Tíminn - 26.01.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.01.1945, Blaðsíða 4
4 Tl3BI\>. föstmlagiim 26. jan. 1945 7. blað Karl Fínnbogason; Sey ðisf j örður Seyðisfjarðarkaupstaffur fékk kaupstaðarréttindi árið 1894. Voru Fjarðarár inn til dalsins, og er því á síðasta ári fimmtíu ár liðin síðan. Var þessa afmælis minnzt Þai' byggð á bæði lönd. á Seyðisfirði nú fyrir fám dögum síðan. I Víðast standa húsin strjált, „ .v. .l ! °g eru tun, matjurtagarðar og Um aldamótm síðustu var blomgun mikil a Seyðisfirði, at- skrautgarðar allvíða við húsin vinnulíf fjörugt og blaðaútgáfa. En á síðustu áratugum hefir eða kringum þau. Flest eru atvinnurekstur dregizt þar saman meff breyttum aðstæðum, þótt húsin gerð úr timbri, járnvarin enn beri kaupstaðurinn vitni um fyrri frægð. jmeð steinsteypukjallara. Helztu Karl Finnbogason skólastjóri lýsir í grein þessari legu kaup- °Pinbeiar byggingar eru kirkj- staðarins og umhverfi og dregur fram nokkur atriði úr sogu hans. Seyðisfjörður er einn Aust- ins. Er þá öllu hætt, sem fyrir fjarða. Hann er 15 km. á lengd verður, og verða af skaðar stór- og rúmir 3 km. á breidd í mynn- ir og spjöll. inu. Djúpur er hann og torfæru- I Rúmlega 3 km. frá Fjarðar- laus og stefnir úr hafi til suð- botni fellur Vestdalsá til sjáv- vesturs, en sveigir meira til ar og hefir gert þar eyri: Vest- suðurs, er innar dregur. Beggja dalseyri. Fjarðará hrynur í foss- vegna rísa há fjöll, og hallar um niður af Fjarðarheiði, renn- ur ofan Fjarðardal og í fjarðar- botninn mitt á milli fjalla — að kalla. Þar eru flatir nokkrar og þó litlar. Þarna fyrir fjarðarbotninum er Seyðisfjarðarkaupstaður og nær rúma 3 km. út með firði á báða vegu. Aðalbærinn er Ald- nær öllu landi mjög að sjávar- máli, svo að óvíða mun marg- falt lengra milli eggja en strand- ar. Frá sjó er landið víðast hvar vaxið grasi, birki og lyngi hátt upp til hlíða. Þá taka við urðir og skriður, en efst klettabelti, ókleif, nema þar sem jöklar, ár eða lækir hafa rutt dali og rofið skörð og hvilftir. Hátt uppi í hvilftum fjallanna eru fannir árið um kring. Fjórir dalir liggja að firðin- um og allir stuttir. Eru. tveir að sunnan, einn að norðan (Vestdalur) og einn innan frá botni (Fjarðardalur). Inn af Fjarðardal er Fjarðarheiði, en af Vestdal Vestdalsheiði. Um heiðar þessar liggja leiðir milli fjarðarins og Fljótsdalshéraðs. Milli Vestdals og Fjarðardals er hnjúkurinn Bjólfur og rís snarbrattur upp frá botni fjarð- arins norðanverðum. Gegnt honum og þó litlu utar gnæfir Strandatindur, og má ekki milli sjá, hvor svipmeiri er né ramm- gervari. Báðir eru þeir um 1000 m. á hæð og ekki miklu lengra milli þeirra við sjávarmál. Er því næsta skuggasælt á milli þeirra, og það svo, að ekki sér sól frá því laust eftir miðjan október til jafnlengdar í febrúar. En þar er líka skjólgott oft. og einatt, logn og stillur löngum og hitar miklir um hásumar. Vanalega standa þeir hljóðir og hógværir eins og verðir um fjörðinn. Þó ber það við, að þeir ærast og fleygja milli sín fellibyljum, svo að engu verður vært í grennd og verst á milli þeirra. Við ber það og, að þeir fella skriður eða snjóflóð niður til fjarðar- an og Búðareýri, og er þar