Tíminn - 26.01.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.01.1945, Blaðsíða 3
T. blatt TÍMPíN, iÖstudagiiiii 26. jan. 1945 3 EYSTEINN JÓNSSON BÓKMENNTIR OG LISTIR Aukin samtök útvegsmanna nm verzlun og iðnað I. Fátt er þýðingarmeira fyrir sjávarútveg landsmanna en að þeir, sem að honum vinna, njóti þess arðs, sem fiskveiðarnar gefa í aðra hönd. Ef ekki er hægt að tryggja þetta, þá verður sjávar- útvegurinn ekki fær um að taka upp samkeppni við sams konar framleiðslu annara þjóða. Þegar litast er um í landinu og athugað, hvernig ástatt er í þessum efnum, þá sést, að ástandið er ekki gott. Verði mönnum litið til land- búnaðarins til samanburðar, þá kemur í ljós, að þar er mun bet- ur ástatt í þessum efnum. Landbændur hafa svo að segja alla verzlun sína í eigin hönd- um og samvinnufélög þeirra reka sláturhús, frystihús, mjólk- urbú, rjómabú og- annan iðnað í þágu landbúnaðarins. Með þessu móti tryggja bændur sér rétt verð fyrir afurðir sínar. Þetta þykir nú orðið alveg sjálfsagður hlutur, en ekki hefir það þó ætíð verið svo. Þessar framfarir hafa kostað mikla baráttu og mikið erfiði, en árangurinn er þó það góður orð- inn, að nú þætti hin mesta fjar- stæða, ef einhver héldi því fram, að heppilegra væri fyrir land- bændur, að kaupmenn önnuðust verzlun þeirra og félög gróða- manna rækju frystihús þeirra og mjólkurbú. Auðvitað er það einnig fjar- stæða, að verzlun sjávarútvegs- ins sé í höndum kaupmanna og frystihús, lifrarbræðslur og hvers konar annar iðnaður, sem að réttu lagi á að vera rekinn í þjónustu útgerðarinnar, sé rekinn í gróðaskyni. En þó er þessu þannig farið víða á land- inu enn þann dag í dag. Frystihús þau, sem hér hafa risið upp á undanförnum ár- um, eru t. d. flest í höndum ann- ara en útvegsmanna sjálfra og ekki rekin í þjónustu þeirra, eins og vera ætti. Af um 60 frystihúsum, sem rekin eru í landinu, eru ekki nema 10—20 rekin af samvinnufélögum eða samtökum útvegsmanna. Þetta má ekki svo til ganga lengur. Útvegsmenn verða að taka þessl mál í sinar hendur og önnur hliðstæð málefni. Það verður að koma þessum málum þannig fyrir, að fiskfrysting, lifrarbræðsla, vinnsla úr fisk- úrgangi og annar iðnaður í þágu útgerðarinnar sé rekinn fyrir reikning útgerðarmanna og hlutasjómanna og þannig tryggt að þeir fái rétt verð fyrir afurð- irnar. Ennfremur væri rétt, að sam- vinnufélög útgerðarmanna hefði með höndum rekstur vélaverk- stæða og verkstæða til þess að smíða báta og gera við báta. Það er á allra vitund, að stór- kostlegir fjármunir hafa verið dregnir úr höndum sjávarút- vegsins vegna þess, að útvegs- menn hafa ekki, margir hverjir, búið við sannvirðisverzlun, né haft iðnað þann, sem fyrir þá skiptir mestu máli, í sinni þjón- ust. Það eru ekki smáar fjár- hæðir, sem útgerðin hefir misst af vegna skipaviðgerðanna, t. d. á undanförnum áratugum. Og þannig mætti lengi telja. Sú hætta vofir beinlínis yfir útgerðinni, vegna þeirrar stefnu, sem ofan á hefir orðið í fram- kvæmdinni um byggingu og rekstur hraðfrystihúsa, að út- gQrðarmenn geti átt undir högg að sækja á næstu árum um verðið á hraðfrystum fiski inn- anlands. Sannvirði á hrað- frystum fiski verður ekki tryggt í þeim viðskiptum, nema