Tíminn - 30.12.1944, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.12.1944, Blaðsíða 5
108. blað 485 Kvennabálkur”' Tímans Fru Chiang Kai-shek Meðal þeirra kvenna, er getið hafa sér heimsfrægð á síðari ár- um, er frú Chiang Kai-shek. Fáar konur hafa unnið þjóð sinni meira gagn — áreiðanlega engin kínversk kona. Staða kín- versku konunnar í þjóðfélaginu hefir til skamms tíma verið ambáttarstaða. Þær hafa gengið kaupum og sölum, sem kvikfé væri. Maður sá, er eignaðist ein- ungis dætur, var álitinn aum- astur allra feðra. Þetta er nú óðum að breytast. Enginn á meiri þakkir skyldar fyrir það en einmitt eiginkona kínversku frelsishetjunnar, Chiang Kai- shek, — Mayling Soong. Hún er fædd í borginni Shang- hai árið 1899. Faðir hennar, Soong, hafði á unga aldri verið .sendur til Boston til þess að nema tegerð og silkiiðnað. Það- an strauk hann til Norður-Karó- línu. Amerísk fjölskylda tók hann upp á arma sína. Samdi hann sig þar að háttum vest- rænna manna, kastaði feðratrú sinni og gerðist kristinn. Mennt- un hlaut hann góða. Að henni lokinni hélt hann aftur til Kína og hugðist boða löndum sínum kristna trú. Settist hann að í Shanghai. Þar. kynntist hann vígreifum byltingasinnum og snerist þegar á þeirra band. Var hann m. a. náinn samstarfsmað- ur hins fræga byltingarforingja Sun Yat Sen. — Ekki var hann þó mikill stjórnmálamaður. En hann var góður heimilisfaðir. Hann kvæntist kristinni konu, ól börn sín upp í guðsótta og góðum siðum og kenndi þeim vestræna háttu. Dæturnar voru þrjár, sonurinn aðeins einn. Ná- búarnir vorkenndu Soöng. Þrjár dætur! Minna mátti nú gagn gera. En Soong lét það ekki á sig fá. Hann gaf dætrum sínum falleg nöfn: Eling (indælt líf), Chungling (dýrðlegt líf) og Mayling (fagurt líf) hétu þær. Nokkru síðar kvisaðist, að hann ætlaði að senda þær til Ameríku í skóla. „Gefið konunum frelsi! Það er fyrsta skrefið í áttina til hins frjálsa Kína“, sagði hann iðulega. Jafnvel flokksbræður hans voru á öðru máli. Dæturnar voru allar sendar í ameríska skóla. Mayling var þá aðeins 9 ára, drengjaleg í fasi, bráðlynd og alltaf reiðubúin í rifrildl Hún talaði þá ágæta ensku og líktist meira Ameríkumanni en Kín- verja í þjóðarmetnaði sínum. Á þessum tímum voru merkir atburðir að gerast í Kína. Keis- arinn var hrakinn af veldis- stóli og flokkur Sun Yat Sen komst til valda. Hið kínverska lýðveldi var stofnað. Eldri systurnar hurfu að loknu námi aftur til Kína til þess að taka þátt í nýskipuninni. Þær giftust báðar mönnum úr flokki lýðveldissinna, önnur meira að segja sjálfum Sun Yat Sen, sem þá var miðaldra orðinn. Þá var Mayling ein eftir í Ameríku. Hún tók háskólagróf með ágætis einkunn. Síðan hélt hún líka til fæðingarbæjar síns. Var hún þar sem útlendingur í framandi landi. Hún varð jafp- vel að nema móðurmál sitt að nýju. Þá var komið annað hljóð í strokkinn heima fyrir. Flokkur Sun Yat Sen hafði verið yfirbug- aður. Hann var sjálfur flúinn til Japan ásamt föður systranna og fleirum. En- þeir náðu brátt aftur fótfestu í Suður-Kína. Borgara- styrjöld geisaði, þegar Mayling kom heim. Á heimili möður sinnar kynnt- ist hún hermálaráðunaut og „hægri hönd“ Sun Yat Sen — Chiang Kai-shek. Hann hafði numið hernaðarlist í erlendum herskóla — var ungur, djarfur og framsækinn. Hann varð hrifinn af Mayling við fyrstu syn. En bónorði hans var hafnað. Hann var fráskilinn, sagður lauslátur og þar að auki heiðingi. „Bíddu rólegur", sagði Sun Yat Sen. Jafnvel þá sýndi Chiang Kai-shek herkænsku. Hann beið — í tíu ár. 1. desember 1927 voru þau Mayling og hinn „sterki maður“ Kína gefin saman í hjónaband. Chiang var nú orðinn yfir- maður alls herafla Kínverja. Hann var hermaður í húð og hár. Hingað til