Fjarð- ará á milli. Fjarðarströnd ligg- ur út með firðinum frá Búðar- eyri að baki Strandatinds, þeg- ar að innan er horft. Þar eru útgerðarhús og bryggjur nokkr- ar, en íbúðarhús fá. Á Vestdals- eyri eru nokkur hús og haf-, skipabryggja. Þar er_ raunar þorp út af fyrir sig. Áður var þar meiri byggð og fjölmenni. Bæjarstæði er gott. Húsin standa flest meðfram aðalgötu bæjarins, sem liggur í bugðóttum boga um fjarðar- botninn og á byggðarenda báð- um megin. Frá aðalgötunni liggja' álmur sín hvoru megin á Oldunni. I skólahúsinu er Bókasafn Austurlands (um 6000 bindi) og bæjarþingstofán. Höfn Seyðisfjarðar er ágæt, og í bænum eru 12 hafskipa- bryggjur, auk nokkurra minni. Fjöldi skipa leitar hafnar á Seyðisfirði, einkum norsk, fær- eysk og ensk fiskiskip. Hafa við- skiptin við skip þessi löngum verið allmikil tekjulind bæjar- mönnum. Áður beindust við- skipti Héraðsbúa mjög til Seyð- isfjarðar. En síðan akbraut var lögð úr Héraði til Reyðarfjarð- ar, hafa þau að miklu horfið þangað. Kaupstaðurinn er byggður í landi jarðanna Vestdals, Fjarð- ar, Fjarðarsels og Odda, og er meginhluti landsins eign bæj- arfélagsins. Aðrar helztu eign- ir bæjarins eru vörugeymsluhús stórt og bryggja, vatnsveita á Öldu og Búðareyri, og rafstöð inni í Fjarðardal, sem bætir mjög úr sólarleysi vetrarins, á Öldu og Búðareyri, úti og inni. Hún var gerð 1913 og hefir reynzt hin mesta bæjarbót. Árið 1842 var löggiltur verzl- unarstaður á Seyðisfirði. Tak- mörk verzlunarlóöarinnar voru ákýeðin nokkru síðar og voru þröng, en hafa síðan færzt svo út, að nú er nær öll strand- lengja bæjarlandsins verzlunar- lóð. Fyrstu verzlunarhúsin voru reist á Fjarðaröldu árið 1848. Gerði það Thomsen og Petrus, danskir menn. Árið 1851 keypti Örum & Wulff Vestdalseyri og reistu þar verzlunarhús. Þetta voru fyrstu vísar bæjarins, og óx þorpið hægt fyrstu 20 árin. En laust fyrir 1870 tóku norskir síldveiðamenn að reisa útgerð- ar- og verzlunarhús í þorpinu. Og á 20 árunum næstu þar á eftir voru gerð flest hin meiri vörugeymsluhús, útgerðarhús og bryggjur, sem nú eru í bæn- um. Á þeim árum gekk síld og annað góðfiski mjög að Aust- fjörðum, og óx þorpið með meiri hraða en áður hafði þekkzt á landi hér. Voru Norðmenn fremstir í flokki um sjósókn og flestar aðrar framkvæmdir, en nokkrir Danir verzluðu. íslend- ingar flykktust og að og tóku drjúgan þátt í hvoru tveggja. En sú kynslóð, sem nú byggir bæinn, er runnin af rótum þess- arra þriggja þjóða. Seyðisfjörð- ur skapast í upphafi af verzlun og sjósókn, og þessar atvinnu- greinir hafa verið og eru enn fjöregg staðarins. Árið 1894 fékk Seyðisfjörður kaupstaðarréttindi, og árið 1905 átti hann fyrst fulltrúa á Al- þingi. Bæjarfógeti Seyðisfjarðar- kaupstaðar var forseti bæjar- stjórnar til 1923, en síðan er sér- stakur bæjarstjóri. Auk hans er bæjarstjórnin skipuð níu bæj- arfulltrúum. í bænum eru heim- ilisfastir rösklega 900 manns. Frá U.M.F. Færevja Ungmennafélag Færeyja hélt nýlega ungmennaráðstefnu og | hinn árlega aðalfund sinn í jÞórshöfn við góða aðsókn. Þar héldu þeir ræður Sverrir Dahl, H. A. Djurhuus og Páll Paturs- json. ] Sambandið telur nú 20 ung- mennafélög, þar á meðal elzta ungmennafélagið í