Tíminn - 26.01.1945, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.01.1945, Blaðsíða 7
7 7. blað TÍMIM, föstndagiim 26. jan. 1945 4 víðavangi (Framliald af 2. síðu) Gróusögurnar um búnaðarþingið. Jónas veitist enn mjög harka- lega að búnaðarþingsmönnum og er lýsing hans á þeim, þegar þeir koma til höfuðstaðarins til að ráða ráðum sínum, einna svipuðust því, þegar það er haft til gamans af lakari borgurum höfuðstaðarins að búa til sögur um, hvernig „plata“ megi sak- lausa og einfalda „sveitamenn“. Hefði það einhverntíma þótt ó- trúleg spásögn, að Jónas ætti eftir að skemmta úrkasti kaup- staðarbúa með skáldsagnagerð af þessari tegund og það um nokkra helztu forustumenn bænda. Ein uppáhaldssaga Jónasar af því, hvernig búnaðarþings- menn hafi verið „plataðir“, er sú, að þeim hafi verið lofuð samstjórn Framsóknarfl. og Sjálfstæðisflokksins gegn því að þeir féllust á 9.4% eftir- gjöfina, en fyrir þessu hafi þeir verið svo ginkeyptir, að þeir hafi ekki ,gætt ahnars! Þetta er vitanlega hreinn til- búningur. í Framsóknar- flokknum var lögð áherzla á það, — enda var það öllum ljóst á þessum tíma, — að ekkert yrði um það sagt, hvert stjórnar- myndunartilraunirnar myndu leiða. Sá möguleiki var ekki sízt fyrir hendi, að verkamanna- flokkarnir og Reykjavíkurdeiid íhaldsins tækju höndum saman um að festa afurðaverðið og felldu útflutningsuppbæturnar. alveg niður. Hin viturlega af- staða búnaðarþings mun ekki sízt hafa ráðið því, að þessir aðilar réðust ekki í slíkar að- gérðir nú, en næsta haust getur orðið sögulegt í þessum efnum. Sundrungarstarf, sem verður að hætta. Það verk, sem Jónas vinnur með hinum sífelldu Gróusögum sínum um búnaðarþingsfull- trúana, er -vissulega illt verk. Með því er ekki aðeins skemmt þvi úrkasti borgarlýðsins, sem vill heyra lítið gert úr sveita- mönnum. Með því er verið að ^á fræjum úlfúðar, tortryggni og sundrungar meðal bænda- sté.ttarinnar sjálfrar. Það, sem bændastéttin þarfnast nú mest, er að sameinast enn betur en orðið er, svo að hún verði fær um að standastþær árásir,sem á hana verða gerðar. Leiðin til þess er jekki að ófrægja og rægja ýmsa b.eztu menn henn- ar og stimpla þá einskonar svik- ara við stétt sína. Sék það nokk- ur alvara hjá Jónasi, að hann vilji sameiningu bænda, ætti hann tafarlaust að hætta þessu sundrungarstarfi. Það mun líka alltaf sjást bet- ur og betur, að sú leið, sem bún- aðarþingsmenn völdu, var rétt. Hefði afurðaverðið hækkað um 9.4%, hefði sá skriður komizt á dýrtíðina, að hún hefði orðið óviðráðanleg. Kaupið hefði strax stórhækkað. Verðhækk- unin, er bændur hefðu fengið í haust, hefði verið etin upp af kauphækkunum í vetur, vor og næsta sumar. Útflutnings- framleiðslan við sjávarsíðuna hefði alveg stöðvazt. Það, sem búnaðarþingið gerði, var til hags fyrir alla. Jafnframt sýndi það enn einu sinni, að bændur eru sú stétt, sem hefir beztan skilning á þjóðhagsmál- unum og mesta ábyrgðartilfinn- ingu til að bera. Fyrir bændur er það ekki lítilsvert atriði. Það er og næsta óviðeigandi hjá Jónasi að deila á ákvörðun búnaðarþings fyrir það, að hún hafi gert núv. stjórn auðveld- ara að starfa. Framsóknarmenn eða bændur munu aldrei miða aðgerðir sínar við