Tíminn - 26.01.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.01.1945, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Sfmar 3948 og 3720. X RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A. Sfmar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHKEMTA OG AUGLÝSING A SKRIFSTOFA: EDDUHÚSI. Lindarsfðtu 9 A. Slml 2323. í 29. árg. Reykjavík, föstudagiim 26. jan. 1945 7. blað Glundroðinn í fisksöiu- málunum magnast Aileiðingarnar af sinnuleysi og káki stjórnarinnar koma í ijós Hinn versti glundroði er nú ríkjandi í fisksölumálunum, er yfirleitt rekja annaðhvort rætur sínar til sinnuleysis eða kák- ráðstafana stjórnarinnar. í ýmsum verstöðvum hefir vertíðin enn ekki hafizt af þessum ástæðum og í nokkrum verstöðvum er ekki annað sjáanlegt en vertíðin stöðvist, ef ekki verða tekin upp af hálfu stjórnarinnar ný og endurbætt vinnubrögð. Þau misfök stjórnarinnar, sem miklu valda um þennan glund- roða, eru m. a. þessi: 1. Nokkrum fjáraflamönnum hér í bæ hefir tekizt að verða á undan stjórninni og fá leigð til fiskflutninga þau brezk skip, er annast flutninga á kolum og öðrum vörum hingað til lands. Ríkisstjórnin hefir síðar reynt að fá þessum samningum riftað en án árangurs. Gróöinn, sem verður af fiskflutningum þess- ara skipa, kemur því til með að renna til fjáraflamannanna, er voru skjótráðari en ríkisstjórn- in, í stað þess að hann hefði getað runnið til fiskeigenda. 2. Vegna þess að dregið 'var að hefja heildarsamninga við Færeyinga, eru leigusamningar þeir, sem ýms fisksölusamlög voru búin að gera við færeyska skipaeigendur, ekki enn komnir til framkvæmda og skipin fást ekki fyrr en frá heildarsamn- ingum hefir verið gengið. Fyrst nú, þegar komið er fram á ver- tíð, er verið að hefja þessa samninga. 3. Vegna þess að dregið hefir verið að semja við Breta um hraðfrysta fiskinn, hafa frysti- húsin ekki treyst sér til þess enn að hefja rekstur sinn, þar sem allt er í óvissu um verð afurð- anna. Er mjög vafasamt, að þau starfi nokkuð fyrst um sinn, nema sérstakar ráðstaf- anir verði gerðar. 4. Vegna fyrirmæla stjórnar- innar um lágmarksverð, hafa ýms smærri skipin dregið sig .alveg í hlé og hafa fiskflutn- ingar sums staðar falið niður Færeyska sendi- nefndin Samkvæmt tilmælum frá Fær- eyjum hefir sendiráð Dana ósk- að þess, að ríkisstjórn íslands tæki við sendinefnd, er hingað kæmi frá Færeyjum, til þess að semja um kaup og flutninga á nýjum fiski o. fl. Ríkisstjórnin hefir orðið við þessum tilmælum, og skipað sér- staka nefnd til að annast við- ræður þessar, ef íslgnds hálfu. í nefndinni eru af hálfu Fær- eyinga: Johan Dahl, framkvæmda- stjóri, og er hann formaður, Daniel Klein, formaður Föroya Fiskimannafélag, Thomas Thomasson, formaður Föroýa Skipara- og Navigatörfélag, Magnús Torsheim, formaður Föroya Arbeiderfélag. — Ritari nefndarinnar er Hans Dais- gaard, viðskiptafulltrúi Færey- inga í Reykjavík, en B. Husted- Andersen, málaflutningsmaöur er með nefndinni sem lögfræði- legur ráðunautur félags útgerð- armanna í Færeyjum. Af hálfu íslands eru í nefnd- inni: Agnar Kl. Jónsson, skrifstofu- stjóri utanríkisráðuneytisins, og er hann formaður nefndarinnar, Gunnlaugur E. Briem, fulltrúi í atvinnumálaráðuneytinu, Lúð- vík Jósefsson, alþingism., Sverr- ir Júlíusson, formaður Lands- sambands íslenzkra útvegs- manna, Þorleifur Jónsson, for- maður Fiskimálanefndar, Da- víð Ólafsson, fiskimálastjóri. Kauphækkanir hafa aldrei veríð fleirí en síðan núv. ríkísstjórn kom til valda TVEIR FORINGJAR HITTAST af þessum ástæðum, t. d. aust- anlands, án þess að nokkuð hafi verið gert til þess, að þessi skip fari í flutninga á ný eða önn- ur komi í þeirra stað. 5. Vegna þess, að stjórnin hefir vanrækt að gera ráðstaf- anir, er tryggi það, að allur flutningsskipastóll landsmanna sé notaður til hins ýtrasta fyrir sanngjarna leigu og skipt milli verstöðvanna, eins og heildar- þörfinni hentar bezt, notast hann miklu verr en þyrfti að vera, enda ríkir nú af þessum ástæðum hinn versti glundroði um flutningana. 