Tíminn - 06.02.1945, Blaðsíða 7
10. hlað
TÍMCViy, þrlðjMdaglnm 6. febr. 1945
7
Fréttír frá U. M. F. I.
Ný sambandsfélög.
Nýlega hafa þessi félög gengið
í Ungmennafélag íslands:
íþróttasamband Stranda-
manna, sem telur 6 félög með
240 félagsmönnum. Formaður
er Ingimundur Ingimundarson
Svanshóli, Kaldrananeshreppi.
Umf. Garðar í Gerðahreppi,
sem telur 112 félaga. Formaður
er Sigurbergur Þorleifsson, Hofi.
Umf. Öræfinga, Öræfum, sem
telur 60 félaga. Formaður er
Páll Þorsteinsson Hnappavöll-
um.
Ungmennafélag íslands telur
nú 172 félög, með um 9500 fé-
lagsmönnum.
íþróttakennslan I vetur.
f vetur starfa eftirgreindir
íþróttakennarar hjá ungmenna-
félögum:
Bjarni Bachmann frá Borg-
arnesi, er kennir hjá Héraðs-
sambandinu Skarphéðni.
Halldór Jóhannsson frá Sandá
í Svarfaðardal, er kennir í Svarf-
aðardalnum, en þar eru 4 ung-
mennafélög.
Haraldur Sigurðsson frá
Möðruvöllum, er kennir hjá
Ungmennasambandi Eyjafjarð-
ar.'
Kristján Benediktsson frá
Stóra-Múla í Saurbæ, er kennir
hjá Ungmennasambandi Vest-
fjarða og Ungmennasambandi
Dalamanna. í október hélt hann
íþróttanámskeið hjá Umf. Garð-
ari í Gerðum við ágæta þátt-
töku.
Ólöf Jónsdóttir, Þórhöfn, er
kennir þar og á Raufarhöfn.'
Guttormur Sigurbjörnsson frá
Gilsárteigi, kennir hjá Ung-
menna- og íþróttasambandi
Austurlands. Hjá því starfa
fleiri kennarar en nókkurn tíma.
Sigríður Guðjónsdóttir, Eyr-
arbakka, er kennir þar og á
Stokkseyri.
Allir þessir íþróttakennarar
hafa lok'ð prófi í íþróttakenn-
araskólanum á Laugarvatni.
Minningarsjóffur Affalsteins
Sigmundssonar kennara.
Sjóðurinn nemur nú rúmlega
16 þúsund krónum. Þessar gjafir
hafa honum borizt að undan-
förnu: Karl Helgason, Blöndu-
ósi kr. 50,00. Kristvarði Þor-
varðarson kennari kr. 50,00.
Umf. Kjalnesinga, Kjalarnesi
kr. 250,00. Umf. Biskupstungna,
Biskupstungum kr. 200,00. Umf
Efling, Reykjadal kr. 100,00.
Umf. Borg, Borgarhreppi kr.
83,00. Ungmennasamband Dala-
manna kr. 200,00.
Stjórn minningarsj óðsins hef-
ir skipt þannig með sér verkum:
Ingimar Jóhannesson kennari,
form., Helgi Elíasson fræðslu-
málastjóri, ritari og Daníel
Ágúslínusson ritari sambands-
ins, gjaldkeri.
Happdrættí norrænu
hallarínnar
Eins og áður hefir verið skýrt
frá hefir Norrænafélagið á-
kveðið að reisa Norrænuhöllina í
Kárastaðanesi við Þingvalla
vatn. Sá staður er mjíg vel í
sveit settur, þar er mikil nátt-
úrufegurð og auk þess skammt
til hins sögufræga staðar, Þing-
vallar.
Norrænafélagið hefir nú á-
kveðið að efna til happdrættis,
til ágóða fyrir þetta mál. Happ-
drætti þetta er all nýstárlegt.
Vinningarnir eru tveir. Annar
er ársdvöl við einhvern æðri
skóla á Norðurlöndum. Hand-
hafi vinningsins getur valið um
við hvaða skóla hann dvelur.
Hinn vinningurinn er ferð fyrir
tvo til allra höfuðborga Norður-
landa með tveggja daga dvöl í
hverri borg.
Með því að taka þátt í þessu
happdrætti gera menn tvennt í
einu, fá tækifæri til að kynnast
frændþjóðunum á Norðurlönd-
um, ef heppnin er með, og vinna
að því, að Norrænahöllin rísi
sem fyrst, en hún mun bæta
starfsmöguleika til þess að
bjóða hingað gestum frá hin
um Norðurlöndunum.
