Tíminn - 09.02.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.02.1945, Blaðsíða 2
2 TÍMEVjV. föstudaginn 9. febr. 1945 21. ftlað Föstudaginn 9. febr. J ar df æktarlaga- frumvarpíd Það er tvímælalaust stærsta íramfaramál landbúnaðarins nú, að allri heyöflun verði kom- ‘ið á véltækt og vel yrkt land. Eftir að komið hefir verið á yfirleitt vélavinnu víð heyskap- inn, verður búskapurinn á margan hátt hagkvæmari og ó- dýrari en nú. Fjölmargir bænd- ur geta þá sparað sér mikið að- keypt vinnuafl, sem er nú einn stærsti kostnaðarliður búskap- arins. Engúm er þetta heldur aug- ljósara en bændum sjálfum. Hin mikla eftirspurn þeirra eftir ræktunarvélum og heyvinnuvél- um, sem hvergi nærri hefir ver- ið hægt að fullnægja undan- farin ár, sannar þetta bezt. Ýms búnaðarfélög hafa líka sett sér það mark, að koma öllum hey- skap á félagssvæði sínu á vél- tækt land -innan 10 ára. í samræmi við þessa brýnu þörf landbúnaðarins og óskir bænda, flutti Framsóknarflokk- urinn á þingi 1943 frv. um breytingu á jarðræktarlögunum, er stefndi að því marki, að allri heyöflun landsmanna yrði kom- ið á véltækt land innan 10' ára. í frv. var gert ráð fyrir, að þessu marki skyldi sumpart náð með stórfelldri hækkun jarð- ræktarstyrksins, unz hvert býli hefði náð hæfilegu lágmarki ræktaðs lands, og með því að styrkja einstök búnaðarsam- bönd eða deildir úr þeím til að eignast fullkomnar ræktunar- vélar og koma sér upp lærðum vinnuflokkum til að fara með þær. Þetta frv. fékk daufar undir- tektir núv. stjórnarflokka á þingi 1943 og var að lokum vis- að frá með rökstuddri dagskrá, sem Kristinn Andrésson og Ei- rlfeur Einarsson höfðu samið. Aðalrökin í dagskránni voru þau, að ,núgíldandi jarðrækt- arlög væru nægileg 10 ára á- ætlun“! Slíkur var áhugi kom- múnista og fylgifiska þeirra fyrir nýsköpun landbúnaðarins, þegar á reyndi, þótt ekki skorti stór orð um nauðsyn þessara framkvæmda við önnur tæki- færl. Þrátt fyrir þessa andstöðu, sem frv. mætti á þingi 1943, tókst að þoka málinu það áleið- is, að milliþinganefnd Búnaðar- þings í landbúnaðarmálum tók frumvarpið til athugunar og samdi á grundvelli þess tvö ný frumvörp, er voru tilbúin til flutnings, þegar þing kom sam- an í haust. Annað frv. f>allaði um ræktunarsamþykktir og voru tekin upp í það ákvæðin um stuðning við vélakaup og vinnuflokka búnaðarsamtak- anna. Þessu frv. tókst að koma í gegnum þingið, án verulegrar mótspyrnu. Hitt frv. fjallaði um þá breytingu á jarðræktarlög- unum, að næstu 10 árin yrði greiddur 100% hærri jarðrækt- arstyrkur en lögin ákveða nú. Raunverulega var þetta frv. meginundirstaðan, því að ný- tízkuvélar og vinnuflokkar koma að litlum notum, ef bænd- ur brestur fjárhagslega getu til að rísa undir framkvæmdunum. Þá er og þess að gæta, að með þessum framkvæmdum er verið að vinna í þágu allrar þjóðar- innar og komandi kynslóða og hagurinn verður mestur þeirra. Þjóðfélagínu ber því að veita þessum framkvæmdum ríflegan ‘stuðning. Það hefir nú komið aftur á daginn, líkt og á þinginu 1943, að stjórnarflokkarnir hafa minni skilning og áhuga fyrir þessu máli en ætla mætti af hinum stórfelldu „nýsköpunar- loforðum" þeirra. Frv. hefir enn enga endanlega afgreiðslu feng- ið, þótt það sé búið að liggja fimm mánuði fyrir þinginu. Stjórnarsinnar hafa bersýnilega kosið að geta eytt málinu, án þess að verða ljósir að berum fjandskap við það og var full- trúi kommúnista í landbúnað- arneínd n. d., ásamt Jóni