Tíminn - 09.02.1945, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.02.1945, Blaðsíða 7
21. bla® / 7 TÍMIM, föstudaginn 9. febr. 1945 Að gefnii tllefni Eítir Gnnnar Þórðarson, Grænumýrartungu Með því að nokkur blaðaskrif hafa nú. um hríð átt sér stað, út af lækningatilraunum við mæöiveiki, er hr. Sigurjón Pét- ursson á Álafossi hefir haft með höndum, þá þykir mér rétt, úr því sem málum er komið, að * gera nokkra grein fyrir viðhorfi sauðfjársjúkdómanefndar til þess, þótt heppilegra hefði ver- ið að rannsaka árangur lækn- ingatilraunanna nánar i kyr- þey, en ræða það opinberlega á þann hátt, sem gert hefir verið. Síðastliðinn vetur bauð Sig- urjón nefndinni að Álafossi til að s'já nokkrar kindur, er hann hafði þá til lækningatilrauna. Fór meirihluti nefndarinnar á- samt framkvæmdastjóra sínum þangað til að sjá árangur til- raunanna. Voru allir, sem við- staddir voru í bæði skiptin, sammála um, að um allmikil batamerki virtist vera að ræða. Ennfremur hefir Sigurjón lagt fram vottorð frá tveim dýralæknum, auk umsagna nokkurra bænda, er hníga í sömu átt. Hins vegar var nefnd- inni kunnugt um, að þeir menn, sem fengizt hafa við vísinda- legar tilraunir í þessum efnum, höfðu færzt undan að fylgjast með umræddum tilraunum. Nefndinni þótti þó ekki koma til mála að láta allar aðgerðir í þessu efni niður falla að svo komnu, né heldur æskilegt að farið yrði að svo stöddu að bjóða út meðalið til sölu, sem tryggi- legt varnarlyf. Var það þvi ein- róma samþykkt nefndarmanna að verja nokkurri fjárhæð "til þess að greinagóðum bæn.dum, sem þess óskuðu sérstaklega, yrði gefinn kostur á lyfinu ó- keypis, gegn því að þeir skiluðu skýrslum um árangur þess, í vor og á næjpta hausti. Ennfremur gerði nefndin sér- staka tilraun til að fá vísinda- lega rannsókn á áhrifum lyfs- ins, með því að óska eftir að próf. Níels Dungal tæki að sér að fylgjast með lækningatil- raununum á Álafossi. Því miður neitaði prófessorinn að taka þetta að sér, aðallega með þeim forsendum, að „það mætti æra óstöðugan að ætla sér að fylgj- ast með öllum þeim skottu- lækningatilraunum, sem ýmsir menn hafa verið að fást við í sambandi við mæðiveikina, án þess að hafa haft annað en hjá- trú og vanþekkingu til brunns að bera“, eins og hann orðar það í bréfi sínu. Nefndin hafði ástæðu til að ætla, að dr. Björn Sigurðsson liti svipuðum augum á málið og prófessorinn. En þar sem Guðm. læknir Gíslason, sem er aðal- starfsmaður nefndarinnar á þessu sviði, hefir með höndum tilraunir með annað lækninga- lyf, sem hann og fleiri gera sér nokkrar vonir um að verði að notum, þótti nefndinni ekki fært að leggja að honum með umrætt verkefni. Ég hygg, að menn sjái af framanrituðu, að nefndin hefir ekki neina ástæðu til að afsaka gerðir sínar í þessu máli. Það er aftur á móti nokkuð undarlegt, hvað hinir sérfróðu menn eru vissir um gagnsleysi lyfsins. Og út a*f því er full ástæða til að minna á, að naumast er vísinda- legt að kasta frá sér neinum spursmálum, sem viðfangsefnin varða, án rannsóknar. Og enn- fremur, að sérfræðingum getur skeikað. Má þar nefna sem dæmi, að þeir ætluðu fyrst að mæðiveikin væri ormaveiki, og þó einkum hitt, að höfuðástæg- an til þess að Karakúlfénu var dreift um landið