það, hvað sé verst fyrir andstæðingana. Núv. stjórn mun líka takast nógu illa, þótt þessum erfiðleikum hafi verið rutt úr vegi. Ásakanirnar um stefnu- og málefnaleysið. Jónas leggur mikla rækt við að halda því fram, að Fram- sóknarflokkurinn sé bæði stefnulaus og málefnalaus flokkur, enda fari allt starf hans í valdastreitu einstakra manna. Verður þetta að teljast næsta merkileg játning, þar sem Jónas virðist þó eftir sem áð- ur una því vel að vera kyr í flokknum og gerir ekkert til pess, hvorki í þingflokki eða miðstjórn, að bæta úr þessu stefnu- og málefnaleysi! Þótt þessi tilbúningur sé al- veg sama eðlis og Gróusögurnar um búnaðarþingsfulltrúana, skal honum í eitt skipti gert svo hátt undir höfði að afsanna hann með því að benda á nokkur dæmi. í aðalmálinu nú, dýrtíðarmálinu, hefir stefna flokksins verið hrein og ákveðin. Hann hefir beitt sér fyrir stöðv- un og niðurfærslu og gat því ekki átt samleið með hinum flokkunum um stjórn síðastl. haust. í landbúnaðarmálum hefir flokkurinn beitt sér fyrir 10 ára ræktunaráætluninni, á- samt ýmsum öðrum stórmálum. :í sjávarútvegsmálum fyrir efl- ingu Fiskimálasjóðs, eflingu Fiskifélagsins, hvers konar fé- lagssamtökum útvegsmanna(ol- 1 íusamlög, sölusamlög), kaupum Svíþjóðarbátanna o. fl. Fyrir frumkvæði hans verður frv. um heildarlausn raforkumál- anna lagt fyrir þingið. Fyrir frumkvæði hans er langt komið undirbúningi löggjafar um lausn land- og lóðamála kauptúna og kaupstaða á hinn æskilegasta hátt. í menntamálum má benda á baráttuna fyrir menntaskóla í sveit. Þá má nefna áburðar- verksmiðjumálið, strandferða- skipsmálið o. fl., o. fl. Sannleikurinn er því sá, að enginn íslenzkur flokkur berst nú fyrir eins mörgum lífrænum stórmálum og Framsóknarflokk- urinn né hefir eins glögga og ákveðna stefnu í aðalmáli þjóð- arinar um þessar mundir, dýr- tíðarmálinu. Og' þetta hefir hon- um tekizt þrátt fyrir það valda- brölt Jónasar að halda úti nokkurs konar Stormsútgáfu til að ófrægja og afflytja flokkinn og reyna þannig að eyða orku hans í innbyrðisbaráttu í stað þess að sameina hana til líf- rænna átaka. „Byltingarfrumvarpið“. Allra broslegasti þátturinn í öllum þessum ádeilum Jónasar er þó sá, þegar hann fer að tala um „byltingarfrumvarp stjórn- arinnar", og segir að þar hafi þeir Skúli Guðmundsson og Ey- steinn Jónsson veitt stjórninni bá hjálp að flytja „yfirborðs- frumvarp“, sem „var enn meiri árás á yfirráðastétt sparifjár- eigenda"! Tímanum þykir rétt að birta hér í heilu lagi frv. þeirra Skúla og Eysteins, svo að lesendur hans geti kynnst þessu voðalega byltingarfrumvarpi, það hljóð- ar svo: Af þeim erlenda gjaldeyri, sem Landsbanki íslands og Útvegs- banki íslands h.f. áttu 1. okt. 1944, skulu 85% — áttatíu og fimm af hundraði — færast á sérstaka reikninga í bókum þeirra. Af þeim innstæðum má aðeins selja gjaldeyri gegn sér- stökum leyfum viðskiptaráðs til kaupa á framleiðslutækjum og efni til þeirra, svo sem skipum og efni til skipasmíða, vélum til skipa, landbúnaðarvélum, efni til rafveitna og vélum og efni til verksmiðja, einkum þeirra, er vinna vörur úr innlendum hrá- efnum. Nánari ákvæði um fram- kvæmd laga þessara skulu sett með reglugerð. Lög þessi öðlast