Tíminn - 09.02.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.02.1945, Blaðsíða 6
6 TÍMINIV, föstMdaginn 9. fcln*. 1945 21. blað dAnarmimdig Vestflrðingafélagið: Pétnr BJarnason hrcppstjóri á Grund Vestfírðingamót Sunnudaginn 10. desember s. 1. barst mér sú harmafregn, að Pétur Bjarnason, bóndi og hreppstjóri að Grund í Skorra- dal hefði orðið bráðkvaddur að heimili sínu þá um nóttina. Hið sviplega fráfall Péturs kom öllum, er hann þekktu, mjög á. óvart, þvi hann var í blóma lífsins, rúmlega fertugur að aldri og heilsuhraustur. En dauðinn ber oft að dyrum, þar sem síst er búizt við komu hans, og við, sem eftir'lifum, fá- um oft ekki skilið, hvers vegna þeir eru þá brott kallaðir, sem okkur virðist að hljóti að eiga langt og athafnaríkt líf fram- undan. Ég kynntist Pétri ekki fyr en fyrir rúmum sex árum, og mun ég því eigi fjölyrða um ætt hans og æskuár, enda mun það gert af öðrum, sem betur þekkja til. Pétur Bjarnason ól allan sinn aldur að Grund í Skorradal, einhverju fegursta og geðþekk- asta býli þessa lands. Skapgerð hans og viðhorf til lífsins virt- ist mjög mótað -af hinu hlýja og fagra umhverfi, er hann ólst upp í, og hinum heilbrigðu sveitastörfum, er hann vann frá bernsku til dauðadags. Hann var fæddur 8. des. 1903, sonur Bjarna Péturssonar hreppstjóra og merkisbónda á Grund og konu hans, Kortrúnar Steins- dóttur. Pétur Bjarnason var prýði- legum gáfum gæddur, og fróð- leiksfús með afbrigðum. Eitt sinn sagði hann mér, að í æsku hefði hann mjög þráð að menntast sem mest og jafnvel leggja stund á langskólanám. En þegar til þess kom að velja um, hvort hann skyldi' ganga menntaveginn og þá hverfa frá Grund að námi loknu, eða stefna að því að taka við jörð og búi af föður sínum, varð yf- irsterkari sá heilbrigði metnað- ur, sem mikið er til af með ís- lenzkri bændastétt, að hverfa eigi frá óðali feðra sinna, til þess að setjast að í kaupstað, þótt þar kynni að vera léttari störf að vinna og betur launuð i þeim verðmætum, sem við köll- um peninga. Pétur ákvað því að ganga í bændaskólann á Hvg,nn- eyri. Þar bar hann af félögum sýnum að námshæfni og braut- skráðist þaðan með hárri ágæt- iseinkunn. Skólaganga Péturs varð ekki lengri, en hann aflaði sér mikillar menntunar í heima- húsum eins og margir hæfileika- menn í íslenzkri bændastétt hafa gert. Var hann prýðilega menntaður maður og sýndi það í verki, að sjálfsmenntun kem- ur mörgum að eins góðu haldi í lífinu, eins og löng skólaganga. Æskuárin öll vann Pétur að bústörfum og umbótum á Grund með föður sínum. Pöður sinn missti hann, er hann var enn á æskuskeiði. Stýrði hann þá búi fyrir móður sína um nokkurra ára skeið, unz hann tók við jörð og búi, er hann kvæntist. Hélt hann áfram á braut framfara og snyrtimennsku I búskap að dæmi föður síns. Hann varð hreppstjóri í Skorradalshreppi eftir föður sinn og gegndi auk þess mörg- um trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og hérað. Síðustu sjö árin vann hann ennfremur um- fangsmikið starf í þágu alþjóð- ar, þar sem hann átti sæti í mæðiveikinefnd, er síðar var kölluð sauðfjársjúkdómanefnd. Var hann tvíyegis endurskipað- ur í nefndina. Ég hitti Pétur í fyrsta sinni á fundi nefndarinnar haustið 1938. Varð ég síðar samstarfs- maður hans um 5 ára skeið, meðan ég var framkvæmda- stjóri nefndarinnar. Á þessum árum kynntist ég Pétri mjög vel, bæði persónu- lega og sem starfsmanni ríkis- ins. Strax við fyrstu kynni gazt mér ágætlega að Pétri á Grund, enda fór saman óvenjuleg glæsi- mennska, ljúfmannleg fram- koma, ásamt festu og stillingu, er vakti hvers