Tíminn - 12.01.1945, Qupperneq 3

Tíminn - 12.01.1945, Qupperneq 3
sm 3. Mað MN, föstutlagimi 12. jan. 1945 3 Ólafur Jéh a n n e s s o n Vöruvöndun samvinnufélaganna Ólafur Jóhannesson Frá öndverðu hefir vöruvönd- un verið eitt af stefnuskrárat- riðum íslenzku samvinnufélag-. anna. Á það jafnt við um að- keyptar vörur og innlendar af- urðir. Hafa þau því jafnan kappkostað að hafa aðeins á boðstólum góðar og vandaðar vörur, hvort sem um hefir verið að ræða innfluttan varning eða framleiðsluvörur félagsmanna. Þessi viðleitni hefir borið mikinn árangur. Hún hefir komið til leiðar mikilli og áður óþekktri vöndun á gjaldeyrisvörunni. Er óhætt að fullyrða, að sú vöru- vöndun hafi fært félagsmönn- um, og raunar einnig öðrum landsmönnum, hagnað, er nem- ur tugum miljóna. Um langt skeið hafa einnig verið fluttar inn betri vörur heldur en þekkt- ust hér áður eða um það leyti, sem kaupfélögin tóku til starfa. En þess er skylt að geta, að í því eiga líka íslenzkir kaupmenn og breyttir verzlunarhættir sinn þátt. Um þá hlið málsins skal eigi rætt írekar að þessu sinni. Hins vegar skal hér stuttlega rifjað upp.hvern þátt samvinnu- félögin hafa, átt í bættri með- ferð á framleiðsluvörum lands- manna, einkum landbúnaðaraf- urðum, og hvernig þau hafa beitt sér fyrir breyttum verk- unaraðferðum og skipulagi á sölu, eftir þvi sem markaðir hafa verið á hverjum tíma. Um þær mundir, er kaupfé- lögin hófu göngu sína, er það sannast sagna, að vöruvöndun á gjaldeyrisvörunni var hér svo að segja' óþekkt. Orðtakið, að „allt væri nógu gott í kaup- manninn", var einkennandi fyrir ríkjandi ástand í þeim efn- um. Meðferð framleiðsluvar- anna var' í mörgum efnum á- kaflega ábótavant. Sá þóttist maður að meiri, er leikið gat á kaupmanninn og selt honum gallaða og skemmda vöru sem ógallaða. Með slíku reyndu menn að hefna sín. á hinu ægilega kaupmannsvaldi, er lék þá svo grátt, að þeir fengu lengi eigi rönd við reist. Af kaupmanna hálfu var lítt hirt um umbætur á þessu sviði, a. m: k. er ekki kunnugt um, að þeir hafi gert neinar sérstakar ráðstafanir til þess að koma á vöruvöndun. Enginn ákveðinruverðmunur var t. d. gerður á góðri og lélegri vöru. Ófremdarástand þetta leiddi auðvitað til þess, að íslenzkar af urðir urðu í litlu áliti og lágu verði og voru stundum lítt selj anlegar.' Kaupmaðurinn hafði vitaskuld vaðið fyrir neðan sig og tók við verðákvörðun sína til- lit til þessa og þeirra vörusvika, sem við mátti búast. Afleið ingin af þessu varð svo stórfellt fjárhagslegt og siðferðilegt tjón fyrir landsmenn í heild. títflutmiigur lifandl fjár. Nokkru eftir miðja 19. öldina hófst nýtt tímabil í afurðasölu bænda. Tóku þá brezkir kaup- sýslumenn að kaupa hér lifandi fé — sauði. Voru þeir um 1880 farnir að reka þessi viðskipti sín hér í allstórum stíl. Stofnun fyrsta kaupfélagsins, Kaupfé lags Þingeyinga, stóð í beinu sambandi við þessi sauðakaup Breta. En Kaupfélag Þingeyinga var, eins og kunnugt er, stofn- að árið 1882. Lengi framan af voru sauðir aðalútflutningsvara þess félags. Hóf það þegar í stað ákveðna vöruvöndunarstefnu í þessari grein. M. a. tók það upp þá reglu að vega útflutningsfé og verðleggja það hlutfallslega hækkandi eftir vænleika. Að gerðir þessar höfðu þegar í för með sér alger stefnuhvörf um méðferð og kynbætur