Tíminn - 09.02.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.02.1945, Blaðsíða 4
4 TÍMIWX, föstndagiim 9. febr. 1945 21. blaS Verðlaunauppdrættir Teiknistofu landbúnaðaríns Fyrir tæpu ári efndi Teiknistofa landbúnaðarins, sem starfrækt er í sambandi við Bún- aðarbankann, til samkeppni um uppdrætti að íbúðarhúsum í sveit. Var það tilskilið, að húsin væru ekki of háreist, en að öðru leyti var væntanlegum þátttakendum í keppninni gefnar frjálsar hendur um gerð húsanna. Átján tillögur bárust, og hlutu þrjár þeirra þeirra verðiaun og á tveim öðrum festi teikni- I stofan kaup. Teikning sú, er hlaut fyrstu verðlaun, var gerð af Ágústi Steingrímssyni, byggingarfræð- ingi í Hafnarfirði. Hefir hann til skamms tíma unnið í teiknistofu landbúnaðarins, en er nú horfinn til annarra starfa. Önnur verðlaun hlaut Ingvi Gestsson, ungur trésmiður frá Flatey á Breiðafirði. Þriðju verðlaun hlaut Ágúst Pálsson, húsameistari, starfsmaður í teiknistofu Reykjavíkur- bæjar. Hinir uppdrættirnir tveir, sem teiknistofan festi kaup á, voru eftir Halldór Jónsson og Má Ríkarðsson, húsameistara í Reykjavík. Tíminn birtir hér þá uppdrætti þrjá, er verðlaun hlutu. Mun ýmsum leika forvitni á að sjá þá og kynna sér þá og gera sér grein fyrir, að hve miklu leyti þeir henti þeirra þörfum og kröfum. Uppdráttur Ágústs Stefngrímssonar SKÝRINGAR (hceö): 1. Forskyggni 2. Anddyri 3. Gangur 4. Yjirhafnir 5. Stofa 6. Svefnherbergi 7. Svefnherbergi hjóna 8. Svefnherbergi 9. Bað og snyrting 10. Vatnssalerni 11. Vosklœði 12. Bakdyr 13. Eldhús 14. Máltíðaskot 15. Búr 23. Svalir /uaturhlið. SKÝRINGAR: 16. Þvottahús, þurrkhús 17. Gangur 18. Smíðastofa 19. Eldiviðargeymsla 20. Súrmeti, niðursuða grœnmeti 21. Mjólkurbúr 22. Geymsla Kj»nBrl* * Skýringar höfundarins: , f Húsið hugsast byggt úr steinsteypu, livítmálað með rauðu þaki, en brúnmáluðu tréverki utan húss. Innrétting hússins œtti ekki að þurfa skýringa við. Þó skal þess getið, að séð hefir verið fyrir björtum inngangi. Sömuleiðis hefir verið lögð aherzla á þœgilegt samband milli geymslu í kjallara, bakdyra og eldhúss. í votviðrum er til. œtlast, aö fólk noti einvörðungu bakdyrnar, og í því skyni er borðstofa, vosklœðaher- bergi með handlaug og aðgang að vatnssalerni komið fyrir í sambandi við bakdyr. Ætlast er til að loftið sé notað til geymslu á hlutum, sem ekki eru daglega í notkun og hefir því verið komið jyrír þœgilegum stiga upp á loftíð. Svölum til viðrunar o. fl. mœtti sleppa, ef þurfa þœtti, án þess að útlít hússins versnaði við það. Upphitun frá eldavél eða katli í kjallara. embættisstörfum presta og and- legum hag almennings. Fyrir daga Harboes höfðu einungis örfáir prestar halcjið minnis- bækur um prestsverk sín, en þær voru ekki opinber gögn, og því miður fór svo, að kirkju- bókahald varð 1 hinni mestu ó- reiðu fram um 1784 eða lengur þrátt fyrir lagafyrirmæliii. Har- boe var því mjög hlynntur, að skilnaður yrði gerður á sjálfu biskupsembættinu og rekstri skóla og stólseigna, til þess að biskuparnir gætu betur sinnt andlegum efnum en verjð hafði og losnuðu við fjárreiður og annað veraldarvafstur. En bið varð á, að það kæmist í fram- kvæmd. Nú hafa verið talin nokkur hin helztu konungsboð eða fýrirmæli, er runnin voru beint eða óbeint frá eftirlitsferð Har- boes, en mörg önnur mætti nefna. Þau verður. öll að dæma í ljósi tíðarandans og heittrú- arstefnunnar. Mörg þeirra voru í eðli sínu góð og nytsöm