Tíminn - 12.01.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.01.1945, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFPANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. \ RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A Slmar 2363 Oe 4373. V. \ : AFGREIÐSLA, INNHEIMTA ( OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: { EDDUHÚSI. Llndargötu 9A. Síml 2328. 29. árg. Reykjavík, föstudagiim 12. jan. 1945 3. blað „Rwggsemi“ dómsmálaráðherrans: Réttarrannsókn gegn aðeins tveimur heildverzlunum Það, sem barf, er réttarraimsókn á starfsemi allra Iieildverzlana, sem eru grunsamlegar um vcrtSlagsbrot. Það virðist koma greinilega fram í blaði dómsmálaráðherrans, Alþýðublaðinu, síðastl. miðvikudag, að það muni alls ekki ætl- un stjórnarinnar að framkvæma allsherjarrannsókn á verðlags- brotum heildsalanna, heldur muni hún láta nægja þær ,upp- ljóstranir, sem verðlagsráð getur gefið. Er þetta sama 'og að stinga málinu að mestu leyti undir stól. * í grein, sem Alþýðublaðið birti umræddan dag, er veitzt með miklu offorsi gegn Tíman- um, fyrir þá kröfu hans að heimtg allsherjarrannsókn á verzlunarmáta heijdsalanna. Gekk Alþýðublaðið hér feti lengra en sjálf heildsalablöðin, sem ekki höfðu áður treyst sér til að mótmæla þessu, en Mbl. óx svo djörfung við að sjá þessi skrif í blaði dómsmálaráðherr- ans, að það birti skammagrein um þessa kröfu Tímans næsta dag og kallaði hana siðleysi! Alþ.bl.. segir síðan í grein og virðist sigri hrósandi: „En það er engu líkara en að Tíminn sé búinn að gleyma því, að til er sakadómari í landinu og að hann hefir þegar hafið réttarrannsókn á verðlagsbrot- um heildsalanna út af kæl’un- um, sem verðlagsráð hefir sent honum“. Eftir þessu að dæma virðist dómsmálaráðherrann ætla að láta nægja að rannsökuð sé mál þeirra tveggja heildverzlana, sem viðskiptaráð getur kært, en allar hinar heildverzlanirnar, sem grunaðar eru um hliðstæð eða svipuð brot, verði látnar af- skiptalausar, nema að því leyti, er verðlagsrað getur náð til þeirra. Og Alþýðublaðið, sem hefir ritað mjög skelegglega um heildsalamálið að öðru leyti, viríist hreykið yfir þessu! Satt að segja hefir Tíminn talið það svo sjálfsagt mál, að kærur verðlagsráðs gegn hinum tveimur heildverzlunum væru teknar til réttarrannsóknar, að hann hefir alls ekki hreyft kröfu um það. Þótt hann beri takmarkað traust til stjórnar- innar, hefir hann ekki getað ætlað henni svo illt að stinga þessum kærum undir stól. Það, sem Tíminn hefir krafizt, er í stuttu máli þetta: Kærur verðlagsráðs gegn hin- um tveimur heildverzlunum eru meira en fullkomið tilefni til þess, að ríkisstjórnin fyrirskipi allsherjarrannsókn á verzlun- armáta ANNARA heildverzlana, sem grunaðar eru um hliðstæð brot eða önnur svipað eðlis. Má þar í fyrsta lagi nefna þær heildverzlanir, sem hafa neit- að að afhenda reiknínga, og heildverzlanir, er hvað eftir annað hafa orðið uppvísar að því að gera óeðlilega dýr inn- kaup. Mjög takmarkaðar líkur eru til þess, að sekt þessara verzlana, ef einhver er, verði uppljóstrað af verðlagsráði, sem ræður yfir mjög takmarkaðri sannanaöflun. Eina ráðið er því að fyrirskipa opinbera rann- sókn, er framkvæmist innan- lands og utan, og þess vegna verður að krefjast slíkrar rann- sóknar tafarlaust. Opinber rannsóknardómari hefir marg- víslega fleiri og meiri mögu- leika til að afla sannana en verðlagsráð. Það er áreiðanlegt, að