Sala happdrættismiða mun
hefjast seint i þessum mánuði,
og verða þeir þá sendir út um
allt land, en dregið verður um
mánaðamótin júní og júlí.
4 víðavangi
Mbl. býr sér til vopn
úr prentvillu.
Svo fátt er nú orðið um varn^,
ir í aðalmálgagni stjórnarinnar,
Mbl., að það birtir nýlega heila
forustugrein um prentvillu, sem
hafði verið í Tímanum, og telur
hana sönnun þess, að allt, sem
Tíminn segi um stjórnina og
stjórnarflokkana, sé eintómur
uppspuni!
Þegar Tíminn skýrði frá
Dagsbrúnarkosningunni, stóð í
frásögninni, að hinn sameigin-
legi listi kommúnista og Sjálf-
stæðismanna hafi ekki nema
réttan þriðjung félagsmanna
Dagsbrúnar að baki sér. Hafði
misprentazt réttan í staðinn
fyrir rúman. í Dagsbrún eru
mikið á 4. þús. félagar, þótt ekki
þóknaðist stjórninni að láta þá
alla vera á kjörskránni. Listinn
fékk 1301 atkv. og er það í fullu
samræmi við málvenju að telja
1300 rúman þriðjung af mikið
á 4. þús. félagsmanna.
Ef þurfa þætti mætti benda
á margar langtum stórfelldari
þrentvillur í Mbl., enda hefir
það jafnan staðið fremst allra
blaða landsins í því að hafa fjöl-
skrúðugar prentvillur. Má bezt
sjá á því, hversu erfitt er orðið
fyrir stjórnarliðinu að finna
vopn á andstæðingana, að
prentvilluauðugasta blað lands-
ins skuli reyna að búa sér til
vopn úr prentvillu!
Fræffslustarfsemi Jóns Pá.
Málpípa forsætisráðherrans,
Jón Pá., lét nýlega þekkingar-
ljós sitt skína í dálkum Mbl.
Hann upplýsti þar, að ekki væru
nema tveir flokkar í Bretlandi
og sama væri að segja um flest
þau lönd, þar sem lýðræðið
hefir dafnað bezt.
Það rétta er, að fimm flokkar
standa nú að brezku stjórninni.
Undanfarna áratugi hafa verið
brír aðalflokkar í Bretlandi, í-
haldsflokkurinn, verkamanna-
flokkurihn og frjálslyndi flokk-
urinn, apk nokkurra smærri
flokka. Á Norðurlöndum, þar
sem lýðræðið hefir tvímælalaust
dafnað bezt, hafa aðalflokk
arnir lengi verið-fjórir, íhalds-
flokkur, verkamannaflokkur,
bændaflokkur og frjálslyndur
flokkur.
Jón Pá. þarf því að læra bet-
ur áður en hann tekur að sér
frekari tilsögn um erlend
stjórnmál. Sennilega er hann þó
betur fallinn til að fræða um
þau en innlend mál, því þótt
mikið skorti á sannleikann í
framangreíndri frásögn hans,
verður frásagnarskekkjan þó
oftast margfallt meiri, þegar
Jón ræðir um innlenda atburði.
Sovéthatur I „Manchester
Guardian“.
Þjóðviljinn þykist geta hermt
mikið Sovétníð upp á Tímann
í sambandi við frásögn hans um
styrjöldina .í Póllandi. Einkum
eru það eftirfarandi ummæli
Tímans 26. janúar, sem mest
hneyksla- Þjóðviljann:
„Hin mikla framsókn Rússa í
Póllandi undanfarna daga er
ekki byggð á því, að þeir hafi
unnið neina stórsigra á her
Þjóðverja, heldur því, að þýzki
herinn hefir að mestu verið
hörfaður í burtu áður en sókn
Rússa hófst“. — „Þeir (Þjóð-
verjar) hafa lært af Normandí-
ósigrinum og þess vegna kosið
að flytja herinn heim og verjast
þar“.
Til mikilla leiðinda fyrir Þjóð-
viljann, verður að uppfræða
hann um það, að hér verður
hann fyrst og fremst að
deila við Sovéthatarana hjá
„The Manchester Guardian",
sem ekki hefir verið ásakað fyr-
ir Sóvéthatur og Þjóðviljinn hef-
ir líka oft vitnað til, en þar er
þessu sama haldið fram 19. f. m.
