Tíminn - 23.01.1945, Side 5
6. MafS
TtMircN, jirigiadagiim 23. jjan. 1945
5
Kvennabálkur"^TT w “
Vilhelm Moberg:
Kathleen Norris:
GÓÐA STJÍPA JV.
Eiginkona
(Margar sögur hafa verið
sagðar, bœ&i fyrr og siðar, um
slœmar stjúpmœður. En eftir-
farandi frásaga úr hversdags-
lifinu lýsir hinu*gagnstœða).
Þegar ég var 14 ára gömul,
fór ég ásamt móður minni og
yngri systkinum til baðstaðar
nokkurs. Síðan eru nú liðin mörg
ár.
Morgun einn hittum við unga
konu niðri við sjóinn. í fylgd
með henni voru tveir 'tirengir.
Eldri drengurinn, Ned, var 10
ára. Hann var þögull og feiminn,
nýstiginn upp af sóttarsæng.
Vék hann varla frá móður sinni.
Hinn drengurinn, Tony, var
nokkrum árum yngri. Hann var
fjörugt og fallegt barn og vakti
hvarvetna athygli. Hár hans var
þykkt og liðað, augun himinblá.
Hann hljóp hraðar, synti betur
og stökk lengra en nokkur hinna
drengjanna. Ókunnugir gáfu sig
oft á tal við hann og gáfu hon-
um leikföng.
Dag nokkurn hafði yngsti
bróðir minn orð á því í viðurvist
okkar allra, að Tpny væri fóst-
urbarn. Ánægjubros-fór um sól-
brennt andlit Tonys.
„Það er satt, mamma, er það
ekki?“ sagði hann hreykinn.
„Pabba og mömmu langaði til
þess að eignast annan strák.
Þessvegna fóru þau inn í stóra
húsið og skoðuðu börnin þar.
Svo sögðu þau: „Gefið okkur
þennan.“ Það var ég!“
„Við fórum í mörg stór hús,“
sagði móðir hans brosandi. „Að
síðustu sáum við ómótstæðileg-
an anga!“
„En þeir vildu ekki leyfa ykk-
ur að fá haijn strax þá um
daginn,“ sagði Tony, sem aug-
sýniiega var vel heima í gangi
málsins. „Alla leiðina heim varst-
þú að segja við sjálfa þig: „Ég
vildi að við fengjum hann.“ —
„Já, við fengum hann líka eftir
nokkrar vikur,“ sagði frú
Webster. — Drengirnir hlupu í
burtu tii að halda áfram leikj-
um sínum í brimlöðrinu á bað-
ströndinni.
„Það var furðulegt fyrir-
brigði að hann skyldi kæra sig
kollóttan um að vera fóstur-
barn,“ sagði mamma.
„Það olli honum þvert á móti
gleði,“ sagði frú Webster. „Þið
hefðuð orðið að sitja uppi með
Ned, þótt hann hefði verið
stelpa,“ sagði hann. „En ykkur
langaði reglulega til að fá mig!“
— „Við kviðum því lengi, að
þurfa að segja honum 'hið
sanna. En nú segir hann þetta
öllum sér til hróss!“
„Það hlýtur að hafa verið
erfitt að segja honum það,“
sagði mamma.
„Þess gerðist nú ekki þörf.
Maðurinn minn var verkfræð-
ingur í hernum, og við vorum
stöðugt á ferli. Allir héldu, að
við ættum báða drengina. En
skömmu eftir dauða hans hitti
ég gamla vinkonu, sem ég hafði
ekki séð lengi. Hún leit á dreng-
ina og sagði: „Hvor þeirra er
fóstursonurinn, María?“ Ég
hnippti í hana og hún fitjaði
þegar upp á öðru umtalsefni. En
drengirnir höfðu heyrt, hvað
hún sagði, og byrjuðu þegar að
spyrja mig spjörunum úr. Ég
varð að segja þeim allt af létta.“
„Tony hefir tekið því með
karlmennsku,“ sagði ég.
