Tíminn - 26.01.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.01.1945, Blaðsíða 2
2 TÍMrVPV. fwstnclajgiiui 26. jan. 1945 7. hlatS Föstudafíur 26. janúar ERLENT YFIRLIT; Sókn R ú ss a Heilræði Ingimars. Þegar Jónás Jónsson hóf út- gáfu Ófeigs síðastl. vor til að halda áfram deilum þeim, er útkljáðar höfðu verið með nær einróma samþykkt á flokksþingi Framsóknarnianna, var sá hátt- ur yfirleitt upptekinn af Fram- sóknarmönnum, að láta þetta nöldur hans afskiptalaust. Þess var vænzt, að hann myndi fljót- lega breyta eftir heilræðum þeim, sem Ingimar Eydal gaf honum síðastl. sumar, eftir að hafa kollvarpað firrum hans enn einu sinni. Þessi heilræði hins gamla og velviljaða samherja voru á þá leið, að Jónas ætti að hlíta þeim úrskurði, sem flokk- urinn var búinn að fella, hætta óþörfu pexi um liðna atburði og snúa sér að öðrum þarfari verkefnum, er heyrðu framtíð- inni til. Þess var sérstaklega vænzt, að Jónas léti sér þessi heilræði að kenningu verða eftir að nýja stjórnin kom til valda og sýnt var, að Framsóknarflokkurinn þurfti á öllu sínu liði að halda, til að hrinda þeirri nýju árás á rétt byggðanna, sem fyrir- sjáanleg er. En þessar vonir hafa fullkomlega brugðist. Jón- as hefir aldrei verið fjandsam- legri Framsóknarflokknum í nöldri sínu en síðan stjórnin kom til valda og það er næstum eins og öll hans viðleitni beinist nú að því að hjálpa andstæðing- unum í baráttunni gegn Fram- sóknarflokknum og leggja þeim vopn í hendur í þeirri viðureign. Þótt FramsóknáVmenn hafi hingað til verið seinir til að svara þesgum ádeilum hans, verður ekki komist hjá því að víkja að þeim öðru hvoru, ef slíku heldur áfram. Verður hér vikið að nokkrum atriðum í sein- asta Ófeigi, en áður þykir þó rétt að minna Jónas enn einu sinni á heilræði Ingimars Ey- dals, enda er það ekki sæmandi manndómsmönnum að njóta hlunnindanna af því að vera í ákveðnum flokki, en endurgjalda þau síðan með því að ófrægja og niðurníða flokkinn eins get- an bezt leyfir. Jónas skammar sjálfan sig. Margt af því, sem Framsókn- arflokknum er fært til foráttu af Jónasi, hittir hann sjálfan fyrst og fremst og er það nægi- legt að lofa honum að glíma við sín- eigin verk, t. d. segir svo í seinasta Ófeigi: „Þegar samvinnuflokkurinn ráðgerffi einn dag aff lifa í sam- starfi bæffi viff byltingamenn og stríðsgróffamenn eða bjóffa full- tingi sitt annaðhvort upplausn- arflokki effa efnastétt landsins, var sýnilegt, aff öllum eðlilegum málefnaviðhorfum hafði verið kastaff fyrir borff. Stjórnmálin á íslandi voru þá komin á sama stig og áhugamál Evrópuþjóð- anna við lok þrjátíu ára stríðs- ins. Valdastreitan ein var eftir, en stefnumálin gleymd.“ Þessu er bezt svarað með því, að ekki var annað sýnilegt en að Jórías kynni vel þeirri fyrir- ætlun að „lifa í samstarfi við byltingamenn og stríðsgróða- menn“ þegar hann sat í Þjóð- stjórnarnefndinni haustið 1942 eða vann með þessum flokkum í ýmsum nefndum að lausn sjálfstæðismálsins. Ekki kunni Jónas heldur illa þeirri fyrir- ætlun að vinna með upplausn- arflokknum, þegar hann sam- þykkti að hefja skyldi viðræð- urnar um vinstri stjórn vetur- inn 1942—43. Andúð hans til „efnastéttarinnar" sást bezt í Bóndanum í fyrra. Þetta er heldur ekki undarlegt, því að Jónas hefir fram til skamms tíma lagt áherzlu á, að Fram- sóknarflokkurinn væri mið- flokkur, er ynni eftir mál- efnum til vinstri eða hægri. Er næsta merkilegt, hvað Jónas endist til að halda áfram nöldri sínu út af þessu, þar sem hann er hér fyrst og fremst að