með því, að svo mörg hraðfrystihús séu rekin með myndarskap á sannvirðisgrundvelli, að þau geti ráðið fiskverðinu. í því efni er þó bót í máli, að nú þegar eru nokkur slík hús í rekstri sam- vinnufélaga, en þau eru allt of fá og dreifð enn sem komið er. Svipað má segja um lýsið. Milliþinganefnd í sjávarút- vegsmálum hefir með höndum endurskoðun laga um Fiski- málasjóð, en eins og kunnugt er, þá hefir hann á undanförn- um árum stutt byggingu hrað- frystihúsa og aðrar fram- kvæmdir í sjávarútvegsmálum. Það er mín tillaga í þeim mál- um, að framvegis verði þau samtök hiklaust látin sitja fyrir stuðningi til þess að koma upp hraðfrystihúsum, lifrarbræðsl- um, fiskimjölsverksmiðjum, véla- og viðgerðaverkstæðum og öðrum iðnaði í þágu sjávar- útvegsins, sem afdráttarlaust reka þessi fyrirtæki á sannvirð- isgrundvelli í þjónustu útvegs- manna og fiskimanna. Vil ég láta ganga svo fast fram í þessu nauðsynjamáli, að ekki verði neinum öðrum en slíkum samtökum veittur stuðn- ingur, fyrr en Fiskifélag íslands hefir gert árangurslausa til- raun til þess að koma þeim á, þar sem þau ekki eru fyrlr. Geri ég ráð fyrir, að milli- þinganefndin fallist á þessa stefnu, og að hún komi til fram- kvæmda á næstu árum. En það skiptir þó auðvitað mestu máli, að sjávarútvegs- menn sjálfir hefjist handa — ýmist á þann hátt að fylkja sér í kaupfélögin og fela þeim að annast þessi verkefni eða með því að bindast sérstökum sam- tökum á samvinnugrundvelli um þau verkefni, sem heppilegra þætti að annast þannig. Getur það farið nokkuð eftir stað- háttum hvernig fyrirkomulagið er í einstökum atriðum. II. Þótt víða sé slæmt ástandið í þessum efnum nú, eins og á var drepið að framan, þá er því þó ekki alls staðar til að dreifa. Sums staðar hefir verulega á- unnizt. En ekki er mér kunnugt um, að þessum málum sé nokk- urs staðar lengra komið en í Neskaupstað, sem er einn mynd- arlegasti útgerðarstaðurinn á landinu, og við Eyjafjörð, þar sem hið glæsilega samvinnufé- lag Eyfirðinga hefir verzlunar- mál útvegsins með höndum. í Neskaupstað hafa útgerðar- menn fyrir löngu stofnað með sér samvinnufélag, sem í dag- legu tali er kallað SUN. Verður hér sérstaklega bent á Neskaup- stað; þar eru mér þessi mál kunnust. Félag þetta hefir frá öndverðu haft afskipti af inn- kaupum á hvers konar útgerðar- nauðsynjum og af sölu afurða, hvorttveggja með mjög góðum árangri fyrir félagsmenn. Nú á stríðsárunum hefir fé- lagið haft veruleg afskipti af útflutningi fisks frá Neskaup- stað með glæsilegum árangri. 1943 tók félagið á leigu eitt skip til fiskflutninga og gat fé- lagið þá borgað 27% hærra verð fyrir þann fisk, sem það flutti út sjálft. Á árinu 1944 hefir félagið haft á leigu nokkur skip til fiskflutn- inga, og er sá árangurinn, að félagið getur greitt 19% hærra verð fyrir allan fisk félags- manna en orðið hefði, ef fiskur- inn hefði verið seldur föstu verði. Er það álit útvegsmanna þar á staðnum, að í óefni væri kom- ið afkomu þeirra, eins og allt er í pottinn búið, ef þeir hefðu ekki haft samvinnufélag sitt til þess að styðjast við um útflutning- inn. Þá hefir félagið tekið sér fyrir hendur að verzla með olíu handa félagsmönnum. Hefir félagið keypt