hafði hann gert sér litla grein fyrir köllun sinni. Með styrk konu sinnar öðlaðist hann ný sjónarmið. Áhrif henn- ar gerðu hann að mikilmenni — því mikilmenni, er kínverska þjóðin þarfnaðist, til þess að draumar Sun Yat Sen um heil- steypt Kínaveldi mætti rætast. En Nanking, miðstöð nýsköpun- arinnar, var þá aðeins lítið ó- þrifalegt þorp með mjóum göt- 1 um og hrörlegum húskofum. En Frú Cliiang Kai-shek föðurlandsvinirnir létu það eigi á sig fá og gengu hugreifir út í baráttuna. Frú Chiang vann með glöðu geði við hlið bónda síns. Hún stofnaði skóla handa börn- um þeirra manna,er höfðu farizt í borgarastyrjöldinni og innrætti börnunum hugdirfð og karl- mennsku. Bónda sinn lét hún fá hlut- deild í hugsjónum sínum og dag- draumum. Hennar vegna las hann Nýja Testamentið af kost- gæfni og tók kristni. Af henni lærði hann vestræna siðfræði. Hún var kennari hans og um leið aðdáandi hugrekkis hans og dugnaðar. Hún fylgdi honum jafnvel á herferð hans, er hann fór til þess að bæla niður uppreisn kommúnista í Norður-Kína. Þá kynntist hún fyrst til hlítar kjörum kínversku alþýðunnar, fátæktinni, hungrinu og sóða- skapnum. Því meir, sem hún sá, því festari varð sú ákvörðun hennar að bæta úr þessu volæði. Hún vann Chiang á sitt mál. Þau komu í sameiningu af stað hreyfingu meðal þjóðarinnar — hreyfingin til nýs lífs var hún kölluð. Herferð var hafin gegn skítnum, fáfræðinni, kæruleys- inu og híbýlaskortinum. Þau tóku sér ferð á hendur um land allt — jafnvel til af- skekktustu héraðanna og pré- dikuðu kenningar sínar. Jafn- vel stjórnin í Nanking var þessu mótfallin og fannst þetta lítt sæmandi hávelbornum Kínverj- um. En ekkert haggaði. ákvörð- un hjónanna. Á þessum ferðum fékk frúin gott tækifæri til að koma af stað kvenfreLsishreyfingu meðal kínversku kvennanna, hreyf- ingu, sem bar meiri árangur en hana hafði dreymt um. — Einu sinni komust hjónin í hann krappan á ferðum sínum. Chi- ang var tekinn fastur af óaldar- flokki uppi í fjöllum og höfðu þeir Jiann í varðhaldi. Almenn- ur ótti greip þjóðina og uppreist vofði yfir. En þá var það frú Chiang, sem tók í taumana. Hún talaði til fólksins gegnum út- varpið — róleg og ákveðin. Hún varaði stjórnina við því að senda her gegn óaldarflokknum, blóðsúthellingar meðal þjóðar- Tnnar væru varasamar. Síðan flaug hún sjálf til fundar við uppreistarforingjana. — Ein og vopnlaus gekk hún á fund þeirra til að semja um að yfirhershöfð- inginn — eiginmaður hennar — yrði laus látinn. Uppreistarfor- ingjarnir uxðu svo hrifnir af hugdirfsku hennar, að þeir létu Chiang þegar lausan. Óveðurs- skýið var liðið hjá — allt fyrir kænsku Maylings. En svo, árið 1937, gerðust þeir atburðir, sem öllum eru kunnir. Japanir réðust á Kína og leituðust við af mætti að rífa niður það, sem Chiang- hjónin höfðu verið að byggja upp með þjóðinni síðastliðin ár. (Framhald á 8. síðu) TÍMINX, lawgardagiim 30. des. 1944 Vilhelm Moberg: Eiginkona FRAMHALD Saqa barnanna: JÚLLl OG DÚFA Eftir JÓN SVEIIKSSON. Freysteinn Gunnarsson þýddi Hann vildi hjálpa henni til þess að vefja léreftin saman. O, hún getur þetta vel sjálf .... En svo leyfir hún honum að hjálpa til. Og loks tekur Hákon strangann í fangið og ber hann fyrir hana. Hákon ber lakaléreftin hennar í fanginu; þau eru vot af áfallinu, — þau eru vot og þung. Hann gengur fast við hliðina á henni, þau ganga yfir grasblettinn, hvorugt mælir orð frá vör- um. Einu sinni finnur hún, að mjöðmin á honum rekst ofurlitið í hana; einu sinni koma fingurgómar hans við beran handlegg hennar. Sjálfsagt var hvorugt með vilja gert, og hvorugt þeirra mælir orð frá vörum. Þau fara inn í ganginn, og hún sýnir hon- um, hvar hann getur látið frá sér léreftastrangann. Nú