deila Heildsalamálíð Það má óhætt fullyrða að meðal almennings hefir ekkert mál vakið jatfnmikla athygli um lengri tíma og ákærur verðlags- ráðs á hendur heildsölunum fyr- ir verðlagsbrot þeirra í sam- bandi við Ameríkuviðskiptin. Al- menningi hefir lengi verið kunnugt, að stórfelldar misfellur hlyti að eiga sér hér stað, þar sem á annað hundrað fyrirtæki annast innflutninginn til lands- ins og flest eða öll græða í stórum stíl. Sú ósk hefir því verið sterk og almenn, að haf- izt yrði handa um öflugar ráð- stafanir til að verj"a neytendur fyrir óhæfilegri okurstarfsemi innflutningsverzlananna, sem er vafalaust einn veigamesti þáttur dýrtíðarinnar. Með kærum verðlagsráðs í sambandi við Ameríkuviðskiptin hefir orðið uppvíst um einn ljótan þátt þessara mála. Al- menningur hefir fagnað því, að verðlagsráði tókst að ná þess- um árangri, þrátt fyrir erfiða aðstöðu og takmarkað vald. Hins vegar hefir það að vonum vakið mikla óánægju, hvernig ríkisstjórnin hefir tekið þessu máli, þar sem hún ekki aðeins hundsar þá kröfu, að fyrirskipa allsherjar r annsókn á hendur þeim fyrirtækjum, er grunsam- leg eru talin, heldur hefir í þokkabót gert einn hinna brot- legu heildsala að opinberum sendimanni landsins. Með þeirri ráðstöfun hefir ríkisstjórnin sýnt það gleggst, að hún stendur með heildsölunum í þessu máli og reynir að gera það sem lítil- vægast í augum almennings. Það hefði vissulega verið fyrsta verk hverrar athafna- samrar rkisstj órnar, er hugsað hefði um hag neytenda, að fyr- lrskipa tafarlaust opinbera rannsókn gegn þeim fyrirtækj- um, er mesta þrjózku hafa sýnt verðlagsráði og grunsamleg eru af öðrum ástæðum, þótt verð- lagsráð með hinu takmarkaða valdi sínu hafi ekki getað aflað sannana fyrir sekt þeirra. Þær uppljóstranir, sem verðlagsráð var búið að gera, gáfu hverj- um röggsömum dómsmálaráð- herra fullt tilefni til slíkra ráð- stafana. Opinber rannsókn tek- ur bæði margfallt skemmri tíma en hinar seinvirku rannsóknar- aðferðir, sem verðlagsráð getur beitt, og opinber ^annsóknar- dómari hefir miklu meira vald til að ganga eftir gögnum en verðlagsráð. Liggur það í aug- um uppi, að í slíkum málum sem þessu, varðar mestu, að rannsóknin geti gengið fljótt og vald þess, sem rannsakar, sé sem mest. Opinber rannsókn undir þessum kringumstæðum er algerlega laus við að geta tal- izt ofsókn, þar sem hún hefði sprottið af ærnu tilefni, og hefði líka hreinsað þau fyrirtæki, sem ekki voru brotleg, undan grun um óheiðarlegt athæfi, en eins og nú háttar, nær þessi grunur jafnt til réttlátra og ranglátra. Ástæðan til þess, að ríkis- stjórnin hefir hér brugðizt sjálf- sagðri skyldu sinni, er vafalaust sú, að fulltrúar heildsalanna í ríkisstjórninni, sem eru ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins, hafa hér fengið kommúnista til full- tingis við sig til að svæfa málið. Kommúnistar hafa keypt hina algeru' uppgjöf Sjálfstæðis- flokksins í dýrtíðarmálunum því verði, að s ýna hagsmunum m e s t u stórgróðamannanna fyllstu tilhliðrunarsemi, eins og bezt sézt í skattamálunum. Þeim er það líka ekki óljúft, þótt málið sofni, þar sem Alþýðu- flokksmaður er dómsmálaráð- herra og þeir geta síðar kennt honum um, að ekkert var gert. Þótt slík rannsókn, sem hér um ræðir, sé sjálfsögð og nauð- synleg, er hún þó enganveginn einhlít til að ráða bót á þessu máli. Heildverzlanir hafa með ýmsum öðrum hætti getað aflað sér óheiðarlegs gróða. Einna bezta úrræðið til að komast að raun um það, er að gera saman- burð á innkaupum