. Sein-
asta tilraun blaðsins er sú, að tefla Pétri Magnussyni fram sem
vitni og er hann látinn bera fram hin furðulegustu falsrök í
málinu. Er það bersýnilegt; að Kveldúlfsklíkan byggir nú helztu
vonir sínar á því, að hægt sé að nota það álit, er Pétur hefir not-
ið, sem einskonar skjöld til að verja með vammir og misgerninga
stjórnarliðsins. En hætt er við, að þetta álit Péturs gangi sig
fljótt til húðar, ef slíku heldur áfram, og Mbl. gagni það lítið,
þótt það geti sagt: Hann Pétur segir þetta!
Falsrökin, sem Pétur hefir
verið látinn bera fram ogs Mbl.
vitnar til, eru aðallega þessi:
1. Undirbúningur málsins frá
hendi fyrv. landbúnaðarráð-
herra sé svo lélegur, að hann (þ.
e. Pétur) sé jafn nær eftir að
hafa kynnt sér þá athugun.
2. í hinni fyrirhuguðu verk-
smiðju eigi að framleiða
„sprengiefni, sem talið er að
mégi nota sem áburð". Þessi
áburður hafi, „að því er mér (þ.
e. Pétur) ,hefir verið sagt",
aldrei verið reyridur á, Norður-
löndum.
3. Mikil vandkvæði séu við
geymslu þessa áburðar.
4. Framleiðslan verði svo dýr,
þótt ríkið greiði allan stofn-
kostnaðinn, að verðið á áburð-
inum verður svipað og á erlend-
um áburði nú.
5. Þrátt fyrir allt þetta fari
stjórnin þó -ekki fram á meira
en að láta athfoga málið betur.
Þessi rök Péturs skulu nú at-
huguð nokkuð nánar:
1. Fyrv. landbúnaðarráðherra,
Vilhjálmur Þór, fékk eitt fræg-
asta verkfræðingafirma Banda-
ríkjanna á þessu sviði, Chemi-
cal Construction Corporation, til
að rannsaka skilyrðin fyrir á-
burðarverksmiðju hér og dvaldi
verkfræðingur frá því alllengi
hér í þessu skyni. Á grundvelli
þessarar rannsóknar skilaði
firmað svo nákvæmri og ítar-
legri áætlun. Efnilegum íslenzk-
um verkfræðingi, Birni Jóhann-
essyní, var síðan falið að athuga
áætlunina. Hann skilaði um
hana ítarlegu áliti, þar sem m.
a. segir: „Eftir því, sem ég get
bezt séð af uppkasti verksmiðj-
unnar, þá er hlutunum þar
skynsamlega komið fyrir, enda
er Chemical Construction Corp-
oration betur trúandi ti> slíkra
hluta en flestum öðrum. . . Til-
veruréttur verksmiðju sem
þessarar virðist hafa óvenjulega
heilbrigðan grundvöll frá hag-
fræðilegu sjónarmiði". En Pét-
ur er samt „jafnnær" eftir að
hafakynnt sér öll þessi gögn.
2. í greinargerðinni fyrir frv.
um áburðarverksmiðjuna, eru
taldar upp ekki færri en 40 slík-
ar áburðarverksmiðjur, sem
reistar hafa verið víðs vegar um
heim á undanförnum árum, þar
á meðal ein í Noregi. Björn Jó-
hannesson skýrir ennfr> frá því,
að 225 þús. smál. af þessu efni
verði notað til áburðar í Banda-
ríkjunum á þessu ári (1944) eða
70-fallt meira en ætlazt er til
að framleiða hér. Þrátt fyrir
þetta segir Pétur, að það „sé tal-
ið, að nota megi þetta efni sem
áburð" og það sé alveg óþekkt
sem slíkt á Norðurlöndum!
