Tíminn - 13.03.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.03.1945, Blaðsíða 1
- RITSTJÓRI: ÞÓRARINk ÞÓRARINSSON. ÚTGEFFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Símar 2353 og 4373. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9A. Slmar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Sími 2323. 29. árg. Rcykjavík, þriðjudagiim 13. marz 1945 20. blað I Rifi eru bezt skilyrði fyrir útvegsbæ við Breiðafjörð V iðtal við Sigrn. M. Símonarson kanpfélagsstj. Hellissandur var á bezta skeiði smábátaútvegsins ein helzta verstöð á Snæfellsnesi. Þaðan er skammt að sækja á ein auð- ugustu fiskimiðin við ísland. Nú þegar stærri og betri bátar hafa komið til sögunnar, hefir ekki verið hægt að gera þá út frá Hellissandi, vegna hinna erfiðu hafnar- og lendingarskilyrða. Útgerðin hefir því staðið þar í stað og framtíðarhorfur þorps- ins óglæsilegar, ef eigi tekst fljótlega að bæta úr hafnleysinu. Tíðindamaður blaðsins hefir nýlega átt viðtal við Sigmund M. Símonarson kaupfélagsstjóra á Hellissandi og spurt hann um atvinnulíf á staðnum og helztu áhugamál manna þar, en þau eru hafnargerð í Rifi, vegur fyrir framan Snæfellsjökul og undir Ólafsvíkurenni. Fiskaflinn Samkvæmt upplýsingum frá Fiskifélaginu stunda nú veiðar um 400 bátar á öllu landinu. 80 þeirra eru gerðir út frá Vest- mannaeyjum. Þetta mun vera svipaður bátafjöldi og stundaði veiðar á seinustu vertíð. Afla- brögð eru góð víðast hvar og heldur meiri afli kominn á land en á sama tíma í fyrra. í jan- úarmánuði barst á land helm- ingi meiri afli en í fyrra, en ógæftir voru miklar í febrúar, og það sem af marzmánaðar. Bezt hafa aflabrögðin verið í Hornafirði og í verstöðvum a Suðurnesjum og á* Akranesi. Aflahæstú bátar munu nú vera búnir að fá um 800 skippund. Maður hveriur Jón Sigurðsson fyrrv. kaup- félagsstjóri á Djúpavogi, hvarf hér í bænum mánudaginn 5. þ. m. og hefir ekkert til hans spurzt, þrátt fyrir eftirgrennsT- an rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík. Jón kom til bæjar- ins fyrir mánuði síðan og hefir dvalið hjá ýmsum kunningjum Sínum. Hann var 50 ára gamall, fæddur 4. okt. 1894. Hann er meðalmaður á hæð og gildleika, með svart hár, sem lítið er farið að grána, skegglaus. Hann var í gráum fötum og gul-gráum rykfrakka, beltislausum. og með gráan hatt á höfði. Eftir því, sem vitað er, var hann peninga- laus, en ávísanahefti á Búnað- arbankann mun hann hafa haft á sér. Þetta er fimmti maðurinn, sem horfið hefir í Reykjavík á síðastl. 7 mánuðúm. Tveir þeirra hafa fúndizt örendir, en til þriggja hefir ekki spurzt. — Hefir útgerð aukizt á Hell- issandi seinustu ár? — Nei, útgerðin þar stendur nokkurn veginn í stað. í vetur eru gerðir út þaðan 10 bátar 4— 6 smál. að stærð. Hellissandur var áður helzta verstöð á Snæ- fellsnesi, því að þaðan er örstutt á ein auðugustu fiskimið, sem eru við ísland. — Hvað er það aðallega sem háir útgerðinni? — Hafnleysið. Það er ekki hægt að komast á miðin, nema um flóð. Á síðastl. sumri var bátabryggjan lengd, svo að nú geta legið við hana allt að 70 smál. bátar um flóð. Frekari hafnarbætur er ekki hægt að gera á Hellissandi, vegna erfiðra aðstæðna. — Hvaða framtíðarmöguleik- ar eru þá fyrir hendi fyrir Hellissandsbúa? • — Það eru miklir möguleikar til stórfelldra framkvæmda á Rifi, en sá staður