Þar segir m. a. í forustugrein, að
það sé glöggt, að Þjóðverjar hafi
dregið her sinn í Póllandi til
baka og ástæða sé til að ætla, að
þeir hafi undirbúið nýja víg
línu meðfram þýzku landamær
unum. Blaðið segir orðrétt: „It
is clear that the German ar
mies in Poland are already
withdrawing and we must as-
sume that they have prepared
fresh defence lines somewhere
short of or along the German
frontier“.
Tíminn getur svo eftirlátið
Þjóðviljanum að deila um hern-
aðinn í Póllandi við „sovethat
arann“ hjá „The Manchester
Guardian"!
F asteignaskattur
til bæjarsjóðs Rcykjavíkur árið 1945
féll í gjalddaga 2. janúar jicssa árs.
Þessir skattar eru:
Hásaskattur,
Lóðaskattur,
Yatnsskattur
og eunfremur Lóðaleiga.
Eigendur (eða umráðamenn) skattskyldra fast-
eigna eru beðnir að gera bæjarskrifstofunum aðvart,
ef þeir hafa ekki fengið senda gjaldseðla. — Er þessari
aðvörun einkum beint til eigenda skattskyldra sum-
arbústaða í lögsagnarumdæminu.
Skrifstofa borgarstjóra
Tilkynnðng
Viðskiptaráðið hefir ákveðið eftirfarandi hámarksverð á ben-
zíni og olíum:
Benzín ........ kr. 0.70 pr. líter
Hráolía ....... — 500.00 pr. tonn
Ljósaolía ..... — 740.00 pr. tonn
Ofangreint verð á benzíni og hráolíu er miðað við afhendingu
frá tank í Reykjavík, en ljósaolíuverðið við afhendingu í tunn-
um í Reykjavík. Sé hráolía afhent í tunnum, má verðið vera kr.
25.00 hærra pr. tonn en að ofan greinir.
Á Akureyri og Eskifirði má verðið á benzini vera 7 aurum hærra
en að ofan segir, en á öðrum stöðum utan Reykjavíkur, sem
benzín er flutt til á sjó, má verðið vera 9 aurum hærra. Sé ben-
zín flutt landleiðis frá Reykjavík, Akureyri eða Eskifirði, má
bæta einum eyri pr. líter við grunnverðið á þessum stöðum fyrir
hverja fulla 25 km. Verðlagsstjórinn ákveður verðið á hverjum
sölustað samkvæmt framansögðu.
í Hafnarfirði skal verðið á hráolíu vera hið sama og í Reykja-
vík. í verstöðum við Faxaflóa og Suðurnesjum má verðið vera
40.00 krónum hærra pr. tonn, en annars staðar á landinu 50.00
krónum hærra pr. tonn.
í Hafnarfirði skal verðið á ljósaolíu vera hið sama og 1 Reykja-
vík, en annars staðar á landinu má það vera 70.00 krónum hærra
pr. tonn.
Ofangreint hámarksverð gildir frá og með 3. febrúar 1945.
Reykjavík, 2. febrúar 1945.
VERÐLAGSSTJÓRINN.
Feíkna úrval nýkomíð
af
Sportfata-
Drcng'jafata-
Kápu-
Ennfremur mikið af:
Tcppum —
tannm
- Lopa — Garni.
Ath. Tökum nú aftur fatapantanir.
VERKSMroJUtlTSALAX
IIAFVARSTRÆTI 4.
Klæðavcrzluu — Saumastofa — Skóverzlun.
V erkst jórasambandið
Að tilhlutun Verkstjórasambands íslands, verður námskeið
fyrir verkstjóra haldið í Reykjavík dagana 22. febrúar til 24.
marz n. k.
Rétt til þátttöku 1 námskeiði þessu hafa allir verkstjórar er
þess æskja, svo og flokksstjórar og aðrir þeir, er ráðnlr eru til
þess að takast verkstjórn á hendur.
Allar upplýsingar um kennslu og tilhögun námskeiðsins gefur
JÓHANN HJÖRLEIFSSON, verkstjóri. — Símar 2588 og 2808.
Forstöðunefndin.