allur almenningur styður þessa kröfu. Honum er ekki nóg, að mál Johnson & Kaaber og G. Helga- (Fravihald á 8. siðu) Siðleysísbrígsl stjórnarblaðanna sannabezt hinn vonda málstað þeirra FYRSTA RÁÐHtS A t S L A N D I Ritst)óraskiptl vid Dag Ingimar Eydal lætur af langri og gifturíkri ritstjórn. Um seinustu áramót urðu ritstjóraskipti við Dag á Akur- eyri, Ingimar Eydal og Jóhann Frímann létu af ritstjórn- inni, en munu þó halda áfram að skrifa í blaðið. Við rit- stjórninni tók Haukur Snorrason, sem hefir unilið við blaðið undanfarið og átti mikinn þátt í breytingum þeim, sem gerðar voru á Degi á síðastliðnu ári. Munu menn því hyggja gott til ritstjórnar hans. Þegar Ingimar Eydal lætur af ritstjórn Dags, eftir meira og minna samfellt 26 ára starf við blaðið, munu honum verða færðar hlýjar þakkir samherj- anna um allt land, því svo vel hefir hann leyst það af hendi. Má óhætt segja, að hann muni jafnan talinn meðal færusltu blaðamanna landsins, þótt allt- af hafi hann orðið að hafa blaðamennskuna að hjáverka- starfi. Sá skerfur, sem hann hefir með þessu starfi sínu lagt til eflingar samvinnufélags- skapnum og Framsóknarflokkn- um, verður aldrei ofmetinn né ofþakkaður. Tímanum þykir rétt að birta hér kafla úr grein um Ingi- mar eftir Bernhard Stefánsson, er birtist í fyrsta blaði Dags eftir ritstjóraskiptin, því að vart verður betur túlkað álit sam- herjanna á Ingimari og hug þeirra til hans: „Þegar Ingjmar hóf blaða- Pw‘~... ' Ingimar Eydal mennsku sína voru breytinga- tímar eins og nú. Nýjar stefn- ur voru að ryðja sér til rúms með þjóðinni, bæði í stjórnmál- um og félagsmálum. Samvinnu- (Framhald á 8. síðu) Síðastliðinn þriðjudag var blaðamönnum boðið til Hafnarfjarðar, til þess að sjá hið nýja og veglega Ráðhús, sem bœrinn liefir komið sér upp og er fyrsta ráðhús á íslandi. Húsið er i alla staði hið vandað- asta, búið smekklegum húsgögnum. sem trésmiðjan Dvergur liefir smíð að. Á efri hœð er komið fyrir öllum opinberum skrifstofum bœjarfé- lagsins, og litlum samkomusal. Á neðri hœð eru skrifstofur sparisjóðs Hafnarfjarðar og einn fegursti og vandaðasti kvikmynda- og leiksýn- ingarsalur á landinu, er rúmar um 325 manns í sœti. Húsið er nú fullgert, en bygging þess var hafin 1942. Það er 597 fermetrar að flat- armáli, 4600 m. að rúmmáli. Húsið mun kosta með öllu innbúi og kvik- myndavélum um 1,3 millj. Þess má geta, að það ,er skuldlaus eign bœj- arfélagsins og verður allur ágóði' af rekstri kvikmyndahússins látinn renna til byggingar elliheimilis í Hafnarfirði. Stjórnarflokkarnir fara að dæxn einræðisstfórna og kalla alla gagn- rýni siðleysi og þegnskaparleysí Það blað kemur nú varla út af stjórnarblöðunum, að Fram- sóknarflokknum sé þar ekki brugðið um ‘ þegnskaparleysi og siðleysi. Það er sagt, að það sé siðleysi af Framsóknarflokknum að vera í, stjórnarandstöðu, því að hann hafi verið sammála nýsköpunarákvæðum stjórnarsáttmálans og stjórnarandstaða þekkist yfirleitt ekki á stríðstímum. Hversu lítilvægri gagnrýni á stjórninni, sem hreyft er af Framsóknarmönnum, er mætt með sömu brigslunum: Þetta er siðleysi. Mun þess ekkert dæmi, að nokkur stjórn í lýðfrjálsu landi hafi ætlað sér að bæla niður stjórnarandstöðu með sífelldum siðleysisbrigslum, en slíkar starfsaðferðir eru alþekktar í Rússlandi, þar sem allir stjórn- arandstæðingar eru stimplaðir siðlausir Trotskiistar og má á því sjá, hvaðan stjórnarflokkarnir