manns traust. Hann var afkastamikill starfs- maður við nefndarstörfin, enda komu honum þar að góðu haldi Pétur Bjarnason hreppstjóri á Grund. hans miklu hæfileikar, einkum ágæt reikningsgáfa og stál- minni. Hann var á þessum vett- vangi sem öðrum æskilegur full- trúi íslenzku bændastéttarinn- ar. Hann var ávallt tillögugóður, gerði ákveðnar, en sanngjarnar kröfur, hvort sem í hlut átti rík- ið eða bændur, og fylgdi hverju máli fram með einbeitni og festu. En þá sjaldan að mál náðu ekki fram að ganga að hans vilja, sýndi hann ávallt sam- vinnulipurð og skapstillingu og lét, sem ekkert hefði í skorizt. Pétur var kvæntur Guðrúnu Davíðsdóttur, bónda á Arn- bjargarlæk, ágætri konu: semw lifir mann sinn, ásamt 4 börn- um þeirra á bernskuskeiði. Pétur undi bezt hag sínum heima á Grund með fjölskyldu sinni við bústörfin. En atvikin urðu þau, að hann varð ^oft að vera langdvölum fjarri heimili sínu við opinber störf. Grundarheimili hefir lengi verið landfrægt sakir fegurðar staðarins, myndarbrags, rausn- ar_og gestrisni. Hafa þau hjón- in Pétur og Guðrún aukið mjög á hróður þess. Allir, er þangað komu, áttu þar að mæta óvenjulegum hlýleik og gestrisni^ hjá þeim hjónum. Sæti Péturs sem héraðshöfð- ingja, bónda á Grund og sem starfsmanns í þágu alþjóðar verður vandskipað. Allir, sem þekktu Pétur, syrgja hann. En þó er sárastur harm- ur kveðinn að konu hans og börnunum nhgu, aldurhniginni móður og systrum hans. En huggun í sorginni er minningin um góðan dreng, sem lifir í hinu .fyrirheitna landi, þar sem ást- vinir hans og aðrir, er hann þekktu, munu hitta hann, er þeir verða kallaðir héðan brott. Með Pétri á Grund er fallinn einn af mætustu bændum þessa lands og einhver mesti dreng- skaparmaður, sem ég hefi kynnzt. Blessuð sé minning hans. Halldór Pálsson. rp m * m Trum a landid Jón Pálmason, þingmaður Austur-Húnvetning^, hefir skrifað mjög langa grein í Morgunblaðið um áburðarverk- smiðjumálið. Hann leggur all- mikið erfiði á sig til að sann- færa bæði sjálfan sig og aðra um, að málið sé ekki nógu vel undirbúið. Þingmaðurinn rekur tölur og ræðir um áburðarteg- undir og hyggindi hins var- færna manns. Mér þykir senni- legt, að sumt sé rétt athugað hjá höf. Svo eru kaflar með leiðinlegum hugleiðingum um pólitíska andstæðinga. En því- líkur ritháttur þykir víst sjálf- sagður núna hjá hinu uhga lýðveldi. En er þó öllum til leið- inda, og engum til frægðar. Það er rétt fyrir búandmenn og þá, sem eru hlynntir því að bráðlega verði hafizt handa um byggingu áburðarverksmiðju hér á landi, að spyrja þingmanninn pess: Hefir nokkuru sinni veriö ráðizt í stórframkvæmdir og þær undirbúnar svo vel áður, að engu hafi skeikað? Hvar væru allar framfarirnar og nýsköpun verður föstudag 16. febr. að Hótel Borg og hefst með sam- eiginlegu borðhaldi kl. 7,30. Skemmtiatriði: Ræður, söngur, gamanvísur og dans. Áskriftarlistar liggja frammi í Verzl. Höfn, Vesturg. 12, sími 5859, Dósaverksmiðjunni, Borgartúni 1, sími 2085 eða 4800 og Reynimel 54, sími 2177. — Pantaðir aðgöngumiðar verða afhentir að Hótel Borg (suðurdyr) 12. febr. kl. 4—6. — Þeir, sem greitt hafa árs- gjöld 1944 og ’45 ganga fyrir. STJÓMIN. Dleselvélar Þar sem ég hefi fengið umboð fyrir hinar þekktu sænsku NOHAB dieselvélar frá firmanu Nydqvist & Holm, Trollháttan, vildi ég biðja þá, sem hafa hugsað sér að fá sænskar dieselvélar í báta-sína, að tala við mig sem fyrst, svo að vélarnar geti verið tilbúnar þegar flutningar frá Svíþjóð opnast, enda má búast við að erfiðara verði að fá þessar vélar þegar stríðið er úti, vegna mikillar eftirspurnar. — Ein