og stefndu að því að bæta mennt- un og siði manna eða stjórn kirkju- og fræðslumála. Önnur munu nú þykja heldur hégóm- leg og óþörf, svo sem afnám hinna fornu og þjóðlegu hátíða eða helgihalda. Loks voru sum beint skaðleg, t. d. baráttan gegri sögulestri almennings og rímnakveðskap. Þó er enginn vafi á því, að tilætlunin var góð, en Harboe og aðra heittrúar- menn skorti nægilega víðsýni og umburðarlyndi, enda varð ár- angurinn af starfi hans í mörg- um greinum minni en til var stoínað. Til þess voru þó einni^ aðrár orsakir. Friðrik 5., er varð konungur eftir föður sinn 1746, var fráhverfur heittrúarstefn- unni, og ✓hún tók brátt að hjaðna erlendis. Vegur kirkju- stjórnarráðsins þvarr og áhugi stjórnarvaldanna á ''kirkjumál- um. Var því slælega ‘eftir því litið, að fyrrgreindum fyrirmæl- um yrði hlýtt hér á landi, og sum þeirra urðu aldrei annað en dauður bókstafur. Einkum fór svo um margt í tilskipunum um helgidagahald og heimilis- aga. Þær voru mest mótaðar af heittrúarstefnunni, en hún náði aldrei neinum verulegum. tök- um á íslenzku þjóðinni. Hips vegar var fyrirmælunum urn barnafræðslu og fermingu sæmilega hlýtt, enda voru þau merkasti ávöxtur heittrúar- stefnunnar hvarvetna í löndum mótmælenda, og hafa átt drjúg- an þátt 1 því, að alþýðumennt- un er þar meiri en í öðrum löndum. Þótt fræðslan væri ein- ungis kristindómsfræðsla, þá leiddi af henni, að börnin urðu að læra að lesa, en lestrarkunn- áttan er lykillinn að flestri menntun. Hér á landi varð ár- angurinn svo góður, að í lok 18. aldar var allur almenningur orðinn læs að heita mátti. Sagnfræðingar og aðrir þeir, er rekja vilja þróun ýmissa fyr- irbrigða þjóðfélagsins, mega vel minnast ferðar Harboes sökum þeirra gagna, sem hún hefir lagt þeim í hendur, beint eða ó- beint. Skýrslur Harboes til kirkjustjórnarráðsins eru merk- ar heimildir um menntun og menningu íslenzku þjóðarinnar á þeim tímum, en þvi miður eru sumar þeirra glataðar. Kirkju- bækurnar, sem lögboðnar hafa verið síðan 1746, eru einnig stórmerkar heimildir um marga hluti, þótt sú skoðun sé enn of- arlega í hugum manna, að þær komi fáum að notum öðrum en ættfræðingum. En Harboe lét sér ekki nægja það eitt að rannsaka hag ís- lenzku kirkjunnar á hans dög- um, heldur kynnti hann sér einnig sögu hennar af miklum áhuga. Hann safnaði íslenzkum bókum og viðaði að sér gögn- um hjá liinúm fróðustu mönn- um. Síðan samdi hann tvær rit- gerðir um siðaskiptin á íslandi (Reformationen i Island), eftir að hann var utan farinn. Har- boe_ hafði fengið vitneskju um hin miklu kirkjusögurit séra Jóns Halldórssonar í Hítardal og aflað margs 'konar fróðleiks hjá sonum hans, séra Vigfúsi í Hítardal og séra Finni í Reyk- holti, síðar biskupi. Jafnframt fór hann þess á leit við séra Finn, að hann fullkomnaði verk föður síns og semdi kirkjusögu íslendinga frá upphafi. Séra Finnur var þó lengi tregur til þess, enda mun hafa fokið í hann við Harboe, þegar Ólafur Gíslason fékk Skálholtsbiskups- dæmi. En 1746 fékk Finnur bréf frá kirkjustjórnarráðinu um kirkjusöguna, og lét hann þá tilleiðast að ráðast í ritun henn- ar. Kirkjusaga Finns (Historia ecclesiastica Islandiæ) kom síð- an út í fjórum bindum í Kaup- mannahöfn á árunum 1772— 1778. Hún er rituð á latínu og er Hið mesta stórvirki. í raun- Séra Eiríkur Albertsson: Te^nrinn — ÍVýtt námskver í kristimm fræðum eftir sr. Jakoli Jónsson —r inni er hún saga íslenzku þjóð- | arinnar