án nokkurrar varfærni, stafaði aðallega af því,að menn höfðu oftrú á heil- brigðisvottorðum hinna þýzku fræðimanna. Þá er ekki síður torskilið, hvað sum blöðin hafa farið háðsleg- um orðum um tilraunir Sigur- jóns, óg jafnvel ekki látið vott- orða dýralækna að neinu getið, og með því virzt vilja vekja tor- tryggni manna umfram það, sem efni standa til, sem er litlu betra en oftrú. Að lokurp verður ekki komizt hjá að andmæla þeim ummæl- um, er dr. Björn Sigurðsson kastar fram í blaðagrein nýlega, þar sem hann segir: „Yfirvöld- in kaupa matarsalt í tonnatali til lækninga Samkv. tilmælum framliðinna — kamfúru í herðakambinn, steinolíu ofan í lungun og svo Áli Sigurjóns, heilt vopnabúr, sem ekki má glatast úr minningunni“. Verð- ur þetta vart af almenningi skilið á annan hátt en að sauðfjársjúkdómanefnd, með samþykki fyrv. landbúnaðar- ráðherra, hafi ausið út fé til þessara hluta. En slíkt er til- hæfulaust, því „yfirvöldin“ háfa enn sem komið er engu eytt til lækningatilrauna þeirra, er doktorinn talar hér um, nema ef telja skal kr. 102,00 fyrir salt, er Guðm. læknir Gíslason notaði á sínum tíma í sambandi við lækningatilraunir. Kemur það úr hörðustu átt, ef aðstoð- armenn nefndarinnar, í barátt- unni við fjárpláguna, ala á tor- tryggni manna gagnvart nefndinni að jafn tilefnis- lausu. Gunnar Þórðarson. Virkjian Dynjanda (Framhald af 1. síðu) 'ert verð} en þó ekki verið hægt að halda starfrækslu hennar gangandi. Það má því segja, að framkvæmdir Gísla Jónssonar hafa ekki orðið mikil lyftistöng fyrir Bíldudal, eins og fólk gerði sér þó vonir um, þegar verið var að reisa fyrritækin á staðnum. — Er mikiff félagslíf í þorp- inu? — Nú er nokkuð stórt sam- komuhús í 'smíðum og stánda nokkrir áhugasamir menn að byggingu þess. Þörfin fyrir slíkt hús er mjög mikil, því að hús- leysi hefir háð mjög öllu fé- lags- og skemmtanalífi þorps- búa . í þorpinu er þó starfandi verkalýðsfélag, kvenfélag og í- þróttafélag, en ungmennafélag hefir ekki verið starfandi síðan 1936. Nýlega hefir verið stofnað bíó, en það vantar betra hús- næði. — Er öflugrt kaupfélag á Bíldudal? — Jú, kaupfélagið er vinsælt og mikið skipt við það. Það sel- ur og kaupir afurðir úr nær- liggjandi sveitum. Vöxtur þess hefir verið mjög ör seinustu árin og á seinasta ári var samvinnu- félagið á Bakka sameinað því qg ganga bæði félögin nú undir sama nafni: „Kaupfélag Arn- firðinga“. Áhugi fyrir samvinnu er mjög almennur og hafa margir trú á því, að samvinnuútgerð geti orðið lyftistöng fyrir þorpið, fært því á ný frægð horfinna daga og gert það að miklum út- vegsbæ að nýju, því skilyrðin eru góð við hin auðugu fiskimið. — Hver eru helztu áhugamál þorpstaáa? — Stærstu áhugamál okkar eru að auka sjávarútveginn og auka ræktun landsins til stórra muna. Þá er það síðast, en ekki sízt, rafmagnsmálin. Virkjun fossins Dynjanda, sem er hand- an fjarðarins, hefir lengi verið mikið áhugamál þorpsbúa og flestra annara Vestfirðinga. Við það myndu skapast marghátt- uð skilyrði fyrir iðnað, m. a. í sambandi við sjávarútveginn, auk allra þeirra lífsþæginda, sem rafmagnið veitir ibúunum. í stuttu máli sagt, þessi þrjú .stórmál, aukin útgerð, ræktun og rafmagnið, verða aðalúr- lausnarefnin í náinni