„Bersýnilega,“ sagði móðirin
brosandi. „Og einhvern veginn
heppnaðist honum að láta Ned
aldrei finna til afbrýðisemi
vegna yfirburða sinna!“
„Ned er mömmudrengur,"
sagði mamma. Hún átti einn
sjálf.
„Já, en hann var líka pabba-
drengur. Veikindi hans stöfuðu
upphaflega af ofurharmi eftir
föður hans.“ —
Daginn áður* en Webster-
mæðginin fóru heim vorum við
mamma á gangi i fjörunni, á-
samt frú Webster.
Drengirnir bárust í tal. Móðir
mín fór þá að tala um ást og til-
beiðslu Neds á móður sinni.
„Það sannar betur en nokkuð
annað, hve vel mér hefir tek-
izt tilraunin,“ sagði frú Webster.
Mamma rak upp stór aúgu.
„Já, ég vil að þér vitið alla
málavöxtu. Þér eruð skilnings-
rlk móðir sjálf. Tony. er einka-
sonur minn. Ned er fósturson-
urinn. Það hefði orðið bani Neds
litla, ef ég hefði sagt honum
hið rétta. Ég varð að skrökva.
Það bjargaði lífi hans. Tony var
aftur á móti sterkbyggður strák-
ur og fær í flestan sjó.“-
Síðan þetta var eru nú liðin
mörg ár. En í sumar var ég
að snæða morgunverð í veit-
ingahúsi í San Fransiskó.
Við næsta borð sat myndar-
legur miðaldra maður í ein-
kennisbúningi flotaforingja.
Horfði ég á hann um stund,
gekk síðan til hans og spurði,
hvort hann væri ekki Anthony
Webster. Hann kvað svo vera
og kannaðist þegar við mig.
Npkkru síðar heimsótti hann
okkur hjónin/ — Sagði hann
mér frá hinni stuttu en ágætu
ævisögu Neds. Hann hafði getið
sér góðan orðstír sem efnafræð-
ingur, en var ætíð heilsuveill.
„Mamma og tilraunastofan
voru heimur hans,“ sagði Tony.
„Hann var að sýsla við tilrauna-
glösin hálftíma áður en hann
dó. Hann dó í fangi mömmu.“
„Hvenær sagði hún þér sann-
leikann, Tony?“
„Þú vissir það þá.“
„Já, mamma þín trúði okkur
mömmu fyrir því.“
Tony þagði lengi og augu hans
fylltust tárum.
„Ég hélt að mér gæti ekki
þótt vænna um mömmu en mér
þótti þá. En þetta. ......... Ég
átti þá sjálfur lítinn dreng. Mér
var það fullkomlega ljóst, hve
erfitt það hlýtur að hafa verið
fyrir hana, aö gefa fóstursyn-
inum með ljúfu geði það rúm,
sem einkasyninum bar. En það
kaus hún heldur en að valda
fóstursyninum hryggð.“
(S. I. þýddi).
B a r n a s U ó r.
Barnaskór, gerðir úr gömlum
fillthatti.
Þegar búið er að sníða skóna
(sjá mynd) eru blómin saumuð
í þá með ljósrauðu eða Ijósbláu
ullarefni. Síðan eru þeir fóðrað-
ir með flóneli, brúnir og rauðir,
síðan stangaðir í saumavél. Þá
er varpað yfir þær með ullar-
garninu. Skórnir eru bundnir að
framan með snúru úr ullargarn-
inu.
S v o v ar um
Uonur Uveðið:
„Veizt þú, að lifið mitt, Ijúfa,
þér liggur á vörum.“
Jónas Hallgrímsson.
„Glaður drekk ég dauða úr rós
á vörum þínum
því skálin er svo skœr.“
Bjarni Thorarensen.
„Af öllu bláu, brúður kœr,
hið bezta þér í augum hlcer.“
Steingr. Thorsteinsson.
„Fagurt skal mœla ok fé bjóða,
sá’s vill fljóða ásta fáa.“
Hávamál.
Svá”s friðr kvenna þeirra es
flátt hyggja, sem aki jó óbrydd-
um á ísi hálum.
, Hávamál.