er milli Ólafs- víkur og Hellissands og ekki lengra en svo frá þeim síðar- nefnda, að byggingar, sem þar eru, geta flestar komið að full- um notum. Á Rifi eru sérstak- lega góð skilyrði til hafnargerð- ar. Það mál er að vísu ekki að fullu rannsakað, en gera má ráð fyrir, að þar geti komið ein bezta og öruggatfta höfn á land- inu, lífhöfn fyrir allt Vestur- land. Það má vissulega segja, að miklar vonir séu tengdar við þennan stað. Þar eru fyrir hendi þau þrjú höfuðskilyröi til þess að upp geti risið myndarlegur útvegsbær, góð fiskimið nær- liggjandi, skilýi-ði fyrir hafnar- gerð og ræktunarskilyrði í ná- grenninu. Milliþinganefnd í sjávarútvegsmálum var bent á þennan stað og er verið að fram- kvæma að tilhlutun hennar (Framhald á 8. síðu) ^------------------------------------------------oj Leyndin heldnr áiram Ríkisstjórnin dregur enn að birta skýrslu um það, sem gerðist á hinum iokuðu þingfundum viðkomandi stríðs- yfirlýsingamálinu svonefnda. Hún dregur einnig að gefa skýrslu um aðrar aífgerðir stjórnarvaldanna í þessu máli. Aðeins ein skýring er hugsanleg á þessum óhæfilega og undarlega drætti ríkisstjórnarinnar. Kommúnistar ótt- ast orðið þá afstöðu sína í málinu, að ísland yrði með einum eða öðrum hætti gert stríðsaðili. Kommúnistar hafa fundið, að þjóðin fordæmir þessa afstöðu. Þess vegna fá þeir meðstarfsmenn sína í ríkisstjórninni til að hjálpa sér til að leyna því, er gerzt Hefir í málinu. Þjóðin getur hins vegar ekki þolað þessa leynd lengur. Hún vill fá fulla vitneskju um það, sem gerzt hefir. Fyrir þessum eðlilegu kröfum þjóðarinnar verða ráðherrar lýðræðisflokkanna í ríkisstjórninni að beygja sig. Þeir verða að meta meira að fullnægja réttlátum óskum þjóð- arinnar en að hjálpa kommúnistum til að leyna því, að þeir vildu láta þjóðina gerast stríðsaðila og henni þannig gert, auk vansæmdar og ýmislegrar hættu, ómögulegt að ráða nokkru um það, hvaða stórveldi hefðu hér hernaðar- legar bækistöðvar. Ríkisstjórnin má ekki draga lengur að gera öll gögn í þessum málum opinber. Það er skilyrðislaus krafa allrar þjóðarinnar. Merkilegur dómur fjárveltmgancfndar um fjármái ríkisínss Bein rekstrargjöid haía margfaldazt í Sjármálastjórnartíð Sjálfstæðísmanna FORINGI KfiNVERJA FLYTUR RÆÐU Hér á myndinni sést foringi Kínverja, Chiang Kai Chek, vera að flytja útvarpsrœðu. Kínverjar biðu mikla ósigra á síðast ári, en Chiang Kai Chek sýndi samt engin merki um undanslátt. Sigrar B'andaríkjamanna á Filippseyjum hafa nú glœtt þœr vonir í Kína, að amerískur her verði fluttur þangað í stórum stíl nú strax á þessu ári. V- '• "" < —" ■ 1 ------------------- 1 . ■ — —.................................. Búnaðarþing mótmælir ráð- stöfunum stjórnarínnar í smjörmálínu Nokkrar ályktantr þingsins í iiðruin málum. Búnaðarþingið hefir setið að störfum undanfarnar vikur og haft mörg merkileg mál til meðferðar. Emúer þó eigi lokið af- greiðslu aðalmálanna, sem fyrir þingið hafa verið lögð, en þau eru komin langt áleiðis. Þingið hefir J)ó þegar afgreitt ýms mál og verður hér getið nokkurra ályktana þess. \ í tilefni af smjörinnflutningi ríklsstjórnarinnar og verðá-. kvörðunar hennar í því sam- bandi hefir Búnaðarþing af- greitt svohljóðandi tillögu með samhljóða atkvæðum: „Búnaðarþingið skorar á rík- isstjórnina að láta ekki flytja inn smjör eða aðrar