sauðfjár á félagssvæðinu. Bændur tóku að rækta fé, er væri sem þyngst á fæti. Varð það skjótt hvort- tveggja í senn, hagsmuna- og metnaðarmál. Var m. a. ýtt und- ir metnað manna á þessu sviði með því, að kaupfélagið birti skýrslur um þyngd sauða, bæði meðalþyngd úr hverri deild og hjá einstökum félagsmönnum, sem höfðu sérstaklega vænt fé. í sögu Kaupfélags Þingeyinga er birt skýrsla, er ljóslega sýnir hverjar breytingar hafa orðið á vænleika fjár á þeim 30 árum, sem fé var vegið til útflutnings. Fer hér á eftir útdráttur úr Deirri skýrslu, sem sýnir meðal- Dyngd tvævetra sauða og eldri þrem árabilum: 1884—85 .... 113,8 pd. 1891—94 .... 122,4 — 1903—05 .... 122,1 — Jafnhliða þessum tölum þarf að hafa í huga, að á síðasta tímabilinu var farið að flytja út eða lóga svo miklu af vetur- gömlum sauðum, að það hefir stórmikil áhrif á meðalþyngd næsta árgangs af tvævetrum sauðum, því að hinir vænstu af veturgömlu sauðunum voru vitaskuld teknir til útflutnings eða slátrunar. Má því telja víst, að þyngdaraukningin hefði ver- ið mun meiri en tölurnar sýna, ef sala. veturgamalla sauða hefði verið í jöfnu hlutfalli síðast sem fyrst. Vafalaust hafa Þingeyingar staðið öðrum framar á þessu sviði, enda fékk útflutningsfé Kaupfélags Þingeyinga sérstakt orð á sig. En óhætt mun að full- yrða, að önnur samvinnufélög, sem hér voru starfandi á þess- um tíma, hafi einnig unnið í sömu átt, þó að eigi séu fyrir hendi eins ljósar heimildir um 3á starfsemi þeirra og þann ár- angur, sem hún mun hafa borið. Mun þess vegna óhætt að slá dví föstu, að vöruvöndunar- stefna samvinnufélaganna hafi komið til leiðar meiri þyngd á útflutningsfé en áður hafði tíðkast. Saltkjötsútflutniiigui*. tekið í sama streng og sam-lskyldi ábyrgjast allt að % af kjötsins. Voru 1 bæði skiptin vinnufélögin um vöruvöndun og tjóni, er verða kynni af bygg- haldin námskeið fyrir starfs- á sinn þátt í þeim árangri, sem ingu og rekstri frystihúss, er menn sláturhúsa og frystihúsa, Utflutningsféð var geymt í Englandi, venjulega í nokkrar vikur áður en því var slátrað. Var það látið ganga þar í góð- um högum og fitað eftir hrakn- inginn í hafi. En rétt fyrir alda- mótin varð á þessu breyting, sem stórlega torveldaði flutning lif andi fjár til Englands. Sam- kvæmt nýjum lögum varð að slátra fénu í sóttkví, þegar eftir að það var komið á land. Þegar svo var komið, mátti telja sauða- útflutninginn að mestu leyti útilokaðan í framtíðinni, a. m. k. eins og samgöngum þá var háttað, Það var því sýnt, að leita yrði nýrra úrræða og finna aðra út- flutningsmöguleika. Samvinnufélögin hófu þegar forgöngu í því máli. Aðalúrræð ið varð aukning ,og umbætur saltkjötsframleiðslunnar. En fleiri úrræði voru reynd, svo sem stofnun samvinnurjómabúa og aukning mjólkurframleiðslunn- ar. Meðferð sláturfjárafurða var um þessar mundir hin þörmu legasta og íslenzkt saltkjöt í engu áliti. Mátti heita vonlaust að vinna því sæmilegan markað erlendis, nema stórfelldar um bætur ættu sér stað á meðferð þess. Nokkru fyrir aldamótin fór Bogi Melsteð að rita um kjöt- verkun og kjötverzlun íslend inga. Kynnti hann sér kjötverk un og sláturhús I Danmörku Síðan varð hann hvatamaður að stofnun Sláturfélags Suðurlands og fékk ungan íslending í Dan- mörku til að læra slátraraiðn Haustið 1903 fór Hermann