Pálma- syni, þvl látinn flytja breyt- ingartíllögu, er stórsplllti fram- ERLENT YFIRLIT; Signrinn á Liizoii Gleyminn borgarstjóri. Borgarstjórinn í Reykjavík gæti haft margt að hugsa þessa dagana. Frágangur hins dýra miljónafyrirtækis hitaveitunn- ar hefir tekizt með þeim hætti, að hún er eins oft nefnd kulda- veita og hitaveita. Vatnsveita bæjarins er orðin svo lítil, að stór hverfi eru vatnslaus mestan hluta sólarhrings. Kostnaður- inn við skrifstofur og manna- hald bæjarins vex svo ört, að útgjöld hans aukast um a. m. k. 5.5 milj. kr. á þessu ári, þótt ekki verði aukin framlög til verklegra fyrirtækja. Þeim hundruðum bæjarbúa fer stöð- ugt fjölgandi, er búa í heilsu- spillandi „bröggum", en á sama tíma fjölgar „luxushöllum" stór- gróðamanna í bænum. Gagn- fræðaskólar og iðnskólar bæj- arins eiga engin viðhlítandi húsakynni, þótt aðrir kaupstað- ir landsins hafi reíst vandaðar byggingar yfir þessa ómissandi fræðslustarfsemi. Bærinn á ekkert fullkomið sjúkrahús, bótt fyrir það sé hin brýnasta börf. Stofnanir bæjarins eru á hrakhólum um allan bæinn og búa við algerlega ófullnægjandi húsnæði, því að enn hefir bæj- arstjórnin ekki sýnt þann mynd- arbrag að koma upp ráðhúsi, ains og hið miklu minna bæjar- félag, Hafnárfjörður, hefir þeg- ar gert. Um þetta og margt fleira ætti borgarstjórinn í Reykjavík að hugsa, og þessi mál ætti hann að hafa efst á blaði, þegar hann skrifar pisla sína „Fjær og nær“ f Mbl. En borgarstjórlnn gleymir bá ætíð þessu og öðru því, sem honum.er næst, en hugsar ein- göngu um það, sem fjær non- um er. Og oft er frumleikinri og áhugamálin ekki stærri en bað, að hann verður að tína upp gatslitinn áróður úr gömlum Mbl.-árgöngum, eíns og t. d. pistlar hans í Mbl. síðastl. mið- vikudag eru ljósast dæml um. Meðan borgarstjórinn bindur bannig hugann aðallega við það, sem fjær honum er og ekkert kemur við stjórn bæjarmálanna, er ekki að undra þótt margt sé á tréfótum hjá bænum. P'yrir- rennari hans, Jón Þorláksson, fór öðru vísi að, því að hann taldi borgarstjórastarfið svo mikið verk, að hann afsalaði sér strax þingmennsku, þegar hann tókst það starf á heridur. Lægir stjórnin vind og sjó? í Mbl. 3. febr. segir svo: „í janúarmánuðí voru fluttar út 7000 smálestir af ísfiski, á móti 2000 smál. um sama leyti í fyrra. Þessar tölur sanna, að sjómenn og útvegsmenn hafa vissulega notið góðs af aðgerðum ríkis- stjórnarinnar — —“. Eins og menn muna var janúarmánuð- ur í fyrra mjög ógæftasamur, svo að bátum gaf sjaldan á sjó, en fisktökuskipin urðu að bíða í höfn aðgerðalaus tímum sam- an. Nú hefir veðurfar hins veg- ar verið mjög hagstætt til sjó- sóknar, svo að dæmi eru til að bátar á Suðurnesjum hafi verið búnir að fá á fimmta hundrað skippund um síðustu mánaða- mót. En ekki hafa menn vltað fyr en nú, að þetta væri ríkis- stjórninni að þakka og „að- gerðum“ hennar. Var a. m. k. varla von, að argvítugir stjórn- arandstæðingar áttuðu sig á þessu, því að um svona aðgerðir hefir varla heyrst síðan á Gen- esaret-vatni forðum. Kaldhæðni örlaganna. í skýrslu þeirri, sem ríkis- stjórnin lét nýlega birta uin fisksölumálin, var lögð á það mikil áherzla, að stjörnin hefði gert sitt ýtrasta til að fá fisk- sölusamninginn við Breta fram- lengdan. Hefur það þannig orð- ið fyrsta verk Áka Jakobssonar sem sj ávarútvegsmálaráðherra að reyna að fá framlengdan samning, sem kommúnistar höfðu eitt sinn stimplað nokk- urs konar landráðasamning' og talið mjög óhagstæðan