þeirra. Fyrir- tæki, sem hvað eftir annað gera dýr innkaup, hefir annaðhvort óhreint mjöl í pokanum eða er mjögjlla stjórnað. Það á ekki að nota innflutningshömlurnar til þess að slík fyrirtæki geti grætt offjár á kostnað ■ almennings. Þessi fyrirtæki eiga að missa innflutningsleyfin að meira eða minna leyti og þau að færast til þeirra, sem betur hafa reynzt. Með þeim hætti verður að skapa fyrirtækjunum hvöt til að stapfa bannig, að þau hugsi ekki að- eins um eigin hag, heldur einn- ig hag neytenda. Þá er líka komið að því, sem vafalaust er höfuðatriðið í þessu máli og á mestan þátt í þeim misfellum, sem hér hafa gerzt. Meðan Framsóknarmenn önn- uðust framkvæmd haftanna var þeim Jbeitt þannig, að reynt var að veita neytendum sem bezta aðstöðu til að hafa áhrif á inn- flutninginn, með því að láta þeim frjálst að velja á milli verzlana. Neytendurnir gátu ráðið því, hvort innflutningur eins eða annars fyrirtækis óx eða minnkaði. Þetta var gert með höfðatölureglunni svo- nefndu. Þetta skapaði fyrirtækj- unum mjög sterkt aðhald um að ’aafa góða og heiðarlega verzlun. Þegar íhaldsmenn tóku við framkvæmd innflutningshaft- arina var þessu gerbreytt. Inn- flutningsleyfunum var skipt milli fyrirtækjanna í sama hlutfalli og hann hafði skipzt milli þeirra undanfarin ár. Þannig var verzlunin einokuð. Neytendur hættu að geta ráð- ið nokkru. Fyrirtækin héldu sínum hluta af innflutningnum, hvort sem þau verzluðu vel eða illa. Vöxtur heilbrigðu verzlan- anna var ’stöðvaður. Nýjiim verzlunarfyrirtækjum, sem al- menningur gat treyst, var meinað að ryðja sér til rúms. Lélegu fyrirtækin voru tryggð í sessi. Öll samkeppni, sem var til hagsbóta fyrir neytendur, hvarf úr sögunni. í skjóli þessa fyrir- komulags hafa myndazt hinir ó- heiðarlegu verzlunarhættir, sem útibúafarganið í Ameríku er einn þátturinn í. Það, sem er því vafalaust langþýðingarmest af öllu í þess- um málum, er að breyta inn- flutningsreglunum aftur í það fyrra horf, að neytendur geti ráðið sem mestu um það, hverj- ir annist innflutninginn og þannig skapast á ný heilbrigð samkeppni milli fyrirtækjanna. Að lokum skal svo nefnt það þrennt, sem nauðsynlegt er að gera i þessu sambandi: 1. Fullkomin opinber rann- sókn heildsalamálsins, stórum víðtækari en rannsókn á málum þeirra fyrirtækja, sem verff- lagsráff getur kært, þar sem þaff skortir aðstöðu til að afla nægra sannana, þótt þaff hafi fyrir- tækin grunuff. 2. Ýtarlegur samanburffur á innkaupum verzlananna, sem síffan verði lagffur til grund- vallar viff úthlutun innflutn- ingsleyfa, þannig, aff dregiff sé úr leyfum þeirra, sem gert hafa léleg innkaup, en leyfi þeirra aukin, sem gert hafa hagkvæm inkaup. 3. Innflutningsreglunum sé breytt aftur í það horf, að neyt- endur ráffi -sem mestu um, hverjir annast innf lutninginn og þannig sköpuff heilbrigff sam- keppni á ný. Framtíðarlausn þessara mála er svo vitanlega sú, að innflutn- ingurinn verði frjáls, nema á þeim vörum, sem ríkið sjálft verzlar með í tekjuöflunarskyni, en ekki virðist óeðlilegt, að ríkið njóti þeirra tekna, sem fæst við innflutning „luxus“-vara ým- issa, svo að það gæti í staðinn létt skattbyrðum af þegnunum. En þá fyrst, þegar verzlunin með nauðsynjavörurnar er orðin alveg frjáls, geta neyt- endur sjálfir tryggt sér hina beztu verzlun og verðlagseftir- lit með eflingu samvinnufé- lagsskaparins. En meðan frjálsri verzlun verður ekki við komið, verður að gera allt, sem hægt er til þess að haga innflutn- ingsreglunum þannig, að neyt- endum sé sem