olíugeymi, sem þar var áð- ur í sambandi við síldarverk- smiðju. Hefir félagið selt olíu við mun lægra verði en áður þekkt- ist og mun hafa verið fyrst allra að notfæra sér þá nýskipan olíu- verzlunarinnar, sem á var byrj- að fyrir forgöngu Vilhjálms Þór. Félagið hefir nú með höndum ýmsar ráðagerðir varðandi framtíðina. Er meðal annars í undirbúningi, að félagið kaupi sjálft skip til þess að flytja fisk á markað fyrir félagsmenn. Félag þetta er og hefir frá öndverðu verið starfrækt á hreinum samvinnugrundvelli og munu forráðamenn þess full- komlega hafa í hyggju að starfa þannig framvegis. Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað er glæsilegur vottur þess, hverju áorka mætti fyrir útgerðina með félagssam- tökum og samheldni. Ættu útvegsmenn víðs vegar um landið að gefa þessu fordæmi gaum og vera minnugir þess um leið, hvert lið landbúnaðinum „JOt vil éfi — út“. Prentstofan ísrún hefir feerzt talsvert í aukana um bókaút- gáfu upp á síðkastlð. Er gott til þess að vita, og það því fremur sem bækur þær, er hún hefir tekið til útgáfu hafa sumar ver- ið ágætisbækur eftlr innlenda rithöfunda, svo sem Húsið í hvammlnum eftir Óskar Aðal- stein Guðjónsson og þó sér- staklega Förunautar eftir Guð- mund Gíslason Hagalín, og aðrar hinar snotrustu. Er þáð óneitanlega mikils vert menn- ingarmál fyrir ísafjarðarkaup- stað og byggðarlögin vestra, að þar sé góð prentsmiðja og hald- ið uppi útgáfustarfi, sem ekki miðast einvörðungu við þykkt og fjölda útgáfubókanna, eins og of víða vill við brenna. Ættu Vestfir^ingar að efla þessa starfsemi eftir föngum og gera hana sem fjölbreyttasta, áður en boðaföll nýrra fjárhagsörð- ugleika taka að rísa og ógna þeim rekstri, sem ekki stendur þeim mun fastari fótum. Einnar þeirra bóka, sem ís- rún gaf út í haust hefir eigi verið getið hér í blaðinu. Það er skáldsaga eftir norskan rit- höfund, Ragnar Arntzen að nafni, og heitir „Út vil ég — út“. Þýðandi er Gunnar Andrew. Höfundur þessarar bókar mun vera ungur og bókin hafa komið út i Noregi stuttu áður en ó- friðurinn skall á. Aðal sögu- hetjan er ungur piltur, sem hefir verið að samvinnu um verzlun og iðnað. Nú eru að verða gerbreytingar á fiskverzluninni, og ættu út- vegsmenn hvarvetna um landið að taka hana nú í sínar hend- ur, annaðhvort með stofnun sérsamlaga eða með því að fylkja sér i samvlnnufélögin, sem fyrir eru og fela þeim fisk- verzlunina. Ef núverandi ríkisstjórn hefði skilning á þessu máli, þá hefði hún stutt þessa stefnu og séð samlögum fyrir leiguskipum við sannvirði. Það hefir hún ekki gert, en gælir i þess stað við og ýtir undir brask með fiskinn. En þótt stjórnin sé skamm- sýn og taki mikið tillit til milli- liðanna, þá verða útvegsmenn eigi að síður að nota nú tæki- færið og koma fisksölunni, af- urðasölunni allrl og verzluninni, á hreinan samvinnugrundvöll. Fordæmi eru nóg og glæsileg, og þau sýna hvert stefna skal. hverfur frá atvinnuleysinu í heimbyggð sinni, litt reyndur á lífsins Stórasjó, og leltar sér vinnu í námabæ norður í landl. Seglr í bókinni frá lífinu meðal námamannanna og þvi, sem þar dreif á daga hins unga manns, unz hann býst til skips og kveð- ur ástmey sína í sögulok. Þarna ber sitthvað