fjögurra cylindra 180 hestafla vél er tilbúin nú þegar. — Vélarnar fást bæði snarvendar, með gang- skipti eða hreyfanlegum skrúfublöðum. Kristjján Bergsson, Suðurgötu 39, Reykjavík. Simar: 3617 og 9319. inglýiing Húseign mín í Skagastrandarkauptúni er til sölu nú þegar. í- búðarhús tveggja hæða, fjós, áburðarhús og hlaða eru öll stein- steypt. Ræktaðar, og ræktanlegar lóðir, geta fylgt. Nánari upplýsingar gefur eigandinn. Andrés Gnðjónsson. lijóðmæli eftir K. N. Vegna fyrirhugaðrar heildarútgáfu á kvæðum og kviðlingum Kristjáns N. Júlíusar skálds — værum vér þakklátir öllum, sem kunna að eiga í fórum sín- um kvæði eða lausavísur eftir Káin, ef þeir senda afrit af þeim til Árna Óla blaðamanns, Reykjavík. bökfellsOtsAfan. Klungrurbrekka í Skógarstrandarhreppi fæst til kaups og ábúðar í næstu fardög- um fyrir sanngjarnt verð, að áliti seljanda. Jörðin er vel hýst. Gott véltækt tún, engjar nærtækar. Vatnsveita í öll hús. Vind- rafstöð til ljósa. Aflmikill foss að hálfu. Silungsveiði. Þjóðveg- urinn liggur við túnið, bilfær að sumrinu. Semja ber við eiganda -og ábúanda Hermann Ólafsson eða hæstaréttarlögm. Ólaf Þorgrímsson, Austurstræti 14, Rvík. í Hörðudal fæst til kaups og ábúðar næsta vor. Tún slétt, töðufall 400 hestburðir. Útheysslæjur 300 til 400 hestburðir. Vetrarbeit ágæt. Mótak. Silungsveiði nokkur ef stunduð er. íbúðarhús nýtt, steinsteypt, vandað með nútíðar þægindum. Hlöður yfir 800 hest- burði, 10 bása fjós. Fjárhús yfir 250 fjár. Framantalin útihús úr timbri og járni. Upplýsingar um kaupverð og söluskilmála veita þeir Þorstemn Þorsteinsson, alþingismaður, og Hjörtur Ögmundsson hreppstjóri, Álfatröðum. mannanna, ef þeir hefðu ekki haft djörfung til að byrja, þótt eitthvað kynni að vera í óvissu? Þetta virðist ekki margbrotið mál eða flókið: Eigum við að byggja áburð- arverksmiðju, eða eigum við ekki að gera það? Við þurfum að kaupa efni í byggingar og vélarnar til vinnsl- unnar. Þetta verðum að kaupa frá útlöndum. En til rekstrarins höfum við svo að segja allt í landinu sjálfu: aflgjafann, vinnuaflið og hráefnin. Nú er mikið fé fyrir hendi og nú vill fólkið nýsköpun. Hví á þá að telja okkur trú um, að það sé glapræði að byggja á- burðarverksmiðju? Það verði sennilega ódýrara, að láta aðra vinna þetta fyrir okkur úti í löndum og að flytja þessa þungavöru óraleiðir. Þó eru fossarnir þar ekkert aflmeiri en hér óg verkamenn- irnir ekkert duglegri. Og ekki vitund betri né ódýrari efni úr loftinu. Sennilega vantar aðeins eitt hérna hjá okkur, og þess vegna hefir þessi langa grein orðið til, sem hér hefir lauslega verið drepið á. Það vantar að trúa á landið. B. G. Samband ísl. s«mvinnnfélaga. t SAMVINNUMENN: * V Vér vátryggjum vörur og innbú fyrir Sam- bandsfélögin og viðskiptamenn þeirra. Enginn ætti að fresta að vátryggja eignir sínar, því eldsvoði getur orðið á hverri stundu. Sjafnar tannkrem gerir tennurnar mjallhvítar Eyðir tannsteini og himnu- myndun. Hindrar skaðlega sýrumyndun í munninum og varðveitir með því tennurn- ar. Inniheldur alls engin skaðleg efni fyrir tennurnar eða fægiefni, sem rispa tann- glerunginn. Hefir þægilegt og hressandi bragð. NOTIÐ SJAFNAR TANNKREHl KVÖLDl OG MORGNA. Sápuverksmiðjan Sjöín Akureyri r- -7 SAVON de r-PARÍS mýkir húðina oq styrkir. Gefur henni yndisfayran litblœ o<f ver hana kvillum. - NOTIÐ SAVON Jörðin Krossanes í Helgustaðahreppi, er laus til ábúðar í næstu fardögum. — Allar upplýsingar gefur undirritaður. Karlsskála, 14. des. 194'4. STEFÁN gijðmson, hreppstjóri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.