þegar gildi. Eins og menn sjá er öll „bylt- ingin“ í þessu frumvarpi sú, að reynt er að tryggja að gjald- eyrisinneign þjóðarinnar erlend- is fari til kaupa á framleiðslu- tækjum, en verði ekki notuð til að fylla landið af ýmsum skran- varningi. Er þetta sú stefna, sem Framsóknarflokkurinn hef- ir alltaf haft og framfylgt, þeg- ar hann hefir farið með völd, og var þá vissulega annað að heyra á Jónasi en að það væri „bylting“ og „árás á yfirráða- rétt sparifjáreigenda". Sést bezt á þessu, hve örðugt honum er að deila á Framsóknarflokkinn, að til þess að geta gert það, verður hann að afneita fyrri stefnu og eigin verkum og stimpla þau „byltingu". Fréttaritari Ófeigs? Jónas lýsir því yfir í Ófeigi, að hann hafi um skeið farið í eins konar útlegð og hætt að mæta á fundum í þingflokki og miðstjórn Framsóknarflokksins, en sé nú byrjaður á því aftur, Aíköst skurðgraína ríkisins á síðastliðnu sumri Frásögn Pálma Einarssonar ráöanauts Tíminn hefir átt tal við Pálma Einarsson ráðunaut og spurt hann eftir störfum hans síðastl. sumar í sambandi við skurð- gröfur ríkisins og aðrar mælingar í þágu meiriháttar ræktunar- framkvæmda. Hefir Pálmi umsjón með framkvæmdum þeim, sem unnið er að með skurðgröfunum, og hafa því störf hans undan- farið miðast mjög við þessar framkvæmdir. Fer hér á eftir frásögn Pálma: Skurðgröfurnar. Sex skurðgröfur eru nú starf- andi á landinu, ein flotgrafa og fimm beltisgröfur. Þær hafa-all- ar unnið mikið s. 1. sumar. • í Ölfusi hafa tvær skurðgröfur unnið. Gamla beltisgrafan, sem unnið hefir undanfarin ár að framræslu á mörgum jörðum, hefir unnið í Árbæjarlandi í Öl- fusi við framræslu til túnræktar fyrir félag manna á Selfossi, er hefir keypt jörðina. Hún hefir grafið í sumar 5436 lengdarm. eða 20183 teningsmetra. í Svarfaðardal hefir skurð- grafan, sem þar er, unnið að á- veitu og framræslu á engjalönd- um 6 jarða og framræslu til tún- ræktar á 6 jörðum. Alls hefir hún grafið 8723 lengdarmetra eða 26340 teningsmetra. í Staðarbyggðarmýrum hefir skurðgrafan, er þar var, grafið 5922 lengdarmetra eða 23671 teningsmetra. Var unnið að á- veitu og framræslu engjalanda 22 býla. Ein skurðgrafan hefir unnið á þrem stöðum í sumar: í Borg- arnesi, á Hvannejtfri og að Laugalandi (við Veggjalaug). í Borgarnesi var unnið að fram- ræslu til túnræktar, á Hvann- eyri var unnið að framræslu á beitilandi, en að Laugalandi var unnið að fraihræslu og vegagerð vegna hins fyrirhug- aða húsmæðraskóla Mýra- og Borgarfjarðarsýslna. Alls gróf þessi skurðgrafa 4238 lengdarm. eða 18269 ten.m. í Innri-Akraneshreppi var unnið að framræslu til tún- ræktar á 10 jörðum, alls. grafið 7070 lengdarm. eða 33751 ten.m. Kostnaðurinn við allar þessar framkvæmdir hefir orðið um 400 þús. kr. Þar í er innifalið, auk vinnu skurðgrafanna, vegagerð- ir, flóðgarðar, stíflur og brýr á skurðum. Mælingar. í Svarfaðardal, hefir verið unnið, að áveitu á 5 jörðum, og mælingar voru framkvæmdar á 12 jörðum, vegna túnræktar og þurkunar. Gerð var athugun á allmörg- um jörðum í Hrafnagilshreppi, með tilliti til túna- og engja- ræktunar. í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði, var framkvæmd mæling vegna engjaræktunar á 11—12 km. löngu