við, og skiptist á gaman og alvara. Frásögnin er hispurslaus og þó aldrei klúr, létt og lipurleg. Þetta er að mörgu leyti snotur saga, þótt skrifuð sé út frá sjónarmiði vissrar stjórnmálastefnu, jafn- aðarstefnunnar, og hinn sæmi- legasti skemmtilestur, undir- straumur hennar hlýr og mann- legur. Bókin er 224 blaðsíður að stærð og kostar 20 krónur ób>, en 30 krónur í shirtingsbandi. Sjjómenn. Nýlega er komin út í íslenzkri þýðingu bók danska rithöfund- arins Peter Tutein, Sjómenn. Hannes Sigfússon hefir islenzk- að bókina, en útgefandi er Bókaútgáfa Pálma H. Jónsson- ar, Akureyri. Sjómenn fjalla um selveiðar í Norðurhöfum, og er lýst i bók- inni veiðiför á norsku selveiði- skipi. Norðmenn stunduðu miklar selveiðar á þessum slóð- um fyrir styrjöldina og höfðu af því drjúgar tekjur. Yfir selveiðunum hefir löngum verið mikill ævintýrablær. Þær voru erfiðar og hættulegar og reyndu mjög á kjark og karl- mennsku. Hins vegar var það hverjum ungum manni ærið metnaðarmál að vera hlutgeng- ur til þeirra mannrauna og svaðilfara,sem veiðunum fylgdu. Bók Peter Tutein er greinar- góð og skemmtileg lýsing á sel- veiðunum og daglegu lífi veiði- mannanna. Lesandinn verður handgenginn skipshöfninni, sem frá er greint, og fylglst af alhug með starfi liennar. Hann verð- ur þátttakandi í hættum og harðræðum, vonbrigðum og sig- urgleði veiðimannsins. Ekkert smáatriði í daglegu lífi skip- verja fer fram hjá honum. Að lokum kynnist hann svo ævin- týrum og gleðskap selveiði- mannanna, þegar þeir koma til hafnar eftir vel heppnaða veiði- för. Bók þessi er prýdd nokkrum skemmtilegum teikningum. Hún kostar 16 krónur óbundin og 24 krónur í bandi. Guðmundur Ingi Kristíánsson: Skntnöldin og böfnndnr bennar Guffmundur Ingi Kristjánsson, skáld á Kirkjubóii í Ön- undarfirffi, hefir sent Tímanum tii birtingar þessa grein um hiff mikla rit, „Skútuöldina", og höfund þess, fræffi- manninn Gils Guffmundsson. En, sem kunnugt er, er Gils Vestfirffingur eins og Guðmundur Ingi, og menn og mál- efni á Vestfjörffum koma mjög viff sögu í Skútuöldinni, eins og aff líkum lætur, því aff Vestfirffingar hafa löngum sótt sjóinn fast og veriff áræffnir athafnamenn. I. Skútuöldin hefir líklega vakið meiri eftirtekt en aðrar bækur, sem út hafa komið á þessum vetri. Áður en hún kom í hend- ur manna, var það einkum tvennt, sem beindi athygli fjöld- ans að henni. Fyrst var það, að hún var rituð um efni, sem áður var lítt kannað, en þó hug- stætt öllum þorra manna. Um land allt voru gamlir skútu- menn og ættingjar þeirra, sem hlökkuðu til þess að fá í hendur það rit, er segði sögu skútuald- arinnar á þann hátt, sem vert væri. Allir þeir, sem kynnast vilja sögu íslendinga á síðari tímum, væntu þess, að bókin myndi færa þeim mikla fræðslu og merkilega. Allur fróðleikur um skútuöldina, útgerðarmenn, skip og áhafnir lá í molum og hrafli á víð og dreif, og sumt af honum aðeins í minni manna. Með því að semja þessa bók var því unnið það starf, er nauð- syn bar til að vinna sem fyrst, og íslendingar áttu þar i vænd- um fagran þátt úr endurreisn- arsögu sinni. í annan stað var rithöfund- urinn, sem tók bókina saman, öllum landslýð að góðu kunnur, þótt hann væri ungur að