Sœlt er að elska og elskast heitt
af ungri silkihlíð,
en hvað fær framar af sér leitt
armœðu, böl og stríð.
Kristján Jónsson.
Eina skal ég elska þig
unz önnur skárri kemur.
Kristján Jónsson.
Mitt himnariki, það er faðmur
þinn!
Krlstján Jónsson.
FRAMHALD
uðum títuberjablómum. Svona blikar títuberjalyngið á þúf-
unum — brjóst hennar eru í augum hans tvær blómskrýddar
júfur, sem skína í hvítum ljóma.
Margrét — hann getur ekki annað en glaðzt. Allt getur komizt
í uppnám, en dapurlegt verður hlutskipti hans aldrei. Aðrir sjá
ekki þessa birtu, sem leggur yfir hann, en hvað kemur það hon-
um við? Hann fær líklega að eiga augun í höfðinu á sér í friði,
hann þarf líklega ekki að skoða hlutina með annarra augum.
Elín hefir tekið eftir því, að það er eins og skyndilega hafi
verið létt fargi af skapsmunum húsbóndans. Hún hafði varla
séð hann svona reifan fyrr, þessi fimm ár, sem hún hefir verið
hjá honum. Og hún vonaði, að nú væri hann loks laus við þetta
sjúklega þunglyndi, sem hann hafði verið haldinn af, og myndi
hér eftir haga sér eins og almennilegur maður.
Um langt skeið hafði Hákon verið riddarinn hennar. Það var
eitthvað í fari Hákonar, er snart innstu sálarstrengi hennar. Og
í mörg ár hafði hún lagt sig í líma um að verða honum ómissandi
— unnið honum dyggilega, unnið tveggja manna verk fyrir lítið
kaup, þrælað möglunarlaust. Hún beið þess dags, er hann segði,
að hann gæti ekki án hennar verið. Ená virtist geta orðið bið
á því, sú stund lét lengi bíða sín. Hún hafði verið á sjötta ár í
þjónustu hans, og ennþá var viðmót hans svipað og það hafði
verið fyrsta árið. Og þetta allt olli Elínu miklu hugarangri.
Hún lét sér annara um eigur hans heldur en hann sjálfur, hún
sótti vinnuna af meira kappi en hann. Og hann in,nti hana aldrei
eftir því, hvers vegna húh 'gerði það. Hann hugsaði aldrei um,
hvers vegna hún vann helmingi meira heldur en henni bar skylda
til. Hann tók ekki eftir því, hvað henni varð úr verki. En það
hefði þó verið henni mikil raunabót — það hefði verið állra
hieina bót, ef hann hefði aðeins tekið eftir henni sjálfri. Ef
hann hefði bara litið á hana með þrá karlmannsins í augunum.
Nei, ó-nei! Hann sá hana ekkL Hann sá engan mun á henni,
hvort sem hún var sparibúin eða í hversdagsleppunum. Hann hefði
ekki veitt því neina athygli, þótt hún hefði klæðzt pelli og purp-
ura. Það olli henni sárastri gremju, aö kvenleiki hennar skyldi
ekki freista hans. Það var eins og Hákon hefði aldrei áttað sig
á því öll þessi ár, að það var kvenmaður á heimili hans. Og æf
til vill flaug honum aldrei í hug, að ung, blóðheit stúlka svaf í
eldhúsinu — að það var bara ein hurð á milli hans og hennar.
í augum hans var hún alltaf sú sama og hún, hafði verið, þegar
hún kom fyrst í vistina, til hvaða bragðs sem hún greip. Og oft
hafði hún grátið yfir þessu. Já, hún grét, en ekki varð hún meira
aðlaðandi fyrir það. Og hvort sem hún grét eða hló — það snart
húsbóndann álíka mikið.
Gat hann án hennar verið, enda þótt hann hefði enga grein
gert sér fyrir því? Ef hún segði nú: Nú fer ég héðan! Hverju
myndi hann þá svara? Myndi hann þá sjá, að hún er honum
einhvers virði? Og hún nýtur hugaróra sinna: Hann lítur á
hana, hann biður hana að vera kyrra, nú sér hann hana þó.