eyjunum, Ungmennafélag Velbastaðar og Kirkjubæjar, en það félag ber hið undur fagra nafn „Sólar- magn“ og hefir starfað í 50 ár. Stofnendur þeissa félags voru Sverrir Patursson blaðamaður, bróðir Jóannesar Paturssonar, og Jóhannes Dalsgarð bóndi í Velbastað, sem nú er nýlega lát- inn. Á aðalfundinum var nýr for- maður kosinn, þar eð Páll Pat- ursson baðst undan endurkosn- ingu. Kosinn var ungur maður sem formaður, Sverrir Fon. Hann var fyrir skömmu síðan settur bókavörður við amtsbókasafnið í Færeyjum í stað M. A. Jacob- sen, sem er nýlátinn. Sámal. ÖLL REYKJAVÍK talar um hita- veitu-kuldann. Því að nú er frost á Fróni. Sumir hafa að vísu nógan hita í húsum sínum, en þeir komast ekki hjá að tala við hina, sem norpa í kuldanum og eru úfnir í skapi. Stöð- ugt heyrist sömu spurningarnar: Hvernig er hitaveitan hjá þér? Hve- nœr fór hitinn í gær — eða dag? Ertu ekki farinn að kynda? o. s. frv. GamU reykjarmökkurinn er nú aftur lagstur yfir bæinn (22. jan.). En verra er þó, þegar kalda vatnið þrýtur, eins og nú vill oft verða í hinum hærri íbúðum. í nútíma íbúðarhúsum er á- kaflega óþægilegt, að vatn þrjóti, m. a. af því að vatnssalerni eru þar venjulega inni í miðjum íbúðum. „Mega menn nú skilja, hvern hug Laugamenn báru til Kjartans forð- um“, sagði einn nágranni minn við mig á dögunum — auðvitað í gamni. Hann var nýbúinn að hlusta á Lax- dælulestur hjá Einari. NÚ ER HÆGT AÐ SENDA BRÉF með loftpósti til Ameríku. Áður hafa þau orðið að fara langar krókaleið- ir. Guðmundur Hlíðdai hefir komið þessu til leiðar í ferð sinni vestur, og munu margir kunna honum þakkir fyrir, bæði þeir, sem viðskipti hafa við Vesturheim og einnig þeir, sem þar eiga frændur og vini. DAVÍÐ FRÁ FAGRASKÓGI — „listaskáldið góða“ á vorum tímum — átti ^fimmtugsafmæli á sunnudaginn var. Ég saknaði þess á útvarpskvöld- vökunni (sem raunar var prýðileg) að ekki skyldi verá lesið meira úr { $ ljóðum hans, og þá helzt þau, er hann orti fyrst, og þau, sem aljjýða manna kann og raular fyrir munni sér. Það hefði þá mátt sleppa ein- hverju af hátíðasöngvunum og síðari upplestrinum úr Sólon íslandus. En fallega las Lárus Pálsson Hræreks- kvæði: ,,í Kálfsskinnsbæ er konungur að deyja. Heyrið þið, hvað Hrærekur frá Heiðmörk er að segja-----------“. SNORRI STURLUSON segir frá Hræreki konungi og viðureign hans við Ólaf helga (eða Ólaf digra eins og hann var nefndur af óvinum sín- um). Hrærekur var einn af mörgum fylkiskonungum á Upplöndum. Tók Ólafur hús á þeim fimm saman, en lét engan þeirra drepa, enda voru þeir frændur hans, af ætt Haralds hárfagra. En Hrærek, sem hann ótt- aðist mest, lét hann blinda á báðum augum og hafði hann siðan við hirð sína. Þar kom þó, að Ólafur kon- ungur treystist ekki til að sjá við ráðum hins blinda manns og fekk Þórarinn Nefjólfsson til að færa hann Leifi Eiríkssyni á Grænlandi. En Þórarinn fekk veður andstæð og komst ekki lengra en til íslanda. Um það segir Snorri: „EN ER Á LEIÐ SUMARIÐ, tók hann ísland í Breiðafirði. Þorgils Ara- son (á Reykhólum) kom þá fyrst til þeirra virðingamanna. Þórarinn segir honum orðsendingu og vináttumál og jartegnir Ólafs konungs, er fylgdu við- urtöku Hræreks konungs. Þorgils varð