Jón asson skólastjóri utan, til þess að kyriha sér kjötsölumöguleika Var för þessi farin á: vegum Bún aðarfélags íslands, með styrk frá ríkinu. En til fararinnar mun einkum hafa verið stofnað fyr ir hvatningu frá samvinnufélög unum, eða forstöðumönnum þeirra. í þessu sambandi má geta þess, að búnaðarfélagsskap urinn hefir að sjálfsögðu jafnan náðst hefir. í utanför sinni aflaði Her- mann Jónasson sér ýmsra gagn- legra upplýsinga, sérstaklega um verkun og umbúðir saltkjötsins. Tóku samvinnufélögin nú að beita sér af alefli fyrir bættri ,meðferð saltkjötsins, svo að hægt væri að gera það að sölu- hæfri vöru, er gæti unnið sér álit á erlendum markaði. Slátur- hús voru reist á aðalútflutnings- höfnunum. Árið 1908 áttu kaup- félög og sláturfélög hér 12 slát- urhús, og var það vel gert, þegar Dess er gætt, að örfáum árum áður höfðu þau engin verið. Á dví ári .1908 samþykkti aðal- fundur Sambandsins ákveðna flokkun á útflutningskjötinu. Árið eftir var enn hert á þessum flokkunarreglum. M. a. var þá ákveðið, að Sambandið skyldi alls ekki senda út kjöt af fé, er eigi næði ákveðnum lágmarks- skrokkþunga. Sýnir þetta hina ákveðnu vöruvöndunarstefnu. Með þessum og fleiri aðgerð- um tókst að koma meðferð og verkun saltkjötsins í það horf, að það varð falleg, góð og út- gengileg vara. Á ræktun fjárins mun þetta einnig hafa haft á- hrif, þannig, að nú var keppt að sem mestum skrokkþunga í stað sem mestrar þyngdar á fæti áð ur. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika tókst smám saman að vinna sæmilega öruggan markað fyrir saltkjötið, fyrst í Danmörku, síðar í Noregi. Raunar var ætíð verulegur hluti þess kjöts, sem seldur var til Dánmerkur, flutt ur þaðan aftur til Noregs og seldur þar. Saltkjötið var i góðu áliti í Noregi. Má m. a. marka Dað af því, að er Norðmenn tóku sjálfir að verka saltkjöt fyrir rúmum áratug, fengu þeir menn héðan til að kenna meðferð þess Um langt skeið var saltkjöt aðalútflutningsvara landbúnað arins, og þrátt fyrir tollmúra í Noregi og aðra erfiðleika, var alltaf flutt út af því verulegt magn, þar til núverandi heims styrjöld lokaði þeim leiðum. Vitaskuld var verðið misjafnt, stundum mjög lágt, en sum árin fékkst einnig fyrir það ágætt verð. Að öllu athuguðu verður ekki í efa dregið, að með af skiptum sínum af saltkjötsverk- un og saltkjötssölu hafi sam- vinnufélögin og Sambandið unn ið íslenzkum landbúnaði mjög mikið gagn. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga einkum til að kenna fláningu. hafði þá í undirbúningi. Jafn- Með þessu hefir verið reynt að framt var sambandsstjórn falið bæta meðferð kjötsins og einnig ÚÉflutiilngnr freðkjöls. Á fyrsta starfsári Sambands ísl. samvinnufélaga var því ný- mæli hreyft á aukafundi, að gera tilraun með útflutning á kældu kjöti. Þótti þá sýnt, eins og áður hefir verið á drepið, að ekki væri byggjandi á útflutn ingi lifandi fjár í framtíðinni. Á fundinum var samþykkt að leita samninga við önnur héruð um útflutningstilraun þessa. Að þessu sinni varð þó ekki af framkvæmdum í þessa átt, enda var þá fyrir alvöru horfið að saltkjötsverkuninni, eins og áð ur hefir verið frá sagt. En mál þetta var ekki þar með úr sög unni. Aldarfjórðungi síðar var nýmæli þessu hrundið í fram kvæmd fyrir atbeina Sambands ins. Nokkur undanfarandi