framtíð. Á Bíldudal getur risið upp fjölskrúðugt atvinnulíf, ef máttur fólksins til samtakanna er nógu sterkur, Það er trú mín, að samvinnuskipulagið sé fram^ tíðarlausn út úr öngþveiti í at- vinnulífinu. Erlent yfirllt. tí (FramhalcL af 2. síðu) arar framkomu þeirra, sem margar smáþjóðirnar treysta Bandaríkjunum bezt til að gæta réttar þeirra í þeim friðarsamn- ingum stórveldanna, sem nú eru fyrir höndum. Kátir voru karlar Leifi langi spilur ,,poker“ Frú Vamban situr um færi til að flengja strákana. Vilmundur viffutan: Hvað er þetta, bjáninn þinn! Sérðu ekki, að við erum að spila poker! , Vamban: Og auk þess geturðu ekki fengið að vera níeð í spilinu, svona skítblautur. Sæll, góði. Viimundur víðutan: Alltaf lagast það! Nú er ég með tóma hunda á hendinni. Vamban: Hana, þar tekur hann á rás, sá langi! Leifi langi: Hæ, hæ .... A víðavangi (Framhald af 2. síðu) arinnar síðastl. haust, reis Ól- afur Thors upp að nýju, og gerði ,nýtt bandalag við kommúnista um að halda áfram hækkun dýrtíðarinnar, þar sem frá var horfið af þessum aðilum 1942. Sést það vel, að ekki álítur Mbl. hlut Ólafs góðan, þar sem það ástundar daglega þá sögufölsun, að eigna fyrrv. stjórn þessi verk Ólafs Thors og kommúnista. Hvenær galar haninn í annaff sinn? Sumir eru farnir að kalla fjármálaráðherrann okkar „Skatta-Pétur“. Hann er nú bú- inn að leggja fram fjögur skattafrumvörp í þinginu, en hefir auk þess hækkað öU síma- gjöld um þriðjung. Viröist ráð- herra þessi nú vera vel á veg kominn með að hækka alla skatta, sem til voru, nema stríðs- gróðaskattinn (eignaaukaskatt á stríðsgróða hefir hann líka jarðsungið). Auk allra hinna nýju skatta eða skattaviðauka (um helmingur þeirra er nýr verðtollur) ætlar hann að eyða á þessu ári tíu milljónum, sem fyrrverandi stjórn skildi honum *eftir í sjóði. En ekki nóg með það. Nú býst hann við að þurfa að taka eyðslulán síðari hluta ársins, af þvi að þrátt fyrir alla nýju skattana muni verða tekju- halli á fjárlögunum. Þeim, sem áður hafa kynnst spjalli P. M. um þessi mál, kæmi ekki á óvart, þó að hann færi nú að heyra hanann gala í annað, sinn eins og nafni hans í guðspjallinu. Jörð til sölu i * Jörðin Fellaxlarkot í Skllmamiahreppi er til sölu, og laus til ábúðar í vor. Véltækt 200 hesta tún. Góð ræktunarskilyrði. Jörðin er í þjóð- braut, og aðstaða þvi mjög góð til mjólkursölu. Lax og silungs- veiði. Sími. Tilboð sendist undindtuðum skiptaráðanda eða Þorvaldi Þór- arinssyni, lögfræðingi, Reykjavík, fyrir 1. marz n. k., og gefum við allar frekari upplýsingar. Skrifstofu Mýra- og BorgarfjarCarsýslu, Borgarnesi 7. febr. 1945. Jón Steingrímsson. Bújörð við þjöðbraut og síma Hallstún 1 Holtahneppi er til kaups og ábúðar á komandi vori. Semja ber við ábúanda.nn Hallgrím Eyjólfsson. Næsta símstöð Marteinstunga. JVÝ BÚK.v FYRSTU ÁRIN Maudbók um barnauppeldi og sálræna meðferð unglinga. Þessi bók, sem er eftir einn kunnasta sálfræðing Bandajíkj- anna, JOHN B. WATSON, prófessor, hefir nú verið þýdd á ís- lenzku af dr. Símoni Jóh. Ágústssyni. Dr. Símon ritar formála fyrir bókinni og segir þar meðal annars: „Bókin varpar nýju ljósi á sálarlíf barna og veitir mörg ágæt ráff um uppeldi þeirra. Kaflarnir um hræðslu barna og reiði eru t. d. stórmerkilegir