3. í áliti Björns Jóhannes-
sonar segir, að geymsla áburðar
þessa hafi verið nokkrum vand-
kvæðum bundin, einkum í röku
loftslagi, en á íslandi er kalt
loftslag, — einkum á Norður-
landi, — sem er eins hagstætt
fyrir þessa áburðargeymslu og
verið getur. Hitt skiptir þó
meira máli, að fundnar hafa
verið' upp nýj'ar aðferðir til að
gera geymsluna örugga. Segir
Björn um þetta að lokum: „Það
er yfirleitt álit þeirra sérfræð-
inga á jarðraskíarsviðinu, sem
ég hefi talað við, að ammoníum-
nitrat (þ. e. áburður sá, sem hér
um ræðir) eigi mikla framtíð
fyrir sér sem áburður, og þeir
eru bjartsýnir á, að erfiðleik-
arnir í sambandi við geymslu
þessa áburðar verði — eða séu
þegar — að fullu sigraðir".
4. Niðurstöður áætlunarinnar
um1- verksmiðjuna sýna, að á-
burðurinn, sem hún myndi
framleiða, verður a. m. k. þriðj-
ungi ódýrari en tilsvarandi út-
lendur áburður er hér nú. Síðan
áætlunin var samin, hefir verið
upplýst, að hægt væri að fá frá
Laxárvirkjuninni 10% ódýrara
rafmagn en þar er gert ráð fyrir.
Myndi það mjög lækka áburð-
arverðið. Pétur skrökrar því hér
um rúmlega þriðjung.
5. Ef það vekti eingöngu fyrir
stjórninni að láta athuga á-
burðarverksmiðjumálið betur,
hefði það verið hrein vitleysa
að fella niður fjárveitinguna til
verksmiðjunnar, því að ekki var
síður nauðsynlegt að hafa stofn-
fé hennar handbært, þótt fram-
kvæmdir drægjust eitthvað. Með
því að fella þetta framlag nið-
ur, hefir stjórnin sýnt, að fyrir
henni vakir ekki að rannsaka
málið betur, heldur að stöðva
það alveg.
Allarþessar mótbárurPéturs eru
þannig ekkert annað en falsrök,
eins og hér hefir verið lýst. Þær
eru tilbúningur vondrar sam-
vizku og annað ekki. Almenn-
ingur mun sjá í gegnum slíkt
og stjórnarliðinu mun ekki
gagna falsið og ósannindin neitt
betur, þótt hægt sé að bera Pét-
ur fyrir þeim.
Viðbétarfals Mbl.
Mbl. finnur líka, að falsrök
Péturs muni tæplega koma að
tilætluðum notum og þess vegna
finnur það ástæðu til að bæta
við nýjum ósannindum. Segir
blaðið, að ákveðið hafi verið að
reisa verksmiðjuna á Akureyri,
en þar níuni rafmagnið, sem hún
þurfi að nota, verða miklu dýr-
ara en hér.
Sannleikurinn er aftur á móti
þessi:
í frv. var ákveðiS, að fyrsta
stjórn verksmiðjunnar skyldi á-
kveða hvar hún yrði reist og er
það því algerlega óbundið af
frv., hvar það verður. Áætlunin
sýndi hins vegar, að verksmiðj-
an verður ekki reist í Reykja-
vík, án virkjunar Efra-Sogsins,
og ekki á Akureyri, án stækk-
unar Laxárvirkjunarinnar. Sam-
kvæmt upplýsingum Steingríms
Jónssonar rafmagnsstjóra yrði
virkjun Efra-Sogsins svo dýr, að
selja þyrfti árskw. á 350 kr., en
(Framhald a 8. síðu)
CHUKCHILL í DOKTORSBLMINGI
Þótt Churchill sé orðinn sjötugur, er hann enn hinn ótrauðasti til ferða-
laga og hefir m. a. farið til Ameriku, Rússlands og Miðjarðarhtifslanda
4 Þessu ári. Nú um jólin fór hann til Aþenu til að reyna að koma þar
á sáttum. Meðfylgjandi mynd af Churchill er' tekin í Harvardháskóla í
Bandaríkjunum, en hann var sæmdur doktorsnafnbót, er hann var á ferð
þar vestra. Chiirchill er í doktorskápunni og er hinn vígalegasti.