aldri. Hann hafði vakið á sér eftirtekt með útvarpserindum og upp- lestri, og luku menn jöfnu lofs- orði á framburð hans, efnismeð- ferð og orðfæri. Hann hafði skrifað vinsæla bók, og var hún að miklu leyti um sjómenn og sjómannalíf. Sýndi hún glöggt, að höfundurinn kunni jafnt að lýsa vinnubrögðum og ævintýr- um, og mannlýsingar hans urðu minnisstæðar. Það var því álit flestra manna, að Guðjón Ó. Guðjónsson hefði valið réttan mann, er hann réð Gils Guð- mundsson til að rita sögu skútu- aldarinnar, þessa merka tíma í sögu íslendinga. ' Mér þykir líklegt, að enginn maður hafi orðið fyrir von- brigðum, er hann fékk í hendur þetta fyrra bindi, sem út er komið af Skútuöldinni. Orðstír bókarinnar fór út um land á undan henni sjálfri. Maður og maður hafði séð hana í Reykja- vík, áður en hún kom til bók- sala i fjarlægum fjörðum, og vegna vitnisburðar þessara manna, biðu margir aðrir með óþreyju og eftirvæntingu. Og að lokum kom bókin, og fengu hana þó færri en vildu. Þetta bindi kostaði 65 krónur óbundið, og sumum virtist það nokkuð dýrt, áður en þeir at- huguðu málið. En sú skoðun hlaut að breytast við fljótlegt yfirlit. Bókin er 590 blaðsíður í stóru broti, og í henni eru 200 myndir af mönnum, skipum og útgerðarstöðvum. Pappírinn í bókinni er svo góður, að mynd- irnar munu njóta sín svo vel, sem framast var kostur á. Margar þessara mynda- hafa verið tíndar saman víðs vegar um landið, og lítill hluti þeirra mun hafa verið prentaður áður. í myndunum liggur því mikill kostnaður, en þær eru mikil prýði á bókinni og margar þeirra nauðsynlegur í slíkri sögu sem þessi er. Auk alls þessa liggur geysi- mikil vinna bak'við lesmál bók- arinnar. Höfundurinn hefir þurft að ferðast um landið, tala við marga menn, lesa öll blöð frá dögum skútualdarinnar og margt fleira, kanna handrit, út- gerðarbækur, hreppsbækur og verzlunarbækur. Það væri því engin furða, þó að þessi bók væri miklu dýrari en erlend skáldsaga eða ævisaga, sem hefði verið tekin ofan úr hill- unni, þýdd og gefin út fyrir jól- in. En blaðsíður sumra þeirra munu þó seldar fyrir meira en 11 aura hver. Skútuöldin er eigi aðeins prýðileg bók að ytra útliti. Efni hennar og orðfæri er ekki síður glæsilegt. Útgerðarsaga þilskip- anna er þar svo-prýðilega sögð, að hún er heillandi lestur. Þar eru margar mannlýsingar með ágætum. Ég hygg, að Bjarni riddari Sívertsen og Ólafur kaupmaður Thorlacius verði ó- gleymanlegir flestum þeim, sem lesið hafa þætti þeirra í Skútu- öldinni. En það er eins með þessa brautryðjendur og marga aðra, sem Skútuöldin segir frá, að al- þýða manna hefir vitað lítil deili á þeim og afrekum þeirra í þágu þjóðar sinnar. Það er vel, að nú hefir verið bætt úr þessu, — því að Skútuöldin er orðin alþýðubók. í þessu bindi Skútualdarinnar eru lengstar frásagnir um mestu brautryðjendurna og helztu út- gerðarhöldana. Síðara bindið færir okkur meira af sjómanna- sögum. Þó eru í þessu fyrra bindi margar góðar lýsingar á fræknum formönnum og fleir- um, er við sögu koma. Sumar þeirra eru svo snjallar og gagn- orðar, að ekki svipar til annars fremur en góðra mannlýsinga í íslendingasögum. Hefi ég fund- ið ánægju eldra fólks yfir því, hve sannar og glöggar eru