Eignarjorð mín
DRAGAR
í Skógarstrandahreppi, með eða án Gjarðeyja og áhafnar, er til
sölu og ábúðar frá næstu fardögum. — Jörðinni fylgir, vandað
íbúðarhús, með miðstöðvarhitun, raflýsingu og vatnsleiðslu, fjár-
hús fyrir 250 fjár, hesthús fyrri átta hesta, heyhlöður fyrir 600
liesta, votheyshlöður fyrir tvö kýrfóður, stórt geymsluhús, tún
vélslægt.
Hlunnindi: Selveiði, dúntekja og hrognkelsalagnir. Skógur er
í landi jarðarinnar.
Væntanleg kauptilboð sendist undirrituðum eiganda.og ábú-
anda jarðarinnar eða SIGURÐI ÁGÚSTSSYNI, Stykkishólmi,
fyrir 10. febrúar n. k., sem gefa nánari upplýsingar.
Guðmundur ólafsson.
Erlent yfirlit.
(Framhald af 2. síðu)
þýzka herinn, sem enn er að
baki þeim. Áður en þeir leggja
til lokaárásarinnar á Berlín
munu þeir og vafalaust reyna
að uppræta þýzku herina í Kúr-
landi og Austur-Prússlandi til
að losa umsáturslið sitt þar, svo
að það geti tekið þátt í aðal-
sókninni.
Þjóðverjar munu nokkuð hafa
reynt að styrkja varnir sínar
á austurvígstöðvunum með því
að flytja lið sitt frá öðrum víg-
stöðvum, en það munu þeir þó
ekki geta, nema í litlum stíl.
Á vesturvígstöðvunum þurfa
þeir á öllu sinu liði að halda og
lítt er vogandi fyrir þá að flytja
lið frá Noregi og Danmörku, því
að Bandamenn eru þá líklegir
til að gera þeim heimsókn þar.
Fregnir þær, sem berast frá
Þýzkalandi um viðhorf almenn-
ings þar til atburðanna á aust-
urvígstöðvunum, eru mjög ó-
samhljóða.. Sumar herma frá
miklum flóttamannastraum
vestur á bóginn, sem torveldi
hernaðaraðgerðir Þjóðverja, og
telja almeninng mikilli skelf-
ingu lostinú. Aðrar fregnir
herma, að Þjóðverjar séu furðu
rólegir og almeninngur veiti
hernum mikla aðstoð. Þær
herma einnig, að Berlínarbúar
undirbúi kappsamlega varnir
borgarinnar. Margt virðist
benda til, að síðari fregnirnar
hafi við meira að styðjast.
4s2irift**r»'iald Tímans
utan Rvíkur og Hafnarfjarðar
er kr. 30.00 árgangurlnn.
Laus prestaköll.
(Framhald af 6. síðu)
Ofanleitisprestakall í Rangár-
vallaprófastsdæmi, Hestþinga-
prestakall í Borgarfjarðarpró-
fastsdæmi, Staðarhraunspresta-
kall 1 Mýraprófastsdæmi, Stað-
arhólsþing í Dalaprófastsdæmi,
Brjánslækjarprestakall í Barða-
strandarprófastsdæmi, Sauð-
lauksdalsprestakall í Barða-
strandarprófastsdæmi, Hrafns-
eyrarprestakall í Vestur-ísa-
fjarðarprófastsdæmi, Hvamms-
prestakall í Laxárdal í Skaga-
fjarðarprófastsdæmi, Gríms-
eyjarprestakall í Eyjafjarðar-
prófastsdæmi, Hálsprestakall í
Suður-Þingeyj arpróf astsdæmi.
Umsóknarfrestur að öllum
prestaköllunum er til 1. apríl
næstkomandi.
Árni Pálsson.
(Framhald af 4. síðu)
af honum. Var það í fyrsta
skipti, sem hann sat fyrir hjá
ljósmyndasmið.
Árni hefir dvalizt meiri hluta
ævi sinnar í hinu fagra Gríms-
neshéraði. Hann er einn af
þeim, sem staðið hafa í lotningu
og horft á kvöldsólina breiða
glitfeld sinn á héraðið. Þannig
óska ég þessum gamla bernsku-
vini mínum að hann fái að líta
ókomna ævidaga og kvöld.
Gísli Gíslason frá Mosfelli.
Vinniff ötulleqa fj/rlr
Timann,
SAVON de PARÍS mýkir húðina oq
styrkir. Gefur henni yndisfagran litblœ
og ver hana kvillum.
IVOTIÖ
SAVON
^de
(fíyrV)