Hvað lengi ætla Austur-Hún-
vetningar að þola þetta?
Jón á Akri er furðulegur mað-
ur. Sjaldan hefir það þó komið
betur í ljós en í greinarkorni,
sem hann ritar nýlega í ísafold
um dýrtíðina, eldhúsumræð-
urnar o. fl.
í eldhúsumræðunum gerðu
Framsóknarmenn harða hríð að
„dýrtíðarbandalaginu" og sýndu
fram á það, Jivernig núverandi
stjórnarflokkar hefðu brugðizt í
dýrtíðarmálunum hvað eftir
annað, en Sjálfstæðisflokkur-
inn hatramiegast 1942.
Emil Jónsson reyndi að klóra
í bakkann og halda þvívfram, að
Framsóknarmenn 'bæru höfuð-
ábyrgð á dýrtíðinni vegna þess,
að þeir hefðu hækkað landbún-
aðarafurðir á árinu 1940.
Jón er afar hrifinn af þessum
fullyrðingum Emils um að
bændur beri ábyrgð á dýrtíðinni,
og eftir að hafa smjaðrað ógeðs-
lega fyrir Emil — á þann hátt,
sem Jóni einum er lagið, — segr
ir hann um þetta, og hefir eftir
Emil:
„Allt tal Framsóknarmanna
um að vöxtur dýrtíðarinnar hafi
verið þessari stjórn (þ. e. „ó-
stjórn" Ólafs Thors 1942) að
kenna, væri hrein villa. Á því
sviði hafi úrslitasporið verið
stigið fyrir forgöngu Framsókn-
armanna þegar sambandið var
rofið milli kaupgjalds og afurða-
verðs 1940".
Um þetta segir svo Jón frá
eigin brjósti:
„Þessi vitnisburður hins merka
manns er viðeigandi snoppung-
ur á hina gasprandi hruna-
stefnumenn, sem ævinlega reyna
að klína á saklausa menn og
heiðarlega sínum eigin synd-
um."
Þarna hafa menn skoðun
„bændaritstjóra" Sjálfstæðis-
manna.
Meginorsök dýrtíðarinnar, að
hans/dómi, er frekja bændanna
1940 í verðlagsmálum landbún-
(Framhald á 8. síðu)
Nýr itorsktir sendi-
herra hér
^ Það hefir verið tilkynnt, að
August Esmarch, sem hefir
verið sendiherra Norðmanna
hér, taki við sendiherrastörf-
um í Stokkhólmi, en við sendi-
herrastörfum hér tekur Tor-
geir Andersen-Rysst stór-
þingsmaður og fyrrv. her-
málaráðherra.
Andersen Rysst er fæddur
árið 1888. Hann var um skeið
ritstjóri „Sunnmörsposten" í
Álasundi, en var kosinn stór-
þingsmaður fyrir Vinstri menn
árið 1925 og var síðan endur-
kosinn. Hann lauk lögfræðiprófi
árið 1913 og árið 1934 var hann
skipaður skattstjóri í Álasundi.
Hann var hermálaráðherra í
stj órn Johan Ludvig .Mowinckels
og nokkru fyrir stríðvarð hann
yfirmaður herkvaðningsstarf-
seminnar norsku. Andersen
Rysst var einn af fulltrúum
Norðmanna við Alþingishátíð-
ina 1930 og hefir tekið þátt í
verzlunarsamningagerð íslend-
inga og Norðmanna. Hann hef-
ir oft komið til íslands.
HöfðinSleg gi'éi
til ræktunar
Þorsteinn Þorsteinsson al-
þingismaður og sýslumaður
Dalamanria átti nýlega sextugs-
afmæli. Þann dag ákvað hann
og kona hans, Áslaug Lárusdótt-
ir að gefa þrjátíu þúsund króri-
ur til aukinnar ræktunar í Dala-
sýslu.