landbúnað- arvörur, nema í samráði við Búnaðarfélag íslands, og aðeins til að fullnægja 'brýnustu neyzluþörf landsmanna, að því leyti, sem innlend framleiðsla ekki hrekkur til. Jafnframt lýsir Búnaðarþing- ið yfir því, að það mótmælir þeirri ákvörðun ríkisstjórnar- innar, að smjör það, sem nú er flutt inn í landið, sé selt fyrir y3 lægra verð en íslenzkt smjör, og telur, að slík ráðstöfun muni tvímælalaust draga úr smjör- framleiðslu, og það því fremur, sem Búnaðarþingið álítur að.nú- verandi verðlag á íslenzku smjöri sé ca. 20% undir frám- leiðsluverði, samkvæmt verð- grundvelli sexmannanefndar- innar.“ í tilefni af lækkaðri fjár- veitingu til sauðfjársjúkdóma- varna hefir verið samþykkt eftirfarandi tillaga í einu hljóði: „Búnaðarþing lýsir óánægju sinni yfir því, hversu stórkost- lega er dregið úr fjárveiting- um á yfirstandandi ári til sauð- fjársjúkdómavarna og uppeldis- styrks til þeirra bænda, er mest tjón bíða af völdum sauðfjár- sjúkdómanna, og þar sem Bún- aðarþing telur, að sú starfsemi sé nauðsynleg, leyfir það sér að beina eindreginni áskorun til ríkisstjórnarinnar, að taka upp á fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár eigi hlutfallslega lægri fjár- veitingar í þes'su skyni, en veitt var í fj&rlögum fyrir árið 1944, nema svo giftusamlega snúist í þessum málum, að verulega dragi úr tjóni sauðfjáreigenda af völdum sauðfjársjúkdóm- anna, þegar á þessu ári.“ Viðkomandi innflutniné’i á sauðfé hefir verið samþykkt svohljóðandi tillaga: „Búnaðarþing ályktar að fela (Framhald á 8. síðu) Maður drukknar ) Síöastliðinn laugardagsmorg- un varð það slys á Akureyri, að maður, sem var að • vinna við gömlu rafveituna við Glerá. féll í ána og drukknaði. Var það Haukur Helgason, verkstjóri við rafveituna. Maðurinn barst all- langa leið með straumnum nið- ur ána og náðist ekki fyrr en niður við sjó. Lífgunartilraunir reyndust árangurslausar, enda var grjót og klakaburður í ánni. Haukur var 30 ára að aldri og ,giftur, en barnlaus. Launin hafa ekki adeins hækkad, heldur hefir opinberum starfsmönn- um líka stórfjölgað í sameiginlegu áliti fra fjárveitingarnefnd, er birtist rétt fyrir þinglokin, er felldur athyglisverður dómur um fjármálastjórn síðustu árin eða sfðan Sjálfstæðismenn tóku við henni 1939. Þessi dómur er á þá leið, að hin beinu rekstrarútgjöld ríkisins hafa margfaldazt á þessum árum, ekki aðeins vegna launahækk- ana, heldur einnig vegna starfsmannafjölgunar. Er þessi reynsla af fjármálatjórn Sjálfstæðismanna vissulega á aðra leið en vænta mátti af skrafi þeirra um fjársukk og óhófseyðslu ríkisins áður en þeir tóku við stjórn þessara mála. Þessi dómur um fjármálastjórn Sjálfstæðisflokksins er að því leyti athyglisverðari, að fjórir Sjálfstæðismenn standa að þessu nefndaráliti, þeir Jóhann Jósefsson, Pétur Ottesen, Sigurður Kristjánsson og Þorsteinn Þorsteinsson. Umrætt álit fjárveitinga- nefndar er í greinargerð, sem fylgdi þingsályktúnartillögu, þar sem skorað var á rikisstjórnina að láta fara fram endurskoðun á starfsmannahaldi ríkisins með það fyrir augum að fækka embættum og draga úr rekstr- arkostnaði. Hermann Jónasson hafði flutt tillögu um þetta í sambandi við launalögin og vildi láta fresta afgreiðslu þeirra þar til slík athugun hafði farið fram. Stjórnarliðið felldi þessa tillögu, en hún