og hafa orðið almenningi til mikils gagns og skilningsauka. Watson ritar ljóst og alþýðlega. Hann er hvorki myrkur í máli né hræddur við að halda skoðunum sínum fram. Hefir hann því í einu aflað sér margra aðdáenda og orðið mörgum hneykslunarhella. Má gera ráð fyrir, að bókin veki athygli hér sem annars staðar og verði mikið lesin“. Þessi bók kom fyrir nokkurm árum út í Noregi í hinum kunna bókaflokki „Kultur og Natur“, útgáju, sem margir kunnustu vísindamenn Norðmanna stóðu að, og mörgum hér á landi er að góðu kunn. Ritaði prófessor Birger Bergersen formála fyrir þeirri útgáfu og segir þar m. a.: Prófessor Watson hefir getið sér ævarandi orffstír sem sálarfræffingur, og er sú bók, er hér birtist, ein hin kunnasta af bókum hans. Vakti hún hina mestu athygli, þegar hýn kom út í Ameríku fyrir 4 árum. Vonandi verður sú raunin á, hér sem í Ameríku, að fjöldi óreyndra foreldra muni telja sig í hinni mestu þakkarokuld við Watson fyrir hinar skyn- ' samlegu leiffbeiningar, er hann gefur þeim um veigamesta og erfiðasta starfið, sem fyrir þeim liggur á lífsleiðinni“. Bókin er hátt á annað hundrað blaðsíður að stærð, með mörgum myndum til skýringar. Fæst hjá bóksölum. Happdrættt Hásköla íslands Miðat' þeir, sem seldir voru í iimboóinu. , Klapparstíg 14, verða til sölu í þessum umboðum: Umboffi frú Marenar Pétursdóttur, Laugaveg 66: 1751—75, 2176—200, 2426—50, 2801—25, 3051—75, 3201—25, 3251—75, 3626—50, 3826—50, 4051—75, 4326—50, 4701—25, 6526— 50, 6926—50, 7176—200, 7826—50, 8151—75, 10238—42, 12201—25, 14676—700, 15061—65, 15166—70, 15191—95, 20432, 22726—50. Umboffi Einars Eyjólfssonar, Týsgötu 1: 11501—25, 11876—900, 12001—25, 12676—700, 13176—k)0, 13551 —75, 14026—50. V Umboffinu í Varffarhúsinu: 262—65, 5371—75, 8501—25, 9026—50, 9676—700, 10486—90, 10496—500, 16501—25, 16626—50, 17076—100, 17701—25, 18201—25, 18351—75, 18801—25, 19001—25, 19501—25, 20441—45, 21576—600, 21951—75, 22476—500, 23001—25, 23901—25, 24251—75, 24526—50, 24951—75. Tilkynníng Viðskiptaráðið hefir ákveðið eftirfarandi hámarksverð á akstri 5—6 manna fólksbifreiða: í innanbæjarakstri í „Reykjavik" má gjaldið vera 35 aurar fyrir hverja mínútu frá því bifreiðin kemur á þann stað, sem um hefir verið beðið, og þar til leigjandi hennar fer úr henni, auk fastagjalds, að upphæð kr. 3.00, sem bif- reiðarstjórinn hefir fyrir að aka frá stöð sinni og til hennar aftur. í næturakstri (frá kl. 19 til kl. 7) og helgidagsakstri má mínútugjaldið vera 45 aurar, en fastagjaldið þó ekki hærra en 3.00 kr. Innanbæjarakstur telst það, þegar ekið er innan’eftir- greindra takmarka: Á Laugarnesvegi við Fúlalæk, á Suð- urlandsbraut og Reykjanesbraut við Kringlumýrarveg og á Seltjarnarnesi við Kolbeinsstaði. Þegar 5—6 manna bifreið er leigð til lengri ferða, má leigan ekki vera hærri en 90 aurar fyrir hvern ekinn kíló- meter frá ofangreindum bæjarmörkum. í nætur- og helgi- dagaakstri má gjaldið þó vera kr. 1.10 fyrir hvern kílómeter. Sé sérstaklega beðið um 7 manna bifreið má taka 25% hærra gjald en að ofan segir. Ákvæði tilkynningar þessarar ganga í gildi frá og með 8. febrúar 1945. Reykjavílt, 6. febrúar 1945. VERBLAGSSTJÓRIIVA.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.