verður hann að segja eitthvað: Hann átti leið framhjá, og svo — hann hélt, að þau hefðu gleymt því — fólk verður að gæta síns á nóttunni — já, góða nótt. Hákon gengur út, og hún læsir dyrunum á eftir honum. Hún læsir gætilegar en venjulega. Þegar hún ætlar upp í aftur, vaknar Páll .... jú, hún hafði gleymt léreftunum, sem hún var að bleikja. Páll varð dálítið argur, þótt syfjaður væri. Slíkri vanrækslu hafði hann ekki búizt við af Margréti. Hvernig gat hún verið svona gleymin? Sú kennd, sem það vakti hjá honum, að hættan var liðih hjá, mýkti þó skap hans. En hann hefði orðið konu sinni reiður, ef þau hefðu verið rænd í nótt. — Það má ekki koma fyrir aftur, að þú gleymir svona! En konan hlustar ekki á hann. Hún undrast sjálfa sig: Hvers vegna segir hún honum ekki, að Hákon kom til þess að gera peim viðvart? Hvers vegna minnist hún ekki á þessa kvöldheim- sókn hans? Hún var þó ekki neitt undarleg, þegar betur var að gáð. Og samt þegir hún. Gerir hún það af því, að hún haldi, að Hákon vilji, að hún þegi? Eða af því að hún getur alls sagt frá því? Hefir eitthvað það komið fyrir hana, sem hún vill ekki að aðrir viti? Margrét þegir — og finnur, að hún hefir uppgötvað eitthvað, sem hún vissi ekki af í fari sínu. Hún hörfar til baka, hún vill ekki grafast fyrir það, ekki kanna það nánar. En henni virðist, að innra með henni dyljist önnur kona, sem er henni furðulega framandi. — Gættu þess, að þetta komi ekki fyrir aftur! Eftir þessi síðustu fyrirmæli sofnar maður hennar aftur. En nú vill Margrét ekki sofa. Áleitin spurning fyllir huga hennar. Þetta var ekki þjófur. En hún sá manninn þreifa á léreftunum. Hendur Hákonar snertu þau. Það sá hún glöggt. Og hana furð- aði ekki á því, meðan hún hélt, að þetta væri þjófur. En á eftir vaknaði þessi mikla og undarlega spurning: Hvað átti þetta að þýða, hvers vegna gerði hann þetta? Kona hefði kannske þreifað á þeim til þess að vita, hvort þetta væru væn léreft, en karlmaður gerir ekki slíkt. Hvað er það þá, sem karlmaður myndi gera? Hvað var það, sem Hákon gerði? Og sannleikurinn rann upp fyrir henni. Hún uppgötvaði hann ekki með heilabrotum, hann rann sjálfkrafa upp fyrir henni — gátan ræðst af sjálfu sér og otar fram lausn sinni: Hendur Hákonar auðsýndu léreftunum blíðuhót. Hann var að gæla við þau. Þannig var það. Og Margrét ber hendur sínar, sem enn eru votar af dögginni þarna úti, upp að andlitinu, hún liggur þannig og andar að sér eimnum af hinum unga aprílgróðri. Þannig er það! Augun, sem hún þrýstir nú höndunum að, sáu það greinilega. Og áður en hún vissi af, var hún farin að hlæja; lágvær, djúpur, innilegur hlátur losnaði úr læðingi. H v aS vilt þú? Margrét vaknaði að morgni, teygði úr handleggjunum. Brjóst hennar hófust og hnigu eins og bylgja. Hún settist framan á og fór í nærpils. Svo staðnæmdist hún berfætt við hlóðirnar og kveikti upp. Það næddi upp um rifurnar milli gólffjalanna, kuld- inn læsti sig upp eftir fótleggjunum. Það var eins og hundruð fyrri morgna — og þó ekki. Hún hneppti að sér kotinu og fór í pils, hún nældi upp hinar þykku hárfléttur, hún tók höndum til hins sama og hún hafði gert daginn áður, — en þó var þetta öðru vísi en í gær. Hún fór út til morgunmjalta, og hún sá sólina skína á grasið — sömu sól og sama gras og hafði blasað við augum hennar, þegar hún kom út í gærmorgun, en þó var það ekki eins og þá. Nei, þessi morgunn var ólíkur öllum öðrum. Það fann Margrét glöggt. Allt umhverfi hennar bar sama svip og það hafði borið, — kynjar þessa morguns átti rót sína að rekja til einhvers innra með henni sjálfri. Margrét titraði innvortis. Slíkur skjálfti getur stafað af ótta, sem nær tökum á manni, og Margrét hafði oíðið hrædd