Tíminn - 26.01.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.01.1945, Blaðsíða 6
6 TfHIITV*. föstndagmn 26. fan. 1945 7. blaö Fimmtngnr: Skntnöldin tlón Eyþérsson veðnrfræðlngur Jón Eyþórsson veðurfræðing- ur verður fimmtugur þann 27. þ. m. Hann er fæddur að Þing- eyrum í Húnaþingi 27. janúar 1895, sonur Eyþórs Benedikts- sonar og konu hans, Bjargar J. Sigurðardóttur. Bjuggu þau hjón alllengi að Hamri í Ásum, og þar ólst Jón upp. Ekki kann ég ættir hans að rekja að lang- feðgatali. En ef þar er ekki að finna greint fólk og vel að sér um marga hluti, þá er Jóni kyn- lega úr ætt skotið. Hitt mun og sönnu nær, að Jón sé kynj- aður stórlega vel. Eru þeir hálf- bræður, sammæðra, prófessor Sigurður Nordal og hann. Jón hóf nám í Gagnfræða- skóla Akureyrar og lauk stúd- entsprófi 1 Reykjavík 1917. Sigldi þá um haustið til Kaup- mannahafnar og lagði þar stund á verkfræði og náttúrufræði. Hvarf frá því námi nokkru síð- ar og tók að lesa veðurfræði og jarðeðlisfræði í Osló og tók kandidatspróf í þeim greinum 1923. Vann um skeið á veðurat- hugunarstöð í Bergen, en hvarf heim 1926 og gerðist fulltrúi á Veðurstofu íslands og hefir gegnt því starfi síðan. Jón Eyþórsson er fyrir löngu kunnur maður, svo við hann kannast svo að segja hvert mannsbarn frá innsta afdal til yztu nesja landsins. Hann hefir um langt skeið haft með hönd- um það vandasama og vanþakk- láta starf að vera spámaður í sínu föðurlandi. Og líklega er hann eini spámaðurinn í þessu landi, sem þjóðin hefir metið, trúað á og tekið tillit til við sín daglegu störf. Spádómar Jóns hafa að vísu fram til þessa verið dálítið einhliða, fjallað að- eins um veðrið, en venjulega hafa þeir eftir gengið. Hann hefir líka verið hygginn spá- maður og sjaldan hætt heiðri sínum með þvi að spá langt fram í tímann, en veðurlag næsta dags hefir hann oftast sagt fyrir með allmiklum sann- indum, þótt nokkru hafi stund- um skeikað i einstökum lands- hlutum. Og það má Jón eiga, að hann hefir venjulega verið ákveðinn og hiklaus í spám sín- um,að hætti hinna gömlu spá- manna biblíunnar. Hann hefir ekki verið jafn varkár og einn „collega“ hans, sem venjulega spáði um tíðarfarið á þessa leið: „Annað hvort verður hann áfram svona ellegar þá hann breytir tll.“ Er það og mála sannast, að veðurspár Jóns hafa mörgum að haldi komið, og sennilega forðað fleiri slysum, óhöppum og hrakningum en tölu verður á komið. Um skeið hefir lítið heyrzt um veðurspár Jóns, og sakna þess margir. Ekki stafar þetta þó af þvi, að Jón hafi misst gáfu sína. Hitt veldur, að stríðs- þjóðirnar hafa slíka tröllatrú á Jóni, að þær hafa ekki þorað að eiga undir því, að spár hans væru birtar, svo fjandmennirnir skyldu eiga þess kost að draga sér af þeim gagn og ávinning. En þegar er styrjöldinni lýkur mun Jón aftur taka til óspilltra málanna. En Jón Eyþórsson er ekki að- eins vinsæll og glöggur veður- spámaður. Hann er ekki allur þar sem hann er séður.og leggur á margt gjörva hönd. Hann er maður prýðilega ritfær og ágæt- ur fyrirlesari, eins og útvarps- hlustendum landsins mun kunnugt. Hann hefir mjög starf- að við ríkisútvarpið frá upphafi, átt sæti í útvarpsráði frá 1932 og verið formaður þess um skeið. Flutti hann fjölda út- varpserinda, einkum um „dag- inn og veginn“, og vildu fáir misSa af því að hlusta á Jón. Fór í erindum þessum