vel við og bauð til sín Hræreki kon- ungi, og var hann með Þorgilsi Ara- syni um veturinn. Hann undi þar eigi og beiddi, að Þorgils léti fylgja honum til Guðmundar (ríka), og seg- ir, að haim þóttist það spurt hafa að með Guðmundi var mest rausn á íslandi og væri hann honum til handa sendur. Þorgils gerði sem hann beiddi, fekk menn til og lét fylgja honum til handa Guðmundi á Möðru- völlum. Tók Guðmundur vel við Hræ- reki fyrir sakir konungs orðsending- ar, og var hann með Guðmundi vet- ur annan. Þá undi hann þar eigi lengur. ÞÁ FEKK GUÐMUNDUR honum vist á litlum bæ, er heitir á Kálf- skinni, og var þar fátt hjóna (þ. e. vinnuhjúa). Þar var Hrærekur hinn þriðja vetur, og sagði hann svo, að síðan er hann lét af konungdómi, að hann hefði þar verið svo, að hon- um hafði bezt þótt, því að þar var hann af öllum mest metinn. Eftir um sumarið fekk .Hrærekur sótt, þá er leiddi til bana. Svo er sagt, að sá einn konungur hvíli á íslandi". Svo segir Snorri. í NOREGI var Hræreks hefnt, er Ólafur konungur helgi var felldur á Stiklastöðum arið 1030, enda þótt heiöindómnum i norðurbyggðum iandsins tækist ekki að brjóta á bak aftur hinn kristna sið. En lítt mun Hrærek hafa grunað, að íslendingar myndu rita sögu hans og að honum yrði á íslandi fært eitt fegursta kvæði, er ort hefir verið um konung á Norð- urlöndum. HINN NÝI SIÐUR á elleftu öld skóp mörgum áþekk lög og hinum blinda konungi, Hræreki í Kálfsskinni. Því miður endurtekur sú saga sig enn í dag, a. m. k. stundum. Hvenær ætli brautryðjendur nýrra siða læri að sigra án níðingsverka? Mikið myndi birta í mannheimumj. ef slíkt mætti takast. Og aldrei ættu íslendingar að taka málstað „hinna löngu hnífa". Ljúkum við svo þessu tali í dag. Heimamaöur. Signrðiu* Hel^ason: Nóbelsverðlaunaskáldíð Jóhannes V. Jensen VII. Jóh. V. Jensen hefir skrifað ritgerðir og ritgerðasöfn í 18—20 bindum. í þeim bókum kemur hann svo víða við, að auðsjáan- lega telur hann ekkert marin- legt sér óviðkomandi. Hefir hann sagt álit sitt um flest vandamál nútímans í þessum ritum, auk þess sem hann hefir gefið sig að ýmis konar fræði- legum viðfangsefnum, einkum á síðari árum, en í fyrstu einskorð- aði hann sig meira við ákveðin efni. Fyrsta bók hans af þessu tagi voru ferðaþættir, og kom út 1899, eftir að hann hafði dvalið um tíma í París og Lundúnum og á Spáni. Hún nefndist Inter- mezzo (Aukaþáttur) og hefst með grein í smásöguformi, „Horfnir skógar“, „sem að list- gildi er á við margar skáldsög- ur“, segir í bók einni um höf- undinn. í Intermezzo kemur hann í fyrsta sinn fram með kenningar sínar um gildi tækninnar og vélaþekkingarinnar og verða þær síðan einn aðalþátturinn í flestum ritum hans. Hann lítur svo á, að vélatækni nútímans sé Ijósasti vottur framvindunn- ar og beint áframhald af við- leitni frummannsins til að gera sér náttúruöflin undirgefin eða ráða við þau, svo að þau vinni r-— -------------------—-—— í tveim síffustu föstu- dagsblöðum Tímans hefir birzt neðanmáls grein eft- ir Sigurð Helgason rithöf- und um danska Nóbels- verðlaunaskáldið Jóhann- es V. Jensen. Hér kemur niðurlag þess- arar ritgerðar. Segir hér einkum frá ritgerðasöfn- um J. V. Jensens og ljóða- bókum. ekki