frá upphafi til 1740, sú rækilegasta-sem'enn hefir sam- in verið. Vafalaust hefir Harboe veitt því athygli, hve margt fór hér aflaga á öðrum sviðum en því, sem honum var falið að rann- saka. En eigi var auðhlaupið að umbótum. Þjóðina skorti meðal annars menntamenn í flestum greinum öðrum en guðfræði. Nú brá svo við, að haustið 1746 hófu þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson nám í háskól- ánum í Kaupmannahöfn og lögðu báðir stund á greinar, sem höfðu verið mjög vanræktar af íslendingum. Miklar líkur eru til þess, að Harboe hafi átt þátt í að beina þeim inn á þær brautir. Og loks tók Harboe Jón Eiríks- son að sér og kom honum til náms erlendis. Það eitt myndi nægja til þess að geyma nafn Harboes í sögu okkar. Eftir að Harboe fór héðan 1745, lét hann málefni fslend- inga- hvað eftir annað til sín taka og reyndist þeim hin mesta hjálparhella. Einkum bar hann þó kirkjumálin fyrir brjósti, enda hafði hann til þess góða aðstöðu, eftir að hann komst í kirkjustjórnarráðið 1756. En frá þeim afskiptum hans er lengri saga en hér er hægt að rekja. Harboe lézt í Kaupmannahöfn 15. júní 1783. Störf hans 1 þágu íslenzku þjóðarinnar höfðu þá borið allmikinn árangur, og koma hans hingað varð upphaf þeirrar viðreisnarbaráttu, sem síðan hefir staðið þrotlaust að heita má. Jesús frá Nazaret hefir verið taiinn mesti kennari mannkyns- ins. Meðan hann lifði hér á jörðu kenndi hann eins og sá, sem vald hafði. Þess vegna varð kenning hans áhrifarík, ekki aðeins með samtíðarmönnum, heldur og sem allsherjarátrún- aður, sem líklegt er að haldi velli um aldir fram. Fyrir því væri langsamlega eðlilegast að kennsla barna í kristnum fræðum væri eingöngu reist á kenningu Jesú: kenningu hans um guð og guðssamfélag mannanna og siðakenningu hans, sem aðallega er í Fjall- ræðunni. Mætti þá gera útdrátt úr einhverri góðri erlendri bók um Fjallræðuna, t. d. Die Berg- predigt eftir Jóhannes Múller, sem er ekki aðeins ágætis skýr- ingarrit um Fjallræðuna, held- ur og um kenningu Jesú yfir- leitt. Mundi slík uppfræðsla Og slíkur lestur miklu hollari og líklegri til skilnings á meginmáli í kenningu Jesú Krists, en það trúfræðistagl, sem stundum hefir verið lögð áherzla á í kennslubókum barna í kristn- um fræðum, eða „kverunum" svonefndu. Eitthvað þessu líkt hefir vakað fyrir þeím mönnum, sem samið hafa „Barnabiblíur", þ. e. út- drátt úr biblíunni, er notaður skyldi vera til fermingarundir- búnings í stað kveranna. En gallinn á þessum bókum var sá, að þær voru miklu fremur hand- bók í trúarbragðasögu Gyðinga og hinnar fyrstu kristni, en þar væri um að ræða alveg skýrt og greinilega afmarkaða kenningu Jesú sjálfs. En þar sem kcistin- dómsfræðslan á að beinast að því marki einu „að gera barnið að staðföstum lærisveini í Jesú Kristi“, þá eru það orð hans sjálfs, fagnaðarerindi það, sem hann sjálfur kenndi, sem er hinn eini rétti grundvöllur að fermingar- eða staðfestingar- undirbúningi barnanna. Stutt ágrip' trúarsögu væri svo eink- ar æskilegt að kennt væri í framhaidsskóla eftir fermingu. En þar sem hin kirkjulega kennihg um fagnaðarerindi Jesú Krists hefir löngum setið í rúmi fyrir því sjálfu, hafa „kverin" jafnan notið mestrar hylli við kristindómsfræðslu undir fermingu. Við höfum haft Ponta, Lærdómsbók Balles, Helgakver, Klavenesskver, Frið- rikskver. Nú fáum við eitt kverið enn: (Framhald á 5. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.