auðveldast að velja á milli verzlana og geti þannig tryggt sem bezta verzl- un. á sína fyrri stefnu og forustu í Framsóknarflokknum. Stuffningur Jónasar viff stjórnina. Mjög veigamikill þáttur í Ó- feigsskrifum Jónasar er að af- saka stjórnarmyndunartiltæki Ólafs Thors með því, að Fram- sóknarmenn hafi verið reiðu- búnir að gera það sama eða jafnvel enn verra. Til marks um þessa aðferð Jónasar má nefna þá ásökun, að Framsóknarflokkurinn geti eiginlega ekkert ‘áfellzt Sjálf- stæðisflokkinn fyrir stjórnar- myndunina með kommúnistum, því að - hann hafi reynt það sama. Hér er reynt að dylja þann reginmun, að Sjálfstæffis- menn gengu aff skilyrffum kom- múnista, en Framsóknarmenn höfnuðu þeim. Þá er sú ásökun, að Framsóknarflokkurinn hafi raunverulega verið búinn að samþykkja í tólf manna nefnd- inni kauphækkanir þær, sem orðið hafi í haust, og geti því ekkert áfellzt þær. Framsókn- arflokkurinn setti það fram sem frumskilyrði, að allar kaup- hækkanir yrðu stöðvaðar. Vildi Framsóknarflokkurinn þannig prófa fyrst, hvort samkomulag gæti náðst um stöðvun, því að vonlaust var að leggja fram til- lögur um niðurfærslu, ef ekki yrði fyrst samkomulag um að stöðva. Þegar þetta samkomu- lag náðist ekki, hætti Fram- sóknarflokkurinn viðræðum í tólfmannanefndinni. Hann hef- ir þannig fyllsta rétt til að gagn- rýna þær kauphækkanir, er orðið hafa. Þannig mætti nefna mörg fleiri dæmi um slíkan uppspuna Jónasar, sem virðist hafa það markmið að afsaka stjórnar- myndun Ólafs og gefa andstæð- ingum vopn í hendur gegn Framsóknarflokknum. Væri þetta vitanlega bezti stuðning- ur fyrir stjórn Ólafs og komm- únista, ef mark væri á þessu tekið, og sést bezt á þessu, hve afvegaleiddur Jónas er orðirín, þar sem hann er hér beinlínis farinn að hjálpa þeim, sem hann telur sig vera mest á móti. (Framhald á 7. síöu) Hin mikla framsókn Rússa á austurvígstöðvunum hefi’r verið helzta umtalsefni heimsblað- anna undanfarnar vikur. Þeir bjartsýnu/stu gera sér jafnvel vonir um, að sókn Rússa tákni að stríðslokin séu alveg í nánd og Rússar verði komnir til Ber- línar innan fárra daga. Eins og sakir standa, verður vitanlega ekkert með vissu um þetta sagt, en það virðist þó byggt á fullkominni bjartsýni, að varnir Þjóðverja á austur- vígstöðvunum séu brostnar. Hin mikla framsókn Rússa í Póllandi undanfarna daga er ekki byggð á því, að þeir hafi unnið neina stórsigra á her Þjóðverja, heldur því, að þýzki herinn hefir að mestu verið hörfaöur í burtu áður en sókn Rússa hófst. Þjóð- verjar hafa verið búnir að gera sér ljóst, að þeim var óhagstætt að heyja aðalbaráttuna gegn Rússum á sléttum Póllands, þár sem varnarskilyrði frá náttúr- unnar hendi voru lítil og allir aðflutningar erfiðir. Þeir hafa lært af Normandíósigrinum og þess vegna kosið að flytja her- inn heim og verjast þar. Senni- lega hafa þeir verið búnir að þessu fyrir alllöngu og haft að- eins tiltölulega fámennt setulið í Póllandi. Má bezt marka þetta á því, hve Rússar skýra frá lít- illi fangatölu. Er það engan veg- inn ósennilegt, að Rússar hefðu strax getað tekið Pólland síð- astl. sumar, ef þeir hefðu lagt kapp á það og kosið að koma Varsjárher pólsku stjórnarinnar í London til hjálpar. Það er fyrst nú, sem hið raun- verulega varnarlið Þjóðverja er að koma til sögunnar og verð- ur fyrst úr því skorið næstu daga, hvort varnir Þjóðverja geti staðizt sókn Rússa. Mun það þá einnig sjást, hvort sókn- artilraun Þjóðverja á vesturvíg- stöðvunum í vetur hefir verið feigðarflan, þar sem hún hafi