oft sam- an gáfur og góðlátleg kímni, er margir höfðu sérstaklega gaman af, enda er Jón snilling- ur i þelrri grein. Síðustu árin hefir hann þó allmjög dregið sig í hlé við útvarpið og sakna þess margir. Ekki verður Jóns Eyþórssonar réttilega minnst, ef hann er Jón Eyþórsson veðurfrœðingur ekki látinn njóta þess sannmæl- is, að hann er hinn mesti ferða- rakkur, skíðagarpur, fjallgöngu- maður og jöklahetja og ófeim- inn að liggja úti í óbyggðum, hverju sem viðrar. Hefir hann á ferðum þessum kynnzt land- inu flestum betur og gert marg- ár athuganir viðvíkjandi jarð- sögu þess og jöklum. Um þessi efni Tcvað hann hafa ritað lærð- ar ritgerðir í erlend vísinda- tímarit. Þær ritsmíðar munu að vísu fáir lesa, en eru þó eigi að síður ágæt fæða fyrir vís- indamenn og grúskara, þótt tormelt sé og strembið almúg- anum. Fyrir -landsfólkið yfir- leitt hefir það hins vegar haft öllu meiri þýðingu, að á ferðum sínum hefir Jón tekið ástfóstri við fegurð og tign íslenzkrar náttúru, og átt verulegan þátt í því, bæði í ræðu og riti, að kynna mönnum landið og opna augu almennings fyrir þeirri hugargöfgun, hollustu og hress- ing, sem ferðalög um byggðir og óbyggðír landsins hafa í för með sér. Hann hefir og mjög starfað að eflingu Ferðafélags íglands — þess ágæta félags — og setið í stjórn þess óslitið síðan 1937. Auk alls þessa hefir svo Jón ritað fjölda greina í blöð og tímarit um hin margvíslegustu efni og ennfremur fengizt nokk- uð við þýðingar. Út af fyrir sig er ekkert merkilegt við það, þótt Jón Ey- þórsson vérði fimmtugur. Því marki hafa margir náð á undan- honum, og fleiri munu eftir fara. Hitt er athyglisverðara, að á þessum árum hefir Jón bor- ið gæfu til að ryðja sér erfiða en glæsilega braut til mennta og frama. Gáfur hans og hæfileikar hafa ekki farið út í „veður og vind“ heldur hagnýzt í þjóð- hollu og mætu starfi. Og þess vegna munu margir vinir hans og góðkunningjar, bæði hátt og í hljóði, færa honum hamingju- óskir á þessum tímamótum ævi hans og óska honum heilla og gengis á ókomnum árum. S. V. ÁVARP Það mun mörgum minnis- stætt, að fyrir allmörgum ár- um hófu konur hér á landi fjársöfnun til byggingar kvennaheimilis, er bera skyldi nafn fyrstu húsfreyju landsins, Hallveigar Fróðadóttur. Varð byggingarsjóður þessi aldrei svo hár, að ráðlegt þætti að hefj- ast handa með byggingu húss- ins, og er stríðið skall á og dýr- tíðin fór sífellt vaxandi, dró það málið enn á langinn. En jafnhliða þessu óx þörfin fyrir stofnun líka þeirri, er fyrr var hugsuð, stofnun, þar sem hin ýmsu kvenfélög og kvenfélaga- sambönd gætu fengið svigrúm til þess að vinna að áhugamál- um sínum, sem öll að meira eða minna leyti stefna að því, að efla heill og hag þjóðarheildar- innar. Það var Bandalag kvenna í Reykjavík, er fyrst hafði for- ustu í þessu byggingarmáli, og á aðalfundi sínum, 5. des. síð- astliðið ár, samþykkti það að beita sér fyrir málinu á ný með því að mynda fjáröflunarnefnd, sem skipuð er fulltrúum frá hinum ýmsu félögum Banda- lagsins. Þessi nefnd hefir haldið (Framhald af 3. síön.l þó í sömu sveit. Þar stóðu ís- lendingasögurnar í hillu 1 al- þýðuútgáfu Sigurðar Kristjáns- sonar. Veittu heimamenn því þá eftirtekt, að jafnan, er Gils sat við lestur, hafði hann tvær bæk- ur opnar fyrir framan sig. Var önnur þeirra venjuleg barna- skólabók, en