íslenzku ha.fa fengið fyrirmynd sína. Hér þykir rétt að víkja nokkuð að þessum sífelldum siðleysis- brigslum stjórnarblaðanna. Hagsmunir þeirra „stóru“ ráðandi í físksölumálunum Ákvarðanir stjwrnariimar um veröjöfnunar- íí’jald «sí lágmarksverð á isfiski. Ríkisstjórnin hefir nú fyrirskipað, að lagt skuli verðjöfnun- argjald á ísfisk, er nemur 7 aurum á hvert kg., og jafnframt hefir hún ákveðið að setja lágmarksverð á fisk, sem keyptur er til útflutnings. Eru þessar ráðstafanir byggðar á því, að ekki hafa enn nást samningar við Breta um verð á hrað- frysta fiskinum og saltfiskinum, og að ríkisstjórnin hefir ekki tekið upp þá stefnu, að reyna að útvega sölusamlögunum skip til leigu með sanngjörnum leigumála. Samkvæmt ákvörðun stjórn- arinnar skulu skip, sem kaupa fisk til útflutnings, greiða fyrir hann 52 aura á kg. Útvegsmenn og sjómenn fá þó aðeins 45 aura útborgaða, en 7 aurar leggjast stefnu að vinna að stofnun sölusamlaga og útvega þeim flutningaskipin til leigu með sanngjörnum leigumála. Eig- endur flutningaskipanna vildu þetta ekki, því að þeir töldu sér í verðjöfnunarsjóð. Stjórnar- hagkvæmara að kaupa fiskinn blöðin reyna að túlka þetta eins fyrir 52 aura en leigja þau sölu- og verðhækkun, en um það verð- samlögum fyrir sanngjarna ur ekkert sagt á þessu stigi, því leigu. Flest bendir til þess, að að ekkert hefir enn verið ákveð- sölusamlögunum eða réttara ið um, hvernig verðjöfnunar- gjaldinu verður ráðstafað. Ef nota þarf það eingöngu til verð- uppbóta á annan fisk en ísfisk og það hrekkur jafnvel ekki til, getur farið svo, að fiskverðið til jafnaðar verði lægra en í fyrra. Má vel marka óskamm- feilni stjórnarsinna á því, að þeir skuli auglýsa þetta, sem al- menna verðhækkun. Ástæðan til fyrirskipunar- innar um verðjöfnunargjaldið er sú, að stjórnin hefir vanrækt aö endurnýja samninga við Breta um fisksölumálin og er því allt óvíst um verð hrað- frysta fisksins og saltfisksins. Sést á þessu, hvort ekki hefði verið betra að ganga rösklega að samningunrtm við Breta, eins og hér hefir verið haldið fram. Það, sem veldur því, að stjórn- in hefir farið inn á þá braut að fyrirskipa lágmarksverð, er raunar ekkert annað en það, að hún hefir gefizt upp við þá (Framhald á 8. sííPtl) Mbl. boðar hækkun \ 9 olíuverðsins Morgunblaðiff upplýsir í gærmorgun, aff svo kunni aff fara, að olíuverðið hækki á næstunni. Jafnframt segir blaðið, að þetta hafi verið til- kynnt af erlendum aðilum í tíð fyrrv. ríkisstjórnar. Samkvæmt áreiðanlegum upp- lýsingum, er Tíminn hefir aflað sér, er það með öllu ósatt, að nokkur tilkynning hafi borizt um þetta í tíð fyrrv. stjórnar. Allt, sem kann að hafa gerzt viðkomandi olíuhækkun nú, hefir því gerzt í tíð núverandi stjórnar. Hitt er annaö mál, að þegar (Framhald á 8. síðu) Ilvers vegna er Fram- sókiiarflokkiiriiin i stjórnarandstöðu? Það er Mbl., sem heldur því fram, að Framsóknarflokkurinn hafi farið í stjórnarandstöðu að tilefnislausu, þar sem hann hafi í meginatriðum verið samþykk- ur nýsköpunarákvæðum stjórn- arsáttmálans. Mbl. vill því helzt halda fram, að Framsóknar- menn hafi skorizt úr leik til að hagnazt á stjórnarandstöðunni. Það er rétt, að Framsóknar- flokkurinn var og er samþykk- ur nýsköpunaratriðum stjórn- arsáttmálaTis, að undanteknu einu meginatriði, enda eru þessi ákvæði eins og tekin upp úr stefnuskrá flokksins, líkt og hún var samþykkt á seinasta flokksþingi. En