svæði, með það fyrir aug- um, að sameina framræslu og vegagerð, þannig, að vegur verð- ur lagður á skurðbakkanum. f Lýtingsstaðahreppi'í Skaga- firði, er einnig áformað að sam- eina vegagerð og túnrækt á 12 til 14 km. svæði. í sumar var mæld upp jörðin Syðra-Lón við Þórshöfn til rækt- unar fyrir kaupstaðarbúa. Einn- ig var mæld upp jörðin Hnjúkar til útskiptingar og ræktunar fyr- ir Blönduósbúa. í Torfulækjarhreppi var mælt fyrir framræslu til túna- og engjaræktunar. Pálmi Einarsson ráðanautur í Staðarsveit á Snæfellsnesi voru athuguð skilyrði til rækt- unar og framræslu í stórum stíl, en þar eru óvenju góð ræktun- arskilyrði og miklir möguleikar fyrir aukinni byggð. Sjö jarðir verða fyrir stór- kostlegum landskemmdum. Pálma Einarssyni, var í sumar falið að gera rannsókn á þeim landspjöllum, sem verða vegna Skeiðfossvirkjunarinnar, en við stíflugerð stöðvarinnar fara sjö jarðir í- Fljótunum undir vatn, allar engjar þeirra, og verulegur hluti túns og ræktan- legs lands. Rannsókn Pálma hefir leitt það í ljós, að miklum örðugleik- um er bundið að umbæta þann hluta jarðanna, sem eftir verð- ur, svo að hægt sé að halda á þeim búrekstri, er svari til þess, er áður vár. Kostnaður við um- bætur myndi verða um 388 þús. kr. miðað við núverandi verðlag. Þarna hefir skapast alvarlegt ástand sem ráða verður bót á. Hér hefir stuttlega verið skýrt frá helztu landmælingum, er Pálmi Einarsson hefir haft með höndum, en auk þéssa hefir hann framkvæmt fjölda af minni mælingum, og athugun- um, sem hér er ekki getið. Seinni hluta vetrar munu verða gerðar mælingar vegna fyrirhugaðrar framræslu í Skil- mannahreppi og Leirársveit, en þar eru mikil og góð skilyrði, til aukinnar ræktunar og byggðar. Erlent yfirllt. (Framliald af 2. síðu) saman. í kommúnistísku banda- lagi gæti fljótlega svo farið, að Þjóðverjar skákuðu Rússum og tækju af þeim forustuna. Veik nazistastjórn í Þýzkalandi get- ur verið betri fýrir Rússa en sterk kommúnistastjórn þar. jafnframt telur hann það hlut- verk sitt að gefa í Ófeigi „mán- aðarlega nokkuð glöggt yfirlit um það, sem gerist á bak við tjöldin í öllum herbúðum flokk- anna“. Mætti af þessu draga þá ályktun,- að endurkoma hans í miðstjórnina og þingflokkinn sé að rækja þar eins konar fréttasöfnun fyrir Ófeig, en fróðlegt væri að vita, hvort bú- ið væri að tryggja fréttarit- arana í hinum- flokkunum! Framsóknarmenn munu bíða og sjá, hvað verða mún úr fréttarituninni, en ekki eru þeir henni með öllu óvanir. Vill Jónas í síðasta Ófeigi eigna það Hermanni Jónassyni, en í hópi þeirra, sem kunnugir eru, hefir þó annar verið grunaður meira um græsku í þeim efnum. Úti- lokað er það heldur ekki, að minna verði úr fréttarituninni fyrir Ófeig en fyrirhugað er og að það hafi góð áhrif á frétta- ritarann að koma aftur í hóp fyrri samherja úr þeirri útlegð, sem hann hafði sjálfur dæmt sig í, en þótti svo hyggilegast að hætta. Myndi það verða mörgum fagnaðarauki eftir að hafa séð reiðlag hans á þeirri .helbrú, sem hann hefir reynt fák sinn á að undanförnu. Leið- in af þeirri háskabraut er að fylgja heilræðum Ingimars. Nýjar, fallegar tvöfaldar kápur teknar upp í dag. H. