Tíminn - 06.02.1945, Side 6

Tíminn - 06.02.1945, Side 6
6 TÍMIIVIV, »iim 6. iebr. 1945 10. blaS Áttræðnr: 9 Amundi Sigfmundsson í Kambi í Flóa Þann 9. okt. s. 1. var Ámundi | Sigmundsson í Kambi i Flóa | áttræður. Hann er fæddur í Kambi og hefir átt þar heima alla ævi. Tók hann þar við búi Ámundi Sigmundsson af föður sínum og bjó þar á fimmta tug ára. Hann kvænt- ist Ingibjörgu Pálsdóttur, hinni mestu myndar- og ágætiskonu. Þau eignuðust 11 börn og eru 8 þeirra á lífi. Tvímælalaust er, að hann og jafnaldrar hans kunnu þá list, betur yngri mönnum, að bjargast við lítil1 ] efni. Jörðin er lítil og kostasmá. ■En þar komu þau fram 8 börn- um sínum, prýðilega mannvæn- legum og framúrskarandi dug- legum. Eru þau og vel séð af öllum, sem þau þekkja. Fróðlegt væri að sjá, hve mikið verðmæti það yrði-hjá hagfræðingum nú- tímans, sem slík hjón hafa skapað. — Efalaust geta þeir reiknað krónutöluna, en hitt kann enginn að meta hvers virði er, að alá upp slíkan hóp svo að hann verði allur að nýtum borgurum. Ámundi var feikna afkasta- maður við vinnu, gleðimaður mikill, svo að hvarvetna þótti fengur að nærveru hans og svo er enn. Söngmaður var hann ágætur og var því um skeið forsöngvari í sóknarkirkju sinni. Á afmæli hans var mann- margt kringum hann. Þar voru öll börn hans, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn, auk frænda, vina og nágranna. Ámundi er ágæfrlega ern, vinn- ur enn bæði sumar og vetur. Syngur, eins og hann væri 20 —30 árum yngri og hefir mesta yndi af gleðskap öllum. Dvelur hann nú í skjóli sonar síns við ágætan hag. | Kunningi. Áítræðnr: r Arni Pálsson á Ormsstöðum í Grímsnesi Árni Pálsson á Ormsstöðum í Grímsnesi varð áttræður 30. janúar síðastliðinn. Hann er fæddur í Hring undir Eyjafjöll- um 30. jan. 1865. Foreldrar hans voru þau Sigríður Guðmunds- dóttir og Páll Sigurðsson bóndi. Er hana kominn af góðum og nýtum bændaættum. Árni átti tvo albræður.eina systur og einn hálfbróður, sem öll eru dáin. Al- systkinin voru þau: Einar bóndi í Geirakoti í Flóa, Böðvar söðla- smiður og Sigríður á Stokkseyri. Hálfbróðir Einar Jónsson, bóndi á Geldingálæk á Rangárvöllum. Árið 1901 kom Árni að Mosfelli til foreldra minna, Sigrúnar H. Kjartansdóttur og séra Gísla Jónssonar og dvaldist þar til ársins 1918, er faðir minn dó. Allan þann tíma var hann heimilinu ómetanlega dyggur og þarfur þjónn, þótt hanri væri ekki til stærri átaka, sökum veikinda, er hann varð fyrir í bernsku og móíuðu mikið and- legt og líkamlegt atgervi hans. Hann var fjár- og kúahirðir 65 ára: Þórarínn Grímsson > Víkíngur 65 ára er í dag Þórarinn Grímsson Vrkingur — fyrrver- andi bóndi og yitavörður á Vattarnesi við Reyðarfjörð. Þárarinn Gr. Víkingúr Þórarinn er Þingeyingur — ættaður frá Víkingavatni. Hann er bjartsýnn ' samvinnumaður og hefir haft forgöngu í ýmsum félagsmálum og hlotið traust og ve.lvild sainstarfsmanna sinna. Þórarinn vinnur nfí í Skömmtunarskrifstofu ríkisins. Heimili hans er á Ljósvallagötu 8 hér í bænum. góður, enda skepnuvinur mik- ill. Faðir minn átti jafnan góða reiðhesta, en flestir voru þeir styggir. Þeirra *þekktastur var Árni Pálsson „Vinur“, sökum afburða kosta, en styggur. Þó gat Árni hand- samað hann í haga, en það var engum öðrum fært, nema föður mínum. Árni var ágætur ferðamaður og hafði jafnan gaman af ferða- lögum, enda voru þau í þá daga fjörug og fréttarík. Árni fór oftast póstferðir frá Mosfelli um Laugardal, einnig fór hann jafnan kaupstaðaferðir til Eyr- arbakka og Reykjavíkur, bæði meðan allt var flutt á klakk og eins e* hestvagnar komu til sögunnar. Er hann meðal þeirra manna, sem kunna að segja frá mörgum svaðilferðum í vetrar- férðum þeirra tíma. Fáum trúði faðir minn betur fyrir farangri og hestum en honum, en það var oft æði vandasamt að verja vörur bleytu og hesta meiðslum, eða ofreynslu. Eftir- farandi