orðið til þess, að þeir hafi veikt ofmikið varnir sínar á vestur- vígstöðvunum. Hæglega má gera ráð fyrir því, að Rússum takist að ein- angra Austur-Prússland og Þjóð- verjar hafi miðað varnir sínar við það,- Telja má þó víst, aö Þjóðverjar skilji eftir mikið lið í Austur-Prússlandi og reyni að berjast þar sem lengst. Aðal- áhersluna munu þeir þó leggja á það, að verja Slesíu, þar sem mikið er af námuvinnslu og alls konar hergagnaiðnaði. Missi Þjóðverjar Slesíu er það mjög alvarlegur ósigur fyrir þá. Það er ekki aðeins vegna hernaðarlegra s’jónarmiða ein- göngu, sem Þjóðverjar hafa tek- ið það ráð, að hörfa úr Póllandi. Því valda einnig pólitískar á- stæður. Þegar Rússar hafa náð öllu Póllandi undir yfirráð sín, þarfnast helzta ágreiningsefni þeirra og Bandamanna, fram- tíð Póllands, enn frekar lausnar en áður. Eina von Þjóðverja um sæmilega friðarskilmála er sú, aff árekstrar milli Bandamanna og Rússa verði svo miklir, að samvinnan bresti og Þjóðverjar geti samið við aðra hvora. Það er þessi veika von, sem vafa- laust ræður mestu um það, að Þjóðverjar halda enn áfram að berjast. Upp á síðkastið bendir margt til þess, að nazistar geri sér frekar von um að ná samning- um við Rússá en Bandamenn. enda vita þeir, að almennings- álitið í Bretlandi og Bandaríkj- unum er svo andvígt slíkum samningum, að' stjórnarvöld þeirra landa gætu ekki gert þá, þótt þau vildu. Aftur á móti hefir almenningsálitið ekkert að segja í Rússlandi, þar sem Stalin er einvaldur. Það er eng- an veginn óhugsanlegur mögu- leiki, að Stalin og Hitler geti samið einu sinni enn. A. m. k. mun Stalin geta haft það tromp á -hendinni, þegar hann, Roose- velt og Churchill hittast á næst- unni, Hann mun geta bent þeim á: Þetta get ég 'fengið, ef ég sém við Þjóðverja. Hvað látið þið mig fá? Eftir einhverju hefir Stalin a. m. k. veriö að bíða, þegar hann hefir verið að draga þessa ráð^tefnu á langinn. Sú röksemd ýmissa, að Rúss- ar muni ekki þora að semja við Þjóðverja á þessu stigi málsins af ótta við þá í framtíðinni, er ekki veigamikil. Rússum myndi taka^st að hafa bandalag við Frakka og flestar meginlands- þjóðirnar gegn Þjóðverjum. Ein mesta hættan fyrir Rússa í framtíðinni getur einmitt verið sú, að Þýzkaland verði komm- únitískt, ef nazisminn hrynur (Framhald á 7. síðu) Dagur birtir ýtarlega grein um á- burðarverksmiðjumálið 18. þ. m. og hrekur þar enn á ný þær firrur, að þurft hafi að fresta málinu vegna ónógs undirbúnings. í niðurlagi grein- arinnar segir: „Ríkisstjórnin vill láta líta svo út, að hún ætli að fresta áburð- arverksmiðjumálinu vegna ónógs undirbúnings. Þetta er fyrirslátt- ur. Mótþrói stjórnarinnar og flokka hennar gegn málinu er af allt öðrum rótum runninn. Hin sanna ástæða er fyrst og fremst sú, að . stjórnin er farin að renna grun í, að ekki sé allt með feldu um fjárhag ríkissjóðs og nú þurfi að fara að spara. Og þá er það ráð tekið að láta sparnaðinn koma niður á landbúnaðinum, þvi Mbl. segir, að stjórnin geti verið sæmi- lega örugg í sessi án fylgis bænda, og mest sé um vert að hafa stuðn- ing bæjarbúa. Og jafnvel er geng- ið svo langt í þessum sparnaði, að stjórnarliðið er látið fella lög- boðnar greiðsíur til landbúnaðar- ins eins og framlagið til fram- kvæmda á lögum um landhám ríkisins". Hér er vissulega drepið á það, sem er höfuðástæða þess, að ríkisstjórnin kom áburðarverksmiðjumálinu fyrir kattarnef. Jafnvel þótt undirbúning- ur málsins hefði veriö í ólagi, var það ástæðulaust að fella niður framlag- ið til