tjón,telur hinar miklu vélar glæsilegasta ávöxt þróunarinn- ar, en hugkvæmnina og athafn- irnar í sambandi við hana ávallt hafa verið aðál lyftistöng henn- ar. „Sérhvert vélarhjól er vott- ur um baráttu, starf og sigra manpsandans", segir hann. Þetta lætur nú fremur kunn- uglega í eyrum okkar nú á tím- um, en öðru máli var að gegna í upphafi aldarinnar, þá þótti þetta skraf nýstárlegt. Og Jóh. V. Jensen hélt áfram að túlka þessar skoðanir með miklum á- huga í næstu bókum sínum, Den gotiske Renaissance (Gotn- eska endurreisnin, 1901) og Den ny Verden (Hinn nýi heimur, 1907), auk þess sem hann flutti þær í búningi skáldskaparins í sögum sínum frá sama tíma. Auk þess flutti hann í ritgerða- söfnum þessum kenningar sínar um hinn germanska kynstofn, eða öllu heldur norræna, sem getið er um hér að framan, í sambandi við Den lange Rejse og Madame D’Ora. Telur hann auðgert að rekja feril hins nor- ræna kyns frá hinu uppruna- lega heimkynrii hans út um víða veröld, til dæmis til Englands og Ameríku,. enda lifi arfleifð hinna gömlu norður-byggja ekki síður þar en á hinum fornu heimaslóðum og andi þeirra búi enn meðal afkomendanna víðs vegar um heim. í þessum bókum er mikið talað um Jóta og séreinkenni þeirra, en Ey- Danir léttvægir fundnir í sam- anburði við þá. Hófst þannig hreyfing ein allöflug meðal Dana, sem rædd var um skeið með ákefð og áhuga í Danmörku og nefndist „Den jydske Be- vægelse" (józka hreyfingin). í viðtali, sem Jóh. V. Jensen átti um þessar mundir við blað eitt, segir hann svo um „józku hreyf inguna“: „Það er ekki mín ætlun eða vilji að skilja Jótland frá öðr- um landshlutum, eins og margir hafa látið í veðri vaka. — Með „józku hreyfingunni“ á ég við það, að oss sé skylt að veita ætt- bræðrum vorum í öðrum lönd- um meiri athygli en vér höfum gert fram að þessu. Vér erum Norðurlandabúar jafnframt því að vera danskir, á sama hátt er- um vér bæði Þjóðverjar og Eng- lendingar, og ekki erum vér sízt í ætt við Ameríkumenn. Ég vil þar af leiðandi stuðla að því, að vér kynnum oss og notfærum í ríkara mæli en nú, það sem kynstofn vor í nágrannalöndun- um og Ameríku starfar og hefir fram að bera af nýjungum, jafnt í andlegum og hagnýtum efnum. —: í bókmenntum hefir „józka hreyfingin“ það mark- mið, að setja fjöldann (Folket) og skáld fjöldans fremst og losa oss undan drottinvaldi háskóla- lýðsins. — Stefnuna hefi ég nefnt „józku hreyfinguna“ af því að ég álít Jótana hafa í sér mest af hinum gamla anda kyristofnsins“. Þannig fórust Jóh. V. Jensen orð um þetta efni, og um þessar mundir, og taldi hann Jótana skyldasta Englendingum og Ameríkumönnum, samkvæmt eðli og hæfilejkum, og afkom- endur hinna hreinræktuðustu norðurbyggja. En almennt mun verða litið svo á, að þetta séu kenningar, sem skáldið verði sjálfur að ábyrgjast. I Nordisk Aand (Norrænn andi), ritgerðasafni frá 1911, heldur Jóh. V. JéniSen á- fram í sama anda gagnrýni sinni \ stefnu' danskra mennta- manna í bókmenntum, og skoðanir hans í því efni hafa fyrir löngu sigrað að ýmsu leyti. „Danskar bókmenntir hafa breytt um stefnu með józka höfunda í broddi fylkingar“, skrifar danskur bókmenntamað- ur fáum árum síðar. En „hin józka