dæmi er glöggt vitni þess. Árni eignaðist sem aðrir i þessum ferðum marga ferða- félaga. Einm þeirra hefir sagt mér eftirfarandi sögu: Eitt sinn er Árni og nokkrir ferðamenn voru á leið austur á útmánuðum, var ófærðin svo mikil í Smiðjulaut, að seiflytja varð vagnana og beita tveim hestum fyrir. Árni var með 2 vagna. Fyrir fremri vagninum var hestur, sem hét Skenkur, af- burða sterkur, en að sama skapi hægfara. Ferðamenn höfðu nægilegt á ferðapelanum, til þess að vera léttlyndir þrátt fyrir ófærð og kalsablota. Einn ferðafélaganna segir þá við Árna með stórum orðum: „Þú lætur okkur hafa þann gráa, hann hreinsar sig af nokkrum ferðum“. Árni svaraði þá ákveð- inn og sagði: „Þið megið fara ÍTIJBLUIVCÍAÍAGA N ý j a a 1 m e|n ningsútgáfan er nú í prentun ■■ ■ ‘ .v..: ■ ■ ' ' ■ Staðarhóll í Dölum (auglýsingamynd) Tvær litprentaðar myndir eftir málverkum próf. Ás- gríms Jónssonar, sem hann hefir gert sérstaklega fyrir þessa útgáfu. Verður sín myndin með hvoru bindi. Bæði bindin koma út í einu. Gerist áskrifendur sem fyrst, því að svo getur farið, að færri fái en vilja. Snúið ykkur til næsta bóksala eða umboðsmanns, eða til Stefáns A Pálssonar, Varðarhúsinu í Reykjavík. »■ Bókin er í 2 bindum, yfir 1000 blaðsíður alls. Útgáfa þessi er frumleg, en hvergi uppprentun. Texti, inngangur, skýringar og skrár, allt samið og búið undir prentun af færustu vísindamönnum. f Pappír, prentun og band eins vandað og unn t er að fá. Um 200 nýjar myndir af sögustöðum Sturlungu. Margir uppdrættir. Skjaldabjarnavvík á Ströndum (auglýsingamynd). Sturlungaútgáfan. Undirritaður gerist hér með áskrifandi að STURLUNGASÖGU í skinnbandi verð 200 til 250 krónur, heft 150 til 175 kr., bæði bindin. (Strikið út það, sem þið viljið ekki). Nafn Heimili Til STURLUNGUÚTGÁFUNNAR, - Pósthólf 66, Reykjavík. Samband ísl. samvinnufélaga. S AMVINNUMENN: Vér vátryggjúm vörur og innbú fyrir Sam- bandsfélögin og viðskiptamenn þeirra. Enginn ætti að fresta að vátryggja eignir sínar, því eldsvoði getur orðið á hverri stundu. með mig eins og þið viljið, en ég fyrirbýð ykkur að snerta hestinn“. Það sannaðist á Árna, að sá er góður við skepnur, sem gott hefir hjartalag. Eitt af aðaleinkehrpim Árna er, hversu barngóður hann er og hefir jafnan verið, og eru ó- talin sporin hans um Mosfells- hagana með okkur systkinin á bakinú. Er mér í fersku minni, hve mjcig ég hafði gaman af, er hann sótti hest í haga, bar mig á bakinu frá bæ, en reiddi til baka. Árni fór frá Mosfelli að Orms- stöðum í sömu sveit til ekkjufrú- ar Sigríðar Guðmundsdóttur, systur Tómasar Guðmundsson- ar skálds, en síðan hún brá búi dvelur hann á sama stað hjá fyrirmyndarhúsfreyjunni Helgu og óðalsbóndanum Þorbirni Bjarnasyni, hinum ágætasta bú- manni í hvívetna. Hann hefir því dvalið langdvölum á sömu stöðum, enda haft, sem fyrr greinir, hjúahæfileika, sem stutt hefir bústólpann á und- anförnum árum. Árni hefir sýnt mönnum og málleysingjum mikla góðvild og uppsker nú til endurgjalds að eiga nú við að búa hjá þeim ágætishjónum, einhverja þá beztu umönnun, sem hægt er að hugsa sér að vandalausu gamalmenni geti hlotnazt. Árni hefir verið trúmaður, glaðlyndur og snyrtimenni mesta, er enn mjög ern og fylg- ist vel með rás viðburðanna, þrátt fyrir þerinan háa aldur. Síðastliðið sumar kom hann hingað til Reykjavíkur og heim- sótti vini og ættingja. Var þá mynd su, er hér birtist, tekin (Framhald á 7. síöu) Sjafnar tannkrem gerir tennurnar mjallhvítar Eyðir tannsteini og himnu- myndun. Hindrar skaðlega sýrumyndun í munninum og varðveitir með því tennurn- ar. Inniheldur alls engin skaðleg efni fyrir tennurnar eða fægiefni, sem rispa tann- glerunginn. Hefir þægilegt og hressandi bragð. ixorm SJAFMR TAMXKUFÆ KVÖLDi OG MORGIXA. Sápuverksmiðjan Sjöfn Akureyri

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.