verksmiðjunnar. ef ekki var ætlunin að stöðva málið alveg. Það var því ekki undirbúningsleysið, held- ur sparnaðarþörf ríkisstjórnarinnar vegna aukins sukks og óreiðu. Og þeg- ar hún hófst handa um að spara, sá hún ekki aðra leið en að fella nið- ur framlög til landbúnaöarins. Þar var hægt að fella niður en hvergi annars staðar. Þetta er þó aðeins byrjunin, en meira mun á eftir koma, ef bændur efla ekki vel hin pólitísku samtök sín, Framsóknarflokkinn. - * H: * Mbl. og Vísir halda áfram að bítast um það, hvort fyrrv. eða núv. stjórn eigi frekar þá fjármálastefnu, sem nú er fylgt og bæði blöðin eru sam- mála um að fordæma! Um þetta segir Vísir 20. þ. m.: „Það er ekki hægt að klína þörf- inni fyrir milljónaskattana á þá, sem undanfarið hafa stjórnað ríkissjóðnum. Hin mikla fjárþörf stafar ekki af bágbornum hag ríkissjóðs. Hún stafar af því, að þingflokkar og ríkisstjórn tóku þá stefnu, að halda áfram uppbótar- og dýrtíðargreiðslum úr ríkissjóði, í stað þess að snúa. við á síðasta hausti og færa verðbólguna niður með lækkun afurðaverðs og kaup- gjalds. Þetta var ekki gert, sem var eina rétta leiðirr. Heldur gerðu stjórnaiílokkarnir samning um að ekkert skyldi lækka. Sá samn- ingur mun kosta ríkið 25—30 millj., sem taka verður með nýj- um sköttum. Það er st'efna stjórn- arflokkanna í dýrtíöarmálunum, sem verið er að borga fyrir. Það er allt og sumt, — og heiður þeim, sem heiður ber.“ Hér er vissulega rétt frá sagt, að því undanskildu, að stjórnarflokkarn- ir sömdu ekki aðeins um- „að ekkert skyldi lækka", heldur skyldi kaup- gjaldið einnig hækka, eins og hinar mörgu kauphækkanir undanfarið eru glöggt dæmi um. Þessvegna munu stjórnarsamningarnir ckki aðeins kosta ríkið og atvinnuvegina 25—30 millj., heldur margfalda þá upphæð í fram- tíðinni. * * * í tilefni af greinum í Alþýðublað- inu ávarpar Þjóðviljinn brezka for- sætisráðherrann nokkrum velvöldum orðum 23. þ. m. Þar segir: „En svo þegar Chuchill, vegna brezkra lánadrottna og heims- veldissinna, þarf að skálda hryðju- verkasögur um gríska Þjóðfrelsis- herinn, þá stendur ekki á Alþýðu- blaðinu að „slá“ hryðjuverkunum skáldsagnahöfundarins Churchills „upp“ sem stórfréttum úr heimi veruleikans — og bæta við frá eigin. brjósti!!!“ Enn segir Þjóðviljinn: „Alþýðublaðið, það æpir upp af fögnuði í kór með brezka aftur- haldinu, þegar Churchill setur þann blett á Bretland að beita brezkum her gegn Þjóðfrelsisher Grikkja og svertir hann á eftir með ósannindum. Alþýðublaðinu hæfir sannarlega sá félagsskapur í sorprennu fas- ismans, sem það hefir valið sér.“ Hér er ekki látið nægja að segja, að Churchill „skáldi upp hryðjuverka- sögunum", „setji blett á Bretland," heldur er hann einnig kallaður til viðbótar „sorprenna fasismans". í menntuðu landi, myndi enginn utan- ríkismálaráðherra leyfa slík sorpskrif um æðsta mann vinsamlegrar þjóð- ar, án þess að sækja hlutaðeigandi blað til sakar að lögum. En íslenzki utanríkismálar^ðherrann er ekki á beim buxunum, þótt hann láti mál- pípu sína krefjast þess, að Tíminn sé bannaður, vegna þess, að hann hefir dirfzt að gagnrýna ráðherrann lítil- lega. Æra Ólafs Thors er vitanlega eitthvað annað æðra og heilagra en æra Churchills! Og hvað ætli að ráð- herrann sé að amast við blöðum kommúnista og vekja með því óánægju í stjórnarherbúðunum, þótt áliti og hagsmunum landsins sé spillt með tilefnislausustu níðskrifum? Éagsmun- ir stjórnarsamvinnunnar eru eitthvað æðri en hagsmunir landsins!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.