6. Vegna þess, að togarafisk- urinn er undanþeginn verð- jöfnunargjaldinu, er næsta von- lítið að það nái tilætluðum ár- angri. Eins og ráðstöfun þess virðist eiga að vera háttað, kemur það líka minni verstöðv** unum að litlu eða engu haldi og hefir jafnvel orðið þeim til tjóns, þar sem það hefir orðið til þess að smærri skip, sem þar keyptu, hafa dregið sig til baka um fiskkaupin. Er þó skylt að bæta þetta, þar sem verðhækk- un er heildinni til ávinnings, þótt hún baki sumum tjón. Þetta mætti bæta með því að láta verðjöfnunargjaldið ná til tog- arafisksins. Afleiðingarnar af þessu eru þær, að í minni verstöðvum er útgerðin raunverulega stöðvuð, þar sem skip fást ekki til flutn- inga. Á öðrum verstöðvum, þar sem búið var að leigja færeysk skip til flutninga, liggur út- gerðin að mestu niðri, þar sem beðið er eftir heildarsamningum við Færeyinga. Af þessum tveimur ástæðum má heita, að útgerðin "isé að mestu stöðvuð austanlands. Jafnvel hér við Faxaflóa er orðinn svo mikill hörgull á flutningaskipum, að byrjað er á því að salta fiskinn og hafa þó Faxaflóahafnirnar notið góðs af því, að vertíðin er yfirleitt ekki byrjuð í Vest- mannaeyjum, m. a. vegna verk- falls, sem var þar um skeið( og hafa því fleiri skip tekið fisk á þeim en ella. Sjá allir af þessari byrjun, hvað framundan er, þegar ver- tíðin fer almennt byrjuð, ef ekki verða tekin upp ný og endur- bætt vinnubrögð hjá ríkis- stjórninni. Hér í blaðinu hefir það verið margtekið fram, hvað gera þurfti í þessum málum og hefj- ast tafarlaust handa um, þegar séð varð, að brezki samningur- inn myndi ekki fást framlengd- ur. Það var í fyrsta lagi að hraða samningunum við Breta, semja við þá um sölu á fryst um fiski og saltfiski og leigu á flutningaskipum, svo að ein stakir fjáraflamenn yrðu þar ekki fyrri til. Jafnframt þurfti einnig að semja við Færeyinga um flutnin'gaskipin. Hér innán- lands þurfti að taka öll flutn- ingaskipin á leigu og setja lög um það efni, ef þörf krafði. Jafnhliða þurfti að stofna fisk sölusamlög, þar sem þau voru ekki fyrir, og síðan átti að fela Fiskifélaginu að skipta þeim flutningaskipum, er búið var að afla með framangreindum ráð- stöfunum, milli samlaganna. Með þessu móti einu var (Framhald á 8. slðu) Mynd þessi var tekin af þeim Hitler og Mussolini, er þeir liittust í fyrsta sinn eftir að kunnugt varð um morðtilraunina við Hitler í sumar. Er þeim báðum bersýnilega mikið niðri fyrir, en œtli þeim sé þó ekki meira niðri fyrir nú? Útgjöld Reykjavíkurbæjar hækiia a. m. k. um 5,5 milj. Mestöll iitgjaldaliækkunm stafar af aukmim rekstrarútgjölduui. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurbæjar fyrir árið 1945 var lögð fram á bæjarstjórnarfundi í gær. í áætluninni er gert ráð fyrir að útgjöldin verði 37.8 milj. kr. eða 5.5 milj. kr. hærri en í fyrra. Útsvörin jyu áætluð 28.8 milj. kr. eða 3.7 milj. kr. hærri en í fjárliagsáætluninni fyrir síðastl. ár. Vafalaust má telja, að bæði útgjöldin og útsvörin eigi eftir að hækka í meðförum bæjar- stjórnarinnar, ef að vanda lætur. Afleidlng’arnar verða stóraukm dýr- tíð, jþví allar þessar kauphækkanir hafa áhrii ét vísitöluna Það sést bezt, hversu fullkomlega stefna kommúnista er ráð- andi í dýrtíðarmálunum og hve alger er uppgjöf