á þeim tímum, þegar útgerðarkostnað- ur var þó miklu minni en nú. Mun ekki ofmælt, þótt þetta sé kallað kaldhæðni örlaganna. „Hraði í orðum“. Ólafur Thors telur í for- mannshugleiðingum sínum um áramótin, að eitt af því, sem krefjast verði af stjórnmála- forustunni, sé „hraði í orðum og athöfnum“. Hingað til virðist forsætisráðherrann hafa lagt meira upp úr fyrra atriðinu, þ. e. „hraða í orðum“, sbr. „plöt- una“ og fleira. En við hraðann „í athöfnum" verður lítið vart enn sem komið er. Tólfmannanefndin og „kollsteypan“. Mbl. er nú enn einu sinni byrj - að á gamla söngnum, að Fram- sóknarmenn geti ekki áfellzt stjórnina fyrir stefnu hennar í dýrtíðarmálunum, því að hann hafi verið þessari stefnu fylgj- andi í tólfmannanefndinni. Ef ritstjórar Mbl. væru sæmi- lega hyggnir, ættu þeir ekki að minna á tólfmannanefndina. Samkvæmt frásögn Mbl. sjálfs, gerði Sjálfstæðisflokkurinn þar þá tillögu, að ekki mætti leyfa neina kauphækkun, er leiddi til vísitöluhækkunar. Þetta þýddi sama og að stöðva. allar kaup- 'hækkanir, því að sú kauphækk- kvæmd málsins, án þess þó að draga úr framlagi ríkisins til ræktunar. Stj órnarsinnar treystu bví, að stuðningsmenn málsins myndu snúast gegn þessari til- lögu og þegar þeir, ásamt ein- hverjum hluta’ stjórnarliðsins, væru búnir að fella hana, væri hægt að fella sjálft frv. á grundvellí þess, að tillagan náði ekki samþykki. Þetta tókst ekki, þar sem stuðningsmenn frv. vildu heldur fá það samþykkt, þótt í lakara formi væri, en að eiga á hættu, að það yrði drep- ið. Stjórnarsinnar komust því í talsverðan vanda og var það nú helzt hugsað til bragðs að láta málið daga uppi, en bæði er það, að Framsóknarmenn ýta fast eftir frv. og þinghaldið dregst, vegna mistaka stjórnarflokk- anna í launalagamálinu, syo að stjórnarliðum mun verða þessi l^usn torveld. Samkvæmt því, s'em Jón Pálmason hefir nú verið látinn lýsa yfir, í ísafold, virðist það því orðin fyrirætlun stjórnarsinna að vísa frv. frá á grundvelli þess, að það sé ekki nógu vel undirbúið í því formi, sem það er í eftir að tillögur kommúnista og Jóns voru sam- þykktar! Það er gamla sagan úr á- burðarverksmiðjumálinu að bregða fyrir sig undirbúnings- leysi, þegar önnur úrræði brest- ur. Hverjum manni, sem nokkuð athugar þetta mál, mætti hins vegar vera ljóst, að það undir- búningsleysi eitt tefur það, að stjórnarsinna vantar skilninginn og viljann, sem þarf til þess að hrinda því fram. Framkoma þessara manna á þingi 1943, þegar þeir töldu „núgildandi jarðræktarlög nægilega 10 ára áætlun“ og framkoma þeirra aftur nú, er óræk sönnun þess, að þessum og öðrum stórmálum landbúnaðarins, t. d. áburðar- verksmiðjumálinu, verður ekki hrundið fram, nema með veru- legum breytingum á skipun þingsins. Meðan menn úr bændakjördæmum, eins og t. d. Árnessýslu, Austur-Húnavatns- sýslu, Eyjafjarðarsýslu, Snæ- fellsnessýslu, Barðastrandar- sýslu og Norður-ísafjarðar- sýslu, veita málunum ekki full- an og óskiptan stuðning, er eng- in von til að vel fari. Bændur geta sjálfum sér um kennt, a. m. k. stór hluti þeirra, þegar þannig fer. Eina ráðið til að koma þessu og öðrum umbóta- málum landsbyggðarinnar fram er, að íbúar hennar fylki sér fast um þann flokk, sem heill og óskiptur berst fyrir þeim, Fram- sóknarflokkinn. Aukin ítök hans á Alþingi eftir næstu kosn- íngar er eina leiðin til að koma fram þessu og öðrum málum, er tryggja landbúnaðinum þá nýsköpun, sem komandi tímar óhjákvæmilega