haust hafði Sambandið gert tilraunir með útflutning á kældu kjöti Þótti augljóst, að ekki væri leggjandi í slíkan útflutning í stórum stíl, nema byggð væru frystihús á útflutningshöfnum og sérstakt kæliskip haft í för um, en að öðru leyti gáfust þær vel. Á aðalfundi Sambandsins 1925 hafði því verið samþykkt að skora á ríkisstjórnina að undirbúa kaup á kæliskipi. Var það í samræmi við tillögu minni hlutans í kæliskipsnefnd, þeirra Jóns Árnasonar og Tryggva Þór hallssonar, en nefnd sú hafði áð- ur verið skipuð af ríkisstjórn- inni eftir hvatningu frá sam- vinnumönnum. Á sama fundi var samþykkt, að Sambandið að leggja á ráð um, hvaða félög önnur skyldu koma upp frysti- húsum og hvenær. Til þessa má rekja það, að ríkisstjórnin samdi við Eim- skipafélag íslands um byggingu kæliskipsins Brúarfoss. Var það skip fullbyggt árið 1927 og byrj- aði þá um haustið að flytja út frosið kjöt frá sambandsfélög- unum og Sláturfélagi Suður- lands til Englands. Höfðu þrjú sambandsfélög komið sér upp frystihúsum. Á næstu tveimur árum byggðu fjögur sambands- félög frystihús. Síðan hefir frystihúsum félaganna fjölgað ; afnt og þétt. Eru þau nú 27 að tölu, og auk þess á Sambandið tvö frystihús, annað í Reykjavík, hitt í Vestmannaeyjum. Allmiklum vandkvæðum var bundið að koma ísl. kjötinu inn á brezkan markað og vinna því 3ar álit sem samkeppnisfærri vöru. Enginn hörgull var á kjöti frá hinum miklu kjöt- framleiðslulöndum á suður- hveli jarðar, og þau voru fyrir löngu búin að ryðja sér til rúms brezkum markaði og koma vöruverkun í fast horf. Þurfti nú að kynna sér kröfur brezkra neytenda og meðferð og ein- kenni þess kjöts, er áður hafði verið selt á brezkum markaði. Strax þegar hafizt var handa um útflutning freðkjots, útveg- aði Sambandið enska sérfræð- inga til að leiðbeina um með- ferð og mat á freðkjöti. Jafn- framt gekkst Sambandið fyrir Dvi,að maður var sendur tilNýja- Sjálands til að kynna sér þar slátrun og kjötfrystingu. Til farar þessarar réðst Björn Páls- son frá Guðlaugsstöðum. Þegar hann kom úr þessari för, gaf ríkisstjórnin honum erindis- bréf sem kjötmatsmannl fyrir frystihúsin. Árið 1932 voru, að frumkvæði Sambandsins, sett ný lög um kjötmat. Að tilhlutun Sambandsins fóru tveir menn, Deir Sæmundur Friðriksson og Jóhann Kröyer, til Bretlands ár- ið 1935. Urðu þeir síðan yfir- matsmenn. Auk þess sem áður er greint, komu hingað tvisvar sinnum á vegum Sambandsins brezkir sérfræðingar til að gefa leiðbeiningar um meðferð að fara þannig með féð, að það svari þeim kröfum, er neytendur gera, en þar er lagt meira upp úr holdafari en skrokkþunga. Allmörg ár fyrir núverandi styrjöld seldi Sambandið tölu- vert af frosnu kjöti til Norður- landa, og líkaði það prýðilega, bæði eðlisgæði þess og verkun. Áreiðanlegt er, að kjötfram- leiðslunnar hér hefðu beðið lítt yfirstíganlegir erfiðleikar, ef Sambandið og samvinnufélögin hefðu eigi jafn djarflega beitt sér fyrir hinni nýju verkunar- aðferð og þvi að vinna hinu frysta kjöti markað. Afurðalögm. Árið 1930 skall á geigvænleg &r: sölukreppa fyrir ísl. afurðir. Hin 1934 mikla alheimskreppa var þá 4935 gengin í garð. Norðmenn hækk- j 1933 uðu hjá sér kjöttollinn 1932.! 