hreyfing" virð- ist hafa skipt um innihald að einhverju leyti, því að til henn- ar er rakin eins konar vakning meðal danskra æskumanna í þá átt að kynnast landi sínu og náttúru þess með smáferðum og útiveru í tómstundum og hef- ir sú viðleitni vafalaust haft margt og mikið gott í för með sér, enda hafa Danir orðið öðr- um fyrirmynd í því efni. Auk þeirra ritgerðasafna, sem nefnd hafa verið hér, skulu taldar aðrar helztu bækur Jóh. V. Jensens af þessu tagi, til yfir- lits fyrir þá, sem þess kynnu að óska, án þess að gerð verði sér- staklega grein fyrir þe_im að öðru leyti, svo að nokkru nemi. ' Introduktion til vor Tids- alder (1915), Aarbog 1916 og Aarbog 1917, ritgerðasöfn um ýmisleg efrii. Hamlet (1924). Hér tekur höfundur meðal annars til at- hugunar, hvort danska sögnin um Hamlet hefir, að einhverju leyti, haft áhrif á höfund leik- ritsins. Evolution og Moral (1925) 9 fyrirlestrar um trúarleg og sið- ferðileg vandamál eftirstríðs- áranna í Danmörku. Aarets Höjtider (1925). Höf- undur ber fram kröfur um breytingar á hátíðahaldi, sem eru einkum fólgnar í því, að trúarleg áhrif hverfi. Thorvaldsens Portrætbuster (1926) um myndlist Thorvald- sens, skapgerð hans og samtíð. Dyrenes Forvandling (Breyti- þróun dýranna, 1927). í öllum aðalritum Jóh. V. Jensen er þró- unin í einhverri mynd einn að- alþáttur viðfangsefnisins. Víða verður þess vart, að hann fylg- ir eindregið breytiþróunarkenn- ingu Darwins og fylgismanna hans og er vel að. sér í þeim vís- indum, sem snerta þetta efni. Aandens Stadier (1928) um uppruna þjóðfélaganna og sér- stæða þróun einstaklinga, er síðan hafa beint hinni almennu þróun í ákveðna farvegi. Rætninger i Tiden (1930). Ritgerðasafn úr blöðum og tímaritum frá árunum 1925— 1930. Paa danske Veje (1930). Frá- sagnir um fáeinar skyndiferðir til merkra staða í Danmörku, tengdar sögulegum endurminn- ingum og öðrum upplýsingum. Form og Sjæl (1931). Ritgerð- ir um andlitsmyndir og mann- gildi. Det blivende (1934) um nokk- ur mikilmenni 19. aldar og á- hrif þeirra á lífsskoðanir manna nú á tímum. VIII. Ekki hefir Jóh. V. Jensen ein- skorðað ritstörf sín við óbundið mál, hann hefir einnig gefið sig talsvert að ljóðagerð. Fyrsta ljóðasafn hans, Digte (Kvæði), kom út 1906, og annaö, sam- nefnt 1921, Aarstidende, 12 kvæði 1923, Verdens Lys (Ljós heimsins), nýtt kvæðasafn 1926, og það síðasta, Den jydske Blæst (Stormar Jótlands) 1931. Ljóðagerð hans verður ekki gerð hér að löngu umtalsefni, en þess má geta að mörg af kvæð- um hans birtust fyrst í skáld- sögum hans og öðrum ritum í óbundnu máli og verða naum- ast skilin til hlítar, nema menn þekki samband þeirra við meg- inefnið, þar sem þau komu fyrst. Þyrfti enginn að furða sig á því, þó að ljóðagerð hans væri eitt- hvað bláþráðameiri en skáldsög- urnar, því að fáum skáldum er gefinn sá hagleikur og sú fjöl- hæfni, að vera jafnvíg á ljóða- gerð og óbundið mál, sízt ef þau bera af í öðru hvoru, enda verð- ur varla sagt, að þessi höfund- ur sé það. Hitt má þó fullyrða, að hann stendur beztu ljóða- skáldum Dana jafnfætis, þar sem honum tekst bezt. Ég tilfæri hér fáein Ijóðstef (Framhald á 5. síöu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.