Tíminn - 09.02.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.02.1945, Blaðsíða 5
21. blað TfMINN, föstndaginn 9. febr. 1945 5 Uppdráttur Ingva Gestssonar Uppdráttur Ágústs Pálssonar Tóft hússins er hlaðin, nema yfir gluggum íbúðarherbergja, þar eru timburveggir. — Timburvec/girnir og gluggarnir skera steinveggína í minni fleti, sem þola betur farðskjálfta en samfelldir steinveggir. Timbrið \ tryggir gegn raka, sem járnbentir steinsteyvubitar gcetu valdið. — Auk þess þykír mér timbrið prýða. Steinveggirnir eru múrhúðaðir í Ijósum lit. Timbrið olíuborið, ólitað eða litað með þynntri hrátjöru. Þak- ið er Ijósrautt eða svart. Bærinn er að jafnaði starfsvið húsmóðurinnar og eldhúsið er miðstöð þess. Þess vegna er eldhúsínu val- inn staður ncer miðju byggingarinnar þannig, að þaðan sé greiður og stuttur gangur til annarra herbergja, einkum svefnherbergis húsfreyju. Eldhúsið er fremur litið en þó rúmt og þœgilegt til matselda. Sveitafólki, sem kemur frá útistörfum, þykir áreíðanlega oft gott að setjast að borði í skuggsœlu innhorni eldhússins, og umgangur fólks að borði og frá, svo og milli aðalgangs og bakdyra, um eldhús, þarf í engu að trufla störf matselju. Útidyr eldiviðargeymslu eru á vesturgafli. Hurö opnast út. Kjallari Suðurstafn Skýringar höfundar: Húsið skal vera úr steinsteypu (sjá signatúr á teikn- ingu), efst sem neðst, þó má hlaða útveggi á efri hœö úr vikursteini, skápar og léttir veggir séu úr plöt- um eöa krossviði. — Á kjallaragólf komi lag af vikur- steypu og pússlag (meðrauðamöl). Að utan skal sprauta á veggi þétUefni eða draga á með bretti og hrauna síðan. — Á þak komi „Bitumen"-pappi límdur í asfalt. — Innan á veggi og loft komi 2 cm Cellotex með 3,5 cm holrúmi og pappi á milli, fær þá þessi veggjagerð einangrunamót- stöðu. Aðalinngangur í húsið er um and- dyri á vesturhlið. Stofugólf er þrem þrepum lœgra en annarra herbergja á hæðinni. Með þessari tilhögun natast húsið betur það fœst meiri loft- hœð í stofuna og eldhús og þvotta- hús niðri. Einnig verður samband við stofuna Jrá eldhúsi hœgra. En þar á milli er mikill um- gangur, þótt venju- léga yrði matast í eldhúsi, eins og hér er œtlazt til. Mat- reiðslan og þvott- ar fara fram í kjallara. Þar er eldhús, þvottahús og geymslur. Þegar fólk kemur frá úti- verkum fer það í þvottahús og hreins ar sig þar. — Norð- urgaflinn er glugga laus og er œtlast til að viðbygging komi þar, og myndast þá vinkill í austur, eft- ir því, sem bezt á vlð á staðnum.Dyr- um víð þvottahús skal hagað í sam- rœmi við það. Til hitunar skal nota miðstöðvareldavél og er eldhúsið þvi sett niður í miðju húsinu, við hlið þess er þvottahúsið, þar er baðkeri kom ið fyrir og hand- laug. /VÚ BÚK: Arðrán fiskimiðanna eftir E. S. RUSELL Árni Friðriksson fiskifræöingur, hefir þýtt bókina. Hvar er nii hinn mikli' sléttbaksstofn, sem veiddur var af hundruðum skipa allra þjóða hér á Norðurhöfum á miðöldum? Hann er úr sögunni. Sléttbökunum var útrýmt. En .ætli þætti ekki góð búbót að þeim, ef við ættum þá enn í sjónum, eins og orðið hefði, ef veiðunum hefði verið stillt í hóf? Nú eru fiski- miðin við ísland ekki lengur vettvangur fyrir sléttbaksveiðar, nú eru það fisktegundirnar, sem sótzt er eftir. Og arðránið heldur áfram. Engar haldgóðar ráðstafanir hafa enn verið geVð- ar til þess að sporna gegn því, að sagan um sléttbakinn endur- taki sig. Um þetta getið þér lesið í hinni ájjætu bók: ARÐRÁH FISKIMIÐANWA, eftir hinu heimskuima enska fiskifræðing, lí. S. IWSSELL. v Kaupið þessa bók og lesið, imn á erindi til yðar, til allra íslendinga. Aðalumboð hjjá Bókabúð Máls og menningar \ Laugavegi 19. — Sími 5055. Vegurinn (Framhald af 4. siðu) Jakobskver, sem höfundurinn, sr. Jakob Jónsson, nefnir Vegur- inn. Kver þeirra sr. Helga Hálf- dánarsonar og séra Friðriks Friðrikssonar voru tvímæla- laust beztu kverin, sem við höf- um haft: Helgakver afburða skipulega samið og trúarlær- dómar kirkjunnar mjög skil- merkilega útlistaðir, Friðriks- kver hins vegar miklu fremur ljúfmannleg lifssannindi i kristilegum mannúðar- og menntaanda og auðfundið, að það er samið af góðum barna- fræðara. En þetta nýja kver séra Jakobs hefir þó kosti umfram hin bæði, svo að mikinn ávinn- ing má telja að fá það. Kostir þessa nýja kvers eru þessir fyrst og fremst: 1) Kennsluaðferðin er í fullu samræmi við það, sem tíðkast um nútímakennslu í öðrum námsgreinum. Verður því nám- ið auðveldara og meiri árangur ætti að fást. 2) Siðalærdómunum eða sið- fræðinni er gerð miklu meiri skil en áður hefir verið I slik- um kennslubókum. Er því máli skipulega raðað og mjög stuðst við kenning Jesú sjálfs. 3) Notendum bókarinnar er gefið allmikið svigrúm til þess að tengja fagnaðarerindi Jesú Krists við nútímalíf og þjóðlífs- svið. 4) Bókin er mjög skipulega samin, þannig að kristindómn- um er fræðilega niðurraðað, sérhvað á sínum stað, eins og Kjarníæða Soyabaunlr, Soyamjöl, Ópóleruð hrísgrjón, Kjarnahveitl, Klofiu hafragrjón, Alfa-AIfa, Bankabygg. góðum guðfræðingi sæmir. Guð- fræðileg hugtök og kirkjuleg svífa ekki aðeins lauslega fyrir sjónum nemenda, heldur eru þau ýtarlega skýrð. í kverinu eru myndir, sem vafalaust eru til bóta fyrir börnin. Eru það tréskurðar- myndir frá 15. öld, gerðar handa ólæsu fólki. íslenzka kirkjan mun tvl- mælalaust virða vel þessa ágætu kennslubók í kristnum fræðum og prestarnir sýna það með því að nota hana við fermingar- undirbúning barna. Ef rækilega er eftir bókinni farið og hún notuð út í æsar, má gera ráð fyrir, að fermingarundirbún- ingurinn taki framförum frá því sem nú er, án þess að með þvi sé gefið í skyn, að hann sé almennt lélegur. En í því er gildi bókarinnar falið, og fyrir því skal lofa það, sem til bóta horfir. V I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.