Þegar hann loks sér, að hann á það á hættu að missa hana, þá
munu augu hans ljúkast upp. Og svo verður hún kyrr — hún
verður kyrr hjá honum, hvert sem hlutskipti hennar kanri að
verða.....
Elín þarfnaðist slíkra hugleiðinga til þess að gætta sig við
lífið.
Ef hún mætti að minnsta kosti gefa honum holl ráð! En það
má ekki orðinu halla, henni leyfist ekki að segja neitt.
Já, Hákon er sárgramur: Vinnukonan lætur eins og hún sé
húsbóndinn á bænum. Hún nöldrar um það, að akrarnir hafi
ekki verið plægðir á réttum tím'a, hún vill ráða plægingu og
sáningu, hún segir húsbóndanum til syndanna — hvílík vinnu-
kona! Hún er dugleg, hún er enginn bölvaður Ietingi, en hún
ætti að venja sig á að einskorða hugann við það, sem henni er
sagt að gera. Af öðru þarf hún ekki að skipta sér. Hún fær mat
sinn og kaup sitt .... /
Nei, kaup hefir hún ekki fengið seinustu árin, það er satt. Og
Hákon hugsar ráð sitt: Er það kannske þess vegna, að hún er
svona þrjózkufull og vill segja fyrir verkum? En hann ætlar að
borga henni það, sem hann skuldar henni, til hvaðá úrræðis, sem
hann þarf að grípa. Því verður% kippt í lag. Hún skal fá það,
sem henni ber.
Hákon á nú aðeins tvær kýr, en eitt kvöldið tekur hann múl
og teymir aðra þeirra yfir hæðina hinum megin við Hegralæk-
inn. Hann teymir hana til gestgjafans í Blátúni, sem kaupir
gripi til slátrunar, og þegar hann kemur aftur, heldur hann bara
á múlnum. En hann er með peninga í buddunni, og hann telur
hundrað dali:
. — Hér er árskaupið þitt.
— Ég hefði vel getað beðið, segir Elín.
— En þess.þarf ekki, segir Hákon.
Það er eins og hnífur hafi verið rekinn í Elínu: Kúna, sem
átti að bera í haust, leiðir hann til slátrunar. Hvílíkt hneyksli!
Hve miklu fremur hefði hún ekki viljað bíða lengi enn eftir
kaupi sínu! Hún hefir aldrei innt hann eftir því, hún hefir ekki
á nokkurn hátt látið í ljús óánægju. Það er hægt að láta sér
gremjast svona tiltæki. En hún þorir ekki að segja nokkurt
ásökunarorð, hún verður að taka við peningunum og þegja.
Satt að segja vildi hún gjarna eiga kaupið inni hjá Hákoni. Á
þann hátt heldur hún, a|£ hann verði henni ennþá háðari. En
Elín fær ekki að eiga neinar kröfur á hendur honum. Hann þarf
hennar ekki, af því að hann vill ekki þurfa hennar við.
Nú á Hákon ekki nema eina kú í öllum hóprium úr þorpinu, en
hann þykist geta borið höfuðið hátt, því að nú getur Elín ekki
yfir neinu kvartað. Það er náttúrlega aumt af bónda að eiga
ekki nerúa eina kú, en eftirsjá — nei, hann getur ekki séð eftir
því, sem hann hefir gert. Hálson getur ekki annað en glaðst.
*
En þegar maturinn er að ganga til þurrðar i búi bóndans, er
ekki hægt að ætlast til þess* að hann haldi uppi flakkara, jafn-
vel þótt þessi flakkari sé föðurbróðir hans.Og svo flyturHermann
gamli sig til Frans Gottfreðs. Hann naslar i sig matinn við ann-
að borð og sefur í öðru hlóðarskoti. Nú er hann hjá efnuðum
bónda, sem lumar á peningum í handraðanum og hefir ráð á
góðum viðurgerningi. En Frans Gottfreð ber svo mikinn kvið-
boga fyrir jarðneskri velferð sinni, að hann ann hvorki sjálfum
sér né öðrum að njóta þess. Svo að Hermann gamli á ekki heldur
Stiqa barnanna:
JtJLLl OG DÚFA
Eftir JÓTS SVEINSSON.