lýs- ingarnar á þeim mönnum, sem það hefir þekkt. Hefir margur góður drengur eignazt varan- legan bautastein í þessu riti, en legið áður óbættur hjá garði eða í söltum sjó. Tvennt hefir vakið furðu mína, er ég kynntist þessari bók. Annað er það, hve miklu efni höfundurinn hefir safnað sam- an á skömmum tima, en hitt er það, hve vel og skipulega því er fyrir komið. En ekki undr- ast ég orðfæri höfundar né ein- stakar frásagnir, því að mér var áður kunn geta hans í þeim efn- um. Það er góður kostur á Skútu- öldinni, að höfundurinn grein- ir heimildir sínar að enduðum hverjum kafla. Áhugasömum mönnum er þar vísað á meiri fróðleik um sama efnú Jafn- framt er hægt að kynna sér, hvernig höfundurinn hefir not- að heimildir sínar. Heimilda- skrár þessar mættu verða mörg- um rithöfundum til fyrirmynd- ar. Það er mikill velgerningur að greiða fyrir góðum lesendum á þennan hátt. Eitt atriði í formála ritsins vakti sérstaklega athygli mína. Höfundurinn leiðréttir þar tvær villur í bókinni og nefnir þær „pennaglöp". Þetta er nýstár- legt. Það er venja í flestum bók- um að kalla allar skekkjur prentvillur, jafnvel þó að þær séu bersýnilega komnar frá höf- undarins hendi. En hér er ekki verið að skella skuldinni á aðra. Gott er hverjum höfundi að kynna sig að slikri samvizku- semi og ábyrgðartilfinningu. Fyrir nokkrum dögum ræddi ég við gamlan skútuskipstjóra um Skútuöldina. Auðvitað átti hann bókina. Tvennt fann hann að henni í viðtali okkar. Annað var það, að myndin framan á bókinni væri ekki eins og ætti að vera. Siglurnar væru of lág- ar og mennirnir rangstæðir. Hitt var það, að ekki sæist í bókinni, að Jón Laxdal hefði verlð verri maður í viðskiptum en Árni Jónsson! — Mér verður þetta minnisstætt. Það var ekki ætlun mín að skrifa ritdóm um Skútuöldina. Það er ekki á mínu færi að gera það, svo að vel sé. En ég hefi góða aðstöðu til að skrifa nokk- ur orð um höfund hennar. Til þess er nú tvöföld ástæða, út- koma þessa rits og þrítugsaf- mæli höfundarins um síðustu áramót. II. Gils Guðmundsson er fæddur i Hjarðardal innri i Önundar- firði 31. desember 1914. Foreldr- ar hans eru Guðmundur Gilsson, bóndí I Hjarðardal, og Sigriður Hagalínsdóttir, kona hans. Guð- mundur var áður á þilskipi við færaveiðar og hlaut góðan orð- stír.bæði fyrir afla og alla stjórn. Ekki er hann þó nefndur í Skútuöldinni, enda er þeim frændum annað ofar í hug en hól um sjálfa sig og eigin at- hafnir. Þegar ég var um tvítugt, tók ég fyrst að mér barnakennslu í átthögum mínum. Glls var þá í skóla hjá mér veturinn áður en hann fermdist. Kennt var tvo daga í viku, og var kennslan næsta lausleg, enda var undir- búningur minn lítill að lestri og enginn að skólanámi. En all- margir heimastílar voru skrif- aðir. Vakti það þá athygli mína, hve Gils skrifaði góða stíla, þeg- ar hann fékk nægan tima til að semja þá. Báru þeir vitni um óvenjulega þroskaða málkennd og mikið vald yfir lýsingum og frásagnarhætti. Tvo af þessum stílum á ég enn, og eru þeir mér nokkurs konar fermingarmynd af frægum manni. Áður en þetta gerðist, hafði Gils dvalið nokkrar vikur við nám á öðru heimili en sínu og (Framhald á 6. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.