krefjast. un er ekki til, sem ekki hefir áhrif á vísitöluna. Framsóknarflokkurinn studdi þessa tillögu Sjálfstæðismanna, því að fyrst var að stöðva dýr- tíðina og síðan að færa hana niður. Meðan búnaðarþing sat og ákvað eftirgjöf bænda var ekki að finna neinn bilbug á Sjálf- stæðisflokknum í þessu máli. En rétt á eftir gerðist „kollsteyp- an“.Sjálfstæðisflokkurinn hvarf frá þessari yfirlýstu stefnu sinni um kaupgj aldsstöðvun og stofnaði stjórn með kommúnist- um, sem hafði það hlutverk að stórhækka kaupgjald um land allt með þeim afleiðingum, að dýrtíðarvísitalán mun þjóta upp, þó einkum næsta haust, þegar nýja afurðaverðið kemur til sögunnar. Það er því ekki Framsóknar- flokkurinn, sem hefir hvikað frá stefnu sinni í tólfmannanefnd- inni. Hún er enn sem fyrr stöðv- un og niðurfærsla. Það er Sjálf- stæðisflokkurinn, sem hefir gert „kollsteypuna". Hann yfirgaf stöðvunarstefnuna. Hann fór inn á hækkunarbrautina. Þess vegna eru fjármálin nú komin í það öngþveiti, sem raun ber vitni. Skelegg barátta. Þjóðviljinn lætur sem flokkur hans berjist mjög skeleggri bar- áttu i heildsalamálinu. Enn er bó ekki kunnugt um annað verk flokksins í því máli en að ráð- herrar hans hafi lagt blessun sína yfir þá ráðstöfun, að annar aðaleigandi fyrstu heildverzlun- arinnar, sem kærð var, var gerð- ur samningamaður fyrir ríkis- stjórnina erlendis rétt eftir að kæran kom fram! Hafa þeir bezt sýnt með því, hve alvarlegt og vítavert þeir telja afbrot þeildsalanna, og hve skeleggrar baráttu megi vænta frá þeim í þessu máli. Vanþekking í sögu. 1 Ritstjórar Mbl. gera sig dag- leg’a seka um sögufölsun. Þeir eru alltaf að tuggast á því, að ófarnaðurinn í dýrtíðarmárlun- um reki rætur sínar til þess að utanþingsstjórnin kom til valda í desember 1942. Ófarnaðurinn byrjaði sjö mánuðum áður, þeg- ar fyrri ríkisstjórn Ólafs Thors kom til valda. Á þessum sjö mánuðum tvöfaldaðist dýrtíð- in. Utanþingsstjórnin hélt dýr- tíðinni nokkurn veginn í skefj- um, svo að hún var svipuð síð- astliðið haust og 1942, en hún tók við af Ólafi. Þegar utan- þingsstjórnin vildi svo hefjast handa um niðurfærslu dýrtíð- (Framháld á 7. siOu) Stærsti sigurinn, sem hefir verið unninn á þessu ári, og einn stærsti sigurinn, sem hefir verið unnin í allri styrjöldinni, er tvímælalaust hin velheppnaða landganga Bandaríkjamanna á Luzon, stærstu eyju Filippseyja, og hertaka höfuðborgarinnar þar, Manilla. Þótt Bandaríkja- mönnum heppnaðist að ná Leyteey síðastl. haust, þótti flestum sýnt, að þeir ættu enn eftir harða og stranga baráttu áður en þeir gætu náð verulegri fótfestu á Luzon, sem sakir legu sinnar og landkosta er lang- samlega þýðingarmest allra Fil- ippseyja, og vitað vaT, að Jap- anir myndu verja af fyllstu orku, enda búizt þar ram- lega fyrir undanfarin þrjú ár. Stríðsatburðirnir í Evrópu og umtal manna um þá, hafa átt sinn þátt í því, að þessum mikla sigri Bandaríkjamanna hefir ekki verið veitt eins mikil at- hylgi og ella. Það verður bezt ljóst, hvílíkur sigur hefir hér verið unninn, ef menn renna huganum til þess, að rétt þrjú ár eru liðin síðan Banda- ríkjamenn voru hraktir frá Fil- ippseyjum, floti þeirra var hálf- sigraður og flugvélakostur og landher lítill, en Japanir voru hinir öflugustu eftir margra ára stríðsundirbúning. Það þarf vissulega meira en lítið átak til að sækja yfir margra þúsund mílna haf með svo öflugum liðs- kosti, að andstæðingarnir verða að hrökkva undan á stöðvum skammt frá