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035. f A.WÁEE TÍMAWS V Innlendur: 18. janúar, fimmtudagur: Hefldsalar kærðlr. Sakadómara hafa borizt kær- ur frá viðskiptaráði á 4 heild- sölufyrirtæki til viðbótar við pær tvær kærur, sem áður voru komnar. Sjá nánar um þessar kærur í síðasta blaði. 19. janúar, föstudagur: Færeyskri skfps- höfn bjargað. Færeyska seglskipið „Activ“ bað um aðstoð, er það var statt um 200 sjómilur suðaustur af Vestmannaeyjum. Segl skipsins höfðu rifnað og hjálparvélar þess svo litlar, að það gat ekki haldið áfram ferð sinni, enda veður hið versta. Ms. Fagriklett- ur kom skipinu til hjálpar, en gat í* fyrstu ekkert aðhafst. Um kvöldið var kominn svo mikill leki að Activ, að skipverjar sáu ekki annað fært en yfirgefa 3að. Var þá yfirbygging þess að mestu brotin. Fagriklettur tók skipverja og fór með þá til hafn- ar. Activ var á leið til Englands með ísfisk frá Akranesi. 20. janúar, laugardagur: Afmælf Seyðisfjarðar. Haldið var hátíðlegt 50 ára afmæli Seyðisufjarðarkapstað- ar. Fjölmenn samkoma var haldin í barnaskólahúsinu. Þar fluttu ræður helztu forráða- menn bæjarfélagsins. Fjöldi heillaóska bárust við þetta tæki- færi. Nýjum vélbát var hleypt af stokkunum í Vestmannaeyjum. Er hann 65 smál. að stærð, bú- inn öllum nýtízku tækjum. 21. janúar, sunnudagur: Ðavíð Stefánsson liylltur. Akureyringar hylltu þjóð- skáldið Davíð Stefánsson á fimmtugsafmæli hans. Nemend- ur Menntatskólans fóru blysför heim til hans. Sjaldan hefir sést svo margt fólk úti í einu á Akureyri. Mannfjöldlnn, sem hyllti skáldið er talinn hafa verið um 3000. Bæjarstjórn færði honum skrautritað ávarp og 20 þús. kr. að gjöf. 22. janúar, mánudagur: Herklaskoðun. Allsherjar berklaskoðun hófst í Reykjavík, þátttaka varð mjög almenn og mættu nokkuð á fjórða hundrað manns fyrsta daginn eða svlpað og búist hafði verið við. Leikflokkur frá Akureyri kom til Reykjavíkur og mun sýna þar Brúðuheimili Ibsens. 23. janúar, þriðjudagur: Færevsli sanminganefnd. Samninganefnd kom hingað frá Færeyjum til þess að ræða viðskipta og atvinnumál við ís- lendinga. Þessir menn eiga sæti í nefndinni: Husted-Anders- sen, hæstaréttarlögmaður, Da- niel Klein, form. sjómannafé- lags Færeyja, Thomas Thomas- sen, form. skipstjóra og stýrl- mannafélags Færeyja, Jóhan Dahl, framkv.stj. og Magnús Tórsheim form. verkalýðsfél. Færeyja. ------------------— ------------------—---— --------— Hérmeð þakka ég öllum, er minntust mín með gjöf- um og heíllaóskum á sjötugsafmœli mínu, pann 30. þ. m. Háafelli, 31. des. 1944 GUÐNÝ MAGNÚSDÓTTIR Tilkynníng frá leigugörðum bæjarins um áburðarpantanir Pöntuuum garölefgjenda á tilbúnum á- burði verður veftt móttaka í skrifstofu minnf, Austursttræti 10, 4. liæð, næstu virka daga frá kl. 10—12 f. h. og 1—3 e. h., nema laugardaga, bá aðeins frá kl. 10—12 f. h. Rækhmarráðunautur bæjaríns. Nokkra vana flskflökunarmenn vantar. Talið við verkstjórann i fsbirninum. Sími 3259. FISKIMÁLANEFXD. íþróttufélag hvenna Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 30. þ. m. kl. 9 e. h. stund- víslega í Félagsheimili V. R. við Vonarstræti. — Áríðandi að allar félagskonur mæti. rWWWWWWWWWWW' 4 ÚTBREIÐIÐ TIMANN ♦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.