hin var einhver af íslendingasögunum. Þegar heimafólk var sem næst hon- um, brá hann skólabókinni yfir fornsöguna, en skipti skjótt um, þegar hann grunaði ekki athygli annarra. Ekki mun það þó hafa verið lagt honum til lasts að leggja sig eftir þjóðskóla forn- sagnanna, ef skyldunámið var ekki vanrækt. En mér er það Ijóst, að á þennan hátt hefir Gils orðið það, sem hann er. ís- lendingasögur hafa jafnan legið opnar við hliðina á hverju öðru, sem hann hefir lesið. Þaðan er honum komin þekking á þjóð sinni, ást á sögu hennar og margs konar auðlegð og þróttur í mál og frásagnarhátt. Innan tíu ára aldurs gerðist Gils félagsmaður í lestrarfélagi sveitar sinnar. Ekki var bóka- safn þess fjölskrúðugt, en þó var það bæði til unaðar og þroska fátæku sveitabarni, sem átti mikla lestrarlöngun, en lítinn aðgang að bókaskápum. Máttii segja, að Gils læsi á barnaskóla- aldri allt, sem hann fékk í hend- ur, en snemma hafði hann gott vit á bókum og hugsaði jafnan mikið um það, sem hann las. Þegar hann síðar stundaði nám í Kennaraskólanum, var það sammæli skólasystkina hans, að hann hefði lesið fleira en nokk- urt þeirra. Gils varð ungmennafélagi, þegar er hann hafði aldur til, enda höfðu foreldrar hans ver- ið ungmennafélagar af heilum hug. Gekk hann í ungmenna- félagið Bifröst, sem er lítið fé- lag og nær yfir 8—10 býli. Þetta litla félag hafði þó orðið æsku- mönnum góður skóli og hafði þá mótáð nokkra menn, er síðar hafa getið sér gott orð, t. d. Jens Hólmgeirsson, sem mörgum er að góðu kunnur sem ræðumað- ur og dugandi starfsmaður, Guðlaug Rósinkranz, sem nú er ritari Norræna félagsins og einn af ritstjórum Samvinnunnar, og Ólaf Þ. Kristjánsson, sem nú er ritstjóri að Menntamálum, tíma- riti kennarastéttarinnar á ís- landi. Gils tók þátt í fundastarf- seminni og lagði sig fram við ræðuhöld. Ekki þótti hann mælskur í fyrstu. Hélt hann stuttar ræður og talaði hægt, en vandaði til setninganna. Með alúð og gaumgæfni náði hann framförum og gerðist eftir því áheyrilegri sem hann eltist. Hann ritaði greinar í blað fé- lagsins, bæði um bækur og önn- ur efni. Var það framhaldsskóli hans í ritleikni. Aðra starfsemi félagsins studdi hann með dáð og fórnfýsi. Þegar hann var 15 ára, var hann kosinn varafor- maður Bifrastar og gegndi þá formannsstörfum hálft ár. Leysti hann þau vel af hendi, og þykir mér líklegt, að enginn formaður félagsins hafi .vandað nokkra fundi og ákveðið að skora á landsmenn, konur og karla, að styðja þetta nauð- synjamál. Til þess er ætlazt, að húsið verði reist á næsta ári, ef málið fær nú góðar undir- tektir. Undirrituð fjáröflunarnefnd tekur með þakklæti á móti gjöfum í þessu skyni, sömuleiðis skrifstofa Kvenfélagasambands íslands í Lækjargötu 14 B (Bún- aðarfélagshúsinu uppi) og veitir hún jafnframt upplýsingar um málið. Reykjavík, 19. janúar 1945. í fjáröflunarnefnd Hallveigar- staða. Guðrún Jónasson. Kristín Sigurðardóttir. Laufey Vilhjálmsdóttir. Anna Ásmundsdóttir. María Maack. Guðrún Árnadóttir. Arnheiður Jónsdóttir. Friðrikka Sveinsdóttir. Elín Þorkelsdóttir. Ingibjörg Jónsdóttir. betur til verka sinna né lagt við þau meiri rækt. Þegar Gils var á 17. ári, tók hann brjóstveiki og var fluttur rúmfastur suður til sjúkrahúss- vistar. Hann var þá elztur af 10 systkinum. Var þá heimilið sárt leikið, er elzta barnið, efnilegur