var síðan tekin upp í fjárveitinganefnd og fékkst þar samkomulag um hana, en hins vegar var þaö ekki tímabundið, hvenær þess- ari athugun skyldi lokið. Óttast því margir, að lítið verði um efndir ríkisstjórnarinnar í þessu máli. í upphafi greinargerðar fjár- veitinganefndar fyrir þessari til- lögu segir svo: „Kostnaður við starfrækslu ríkisins og stofnana þess hefir aukizt hröðum skrefum hin síð- ari ár. Stafar útgjaldaaukning sú, sem hér um ræðir, að veru- legu leyti af hækkun á launum og starfsmannafjölgun, þó að margt fleira komi þar einnig til greina. Starfræksla ríkisins er nú orðin það umfangsmikil og kostnaðurinn við hana svo hár, að það getur tæplega orkað tví- mælis, að full þörf væri á því, að því séu gefnar gætur, hvert stefnir í þessu efni. Virðist nú svo komið, að brýna nauðsyn beri til, að nú þegar sé látin fram fara, ýtarlega endurskoð- un á öllu starfskerfi rikisins, með það fyrir augum, að á því geti orðið gagnverð breyting, sem hafi í för með sér verulega lækkun á útgjöldum við þessa starfrækslu.“ í greinargerðinni er síðan sýnt fram á, að í fjárlögum yfir- standandi árs séu bein rekstrar- útgjöld ríkisins (þ. e. laun fastra starfsmanna og annar kostnað- ur við starfsmannahald), áætl- aður 73.4 milj. kr., en í fjárlög-. um 1939 hafi samskonar útgjöld verið áætluð 8,2 milj. kr., en órðið í reynd samkv. landsreikn- ingi 9.9. milj. kr. Má vitanlega ekki búast síður við þvl nú en þá, að útgjöld þessi fari veru- lega fram úr áætlun. Þá er skýrt frá því að ein- stakir liðir hinna beinu rekstr- arútgjalda í fjárlögunum 1945 séu hærrí en í fjárlögunum 1939 (fremri dálkur) og í landsreikn- ingi 1939 hér segir: Kostnaður við Alþingi og ríkisstjórn .... Dómgæzla og lögreglustjórn ........... Opinbert eftirlit .................... Kostnaður við innheimtu tolla og skatta Sameiginl. kostn. við embættisrekstur .. Læknaskipun og heilbrigðismál ........ Stjórn og undirbúningur vegagerða .... Stjórn vita- og hafnarmála............ Kirkjumál ............................ Kennslumál ........................... Til opinberra safna .................. Til rannsókna í opinbera þágu ........ Til atvinnumála ....._................ Til stjórnar félagsmála .............. Aðrir liðir rekstrarútgjaldanna hafa hækkað þannig: Strandferðir og rekstrarkostn. vitanna Eftirlaun og styrktarfé .............. Lögákveðnar greiðslur ................ Verklegar framkvæmdir ................ Styrkir ýmiss konar o. fl............. (aftari dálkur), s< 645 % 473 % 727 — 603 — 579 — 248 — 801 — 513 — 408 — 333 — 789 — 730 — 719 — 617 — 430 — 452 — 575 — 555 — 660 — 565 — 649 — 582 — 1267 — 768 — 626 — 596 — 478 — 470—, 742 % 1159 % 503 — 498 — 482—‘ 472 — 1458 — 1334 — 536 — 354 — Þótt siðastnefndu útgjaldalið- irnir séu ekki venjuleg launaút- gjöld, stafar þó hækkun þeirra fyrst og fremst af kaupgjalds- hækkunum. Þótt framlögin til verklegra framkvæmda virðist samkv. þessu hafa margfaldast, mun ekki verða unnið öllu meira nú en 1939, heldur hefir vinnu- kostnaðurinn margfaldazt, sem þessu nemur. (Framhald, á 8. síðu) t DAG birtist á 3. síðu grein eftir Halldór bónda Kristjáns- son á Kirkjubóli í Önund- arfirði, og heitir hún „Pét- ur Gautur og ríkisstjórn- in.“ Neðanmáls er grein um lífið í Rússlandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.