þetta meginat- riði, sem vantar, er sjálfur fjár- hagsgrundvöllur nýsköpunar- innar. Framsóknarflokkurinn á- lítur, að engin raunveruleg ný- sköpun verði möguleg, án þess' að fjárhagsgrundvellinum verði breytt, þ. e. aff dýrtíðin verði lækkuð. Þetta er líka að sannast full- komlega. Ríkisstjórnin er enn önnum kafin við að finna nýja tekjustofna fyrir ríkissjóð, svo að hann geti fullnægt rekstrar- greiðslum á þessu ári. Ekki einn eyrir af hinum miklu tekj- um ríkissjóðs nú né þeim við- bótartekjum, sem stjórnin ætlar að afla, mun fara til hinnar fyrirhuguðu nýsköpunar. Þegar þannig er tæpast hægt að afla tekna til að standast rekstrar- útgjöld ríkisins nú, er ekki trúlegt að í framtíðinni verði aflað mikilla viðbótartekna til nýsköpunar, þegar afurðaverð lækkar og hallar undan fæti, nema skapaður verði nýr og heilbrigður f járhagsgrundvöll- ur. — Framsókna-rflokknum var það ekki nóg, að stjórnarflokkarnir tækju upp í stefnuskrá sína ýms átriði úr stefnuskrá hans um tilhögun nýsköpunarinnar, en slepptu sjálfum grundvellin- um. Það var eins og að taka fallegan uppdrátt af húsi og ætla sér að byggja það á sandi. Frá sjónarmiði Framsóknar- flokksins var það fyrsta höfuð- verkefnið, að tryggja nýsköpun- in’ni öruggan fjárhagsgrund- völl. Hann gat ekki farið í rík- isstjórn, er vanrækti þetta höf- uðverkefni. Hann taldi sig hafa frjálsari hendur og betri að- stöðu til að berjast fyrir þessu málefni, ef hann væri í stjórnar andstöðu, en að vera þátttak- andi í stjórn, .sem brast allan skilning á nauðsyn þessa máls. Þetta er höfuðástæðan til þess, að Framsóknarflokkurinn er í stjórnarandstöðu. Hitt er tæpast svaraverð aðdróttun, að Framsóknarflokkurinn hafi val- ið sér stjórnarandstöðuna í flokkslegu hagnaðarskyni. Framsóknarflokkurinn hefir jafnan stjórnað þeim málum, sem honum hafa verið falin í ríkisstjórn, á þann veg, að hann hefir alltaf' aukið fylgi sitt í kosningum á eftir. Má þar bendá á kosningarnar 1930, 1931, 1937 og vorið 1942, til sönnunar. Frá flokkslegu sjón- armiði hefði Framsóknarflokkn- um því mátt vera áhugamál að komast í ríkisstjórn. Það er líka kunnugt, að stefnan, sem Framsóknarflokkurinn berst fyrir í dýrtíðarmálunum, á örð- ugt uppdráttar, eins og sakir standa, og hitt er miklu líklegra til vinsælda, a. m. k. í bili, að fljóta með straumnum, eins og stjórnarflokkarnir, og veita ekk- ert viðnám gegn dýrtíðinni. En Framsóknarflokkurinn kaus sér heldur baráttuna, þótt erfið væri og vafasöm til vinsælda í bili, því að þjóðarhagsmunir eru honum helgari en flokks- hagsmunir. (Framhald á 8. síðu) r í DA« birtist á 3. og 6. síðu grein eftir Ólaf Jóhannesson um baráttu samvinnufé- laganna fyrir aukinni vöruvöndun. Neffanmáls á 3. og 4. síffu er upphaf greinar eft- ir Sigurff Helgason rithöf- und um danska Nóbels- verðlaunaskáldiffN Jóhann- es V. Jensen. ' Ein af siðleysis- ásökunum Mbl. Hér er eitt dæmið um siff- leysisásakanir stjórnarblaffanna gegn Framsóknarmönnum. Mbl. segir í forustugrein í gær, aff það sé eitt merkiff um siöleysi Tímans, að hann hafi haldið því fram, „aff þaff sé aff kenna hirðuleysi Ólafs Thors, að olíuverðið hækkar nú.“ Sannleikurinn er sá, aff Tím- inn hefir ekki minnst einu orffi á hina yfirvofandi hækkun olíu- verffsins. Þaff er ekki erfitt að bera stjórnarandstöðunni á brýn siff- leysi, þegar slíkum aðferffum er beitt!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.