sonur, fór að heiman í sjúkra- rúmi í tvisýnni baráttu fyrir heilsu sinni. En lífstrú og lífs- bróttur unglingsins báru hann aftur til hreysti sinnar og ham- ingju. Nokkrum mánuðum eftir að suður kom, fékk hann aftur fótavist. Dvaldi hann þó syðra um skeið og lengst í heilsuhæl- inu að Reykjum í Ölfusi. Notaði hann þá margar stundir til náms og lestrar, þó að sjúkling- ur væri. Úrvalsmönnum verður allt að skóla. Eftir hælisvistina dvaldi Gils í heimahúsum og styrktist um hríð. Síðan gekk hann í Kenn- araskólann og lauk þar námi. En á sumrum stundaði hann sinkum sjómennsku. Eftir að hann lauk kennaraprófi batt hann sig hvergi við barna- kennslu, en stundaði oftast unglingakennslu fyrra hluta vetrar, fór síðan á vertíð á Suð- urnesjum og til Siglufjarðar á úldveiðar um sumarið. En í tóm- ítundum sínum vann hann að ritstörfum, orti nokkur kvæði, skrifaði smágreinar og safnaði þjóðlegum fróðleik. Komust sumir þættir hans á framfæri í útvarpi, blöðum og tímaritum. Hafa vinsældlr hans síðan farið sívaxandi um land allt.Bókhans, „Frá yztu nesjum“, mun svo hafa orðið til þess, að hann var kvaddur til að sinna ritstörfum fyrst og fremst. Þess ber enn að geta, að þeg- ar Gils var í Kennaraskólanum, var hann kosinn í stjórn Sam- bands bindindisfélaga í skólum. Hann hefir jafnan verið ein- lægur og tryggur bindindismað- ur á tóbak og áfengi. Ber hann bar merki ungmennafélagsins Bifrastar. <Honum er það ljóst, að áfengið er og hefir lengi ver- ið hættulegasti og skæðasti ó- vinur íslendinga, bæði mennta- manna, sjómanna og sveita- fólks. Aldrpi byrjaði hann að eyða tómstundum sínum í tó- baksreykingar. Hann hefir aldrei brennt tíma sínum né fjármunum. Þess vegna hafa dagsverk hans orðið svo drjúg. Þetta er sagan um höfund Skútualdarinnar. Hann er sveitabarn, og ungmennafélagið og lestrarfélagið voru fyrstu skólarnir hans.Nú er hann setzt- ur á bekk með beztu rithöfund- um þjóðarinnar, þrítugur að aldri. íslenzka þjóðin væntir þess, að hann eigi eftir að vinna henni mlkið gagn og leggja sig fram, til þess að bókmenntir hennar auðgist og saga hennar geymist. Hún þakkar honum fyrir stórvirkið um skútuöldina, glæsilega bók um merka menn og merkilega tíma. Svo bíðum við þess með eftir- væntingu, að einhver sonur sjó- þorpanna eða kaupstaðanna geri sveitalífinu sömu skil. Þér skuluff lesa þessa bók. Fylgízt með Ailir, sem fylgjast vilja meff almennum málum, verða að lesa Tímann. Gerist áskrifendur, séuð þið það ekki ennþá. Siml 2323. Samband ísl. samvinnufélaga. SAMVINNUMENN: Hagfelldustu kaupin gerlð þér í kaupfélaginu. Sjainar tannkrem gerir tennurnar mjallhvítar Eyðir tannsteini og himnu- myndun. Hindrar skaðlega sýrumyndun í munninum og varðveitir með því tennurn- ar. Inniheldur alls engin skaðleg efni fyrir tennurnar eða fægiefni, sem rispa tann- glerunginn. Hefir þægilegt og hressandi bragð. NOTIÐ SJAFIKAR TAMKREM KVÖLDi OG MORGIXA. Sápuverksmíðjan Sjöfn Akureyri SAVOJX de PARÍS mýkir húðina ot) styrkir. Gefur henni yndisfagran litblœ ot) ver hana kvillum. IXOTIÐ SAVON Raitækjavinnustofan Seliossi framkvæmir allskonar rafvirkjastörf. ORÐSENDING TIL KAUPENDA TlMANS. Ef kaupendur verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vin- samlega beðnir að gera afgreiðslunni þegar aðvart.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.