heimalandinu, þar sem þeir hafa þó vígbúizt kapp- samlega um áraskeið. Emlþá athyglisverðari verður og þessi sigur, þegar þess er jafnframt gætt, að Bandaríkjamenn skipa % hluta Bandamannahersins á vesturvígstöðvunum, halda uppi meginloftsókninni gegn Þjóð- verj um og hafa sent Rússum svo íriikið af hergögnum, að þeim hefir orðið kleift að sækja inn í Þýzkaland. Sézt glöggt á þessu, að Bandaríkin eru nú langsam- lega öflugasta herveldi heims- ins. Sigur Bandarikjamanna á Luzon byggist mjög á því, að þeir'hafa algera yfirburði á sjó og í lofti. Flestar eða allar til- raunir Japana til að flytja aukið lið til Luzon hafa því mistekizt. Flugher Bandaríkjamanna hef- ir átt einn veigamesta þáttinn í því að yfirbuga mótspyrni^ japanska landhersins. Þótt Bandaríkjamenn hafi tekið Manilla, höfuðborg Fil- ippseyja, fer því fjarri, að styrj- öldirini um Filippseyjar sé lok- ið. Eyjarnar eru rúmlega 7000 talsins og liggja á svæði, sem er um 1150 mílur á lengd og 700 mílur á breidd. Japanir geta því varizt á ýmsum smáeyjum, þótt þeir missi aðaleyjarnar. Langstærstu eyjarnar eru Lu- zon, sem er um 41 þús. fermíl- ur, og Mindanao, sem er um 37 þús. fermílur. Mindanao halda Japanir enn og flestum öðrunj stærri eyjunum, nema Leyteey og Mindoro. Markmið Bandaríkjamanna á næstunni verður vafalaust fyrst og fremst það, að koma sér ör- ugglega fyrir á hernaðarlega þýðingarmestu stöðvum eyj - anna, en láta sig minna skipta, bótt Japanir haldi ýmsum út- skæklum. Frá þessum stöðvum munu Bandaríkjamenn herða loftsóknina gegn Japan og halda uppi árásum á siglingar Japana. Virðist það engan veginn ólík- legt, að þeir geti að mestu hindrað siglingar þeirra til Indo-Kína, Indlandseyja og Malajaskagans og yrði það Jap- önum stþrkostlegur hnekkir. Fyrir Bandahkjamönnum mun og vaka að láta ekki með því staðar numið, heldur halda sókninni fram með nýrri inn- rás frá þessum bækistöðvum, sem myndi þá annaðhvort beinast gegn Kína eða jap- önsku eynni Formosu. Með töku Luzon skapast Bandaríkja- mönnum svo miklir sóknar- möguleikar, að ekki virðist frá- leitt að segja, að með henni hafi beir þegar unnið hálfan sigur í styrjöldinni. Á þessu ári eru liðin 47 ár síðan Filippseyjar komust fyrst undir amerísk yfirráð. Banda- ríkjamenn greiddu Spánverjum 20 milj. dollara fyrir þær, tsamt Puerto Rico og Guam, eftir lok spánsk-ameríska stríðsins. Und- ir stjórn Bandaríkjamanna hafa orðið þar meiri verklegar og menningarlegar framfarir en dæmi eru’ til annars staðar, á bessum slóðum. íbúarnir hafa Ííka stöðugt fengið meiri og meiri sjálfstjórn og samkvæmt samningi, er var gerður 1934, áttu Filippseyingar að fá fullt sjálfstæði árið 1946 og allur amerískur her að fara úr land- inu. Þó var ósamið um, hvort Bandaríkjamenn fengju að halda nokkrum flotastöðvum. Atburðir þeir, sem síðar hafa- gerzt, eru sagðir hafa aukið beirri stefnu fylgi meðal Fil- ippseyinga, að slíta ekki eins fullkomlega tengslin við Banda- ríkin og ráðgert hafði verið. Framkoma Bandaríkjamanna við Filippseyinga hefir oft verið nefnd sem sönnun þess, að þeir séu það stórveldið, er mest virði rétt og frelsi smáþjóðanna. Það i mun líka ekki sízt vegna þess- (Framháld á 7. síöu) í yfirlitsgrein Skutuls við seinustu iramót er leitast við að skýra þáttöku kommúnista í ríkisstjórninni. Skutull segir m. a., að kommúnistar hafi óttast kosningar og vlljað afstýra þeim fyrir hvern mun: „Ástæðurnar voru þessar: Komm únistar höfðu lofað róttækri