Freysteinn Gunnarsson þýddi
Húsbóndinn sat við borð sitt, en nú sneri hann sér
við og leit yfir hóp okkar, syndaranna, sem stóðum
skjálfandi af kvíða og hrellingu„ -
Síðan tók hann til orða, hægt og alvarlega:
„Hver leyfði ykkur að fara í bað í læknum?“
„Enginn,“ svaraði allur hópurinn hálfkjökrandi, og
var nú vígamóðurinn öllu minni en verið hafði úti við
lækinn.
„Nú — en hver var það, sem byrjaði og fékk hina með
sér?“ spurði húsbóndinn.
„Það — það var ég,“ stömuðu tveir eða þrír þeir elztu.
En um leið og þeir slepptu orðinu, gekk Júlíi fram og
sagði:
„Þetta var allt mer að kenna. Ég var með börnunum
og hefði átt að banna þeim að baða sig. En því miður
gerði ég það ekki.“
Þetta sagði hann einarðlega, en þó hæversklega, og
horfði niður fyrir sig á meðan.
Síðan stóð hann þegjandi í sömu sporum.
Húsbóndinn sat kyrr stundarkorn og hugsaði sig um.
Það var eins og hann vissi ekki, hvað hann ætti að gera.
Við vorum öll farin að skæla. En þó var það ekki af
hræðslu við hýðinguna, heldur af því, að við blygðuð-
umst okkar fyrir það, að sá, sem saklaus var, skyldi taka
svona á sig alla ábyrgðina.
Loksins sagði Valdi litli, sem sjálfsagt var mestur
rnanndómsmaður okkar allra:
„Nei, pabbi, þetta var ekki Júlla að kenna. Hann sagði,
að við skyldum ekki baða okkur.“
Þessu stamaði Valdi litli út úr sér hálfkjökrandi.
„Já,“ sagði Júlli og lagði höndina á öxl Valda, „en ég
sagði, að ég hefði átt að banna ykkur það og sjá um,
að þið gerðuð það ekki. Af því er það mér að kenna al-
veg eins og ykkur.“
Nú batt húsbóndinn enda á petta.
„Jæja, börn,“ sagði hann. „í þetta sinn læt ég ykkur
sleppa við ráðningu, en þetta megið þið aldrei gera oftar.
Þið megið aldrei gera neitt þessu l\kt í leyfisleysi. Munið
þið það!“
Á síðustu orðin lagði hann sérstaka áherzlu.
Við þurrkuðum tárin úr augunum, fórum út og þökk-
uðum Júlla innilega fyrir hjálpina. Og fyrr en varði
streymdi gleðin og sólskinið aftur inn í barnshjörtum
í brjóstum okkar.
Eitt kvöld vorum við sem oftar í spánska kofanum.
Við vorum í feluleik inni í miðjum fjárhópnjim og
ærsluðumst af öllum mætti.
En þegar leikurinn stóð sem hæst, kallaði *Júlli til
okkar.
„Bíðið þið við, heyrið þið ekkert?“
Við litum upp og lögðum eyrun við.
Kindurnar stóðu líka kyrrar og hlustuðu og horfðu
forvitnisaugum í kringum sig.
Hvað gat þetta verið?
Hver stormhviðan af annarri reið á þakinu og hristi
ýæggina. Fjárhús.vð skalf og nötraði.
„Það er komin hláka,“ sagði Júlli. „Á morgun verður
féð rekið á beit.“
„Hæ, gaman! Á morgun verður féð látið út,“ kölluð-
um við upp og hlupum til Júlla og hoppuðum af kæti
í kíingum hann.
„Þá verðum við að fá að fara líka, Júlli. Megum við
það?“
Sjómenn að störfum
Nú eru seglskipin að lwerfa úr sögunni, en þó eru þau .emi við líði sums
staðar. Hefir meðal annars verið til þess gripið nú í stríðinu, að nota slik
skip, þar sem þau hafa verið til og hörgull á öðrum betri skipakosti.