4937 Með samningum fékkst hann að 4933 vísu lækkaður á tilteknu kjöt- magni. En með þvi voru sölu- möguleikar í Noregi minnkaðir. Sama ár gerðu Bretar Ottawa- samningana svonefndu, en af þeim leiddi, að útflutningur á frosnu kjöti til Bretlands var mjög torveldaður. Af þessum markaðsörðugleikum erlendis leiddi sífellt vaxandi framboð á afurðum landbúnaðarins á inn- lendum markaði. Var fullkomið öngþveiti ríkjandi í þeim efnum. Kjötseljendur hrúguðu kjötinu á Reykjavíkurmarkað og buðu svo hverjir niður fyrir öðrum. Var augljóst, að svo búið mátti ekki standa. Sambandsstjórn á- kvað því að tilhlutun Jóns Árna- sonar framkv.stjóra, að kalla saman sérstakan kaupfélags- stjórafund. Fundur þessi var haldinn í Reykjavík í marz 1934. Á honum .var rætt um af- urðasölu landbúnaðarins á inn- lendum markaði, ásamt endur- bættu skipulagi á sölu sjávaraf- urða, t. d. umbætur á skipulagi S. í. F. og skipun Fiskimála- nefndar. í upphafi þessa fundar flutti Jón Árnason ýtarlegt er- indi um ráðstafanir nágranna- þjóðanna í þessum efnum og lagði fram frumdrög að tillög- um um skipun afurðasölumál- anna. í málum þessum, þar á meðal um kjötsöluna, samþykkti fundurinn ýmsar tillögur, er sniðnar voru eftir uppástungum Jóns Árnasonar. Tillögur þessar voru síðan lagðar fyrir aðalfund Sambandsins* um sumarið og samþykktar þar. Milliþinga- nefnd, er skipuð hafði verið 1 þessum málum, fékk síðan til- , lögur þessar til meðferðar og urðu þær svo uppistaða í kjöt- lögunum og mjólkurlögunum, er sett voru sem bráðabirgðalög síðar á árinu og staðfest seinna af Alþingi. Með kjötlögunum svonefndu var afurðasalan á innlendum markaði skipulögð. Samkvæmt þeim var skipuð Kjötverðlags- nefnd, er ákveður kjötverö á innlendum markaði, gefur leyfi til slátrunar og heildsöluverzl- unar með kjöt, skipuleggur kjöt- söluna og ákveður verðjöfnunar- gjald á kjöti, innan þeirra tak- marka, sem lögin heimila. Fullyrða má, að lög þessi hafi náð tilætluðum árangri, þ. e. að koma í veg fyrir óeðlilega og skaðlega samkeppni á innlend- um markaði. Samkvæmt lögum þessum hafa eftirfarandi verðbætur verið greiddar á útflutt kjöt úr verðj öf nunarsj óði: Freðkjöt Saltkjöt á kgr.: á kgr.: QVz eyrir 14% eyrir 3 aurar liy2 — 5 — 10 — 5 — 6 — 71/2 eyrir 2y2 eyrir 0 — 0 — Eins og af tölum þessum sést, hefir hér ekki verið um mlkla fjárupphæð að ræða. Og þar sem verðjöfnunargjaldið var svo takmarkað, varð ætíð að ákveða markaðsverð á kjöti innanlands með hliðsjón af útflutningsverð- inu. Þó hafa bséndur ætíð eftir að kjötlögin voru sett, fengið nokkru hærra verð fyrir kjöt selt innanlands. Afurðasölulögin voru sett vegna framleiðenda af brýnni nauðsyn. Segja má, að flestir hugsandi menn hafi tek- ið þeim með skilningi, enda þótt þau riafi haft í för með sér all- _ verulegar skerðingar á athafna- frelsi mannal Verður og eigi annað sagt, en að þau hafi eftir atvikum gefið góða raun. 1939 Ull. Kaupfélögin beittu sér snemma fyrir umbótum á ullar- verkuninni. Árið 1886 var fyrir tilstuðlan Kaupfélags Þingey- inga Kristján Jónasson fyá Narfastöðum sendur til Bret- lands til að kynna sér, hvaða kröfur Bretar gerðu um ullar- verkuri. Síðan var Kristján við ullarmat hjá K. Þ. tvö árin næstu. Var þá lögð undirstaða (Framhald, á 6. síOu) Sigurður Helgason: Nóbelsverðlaunaskáldið Jóhannes V. Jensen Sfðastliðið haust voru bókmenntaverðlaun Nóbels veitt danska rithöfundinum Jóhannesi