Sjálfstæðis- flokksins í þeim efnum, að sjaldan eða aldrei hafa orðið jafn- margar kauphækkanir á eins skömmum tíma og þeim, sem nú- verandi ríkisstjórn hefir farið með völd. Allar eiga þessar kaup- hækkanir sammerkt um það, að þær munu orka til verulegrar hækkunar á dýrtíðarvísitölunni, þótt sumar þeirra komi ekki þannig fram fyrr en eftir að búið er að reikna út landbún- aðarvísitöluna næsta haust. Þá má búast við stófelldri hækkun dýrtíðarvísitölunnar af völdum þessara kauphækkana. Þessi heildarhækkun útsvar- anna, sem hér er gert ráð fyrir, hlýtur be'rsýnilega að leiða til þess, að útsvarsbyrðin á mönn- um með lágar tekjur og miðl- ungstekjur stórhækkar. Mun þessi hækkun verða enn meiri vegna þess, að ýmsir hinna nýju skatta, sem stjórnin beitir sér fyrir, munu einkum leggjast á þau fyrirtæki, er borið hafa stóran hluta útsvaranna, og -verður því ekki hægt að leggja eins há útsvör á þau og áður. Útgjaldahækkanirnar, sem á- ætlaðar eru, stafa að litlu leyti af framlögum til aukinna fram- kvæmda, heldur eru afleiðingar þeirra útþennsla í kaupgreiðsl- um, sem leiðir af ríkjandi stefnu í fjárhaés- og dýrtíðarmálum, m. a. launahækkunum til sam- ræmis við afgreiðslu launa- laganna á Alþingi. Þannig er t. d. gert ráð fyrir því, að skrif- stofukostnaðurinn við stjórn bæjarins aukist um næstum hálfa milj. kr. Þrátt fyrir hinar stórfelldu út- gjaldahækkanir, sem ráðgerðar eru, er það ekki ólíkleg tilgáta, að þær reynist of lágt áætl- aðar, þegar til kemur, og þá verði gripið til sama ráðs og í fyrra, að hækka enn útsvörin, þegar kemur fram á árið, en þá var bætt við 2.5 milj. hækk- un á þau til viðbótar því, sem þau höfðu verið ákveðin í fjár- hagsáæltuninni. Skattþegnarnir munu vissu- lega fá að sjá það svart á hvítu, þegar útsvarsskráin kemur til þeirra í vor, hver er afleiðingin fyrir þá af þeirri fjármálastefnu, sem nú er fylgt undir hand- leiðslu. kommúnista og Ólafs Thors. Flugpóstferðir til Ameríku Eins og kunnugt er af frétt- um, hefjast póstflugferðir milli íslands og Ameríku í þessari yiku og er póststofan þegar farin að taka á móti flugpósti. Gjaldskrá yfir flugpóstsend- ingar hefir nú verið ákveðin, og verður tekið 90 aura gjald fyrir hver 5 grömm, er send eru í flugpósti. Hámarksþungi hverr- ar póstsendingar er 2000 grömm. Nánari reglugerð -fyrir póst- samgöngur þessar verður vænt- anlega birt á næstunni. Gert er ráð fyrir að ferðir verði tvisvar í viku og má flytja vikulega 50 kg. af pósti hvora leið. Heimilt er, að senda blöð auk bréfa með flugpóstinum, a. m. k. fyrst um sinn. Póst- og síma- málastjóri, Guðm. Hlíðdal, sem hefir annazt milligöngu um þessi mál, er nýkominn frá Ameríku. Lotiis Zöllner látinn Louis Zöllner, hinn danski kaupsýslumaður, sem verzlaði lengi við samvinnufélögin hér og keypti' af þeim sauðfé og ýmsar aðrar afurðir, er nýlát inn í Newcastle, 91 árs að aldri. Zöllner var danskur ræðismað- ur í Newcastle. Þessa merkismanns mun nán- ar getið síðar. Kaupliækkaiilrnar. Síðan stjórnin kom til valda j og verkföllin leystust, er þá stóðu yfir, hafa stjórnarblöðin yfirleitt fylgt þeirri venju að skýra ekki frá kauphækkunun- um. Sést bezt á því, að blöðin telja þessa „nýsköpun" í fjár- hagsmálunum svo varhugaverða, að bezt sé að halda henni leyndri. Kauphækkanir þær, sem orð- ið hafa í Reykjavík síðan stjórnin kom til valda, eru a. m. k. þessar: Hjá járnsmiðum í Reykjavík hefir grunnkaúpið á viku hækk- að úr 145 kr. í 158 kr. Hjá skipasmiðum í Reykjavík hefir grunnkaup á viku hækk- að úr 150 kr. í 158 kr. Hjá bókbindurum í Reykjavík hefir grunnkaup á viku hækk- að úr 145 kr. í 150 kr. Hjá prenturum í Reykjavík hefir