kvöldið áður. En þessi titringur stafaði ekki af hræðslunni. Hann átti ekki rætur að rekja til ótta, hann olli henni ekki vanlíðan. Hann fyllti hana aðeins sælli kennd. Það var innsti strengur sálar hennar, sem titraði mjúklega og veitti sælum unaði út í hverja taug hins unga líkama. Þessi titringur leitaðist við að brjótast út í dunandi hlátri; áður en hún sofnaði hafði hláturinn losnað úr læðingi — hún gat ekki bælt hann niður. Sannleikurinn var sá, að hendur Hákonar höfðu auðsýnt lér- eftunum blíðuhót. Þær höfðu strokið léreftin hennar hægt og nærfærnislega, þar sem þau lágu í varpanum. Það hafði hún séð greinilega með eiginaugum. En annað hafði ekki gerzt. Samt hafði þessi atburður undarlega gagnger og truflandi áhrif á Margréti, því að hún fann sambandið milli þess, sem gerzt hafði, og sjálfrar sín. Svona handleika karlmenn ekki dauða hluti — svona fara þeir höndum um lifandi konur. Já, það altók hana, þegar hún hafði gert sér grein fyrir því: Það var hún, sem hann hafði sýnt blíðuhót. Og við þessi blíðuhót titraði sál Margrétar. Hann hafði farið höndum um líkama hennar. Og hún fann þær snerta sig á þessari stundu, einmitt á þessum morgni. Hend- ur hans strukust yfir axlirnar og niður mittið og mjaðmirnar — hún skynjaði þær Sem sælan, yljandi straum. Hendur hans fóru um hana eins og bylgja af bylgju. Og svo voru það bara léreft, sem hann hafði ennþá gælt við! En hvað sýndi það? Það hafði hann aðeins gert af því, að hann þorði ekki annað. Það var hún, sem hann hafði viljað fara hönd- I. UPPI í SVEIT. , Og þegar þeir, sem minna voru lærðir, spurðu, hvað við værum að segja, þá svöruðum við, að við værum að æfa okkur í þýzku. Já, við áttum það til í þá daga, að hafa ýmsar smá- brellur í frammi. En nú er tími til þess kominn að segja lesendum mín- um, hvað þessi skólasystkini og leiksystkini mín hétu. Drengirnir voru fjórir og stúlkurnar líka fjórar. Öll voru þau kát og fjörug, snotur og skemmtileg. Drengirnir voru kallaðir Valdi, Bjössi, Stebbi og Óli. En fullu nafni hétu þeir Valdemar, Björn, Stefán og Ólafur. Stúlkurnar voru kallaðar Imba, Simba, Gunna og Sigga, en hétu Ingibjörg, Sigurbjörg, Guðrún og Sigríður. Þau voru öll jafn elskuleg í viðmóti, og hraust voru pau, rjóð í kinnum og blómleg. Oft komu líka börnin af hinum bæjunum til okkar. En samt vorum við hin að mestu leyti út af fyrir okkur, og höfðum við með okkur félagsskap, sem við nefndum fóstbræðralag, eftir fornum sið. ’ Auðvitað voru hin börnin góðir vinir okkar og kunn- ingjar, en ekki var þó sambandið við þau eins náið. Það var ekki heldur von; þau voru ekki tekin í fóstbræðra- lagið. Um athafnir okkar þar heima leiddi nokkuð af sjálfu sér. Þetta var um hávetur, eins og áður segir. Kuldar og snjókomur höfðu gengið vikum saman, ekki einn einasti hlýjudagur hafði komið. Okkur krökkunum líkaði veðrið vel, því að við fengum 'að leika okkur úti á skautum, skíðum og sleðum meiri hluta dagsins. Þó fengu yngstu telpurnar ekki að vera svo mikið úti. Við hin vorum orðin svo vön útivistinni, að við fund- um ekki til kuldans. Eftir nokkur ár! Pá verður hann þakklátur þeim, sem gáfu honum hftryggingu til útborg- unar vi<3 tuttugu ára aldur. Bezta gjöfin, sem pér getiö gefiö börnunum er LlFTRYGGING. S j óválrijg q i lqa|fll a q íslands! mFmm> IpímaikráiD Handrit að simaskrá Reykjavíkur liggur frammi hjá inn- heimtugjaldkeranum í afgreiðslusal landssímastöðvarinnar frá 27. desember til 5. janúar. Þeir, sem ekki þegar hafa sent breytingar við skrána, eru beðnir að gera þaö þessa daga. Skrásetningúm í atvinnu- og viðskiptaskrána svo og auglýs- ingum i símaskrána er veitt móttaka á sama stað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.