vinstri stjórn fyrir seinustu kosningar og vissu sig hafða fyrir þjóðarsök um svik þeirra loforða. í annan stað lagðist þungt í fang andúð út af ábyrgðarlausri og misheppn- aðri yerkfallapólitík haustsins, og í þriðja lagi var flokksfjárhagur þeirra sokkinn í þvílíkt skuldafen, að engin leið var að leggja út í kosningar eins og þá stóð á. Kurr var kominn í bitlingalið kommún- ista í Reykjavík út af þvi, að þeim þótti flokkurinn höggva of mikið skarð í bitlingana, en samt seig sífellt meira og meira á ógæfu- hliðina, enda er sagt, að hallinn af útgáfu Þjóðviljans eins hafi numið nokkuð á fimmta hundrað þúsund króna á þessu ári, (þ. e. 1944).“ Með stjórnarþátttökunni gátu komm- únistar og unnið fleira en að afstýra kosningum. Skutull segir: sig enn betur í bitlingaflóðinu, og ef til vill koma flokksfjárhagnum á réttan kjöl. Með þátttöku í stjórn var hægt að semja vlð í- haldið um lausn verkfallanna, sem voru að tapast, og með stjórnar- þátttöku var ennfremur hægt að semja við Ólaf Thors um íhalds- stuðning við kommúnista í kosn- : ingunum tíl Alþýðusambandsþings- ins.“ I, Hér er vafalaust rétt. sagt' frá, enda j margt af þessu komlð fram, eins og \ kauphækkanasamningarnir um lausn ! verkfallanna, íhaldsstuðningurinn við kommúnista á Alþýðusam- bandsþinginu og bitlingarnir, sem kommúnistar hafa fengið. Ótalið er þó það, sem kommúnistar hafa talið \ mikilsverðast, en það er, að stefna ; þeirra fær að ráða í dýrtíðarmálunum og þannig skapaður ákjósanlegasti jarð vegur fyrir upplausn og byltingu. Með stjórnarsamvinnunni hefir kommúnist- um því ekki aðeins verið bjargað úr verkfallsógöngunum og flokkslegri fjár- þröng og frá ósigri á Alþýðusambands- þingi, eins og Skutull réttilega segir, heldur einnig tryggt það öngþveiti í, fjármálum landsins, er þeir telja sér ! æskilegast. „Með þáttöku í stjórn mátti líka kasta því ryki í augu þjóðinni, að nú væri ekkí lengur hægt að saka kommúnista um ábyrgðarleysi. Með * * * . í forustugrein Alþýðublaðsins 6. þ m. er vikið að þeirri framkomu komm- únista, að láta fulltrúa sinn i verð- þátttöku I stjórn var hægt að baða 1 lagsráði greiða atkvæði gegn olíuverð- hækkuninni og auglýsa það síðan á- berandi í Þjóðviljanum. Alþbl. sýnir fram á, að hækkun húfi stafað af á- • stæðum, er verðlagsráði voru óviðráð- anlegar og segir síðan: „Það, sem Þjóðviljitjn hengir hatt sinn á í þessari frásögn, er þó ekkert annað en það, að „full- trúi sósíalista" hefir verið látinn leika auðvirðilegan skrípaleik í viðskiptaráði á kostnað annarra meðlima þess. Hann og flokkur hans vissi nákvæmlega jafnvel og allir aðrir, að verðhækkun benzins- ins og oiíunnar innanlands var ó- umflýjanleg sökum hækkaðs inn- flutningsverðs; en hann lét sig samt hafa það, og varla án vís- bendíngar frá flokki sínum, að skjóta sér undan meðábyrgð á hlnni sameiginlegu, óumflýjanlegu ákvörðun, ef hægt væri að blekkja með því einhverjar fáfróðar sáUr til fylgis við Sósíalistaflokkinn. Það eru fínir samstarfsmenn, forssprakkar kommúnista og rit- stjórar Þjóðviljans!" Vissulega hefir fulltrúi kommúnista hér leikið hreinan skrípaleik, því að Verðlagsráð gat ekki annað gert en það, sem það gerði. Hitt er svo annað mál, hvort ríkisstjórnin hefði ekki getað afstýrt hækkuninni á innflutnings- verðinu, eins og Vilhjálmi Þór á sínum tíma. Er ekki ósennilegt, að hér sann- ist enn hið fornkveðna: Veldur hver á heldur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.