grunnkaup á viku hækk- að úr 145 kr. í 150 kr. á viku. Hjá klæðskerum í Reykjavík hefir grunnkaup á viku hækk- að úr 138 í 145 kr. Hjá blikksmiðum í Reykjavík hefir grunkaup á viku hækkað úr 145 kr. í 158 kr. Auk þessara kauphækkana, hafa flestar þessar stéttir feng- ið aukin ýms hlunnindi, sumar t. d. 15 og 18 daga sumarfrí. Við grunnkaupið bætist vitanlega full dýrtíðaruppbót. Utan Reykjavíkur hafa a. m. k. orðið þessar grunnkaups- hækkanir hjá verklýðsfélögun- um: í Ólafsvík hefir tímakaup hækkað úr kr. 1,75 í kr. 2,20. Á Hvammstanga hefir tíma- kaup hækkað úr kr. 1,90 í kr. 2,10. Á Eskifirði hefir tímakaup hækkað úr kr. 1,90 í kr. 2,30. Á Djúpavogi hefir tímakaup hækkað úr kr. 1,90 í kr. 2,30. í Keflavík hefir tímakaup hækkað úr kr. 2,10 í kr. 2,40. Þar hafa járnsmiðir og fengið kaup hækkað til samræmis við kaup járnsmiða í Reykjavík. Ofan á framangreint grunn- kaup bætist svo vitanlega full dýrtíðaruppbót. Þá hafa vélstjórar á fiskiskip- um í Vestmannaeyjum og Norð- Ijirði fengið kauphækkun nýlega. í Vestmannaeyjum var gengið að hækkuninni eftir tveggja daga verkfall. Á Norðfirði leyst ist deilan með þeim sögulegu hætti, að báðir aðilar vísuðu málinu hingað suður, vélstjórar til Alþýðusambandsins og út- vegsmenn til Landssambands útvegsmanna. Bjuggust þeir við einbeittrK málsmeðferð þar, en eftir fáa daga barst þeim svo tilkynning um, að gengið hefði verið að öllum kröfunum. Munu útvegsmenn hafa haft orð á því síðan, að þetta hefðu þeir getað gert sjálfir og ekki þurft á slíkri aðstoð Landssambandsins að halda! Á mörgum stöðum eru svo kauphækkanir í aðsigi! Þannig er t. d. búið að segju upp samn- ingum á Dalvík, Ólafsfirði, Hrísey, Flateýri, Þingeyri og Bíldudal. llin algera uppgjöf. Eins og bezt sést á því, sem talið er upp hér á undan, er „kauphækkunarskrúfan“ nú í hraðara gangi en nokkuru sinni fyrr. Það er unnið að því af fyllsta kappi að framkvæma hina svokölluðu „samræmingu“, sem Alþýðusambandið gerði kröfu um í haust, og Vinnuveit- endafélagið hafnaði þá á þeim grundvelli, að hún væri ekkert annað en almenn kauphækkun. Síðar fékk svo Ólafur Thors Vinnuveitendafélagið til að ganga að henni, þegar hann hafði fengið tilboð kommúnista um ráðherradóm og nokkur hlunnindi fyrir stórgróðamenn- ina, ef Sjálfstæðisflokkurinn tæki þá kollsteypu að falla frá stefnu sinni ,í dýrtíðarmálinu. Þess vegna snýst .kauphækkun- arskrúfan nú enn hraðara en nokkuru sinni fyrr. Mbl. gengur að vonum illa að verja það, að Sjálfstæðisflokk- urinn hefir þannig horfið ger- samlega frá þeirri stefnu, sem hann barðist fyrir í þessum málum í haust, en þá barðist flokkurinn fyrir stöðvun á öllum kauphækkunum. Mbl. veit líka, að enn verra er að afsaka þess- ar mörgu kauplíækkanir vegna þess, að flokkurinn beitti sér mjög fyrir eftirgjöf bænda sið- astl. haust. Seinasta vörn Mbl. er sú, að Framsóknarflokkurinn geti ekk- ert áfellzt þessar kauphækkan- ir, þar sem hann hafi ekki gert neinar sérs'takar athugasemdir ' við þá tillögu Sjálfstæðisflokks- ins í tólfmannanefndinni i haust „að samið verði um kaup- gjald óbreytt. Þó verði einstak- ar breytingar gerðar til sam- (Framhald á 8. síðu) / ’ f DAG birtist á 3. sfðu grein eftir Eystein Jónsson um sam- tök útvegsmanna um verzlun og iðnað. Er sér- staklega minnst á sam- vinnu útvegsmanna í Nes- kaupstað. Neðanmáls á 3. síðu er grein eftir Guðmund Inga skáld um Skútuöldina og höfund hennar. Á 4. síðu er grein um Seyðisfjörð eftir Karl Finnbogason, og neðan- máls niðurlag greinar Sig- urðar Helgasonar rithöf- undar um danska skáldið Jóhannes V. Jensen. V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.