V. Jensen. Sú ákvörðun mun hafa mælzt vel fyrir um öll Norðurlönd og víðar. Það þótti makleg viðurkenning, að þessi skáldjöfur, sonur hinn- ar hart leiknu dönsku þjóðar — maður, sem margsinnis hefir verið talinn einna líklegastur til þess að hljóta þessi verðlaun — skyldi nú verða sæmdarinnar aðnjótandi. — Hér birtist fyrri hluti greinar, er Sigurður Helgason rit- höfundur hefir ritað um Jóhannes V. Jensen að ósk Tímans. I. Bókmenntaverðlaun Nóbels, ein hin mesta og virðulegasta viðurkenning, sem heimurinn hefir skáldi að bjóða, féll að þessu sinni í hlut danska skáldsins Jóhannesar V. Jensens. Hefir hann áður þótt líklegur til að hreppa þetta hnoss, enda er hann einhver afkastamesti og víðlesnasti rithöfundur Dana. Ekki hafa menn þó- ævinlega verið á eitt sáttir um verðleika hans, og fyrr á árum var hann mjög umdeildur rithöfundur. En frægð hans hefir stöðugt farið vaxandi og nú er hann hniginn á efra aldur, óánægju- raddirnar um verk haris farn- ar að þagna og aðdáendur hans búnir að fá þeim mun betra hljóð. En þrátt fyrir skarpa gagn- rýni fyrr á árum, hefir Jóh. V. Jensen alla þessa öld almennt verið talinn mikill rithöfundur. Verk hans hafa frá öndverðu verið svo miklum kostum búin, að jafnvel þeir, sem ríkasta höfðu andúðina gegn honum, gátu ekki komizt hjá því að viðurkenna þá, en létu í veðri vaka, að þeim væri „um og ó“ og að í Jóh. V. Jensen værl „bæði gull og grjót“, svo sem forðum var kveðið um íslenzk- an mann. Óvenjulega stórfengleg stíl- snilld er óefað sá þáttur í rit- starfi Jóh. V. Jensen, sem lengst og almennast hefir verið viður- kenndur. í því efni hefir hann lengi þótt standa framar öllum samtíða rithöfundum, sem danska tungu skrifa. Hug- kvæmni hans og ímyndunarafl hefir löngum þótt ótrúlega fjöl- þætt og frjósamt, meðferð hans á viðfangsefnunum sérkennileg og auðþekkt, skarpskyggni hans í athugunum verið viðbrugðið, og vafalaust mætti nefna fleira, sem menn hafa verið sæmilega ásáttir um að telja meðal kosta. En svo kemur að því, sem menn voru álíka sammála um að telja miður fara i ritum hans, og er þar ekki heldur allt til tínt, sem finnast mundi, ef vel væri leítað Hann hefir alltaf þótt djarf- ur í fullyrðingum og hlífðarlaus í dómum, ekki ævinlega sjálf- um sér samkvæmur og taka stundum aftur með annarri hendinni, það sem hann gefur með hinni, talsvert hrjúfur með köflum og ekki alls staðar smekkvís. Loks hafa sumar stað- hæfingar hans þótt fremur vafa- samaa- og talsvert margt í bók- um hans stríða á móti alþekkt- um og viðurkenndum niðurstöð- um hinna lærðari manna. Jóh. V. Jensen lét stranga gagnrýni og harða dóma lítið á sig fá og engan bilbug á sér finna. Við og við létti hann þó á sál sinni með þvl að grlpa líka til gagnrýninnar og taka bæði dómana og sjálfa dómar- ana til athugunar. Síðan hélt hann áfram að skrifa í sama anda og fyrr. Og svo fór að lokum, að ótrúlegar og vafa- samar staðhæfingar voru naum- ast nefndar framar í sambandi við hann, og snilld hans talin margfalt þýðingarmeiri en sá lítilfjörlegi agnúi, að hann tæki ekki til greina einhverjar forn- fræðilegar uppgötvanir eða til- gátur, enda þó að þær væru á- litnar klára vísindi í öllum öðr- um samböndum. Sést þannig ljóslega munurinn á því að vera

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.